Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 6
MINNING
Kennarar
Kennara vantar aö Laugarbakkaskóla. Ýmsar
kennslugreinar koma til greina, svo sem kennsla
í útibúi, almenn kennsla í aöalskóla, íþróttir,
hannyröir o.fl.
Gott og fremur ódýrt húsnæöi í boöi. Upplýsingar
gefa Sigrún Einarsdóttir í síma 95-1631 og Ragn-
ar Gunnlaugsson í síma 95-1560.
ÞJÓÐVIIJINN
blaðið
sem
vitnað
erí
/ OV í)’
Sumarferðin
- Síminn er
rrsöölH
Hafnarfjörður
Fóstrur
Smáralundur
Fóstrur óskast til starfa á dagheimilið/leikskólann
Smáralund. Sveigjanlegur vinnutími.
Upplýsingargefur Erla Gestsdóttir, forstööumaö-
ur í síma 54493.
Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar
Til sölu fasteignir á Siglu-
firði og í Borgarnesi
Tilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Hvanneyrar-
braut 27, Siglufirði. Stærð hússins er 1254 m3.
Húsið verður til sýnis í samráði viö Erling Óskars-
son, sýslumann, sími (96) 71150.
Brákarbraut 13, Borgarnesi. Stærð hússins er
2489 m3. Húsiö veröur til sýnis í samráði við
Rúnar Guðjónsson, sýslumann, sími (93) 71209.
Tilboðseyðublöö liggja frammi í húseignunum og
á skrifstofu vorri. Kauptilboöum sé skilað á skrif-
stofu vora, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 14.00
f.h. þriðjudaginn 12 júlí n.k., en þá veröa þau
opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
*
C
z
£il!
x2f
/*IS>«‘*
Sólveig Sigurðardóttir
F. 30.
t>au fátæklegu kveðjuorð sem
hér birtast eru ekki síður kveðja
til ákveðins tímabils en hinsta
kveðja mín til ömmu minnar auk
þess sem ég vil nota tækifærið,og
kveðja Arnór afa, þar sem ég var
erlendis er hann ýtti úr vör yfir
móðuna. Hann lést 7. 3. 1976.
Húsið á Jófríðarstaðavegi kvaddi
ég heldur aldrei áður en það var
jafnað við jörðu og malbikað yfir
stofugólfið.
Þau Sólveig og Arnór voru
bæði ættuð af bújörðum í næsta
nágrenni Hafnarfjarðar og voru
ætíð bændur í sér þó þau væru
búsett í miðbæ Fjarðarins. Sól-
veig var frá Ási, sem tilheyrði þá
reyndar Garðasókn en Arnór var
sonur Þorvarðar bónda að Jó-
fríðarstöðum, sem kaþólskir eiga
nú.
Þær eru ekki margar bernsku-
minningar ömmu sem ég þekki.
Þó heyrði ég hana segja frá því að
hún hafi þurft að ganga frá Ási
þvert í gegnum Hafnarfjörð, út
Langeyrina að Garðaskóla til að
sækja sér menntun barn að aldri,
þrátt fyrir að mun skemmra hefði
verið fyrir hana að sækja skóla í
Hafnarfirði.
Þá var hún líka mjög stolt af
konungsbréfi sem hún hafði feng-
ið til þess að fá undanþágu til gift-
ingar, en hún hafði ekki náð lög-
legum giftingaraldri þegar hún
gekk í það heilaga með afa.
Fjölskyldan á Jófríðarstaða-
vegi var verkamannafjölskylda á
krepputímum. Fjölskyldan var
stór en húsakostur þröngur. Alls
tókst þeim Sólveigu og Arnóri að
koma sex börnum á legg, þar af
fimm stúlkum og einum pilti.
Tvær dætur misstu þau þegar þær
voru á barnsaldri og hétu báðar
Guðrún. Sigurður er sonur þeirra
en dætur þær Sigurlaug, Elín,
Ásta, Sigrún og Sólveig. Elín
móðir mín, féll frá fyrir fimmtán
árum.
Aldrei gat ég, sem alinn var
upp af næstu kynslóð á eftir,
skilið hvernig allur þessi kvenna-
skari, auk afa og Sigga gat komist
fyrir í litla húsinu á Jófríðarstaða-
vegi. Ég hygg að rollurnar í fjár-
húsinu hafi haft fleiri fermetra
fyrir sig en mannfólkið í húsinu.
Þrátt fyrir að þröngt væri á þingi
og fátækt mikil urðu börnin ekki
vör við það. Eina skiptið sem
móðir mín sagðist hafa fundið
fyrir fátækt var þegar hana lang-
aði til að halda áfram námi að
loknu gagnfræðaprófi, en þá var
henni tjáð að þau hefðu ekki efni
á að kosta hana til frekara náms.
Þegar ég man fyrst eftir mér
bjó Sólveig yngsta systirin ein hjá
afa og ömmu. Það leið vart sú
Faxamarkaður
Allir vilja
vinna karfa
„Við héldum uppá eins árs af-
mælið með kaffi og flatbrauði
enda gekk okkur vonum framar á
þessu fyrsta starfsári og mun bet-
ur en við bjuggumst við. Alls seld-
um við 13.400 tonn fyrir rétt tæp-
ar 400 milljónir króna,“ sagði
Bjarni Thors framkvæmdastjóri
Faxamarkaðar við Þjóðviljann.
Að undanförnu hefur verið
mikið framboð af fiski á fisk-
mörkuðunum en hefur dalað síð-
ustu daga. Kílóið af þorskinum
hefur farið á 40-50 krónur. Hefð-
bundinn vestfirskur þorskur, 1,7-
2 kg. að þyngd selst á 40-42 krón-
ur kg. en stærri þorskur á rúman
50 kall. Þá hefur verið óvenju-
mikil eftirspurn eftir karfa og hef-
ur kg. af honum selst á 20-25
krónur og allt upp í 30 krónur.
Bjarni sagði að vinnslan ynni
hann á Japansmarkað og fengi
þokkalegt verð fyrir hann þar.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
11. 1905 - D. 21. 6. 1988
helgi að ekki væri farið í heim-
sókná Jófríðarstaðaveginn. Syst-
urnar aðstoðuðu ömmu í eldhús-
inu en afi karpaði um pólitík við
tengdasynina í borðstofunni.
Hann var eldheitur krati, þó
stundum fyndist honum nú krat-
isminn sérkennilegur á við-
reisnarárunum.
Afi var einn af þeim síðustu
sem hafði kindur í miðbæ Hafn-
arfjarðar. Þegar þrek hans var
það þorrið að hann gat ekki
lengur stundað erfiðisvinnu
veittu ærnar honum þá
lífsfyllingu sem vinnan er okkur
mönnunum. Svo fór að lokum að
þessi ánægja hans varð að víkja
úr lífi hans þar sem landbúnaður
samrýmdist ekki atvinnu- og um-
hverfisstefnu bæjaryfirvalda.
Þau afi og amma höfðu tún-
spildu upp við Ás og þar var
heyjað á hverju sumri. Systurnar
mættu allar með barnabarna-
skarann og var slíkur atgangur í
okkur krökkunum að sjálf krían,
sem hafði helgað sér nágrennið,
lagði á flótta. Stundum var Guð-
rún langamma heimsótt í gamla
bæinn í Ási. Þar var lágt til lofts.
Langamma setti mjólk yfir kol-
avélina og flóaði hana í barna-
barnabörnin. Hjá henni fannst
drengstaula einsog mér hann
vera kominn aftur til annarrar
aldar. Amma og afi höfðu einnig
kartöflugarð í nágrenni Áss og
var ekki að sökum að spyrja að
þegar tekið var upp, þá mætti all-
ur ættleggurinn í beðin. Sam-
heldni þeirra systra var mjög
mikil og nutum við krakkarnir
góðs af því þar sem náin sam-
skipti urðu milli okkar frænd'
systkinanna.
Þegar ég hugsa til afa og ömmu
er það einkum tvennt sem situr
fast í minningu minni frá
bernskuárunum. Annarsvegar er
það neftókbakslyktin af afa og
hinsvegar ilmandi flatkökur frá
ömmu. Það eru fleiri en ég sem
halda því fram að Sólveig hafi
bakað bestu flatkökur í Firðin-
um.
Þau voru um margt lík hjónin
en þó á sinn hátt ólík. Bæði fóru
sér ákaflega hægt en komust þó
með seiglunni þangað sem þau
ætluðu sér. Amma var þolgóð
kona og trúði á tvennt í heimi eins
og þar stendur. Aldrei heyrði ég
hana öfundast út í þá sem betur
voru staddir efnalega og hefur þó
sennilega mikið á hana reynt á
árum kreppu einsog fleiri sem
voru með mikla ómegð en litlar
tekjur. f þann grýtta jarðveg sáðu
þau hjón og uppskáru ríflega þar
sem afkomendur þeirra eru. Það
var sú uppskera sem ömmu þótt
vænst um og hefur eflaust
sannfært hana um að hún hafi
fundið sínu lífi réttan farveg, því
ekkert er bændahjónum meira
virði en góð uppskera.
Svo var húsið við Jófríðarstað-
aveg rifið og Hringbrautin lögð
yfir betri stofuna. Þau Sólveig og
Arnór keyptu þá hús þar ör-
skammt frá með yngstu dóttur
sinni, Sólveigu, og bjuggu þar
síðustu æviárin. Þó ætíð væri gott
að sækja þau heim var samt eins-
og einhver fastur punktur í tilver-
unni væri skorinn burt. Báru-
járnshús byggt af tilverunni væri
skorinn burt. Bárujárnshús byggt
af kreppuvanefnum, sem passaði
ekki lengur inn í skipulag nútím-
ans en var okkur sæluhús við
hraðbraut nútímans, hafði verið
fjarlægt. Það var einsog bernska
manns hefði verið numin brott,
sá hluti hennar þar sem strengur-
inn við fortíðina hafði verið hvað
sterkastur.
Afrek þeirra hjóna verður ekki
metið í bankainnistæðum né í
andlegum stórvirkjum, til slíks
gafst enginn tími frá lífsbarátt-
unni, en þau hjón og önnur sem
bjuggu við svipaðar aðstæður
lögðu gjörva hönd á plóginn við
að plægja þann þjóðfélagsakur
sem við erum sprottin upp af.
Sigurður Á. Friðþjófsson
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
1festfiröir • Sumarferð
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er í Flatey 2. og 3.
júlí.
Safnast verður til Brjánslækjar og siglt þaðan kl. 13 á laugardag og til
baka síðdegis á sunnudag. Á útleið verða nærliggjandi eyjar skoðaðar
af sjó. Leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann og fræða um fortíð,
nútíð og náttúrufar eyjabyggðanna. í Flatey verður gist í tjöldum.
Kvöldvaka verður á laugardagskvöld og síðan stiginn dans.
Miðað er við að þátttakendur geti komið á eigin bílum að Brjánslæk
en rúta fer frá ísafirði á laugardagsmorgun. Ferð: Flatey frá Brjánslæk
kr. 1800. Rúta frá ísafirði kr. 1200. f báðum tilvikum er hálft gjald fyrir
börn 6-11 ára.
Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar hjá eftirtöldum:
Kristinn H. Gunnarsson Bolungarvík, s. 7437 og 7580; Bryndís Frið-
geirsdóttir ísafirði, s. 4186; Ingibjörg Björnsdóttir Súðavík, s. 4957;
Þóra Þórðardóttir Súgandafirði, s. 6167; Ágústa Guðmundsdóttir
Flateyri, s. 7619; Magnús og Sigrún Vífilsmýrum, 7604; Sverrir Kar-
velsson Þingeyri, s. 8104; Halldór Jónsson Bíldudal, s. 2212; Jóna
Samsonardóttir Tálknafirði, s. 2548; Gróa Bjarnadóttir Patreksfirði,
s. 1484; Guðmundur Einarsson Seltjörn, s. 2003; Giesela Halldórsdótt-
ir Hríshóli, s. 47745; Jón Ólafsson Hólmavík, s. 3173. i
Kjördæmisráð.