Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 3
Lektorsstaða An fordæmis Sigmundur Guðbjarnason: Fyrsta skipti í sögu háskólans sem maður er ráðinn án ótvírœðs hcefnisdóms Hér hefur mikið óheillaverk verið unnið. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Háskóla íslands, síð- an dómnefndir komu til 1942, að manni er veitt staða án þess að hann hafi fengið ótvíræðan hæfnisdóm. En því er ekki að fagna með Hannes. Þetta sagði Sigmundur Guðbjarnason hásk- ólarektor þegar Þjóðviljinn bar undir hann ákvörðun menntamálaráðherra um að skipa Hannes Hólmstein Gissur- arson lektor í stjórnmálafræði við skólann. Sigmundur sagði að sá háttur hefði verið hafður á að ráðherra veitti í stöður í samræmi við nið- urstöður deilda, enda hefðu þær verið taldar hæfastar til að dæma hæfni umsækjenda. Þá sagði Sig- mundur að þessi háttur væri hafð- ur á í öllum frjálsum háskólum, skipun ráðherra ætti í raun aðeins að vera formleg. „Þetta er mjög alvarlegt frávik og í raun brot á anda laga um veitingu embætta við há- skólann,“ sagði háskólarektor. Hann sagði einnig að allir eftir- málar væru erfiðir fyrir skólann þar sem nýleg lög um veitingu í lektorsstöður • hefðu verið sett eftir að dómnefnd hóf sín störf. Dómnefndin dæmdi tvo umsækj- endur hæfa, þá Ólaf Þ. Harðar- son og Gunnar Helga Kristins- son. Deildarfundur greiddi Ólafi síðan 15 atkvæði af 17 en Hannes fékk ekki neitt atkvæði. Síðasti háskólaráðsfundur sumarsins var haldinn í síðustu viku að sögn Sigmundar. Næsti fundur ráðsins verður ekki fyrr en eftir sex vikur. Tímasetningin á skipuninni er því varla nokkur tilviljun. -hmp Áburðarverksmiðjan Gult Ijós á nýjan geymi Borgarráð hefur samþykkt heimild fyrirnýjum ammoníaksgeymi Borgarráð hefur samþykkt samhljóða heimild til Áburðar- verksmiðju ríkisins að byggja nýjan þúsund tonna ammoníaks- geymi í stað þess sem fyrir er. Á fundi Byggingarnefndar borgar- innar var ákvörðun um af- greiðslu á teikningum nýja geymisins frestað í gær en búast má við að þær verði samþykktar á næsta fundi nefndarinnar og þvínæst í borgarráði og borgar- stjórn. Að sögn Rúnars Bjarnasonar slökkviliðsstjóra og fram- kvæmdastjóra Almannavarna- nefndar Reykjavíkur er hér um að ræða allt annan og öruggari geymi en þann sem fyrir er. Rún- ar sagði að það hefði ekki verið hægt að standa gegn því að nýr geymir verði byggður þegar ljóst var að verksmiðjan yrði áfram í Gufunesi eftir þá hagkvæmnisat- hugun sem gerð var á rekstri hennar fyrr í sumar. En sú athug- un sýndi að álíka dýrt væri að framleiða tilbúinn áburð í verks- miðjunni og að flytja hann inn erlendis frá! Hákon Björnsson forstjóri Áburðarverksmiðjunnar sagði að beðið væri eftir endanlegri byggingarsamþykkt fyrir geymin- um og bjóst hann við að hún næði í gegn innan skamms. Áætlaður byggingarkostnaður nýja geymis- ins er um 61 miljón króna og er gert ráð fyrir að taka hann í notk- un í júní á næsta ári. -grh FRETTIR Lektorsstaðan ,Faglega að málum staðið‘ Menntamálaráðherra gefur dómnefndinni langt nef. Birgir ísleifur: Fullkomlegafaglega að málum staðið. Pólitískur sálufélagi Hannesar „ráðgjafi“ ráðherra Ifjölskipuðum dómstól nægir að einn sé vanhæfur til þess að það megi draga í efa að dómstóllinn í heild sé vanda sínum vaxinn. Að mínu mati hefðu þeir Svanur Kristjánsson og Gunnar Gunnarsson átt að víkja úr dóm- nefndinni, eins og reyndin var með Ólaf Ragnar Grímsson, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra í samtali við Þjóðviljann og neitaði alfarið að hafa verið að gera Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni pólitísk- an vinargreiða með því að skipa hann í lektorsstöðu í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands. Eins og kunnugt er var það álit idómnefndar sem mat hæfni um- sækjenda um stöðuna, að Ólafur Þ. Harðarson væri hæfastur um- sækjenda. Hins vegar var Hannes Hólmsteinn ekki talinn uppfylla þau skilyrði sem sett voru fyrir stöðunni. Á deildarfundi félags- vísindadeildar endurtók sama sagan sig. Ólafur fékk greidd 15 atkvæði af 17 en Hannes ekkert. - Ég tel það mikilvægt fyrir deild eins og félagsvísindadeild að þar fái sem ólíkastar skoðanir að njóta sín. Það er ekki hollt fyrir deildina að þar veljist ein- göngu menn með svipaðar skoð- anir og úr kunningjahópi, sagði Birgir. Birgir sagði að hann hefði tekið ákvörðun um að skipa Hannes að vel ígrunduðu máli. - Það var fullkomlega faglega að þessari stöðuveitingu staðið, sagði Birgir, en menntamálaráð- herra leitaði til aðila utan Há- skólans til að fá staðfestingu á því áliti sínu að mat dómnefndar hafi væri brogað hvað Hannes varð- aði. Athygli vekur að tveir þessara „ráðgjafa“ tengjast Hannesi með ólíkum hætti. Annar þeirra, John Gray, var leiðbeinandi Hannesar er hann nam við Oxford-háskóla og hinn, Norman P. Barry, er pólitískur skoðanabróðir Hann- esar. - Ég skal ekkert fullyrða hundrað prósent um óhlutdrægni þeirra, sagði Birgir er hann var inntur eftir því hvort ástæða væri til að taka fremur tillit til um- sagna þessara aðila en dóm- nefndarinnar. -rk Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, merkisberi óheftrar sam- keppni og harðskeyttur gagn- rýnandi ríkisforsjár og pólitískra hrossakaupa, breiðir hér út faðminn frjáls og engum háður. Það er oft ansi langt á milli orðs og æðis. Mynd Sig. Lektorsstaðan Gamaldags pólitísk fyrirgreiðsla Ólafur Þ. Harðarson: Var kunnugt um að ýmsirforystumenn Sjálfstœðisflokksins þrýstu á Birgi. Vœri holltað rifja upp dósentsdeiluna 1937 Olafur Þ. Harðarson segir skipun menntamálaráðherra á Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni í lektorsstöðu í stjórnmála- fræði vera dæmi um gamaldags pólitíska fyrirgreiðslu er gangi þvert gegn faglegu mati. Hann telur skipunina vera ruddaleg- ustu árás á sjálfstæði Háskólans sfðan í dósentsdeilunni 1937. Þór- ólfur Þórlindsson deildarforseti félagsvísindadeildar segir óskilj- anlegt hvernig hægt hafi verið að ganga framhjá Ólafí. Þjóðviljinn hafði samband við Ólaf þar sem hann er á flokks- þingi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í boði Menning- arstofnunar Bandaríkjanna. Hann sagði að auðvitað væri þessi niðurstaða sér vonbrigði eftir að hafa fengið hæfnisdóm og stuðning Háskólans til stöðu- nnar. „Að vísu var mér kunnugt um að ýmsir forystumenn Sjálf- stæðisflokksins lögðu mjög að menntamálaráðherra að hafa þennan hátt á við veitinguna. En mér kemur satt að segja á óvart að ráðherra skuli hafa látið etja sér út í verk af þessu tagi. Ólafur sagði gamaldags pólit- íska fyrirgreiðslu ráða ferðinni og horft væri framhjá faglegu mati. Ég hygg að þetta sé ruddalegasta árás á sjálfstæði Háskólans síðan í dósentsmálinu 1937. Það væri fróðlegt fyrir ýmsa að rifja upp þær umræður sem urðu um það mál þá. Árið 1937 skipaði Haraldur Guðmundsson flokksbróður sinn dósent í guðfræði þvert gegn hæfnisdómi og ætlaði íhaldið þá að ganga af göflunum. Ólafur sagðist á engan hátt geta kvartað undan viðbrögðum Háskólans, hér væri aðeins um p>ólitískt gerræði ráðherra að ræða. „Hins vegar verð ég að skoða þetta mál vandlega og veit í sjálfu sér ekki hvert framhaldið verður af minni hálfu,“ sagði Ólafur Þórólfur Þórlindsson sagðist ekki vita hvaða áhrif þetta hefði á störf dómnefnda í framtíðinni. Ráðherra hefði með skipun sinni algerlega horft framhjá öllu starfi dómnefndar sem hefði bestar for- sendur til að leggja faglegt mat á umsækjendur. -hmp Húsnœðiskerfið Asókn í kaupleiguíbúðir Hátt í50 aðilar um 388 íbúðir. Umsœkjendur sveitarfélög úti á landi og félagasamtök aldraðra. Hliðsjón höfð afbyggðaþróun við úthlutun Sveitarfélög á landsbyggðinni eiga stærstan hluta þeirra um- sókna sem borist höfðu í vikunni um lán til kaupleiguíbúða. Um- sóknirnar eru frá 42 aðilum og óska þeir eftir að byggja allt frá 1 og uppí 60 íbúðir og er heildar- fjöldinn 388 íbúðir. Verja á 273 miljónum til kaupleiguíbúða í ár og dugir sú fjárhæð til 120-150 íbúða. Sigurð- ur E. Guðmundsson hjá Hús- næðisstofnun sagði að einhverjar vikur tæki að vinna úr umsóknun- um og að við úthlutun yrði höfð hliðsjón af byggðaþróun í landinu. Samtök eldri borgara sækja um lán til 60 íbúða í samvinnu við verktakana Gunnar og Gylfa og Samtök aldraðra til 20 íbúða. Ein félagasamtök í viðbót lögðu inn umsókn, en það er Verðandi h/f á Reyðarfirði. Þegar litið er á fjölda umsókna eftir landshlutum koma flestar frá Austfjörðum. Þar vilja 10 sveitarfélög byggja 80 íbúðir, þar af 24 á Höfn í Hornafirði og 20 í Neskaupstað. Norðlendingar eru álíka áhugasamir, en þar æskja 9 sveitarfélög eftir 85 íbúðum og eru Akureyri, Sauðárkrókur og Siglufjörður með 20 hver staður. ísfirðingar sækja einnig um lán til 20 íbúða og Bolvíkingar fylgja fast á eftir með 14. Á Vestfjörð- um bætast við Þingeyri og Hólmavík með samtals 11 íbúðir. Á Suðurlandi dreifast umsókn- ir um 40 íbúðir á 8 sveitarfélög og eru Vestmannaeyingar stórtæk- astir með 15 íbúðir. Sex staðir á Vesturlandi sækja um lán til að byggja alls 25 íbúðir og á Reykjanesi komu umsóknir frá Grindavík og Sandgerði um sam- tals 11 íbúðir. Mun meiri eftirspurn er eftir lánum fyrir almennum kaup- leiguíbúðum en félagslegum, enda hefur lítið framboð á leigu- húsnæði víða úti á landi dregið úr fólki sem viljað hefur flytja þang- að. -mj Föstudagur 1. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ólafsfjörður Mæstá miðri leið - Það má segja að við höfum mæst á miðri leið, sagði Ríkharð- ur Hólm Sigurðsson skipverji á Olafí Bekk, sem Magnús Gamal- íelsson hf. gerir út frá Ólafsfírði, að lokum stuttum en árangurs- ríkurn fundi með sjómönnum og fulltrúum útgerðarinnar síðdegis í gær. Samkomulag náðist milli út- gerðarinnar og sjómannanna um fiskverð áður en Ólafur Bekkur hélt til veiða í gærkvöld og hljóð- aði það uppá 6,65% meðalviðbót við verðlagsráðsverðið á þorski. Fyrst hafði útgerðin ætlað að greiða 5% ofaná verðlagsráðs- verðið en síðan hækkað sig uppí 6,25%, en sjómennimir héldu sig við kröfu um 7% umfram lág- marksverð. Henni vildi útgerðin ekki ansa og bauð á móti 6,65% hækkun sem áhöfnin sætti sig við. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.