Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 16
Sofie, frá Englandi Ég heyrði að hér væri mjög fal- legt og svo ætla ég að nema sögu víkinga næsta vetur. Ao, frá Þýskalandi Til að sjá landið. Við ferðumst um á mótorhjóli og höfum fariö um suðurhluta landsins. Fal- legast fannst mér í Skaftafelli. Dieter, frá Þýskalandi Ég vinn með unglinga sem eiga erfitt og er hér á 2 mánaða ferðalagi með 16 ára strák. Hér getum við verið mikið einir og hann á að læra að treysta mér á þessum tíma. Ég las mikið um landið áður en ég kom, en hvergi segir hvernig vegirnir eru í raun. Það tók mig 2 daga að læra að keyra á þeim. Terry, frá Ástralíu Ég kom hingað fyrir 15 árum til að sjá gosið í Heklu, en gat bara stoppað í 2 daga. Nú ætla ég að ferðast í mánuð með litlu dóttur minni og langar til að ganga frá Landmannalaugumtil Þórsmerk- ur og jafnvel á Heklu og Vatna- jökul ef ég fæ pössun fyrir stelp- una á meðan. Alvilda, frá Danmörku Mig hefur alltaf langað til ís- lands og kem örugglega aftur, því við fengum ekki gott veður núna. Mér finnst bæði snjórinn og heita . vatnið heillandi. MæðgurnarTerry oa Jasmín 8 ára, eru komnar alla leið frá Ástralíu og ætla að ferðast um Island í mánuð með rútum og átveimur jafnfljótum. Dieter tekur lífinu með ró, enda ætlar hann að taka 2 mánuði í (slands- ferðina. Mynd: Ari Tjaldstœðið í Laugardal Stórbætt aðstaða með nýju þjónustuhúsi Aðsókn íjúníum 30% minni en á sama tíma ífyrra Er við heimsóttum tjaldstæðið i Laugardalnum í gær flatmög- uðu gestir fyrir utan tjöld sín og nutu sólarinnar, þá loksins hún sýndi sig. Þrátt fyrir vætutíðina það sem af er mánaðarins hafa að meðaltali gist þar um 40 manns á dag og er það um 30% fækkun miðað við júní í fyrra. - Venjulega gistir fólk hér í 2-3 daga og éru Þjóðverjar lang- fjölmennastir, sagði Kristján Sig- fússon, sem verið hefur tjald- stæðisvörður frá opnun 1973. Hann sagði að bylting yrði í allri aðstöðu á tjaldstæðinu, er nýtt þjónustuhús yrði opnað eftir hálfan mánuð. - Þar verður öll snyrtiaðstaða, þvottavélar og eldunaraðstaða. Einnig verður settur upp hjallur til að þurrka föt í og útigrill. Sérstök aðstaða verður fyrir fatlaða, en á hverju ári koma nokkrir hreyfihamlaðir einstaklingar. Kristján sagði að sér væri minnisstætt, að tvívegis hefði komið þangað blindur Þjóðverji á ferð um landið og í annað skiptið var hann einn síns liðs. - Það er mjög vel gengið um hér og ef bara eru útlendingar og íslenskt fjölskyldufólk á tjalds- tæðinu er allt í lagi. Aftur á móti er þörf á að vera á varðbergi ef um unga íslendinga er að ræða, sagði Kristján og bætti því við að íslendingar væru fremur sjald- gæfir gestir. mj -SPURNINGIN—| Spurt á tjaldstæöinu í Laugardal Hvers vegna ferðast þú um ísland? blÓÐVILIINN Föstudagur 1. júlí 1988 147. tölublað 53. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.