Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR
Flokksþingið í Moskvu
Enn ekkert smjör,
enn ekkert kjöt
Moskvuþingið stóratburður í Sovétsögu
Mœlendaskrá stappfull, þingið framlengt
Nítjánda flokksráðstefnan í
Moskvu virðist á góðri ieið
með að verða einn af stóratburð-
um sovéskrar sögu, - umræður
eru opnar og hreinskilnar, hvass-
ar og leitandi, og þeir sem fylgjast
með bera ýmist saman við vest-
ræn þjóðþing eða austrænar
flokksumræður fyrir Stalín.
Þingfulltrúar sjálfir vilja sem fæst
segja við fréttamenn vegna þess
að þeir megi ekki af neinu missa í
salnum.
Þriðji dagur þingsins hófst fjór-
um mínútum á undan áætlun
vegna óþreyju fulltrúanna, - um
5000 manns - og af ræðumönnum
dagsins vakti mesta athygli Vla-
dimir Melnikov frá Komi-héraði í
Síberíu. Hann sagði að þeir sem á
tímum stöðnunarinnnar (einsog
Brezhnev-árin heita nú) hefðu
verið í forystu hlytu að víkja úr
helstu valdastofnunum flokks og
ríkis, menn yrðu að bera sína
ábyrgð. Gorbatsjov greip frammí
fyrir Melnikov og bað hann vera
nákvæmari: „Við sitjum hér uppi
(í heiðursstúkum forystumanna)
allir saman og vitum ekki hvort
þú átt við mig eða hann eða ein-
hvern annan.“
Melnikov svaraði að bragði og
nefndi sjálfan Gromyko forseta,
Solomentsov einn af fram-
kvæmdanefndarmönnum, Af-
anasjov ritstjóra Prövdu og Ar-
batov miðstjórnarmann og utan-
ríkissérfræðing, - sem ættu allir
að víkja.
Sumir fulltrúar gripu andann á
lofti, aðrir klöppuðu, og muna
menn ekki að það hafi gerst síð-
ustu sextíu árin að menn úr innsta
kjarna flokksins hafi verið hvattir
til afsagnar á flokksþingi.
Nokkru eftir þetta voru síðan
lesin af blaði þau skilaboð annars
fulltrúa að ómaklegt væri að ráð-
ast að Gromyko, sem væri maður
sem fólkið virti, hefði skilað sínu
og vel það. Hinir þrír fengu þó
enga slíka vörn á þinginu í gær.
Ihaldssamir gagnrýnendur
Gorbatsjovs og stefnu hans virð-
ast hafa hægt um sig á þinginu
hingaðtil og ber eftir fréttum að
dæma mun meira á hinum sem
finnst glasnost og perestrojka
ekki ganga nógu vel og ekki nógu
hratt.
Annar Síberíumaður, Venj-
amin Jarin, sagði að fólk vildi vita
hvernig perestrojkunni væri ætl-
að að bæta daglegt líf, fólk segði
„það er enn ekkert smjör, það er
enn ekkert kjöt“. Jarin hvatti síð-
an til þess - einsog fjölmörg les-
endabréf í blöðum undanfarið -
að leiðtogarnir skýrðu betur störf
sín og verkaskiptingu, - menn
vildu vita hvaða málaflokkar
væru á hvaða herðum í fram-
kvæmdanefndinni þannig hægt
væri að þakka einum fyrir vel
unnin störf og láta annan sæta
ábyrgð fyrir mistök.
Þessum staðhæfingum var síð-
an mótmælt á blaðamannafundi
af Sokolov flokksleiðtoga í
Gromyko, - hvattur til afsagnar á
flokksþinginu, en einnig hylltur.
Fulltrúi þverstæðna í sovéskum
samtíma, undirmaður Stalíns og
Brezhnevs en jafnframt stuðn-
ingsmaður Gorbatsjovs eftir
dauða Tsjernenkos.
Hvítarússlandi.
Fjölmargir eru á mælendaskrá
og þingið hefur þegar verið fram-
lengt yfir á laugardaginn. Fundir
þess eru lokaðir, en bútar úr
ræðum fluttir í útvarpi og sjón-
varpi og er ekki að sjá að reynt sé
að leyna blaðamenn neinu sem
þarna gerist, - þótt þeim virðist
eðlilega erfitt að draga upp annað
en svipmyndir að sinni.
-m/reuter
Framandi andblær í færeysku atvinnulífi. Erlendar blómarósir hæstánægðar að sjá með það hlutskipti að
vinna í færeyskri saltfiskverkun. Allt betra en atvinnuleysið heima. Mynd: 14. september, systurblað
Þjóðviijans. Fœreyjar
FLÓAMARKAÐURINN
Tveir leöursófar
og glerborð til sölu. Borðstofuhús-
gögn úr tekki með skenk og Ijósa-
króna. Selst ódýrt. Uppl.s. 685784
á kvöldin.
Óskum eftir 4-5
herbergja íbúð á leigu
í Breiðholti III (helst). Erum reglu-
söm. Skipti á 3ja herb. íbúð í
Breiðholti II möguleg. Sími 79564.
Sófasett og ísskápur
til sölu. Selst ódýrt. Uppl.s. 11375
og 16883.
Til sölu
DBS kvenhjól gíralaust á kr. 5 þús.,
rúm og Candy þvottavél á kr. 6-8
þús Sími 24521.
Til sölu hvítir fataskápar
með skúffum og spegli. Uppl.s.
685557 eftir kl. 18.
Til sölu
Ijóst teppi ca 13 m2, Cindico barna-
bílstóll, sýningartjald, stelpnareið-
hjól og þríhjól. Einnig til sölu Dino
barnahjól 14“ (gæti notast í vara-
hluti). A sama stað óskast barna-
hjól með hjálpardekkjum og kven-
reiðhjól 26“ og einnig gömul blöð
t.d. Familie journal eða Alt for dam-
erne eða jafnvel gömul prjónablöð.
Sími 667387 eða 666980.
Leikföng fyrir 1-5 ára
Vilt þú gefa eða selja ódýrt notuð
leikföng handa 1-5 ára börnum.
Uppl.s. 671345.
Trjáplöntur til sölu
Birki, reyniviður, ösp, 100-150 cm.
Enn er ekki of seint að planta út.
Sterkar plöntur, sanngjarnt verð.
15% afsl. af öllu. Uppl.s. 681455.
Ræsting
Karl eða kona óskast til að ræsta
stigagang við Þórsgötu. Uppl.s.
24299.
Vel með farinn
Ijósblár BRIO barnavagn
til sölu. Uppl.s. 75827 og 74785.
Sófaborð úr bæsaðri eik
til sölu á kr. 6 þús. Standlampi með
gulum skerm kr. 4 þús. Borðstofu-
borð dökkt með 6 stólum kr. 10 þús.
Hillusamstæða 10 þús. Uppl. í síma
671198 á daginn og eftir kl. 20 í
síma 675515.
Óska eftir 2-3ja herb.
ibúð í Reykjavík
góðri umgengni og skilvísum
greiðslum heitið. Uppl.s. 28487 eftir
kl. 17. - Guðrún.
Bráðvantar íbúð strax
Hjón með 2 börn nýkomin til
Reykjavíkur óska eftir íbúð til leigu.
Vinsamlegast hafið samband í
síma 78238. - Steinunn.
Ferðist ódýrt
Farseðill fram og til baka til Banda-
ríkjanna til sölu. Uppl.s. 10686. -
Guðlaug.
Lítill ísskápur selst ódýrt
og hringlaga borðstofuborð fyrir 4
svart með krómfótum og 4 stólar í
leðri og krómi. Sími 27162 og
31569.
Ég slæ allt
með orfi og Ijá,
illan mosa og sinuflóka.
Þúfnakargi og þistlar fá
þrifnað góðan, máttu bóka.
Sími 39443.
Dýravinir
vel vandir og fallegir kettlingar fást
gefins. Uppl.s. 672284 á kvöldin.
Óska eftir vel með förnu
notuðu hjóli fyrir 6 ára telpu. Sími
78312.
Ég óska eftir
að taka á leigu
vinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði
strax. Má vera mjög hrátt, en helst
bjart, hvar sem er í bænum eða fyrir
utan hann. Upplýsingar hjá Elínu
Magnúsdóttur myndlistarkonu í
síma 12342.
ísskápur
til sölu. Nýlegur stór Snowcap ís-
skápur til sölu á vægu verði vegna
flutninga. Uppl.s. 689264.
Nýlegt
Gustavsberg klósett til sölu á 2.500
kr. Uppl.s. 83886.
Ertu að fara tii Spánar?
Viltu læra spænsku eða kata-
lónsku. Ég heiti Jordi og er spænsk-
ur jarðfræðinemi við HÍ. Ég vil
kenna einstaklingum eða hópum.
Tala dálitla íslensku og ágæta
ensku. Þeir sem hafa áhuga vins-
amlegst hringi í síma 625308 á Nýja
Garði og biðjið um Jordi á herbergi
2. Ef ég er ekki við þá skiljið eftir
nafn og símanúmer.
Stórt svart Maxtone trommusett
til sölu. Uppl.s. 34959 e.kl. 17.30.
Hver vill kettlinga af góðu kyni? Vel
vanda. Simi 666024.
Óska eftir að taka
á leigu vinnuhúsnæði
eða íbúðarhúsnæði með vinnuað-
stöðu. Þarf helst að vera björt. Má
vera í Reykjavík eða nágrenni.
Upplýsingar hjá Ríkey Ingimundar
myndlistarkonu í síma 29474.
Gerist áskrifendur
að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im-
port. Áskriftarsími 621309. Gott mál
í alla staði. Kaffið sem berst gegn
Apartheid.
Húsnæði óskast
Óska eftir einstaklings- eða tveggja
herbergja íbúð í Reykjavík. Góðri
umgengni og skilvísum greiðslum
heitið. Uppl. í síma 666927 e.kl. 17.
Guðbjörg.
Til sölu
Miele tauþurrkari, Fiat Panda árg.
‘84, og 3ja vetra trippi. Uppl.s.
30659 e.kl. 18.00.
Farmiðar til Luxemburgar
Til sölu eru 4 farmiðar fyrir fullorðna
og 1 fyrir barn til Luxemburgar 6. júlí
næstkomandi (aðra leið). Seljast
mjög ódýrt. Uppl. í síma 681333 á
daginn og 36718 á kvöldin.
Sófasett gefins
Furusófasett sem þarfnast lagfær-
ingar, fæst gefins gegn því að vera
sótt. Uppl. í síma 16437 á kvöldin.
Atvinnuparadís Evrópu
Utlendingar í atvinnuleit
streyma til Færeyja í meiri
mæli en nokkru sinni fyrr. Áður
en árið var hálfnað höfðu 304 út-
lendingar sótt um dvalarleyfi í
Færeyjum, sem er mun meiri
fjöldi en á sama tíma í fyrra. í maí
mánuði einum sóttu 50 manns um
dvalarleyfi. Samfara mikilli
þenslu í færeysku atvinnulífi und-
anfarið, hefur æ meira borið á að
erfitt væri að manna störf með
heimamönnum.
Ásókn erlends verkafólks í at-
vinnu í Færeyjum hefur aukist ár
frá ári. Á síðasta ári sóttu 467
útlendingar um dvalarleyfi í Fær-
eyjum, en í hitteðfyrra 183.
Reikna má með að fjöldi er-
lends verkafólks í eyjunum sé
töluvert meiri en fjöldi umsókna
um dvalarleyfi gefur til kynna.
Þannig eru Norðurlandabúar
undanþegnir leyfisveitingum til
að stunda atvinnu í Færeyjum, en
töluvert er um það að Norður-
landabúar komi til eyjanna í
atvinnuleit til lengri eða skemmri
tíma. Jafnframt þarf ekki aðl
sækja um dvalarleyfi dvelji menrí
skemur en þrjá mánuði í Fær-
eyjum.
Skotar og Englendingar sem
og Norðurlandabúar eru sagðir
flestir af erlendu vinnuafli í Fær-
eyjum. Flestir útlendinganna
vinna við fiskverkun og sjó-
mennsku og er einhver fjöldi út-
lendinga í velflestum byggða-
kjörnum á eyjunum.
-rk/14. september
Isskápur til sölu
Uppl.s. 42480.
Fuglabúr
lítiö notað, glæsilegt og vandað
fuglabúr til sölu á mjög vægu verði.
Sími 73248.
Tek að mér vélritun
vönduð og góð vinna. Hafið sam-
band við Guðbjörgu í síma 32929.
íbúð - rúmgott herbergi
Óska eftir lítilli íbúð eða rúmgóðu
herbergi með baðaðstöðu. Helst
með sérinngangi, í Kópavogi eða
Reykjavík. Sími 45196.
Til sölu
offset fjölritari með plötugerðarvél
og repromaster. Selst í einu lagi
eða sér. Sími 79564.
Til sölu sófaborð
hljómtækjaskápur og rúskinns-
jakki. Uppl.s. 16328.
ísskápur - bíll
Til sölu tvískiptur Bosch kæliskápur
með sér frysti og Datsun station
árg. '73. Ágætur fyrir húsbyggjend-
ur. Verð kr. 15.000,-. S. 45196.
Til sölu
ný eldhúsinnrétting meðalstór og
álprófílar í vegg með 2 stk. 90 cm
álhurðum. Sími 39198.
Kettlingar
3 fallegir kettlingar ca. 6 vikna fást
gefins. Upplýsingar í síma 23136.
Rafmagnssuðupottur
til sölu. Tilvalinn í sláturgerðina.
Selst ódýrt. Einnig rafmagnssláttu-
vél. Sími 51643 milli kl. 12-1.
Sumarferðin 1988
Brottför frá Umferöarmiðstöðinni stundvíslega klukkan 8 í fyrramálið.
Hafið með ykkur nesti í dagsferðina vestur á Mýrar.
Síðustu forvöð að láta skrá sig í dag í síma 17500. $