Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 4
I.EIfíARI
KI ,IPPT OG SKORIÐ
Ráðhena beygður
Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráöherra gerir í síöasta úr-
skurði sínum um ráðhúskæru ýmsarathugasemdirvið framgöngu
borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar í ráðhúsmálinu. Ráð-
herrann segir undirbúninginn einkennast „af fljótfærni og vanvirð-
ingu fyrir skipulags- og byggingarlögum" og segir rétt Reykvík-
inga til að tjá sig hafa verið „fyrir borð borinn". í „veigamiklum
atriðum er málsmeðferð borgaryfirvalda mjög ámælisverð" og
þessvegna „átelur ráðuneytið vinnubrögð borgaryfirvalda og
krefst þess að framvegis verði vandað mun beturtil málsmeðferð-
ar skipulags- og byggingarmála" og virt „að fullu ákvæði laga og
reglugerða þar að lútandi".
Þetta eru stór orð. Ráðherra er í raun og veru að segja að
borgarstjóri og félagar hans hafi aðallega notað handarbökin við
að undirbúa byggingu stórhýsis á viðkvæmasta bletti í gamla
bænum, og ráðherra lætur Ijóslega að því liggja að hér séu
lögbrjótar á ferð.
Og hver skyldi svo vera sjálfur úrskurður hins hvassyrta fé-
lagsmálaráðherra?
Jú - ráðherra vísaði kærunni frá og stendur óbreytt byggingar-
leyfið sem sjálfstæðismennirnir í byggingarnefnd Reykjavíkur
veittu sjálfstæðismönnunum í borgarstjórn Reykjavíkur, og
gryfjan í Tjarnarstæðinu heldur áfram að dýpka við takmarkaðan
fögnuð, nema helst hjá kvikmyndafyrirtækinu sem var ráðið til að
festa herlegheitin á filmu.
Ráðherrann gafst upp enn einu sinni, og yfirlýsingarnar í lok
úrskurðarins sýna að það er ráðherranum alls ekki Ijúft, - ákvörð-
unin virðist einsog tekin gegn betri vitund. En skammir á blaði
duga ekki langt, og viðbrögð borgarstjóra í fjölmiðlum eftir úr-
skurðinn sýndu að hann lætur sér karakterlýsingar frá ráðuneyt-
inu í léttu rúmi liggja, enda er úrskurðurinn honum í hag í þeirri
pólitík þráhyggjunnarað byggja hús íTjörninni til að sýna Reykvík-
ingum hver ræður.
Það kom raunar ekki á óvart að borgarstjóri var sallarólegur og
alls óhræddur við það sem félagsmálaráðherra kynni að hafa um
málið að segja. Hinum raunverulegu átökum borgarstjórans og
ráðherrans um ráðhúsmálið er nefnilega lokið fyrir löngu með
ósigri ráðherrans, og það sem síðan hefur gerst er bara fyrir
formið og fjölmiðlana.
Sá slagur átti sér stað í febrúar, og lauk með því að ráðherra
taldi að borgarstjórn hefði staðið bæði löglega og ólöglega að
kynningu á framkvæmdunum, þó aðeins meira löglega en ólög-
lega.
Menn muna að þessi ágæta niðurstaða kom fram eftir að
stjórnarkreppu í heila viku lauk með frægum miðnæturfundi
heima hjá Þorsteini Pálssyni í Fossvoginum þarsem meðal gesta
voru Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson borgarstjóri og
Lára V. Júlíusdóttir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.
Davíð hótaði sínum mönnum í stjórninni og sérstaklega hinum
veiklaða forsætisráðherra, Þorsteini Pálssyni, öllu illu ef þeim
tækist ekki að stöðva félagsmálaráðherra. Þorsteinn réðst í það
fyrir sitt leyti að gera Jónunum samráðherrum sínum grein fyrir
alvöru málsins. Jón og Jón tóku svo að sér sjálft verkið, að snúa
uppá hendurnar á Jóhönnu með því að setja ráðherrastól hennar
að veði.
Vera má að unnendum Tjarnarinnar takist með öðrum hætti að
stöðva villimennskuna í suðvesturbotninum. En síðan á miðnæt-
urfundinum fræga hefur öllum verið Ijóst - allra best ráðherra
sjálfum - að minnisvarðaáform Davíðs Oddssonar mundu ekki
stranda í félagsmálaráðuneytinu. Ráðhúsið komst nefnilega í
febrúar inní sjálfan stjórnarsáttmálann.
Verðurfróðlegt að sjá hvernig þeim örlagaríka kafla verða gerð
skil í kvikmyndinni sem borgarstjóri er að láta búa til um ráðhúsið
sitt.
Háskólinn í hættu
Með því að taka flokksbróður sinn framyfir tvo hæfari við
stöðuveitingu í háskólanum í gær hefur Birgir ísleifur Gunnars-
son í annað sinn á skömmum tíma sýnt í verki að hann lítur á
það sem helsta hlutverk sitt í menntamálaráðuneytinu að hygla
gæðingum og gæta hagsmuna Sjálfstæðisflokksins og banda-
manna hans.
Skipun Hannesar er hneyksli sem hlýtur að valda ólgu bæði í
háskólanum og samfélaginu öllu. Málatilbúnaður Birgis ísleifs
er með ólíkindum, og er þess að vænta að háskólamenn fari að
hyggja að leiðum til að verja sjálfstæði skólans og faglegan
heiður hans fyrir hinni dauðu hönd Birgis ísleifs Gunnarssonar
og álíka nóta. _m
stemgrimur Hemwnnsson um braðabirgðalogin:
Seðlabankinn gerir f
'' mm'..
<v"''.f'-'X'
í svælu og reyk
Nú er heldur betur að fær-
ast fjör í leikinn á stjórnar-
heimilinu. Oft hefur það
verið þannig yfir sumartím-
ann að ráðherrar hafa sæmi-
legan frið til að taka til á
skrifborðinu sínu og vinna
fyrir kaupinu sfnu með því
að þoka áfram ýmsum þeim
málum sem fengið hafa að
liggja óafgreidd allt of lengi.
Þeir hafa jafnvel stundum
getað farið tiltölulega
áhyggjulausir í nokkurra
daga frí án þess að þurfa að
óttast að allt væri komið á
hvolf þegar þeir sneru til
baka.
En þessu er ekki að heilsa
núna. Engu er líkara en að
ráðherramir séu komnir í
innbyrðis yfirlýsingastríð
þar sem vélbyssur og
sprengjuvörpur gelta og sá
er tapaður sem ekki hefur
rænu á að leita sér skjóls og
svara svo fyrir sig í sömu
mynt við fyrstu hentugleika.
Þorsteinn Pálsson veður
fram galvaskur og segir að
ekki komi til greina að sinna
því sem hann kallar „vinstri-
stjórnarmennsku hjá Fram-
sókn“ og lætur að því liggja
að Steingrímur Hermanns-
son og aðrir framsóknar-
menn, sem verið hafi „aðal-
kröfugerðarmennirnir um
gengisfellingu og erlendar
lántökur og þar af leiðandi
aukna verðbólgu", vilji falsa
afleiðingarnar af ráðstöfun-
um ríkisstjónarinnar.
„Það er algerlega út í
bláinn,“ segir Þorsteinn for-
sætisráðherra í viðtali við
DV í gær, „að bæta við er-
lendar skuldir til að falsa raf-
orkuverð og sérhverri slíkri
kröfu Framsóknarflokksins
hefur verið hafnað og verð-
urhafnað."
Alltígamni
Það eru bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar sem verða
ráðherrunum aðaltilefnið til
hnútukastsins. Þaðereins
og sumir hafi ekki fyllilega
áttað sig á því að hluti lag-
anna átti aldrei að vera ann-
að en grín. Lögin áttu að
koma í stað launaliða í
kjarasamningum. Punktur
og basta.
Ákvæði um gjaldskrár
ríkisfyrirtækja, verðtrygg-
ingufjárskuldbindingao. fl.
áttu aldrei að vera til annars
en skrauts í lögunum. Það
var ekki einu sinni hugsað til
enda hvort unnt væri að
framkvæma það sem ráð-
herrum í yfirlýsingaham datt
í hug að nefna í skrautgrein-
um bráðabirgðalaganna.
En Steingrímur Her-
mannsson utanríkisráðherra
og formaður Framsóknar-
flokksins þarf líka að tjá sig
um málið og blaðamaður
DVhefurm.a. þettaeftir
honumígær:
„Hann sagði að nú væru
tvö dæmi um að farið væri
kringum lögin, auk vaxta-
hækkana, og honum virtist
ekki mikið standa eftir af
þeim nema gengisfellingin.
„Ég hef lagt það til hvað
eftir annað að hámarksvext-
ir verði settir á lánskjaravísi-
tölutryggð bréf og að Seðla-
bankinn ákveði vaxtamun
en um það hefur ekki orðið
samkomuIag.““
Hvítskúraðar
hendur
Menn veiti því athygli að
Steingrímur er að eigin sögn
saklaus að því sem illa hefur
farið í stjórn efnahagsmála.
Hann hefur sem sagt marg
oft lagt gott til mála, en hinir
ráðherrarnir hafa bara ekki
viljað hlusta á hann. Meira
að segja Seðlabankinn vill
ekkert gera með ábendingar
Steingríms.
Hjá Steingrími Her-
mannssyni er því ekki
skortur á góðum áformum
og hugmyndum um hvernig
hlutunum væri best fyrir
komið, ekki frekar en hj á
kerlingunni sem komst að
þeirri niðurstöðu að hún
gæti svo sem skipað, væri
henni bara hlýtt.
En það verður að viður-
kennast að sá er gerir iðrun
opinberlega vekur gjarnan
nokkra athygli. Oggefum
Steingrími nú orðið:
pyí miður
„Afar mikið af því, sem
að var stefnt, hefur runnið
út í sandinn, því miður.
Hver sem er getur farið fram
hjá þessum lögum. Fyrst var
það ísal með Vinnuveit-
endasambandið í broddi
fylkingar. Nú er það Lands-
virkjun sem fer fram hjá
þeim. Og vextir hafa hækk-
að meir en nokkru sinni,
þrátt fyrir yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um að beita
sér gegn slíku. Seðlabank-
inn hefur ekki gert tilraun til
að hafa þar hemil á. “
Þeir eru býsna margir sem
taka undir með Steingrími
og segja: „Því miður,“ þegar
rætt er um verk ríkisstjórn-
arinnar. En svo eru nokkir
sem spyrja: „Hvað svo? Á
ekkert að gerast? Nægir að
menn séu leiðir yfir mistök-
um og súrir yfir því að eng-
inn skuli vilja fara eftir því
sem þeir leggja til?“
Steingrími hefur lengi
látið vel að koma fram fyrir
þjóðina sem sá maður er
leggur öll sín spil á borðið og
segir blátt áfram að hann
hafi verið plataður eða þá að
það sé nú bara þannig að
enginn vilji hlusta á hann.
En ætli sé ekki hætta á að
smám saman dofni áhugi
þjóðarinnar á að hlusta á
formann annars stærsta
stjórnarflokksins tala eins
og hann sé í stjórnarand-
stöðu og beri enga ábyrgð á
stj órnarathöf num.
Jón og Guðrún
Úr því skærin eru komin í
DV má bera þau að grein
eftir Jóhannes B j örn Lúð-
víksson (Falið vald) en hann
telur nauðsynlegt að Seðla-
bankinn verði sjálfstæð og
ópólitísk stofnun. Nú sé
hann bara afreiðslustofnun
fyrirríkisstjórnina. (Er
Steingrímur á villigötum
þegar hann er að skamma
Seðlabankann?) Jóhannes
lýsir afleiðingum af hávaxta-
stefnunni m.a. þannig:
„Jón og Guðrún eiga 3ja
milljóna króna íbúð sem
tværmilljónirhvflaá. Einn
góðan veðurdag átta þau sig
allt í einu á því að þótt verð-
bólgan hafi hækkað verð
íbúðarinnar í fjórar
milljónir þá skulda þau 4,2.
Þau höfðu sparað í nokkur
ár fy rir útborgun, alltaf
borgað afborganir á gjald-
daga - en nú eiga þau minna
en ekkineitt.“
ÓP
þJÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, OttarProppó.
Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur
Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir,
Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar
Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar
Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri:Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Petursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 &681663.
Auglýsíngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 60 kr.
Helgarblöð:70kr.
Áskriftarverð á mánuði: 700 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. júlí 1988