Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Blaðsíða 5
MINNING Svavar Guðnason listmálarí Fæddur 18. 11. 1909 - Dáinn 25. 6. 1988 Svavar Guðnason var fæddur 18. nóvember 1909 á Höfn í Hornafirði, einn fjögurra barna hjónanna Ólafar Þórðardóttur og Guðna Jónssonar, verslunar- manns. Lauk Samvinnuskóla 1930 og vann síðan við þá vinnu, sem bauðst í Reykjavík. Árið 1935 sigldi hann til Kaupmanna- hafnar til náms hjá Kærsten Iversen við Listaháskólann. Gerði þar stuttan stans, því hefð- bundin módelvinna og steinrunn- ið skólaformið var honum lítt að skapi. Honum tókst þó að sýna nokkur verk á Kunstnernes Efterársudstilling þetta sama ár. En hann bjó við léttan mal í tómri þakkytru. Hitti þá Skúla Þórðar- son magister á förnum vegi, og gat hann greitt götu Svavars og selt mynd, og veitti ekki af, því hann varð að fara á sjúkrahús vegna vannæringar, þótt dvölin yrði skömm. Leit hann ævinlega á Skúla sem lífgjafa sinn síðan. Næstu ár voru erfið, en hann tók þátt í samsýningum og kynntist dönskum málurum, sem síðar urðu fremstir í flokki. Árið 1938 fær hann loks íslenskan styrk og fer til Parísar á skóla Fernand Léger. Var þar í viku. Hitt var þó meira um vert, að þar hitti hann aftur ýmsa kunningja úr hópi danskra málara. Árið 1939 kvænist Svavar Ástu Eiríksdóttur, f. 28. jan. 1912, dóttur hjónanna Marinar Sigurð- ardóttur og Eiríks kaupmanns Sigfússonar á Borgarfirði eystra. Sama ár tók hann þátt í sýning- unni Skandinaverne, sem sýnd var árið eftir í Stokkhólmi. Heimsstyrjöldin síðari braust út í september, og hernám Dan- merkur, sem fylgdi í kjölfarið, gerbreytti högum manna. Sýning var haldin í Bellavue árið 1941 í geysistóru tjaldi, og sýndi Svavar með ýmsum kunnustu ab- straktmálurum Dana og seldi nokkrar myndir. Sýningin var tengd þeim hópi listamanna, sem stóðu að útgáfu tímaritsins Hel- hesten og voru skoðanabræður hans og baráttufélagar. Vá stríðs- ins þjappaði mönnum saman og mótaði betur þær hugmyndir, sem Cobramenn kynntu betur síðar og leiddu til heimsfrægðar. Að loknu stríði efndi Svavar til sýningar í Listamannaskálanum árið 1945. Viðtökurvoru vinsam- legar, en þó blendnar. Mjög er mér minnistætt að heyra málara, sem þá voru ungir, minnast sýn- ingarinnar. Þeir fóru þangað í marggang og voru á eftir sem í leiðslu, slík var opinberunín. Cobrasamtökin urðu til um þetta leyti. og fóru Asger Jorn og Carl-Henning Pedersen frá Dan- mörku, Karel Appel frá Hollandi og Corneille frá Belgíu þar fremstir í flokki. Svavar og Ásta sneru heim í húsnæðisleysið, sem hér var lengi eftir stríð. Þar kom þó, að þau fengu inni á Grettis- götu, þar sem þau bjuggu, þar til þau fluttu í góða íbúð, þar sem hæst ber í Háaleitinu, og útsýn er til allra átta. Svavar var formaður Félags ís- lenskra myndlistarmanna og ís- landsdeildar Norræna listbanda- lagsins 1954-58 og forseti Banda- lags íslenskra listamanna 1959- 61. Var í forsvari, en Rómarsýn- ingin var haldin og þótti standa fast á réttinum. Árið 1960 var stór sýning á verkum hans í Kunstforeningen í Kaupmanna- höfn og svo síðar í Listasafni ís- lands. Hann varð félagi í Grönn- ingen og sýndi 5 sinnum með þeim, m.a. myndina stóru, Veðr- ið, sem hann gerði að tilhlutan Statens Kunstfond og nú er í Ár- ósaháskóla. Hann var fulltrúi ís- lands á Tvíæringnum í Feneyjum 1972. Auk þess tók hann þátt í fleiri samsýningum en ég hef tölu á. Syningar hans hér voru það kunnar og töldust til slíkra tíð- inda, að ég tíunda þær ekki frek- ar. Þessi öld er senn á enda runn- in, og vant að vita, hvernig mál- verk hennar íslensk verða metin. Ég er þó sannfærður um, að verk Svavars verða meðal þeirra, sem lengst munu lifa. Svavari kynntist ég 1962, en þó öllu nánar nokkrunr árum síðar, er ég settist þar að í Skeifunni, sem hann kallaði í Betrekkjara- koti. Fórum þá oft í gönguferðir um nágrennið um lágnættisbil að lokinni vinnu. Fylgdist hann þá grannt með veðri, skýjafari og var athugull svo af bar. Á stund- um var sest á rökstóla. Svavar tók fram vindil, handlék hann sem veiðimaður flugustöng, skar endann með læknistilburðum og kveikti í. Bólstraský hrönnuðust upp, og stórfenglegur sögumaður fór á kreik, og fór reykurinn eftir stígandi frásagnarinnar. Þegar hann kvaddi, varð eftir ilmur af vindlareyk og maríutásur hljóðn- aðs hláturs. Hann var vinur í raun, hjálpfús og vildi hag málara sem mestan. í málverki annarra sá hann oft feitara í stykkinu en efni stóðu til, og er mér ekki grunlaust um, að þar hafi velvild ráðið. Svavar fylgdist grannt með veðri í útvarpi og hvernig það samræmdist horfum. Og víst var þessi ijóssins maður birtunni háð- ur, og hans veður var ekki alltaf veður heimsins. Lærðir menn hafa greint myndir hans og stíl, séð áhrif birtu og landslags á bernskustöðvum. Mér sýnist myndirnar frekar vera veður- fréttir úr huga dirfskufulls og djarfhuga heimsmanns, þar sem gætni og varúð sveitamannsins heldur öllu í skefjum. Ellin varð Svavari erfið. Alz- heimerveiki greip hann óblíðum tökum, pensill féll úr hendi. Ljós heimsins dvínaði, og laust eftir Jónsmessuna sofnaði Svavar inn í sóllaust sumarið. í stríðinu gerði Svavar mynd, sem heitir Jónsmessudraumur. Enginn þekkir annars draum. Þó finnst mér ég sjá kvikan mann lyfta grænum hatti stuttlega, sveifla stafnum í kveðjuskyni og ganga léttum skrefum upp himinbog- ann innan um öll þau ský, sem finnast í veðurfræði, og hverfa á vit þess jökuls, sem er uppljóm- aður af þeim litum, sem aldrei sjást. Ástu Eiríksdóttur og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð mína og okkar málaranna í Listmálarafélaginu. Hún á ómældan skerf í því lífsverki, sem hér er skilað. ^ ... Einar Þorlaksson Fyrir nokkrum vikum hringdi danskur maður og vildi koma á þrykk, á þrem tungumálum, lit- prentaðri bók um Svavar Guðna- son. Okkur tókst að fá í verkefnið þann besta rithöfund sem völ var á og sem gjörþekkti Svavar. Svo kom fjárveitingin úr Nor- ræna menningarsjóðnum á dög- unum og þá koma þessi tíðindi frá bróður mínum, að Svavar sé látinn. Fyrstu kynni undirritaðs af Svavari voru er hann kom eitt sinn uppí litla herbergið á Nönnugötu 16 og leit þar á nokkrar myndir. Hann sagðist skrifa bréf til Listaakademíisins í Kaupmannahöt'n í meðmæla- skyni, sem hann og gerði. En aldrei sagði hann hvað í bréfinu stóð og nú er hann andaður. Skulda ég honum mikið þakklæti íyrir sýndan áhuga og uppörvun alla tíð, sem ef til vill blandaðist frændrækni. Svavar var frá Hornafirði og þekkti þar vel móður mína og þær systur, Hraunkotsstelpurnar, sem hann kallaði svo. Hann kunni margar sögur frá þessuni árum. Löngu seinna, eða eftir 1960, kom Svavar nokkrum sinn- um til Kaupmannahafnar og var ætíð hressilegt að hitta hann. Hann kom yfirleitt til þess að taka þátt i sýningum Grönningen-hópsins, en hann kom æ sjaldnar hin seinni ár. Eftir það hittumst við oftar í Reykjavík. Éinn veturinn uppúr 1960 kom hann til Hafnar og hafði m.a. myndina „Veðrið" meðferðis. Hún var svo stór og mögnuð að allir stóðu og göptu. Hann bar af öðrum á sýningunni þetta árið. Meira að segja Júlíana heitin Sveinsdóttir, sem oft var á gangi í nágrenni Kóngsins Nýjatorgs, varð agndofa og talaði urn þetta verk og var hún þó ógjarnan margorð um hlutina, svona dags daglega. Svavar bjó á Hótel Kongen af Danmark og hittum við Magnús Tómasson, Flóki og Vilhjálmur Bergsson hann oft þessar vikur. Við fórum með honum á krárnar í næsta nágrenni á kvöldin, en Svavar vann á dag- inn við að hengja upp málverkin. Svavar var afar geðríkur mað- ur, rnikill vinur þeirra er voru honum að skapi en þoldi rniður suma aðra. Svo var um einn ó- nefndan málara, sem reyndar tók þátt í sömu sýningunni. Var Svavar töluvert í því að skjóta menn niður með orðum og þá sérstaklega þennan málara. Við strákarnir heyrðum einu sinni þegar hann hleypti á málarann einni skothríð í gegnum síma. Það gat verið betra að lenda ekki í þeirri útreið. Það minnisstæðasta við kynnin af persónunni Svavari Guðnasyni er frásagnarlistin og orðaforðinn. Hann sagaði frá á sínu eigin máli sem var kröftugt og oft hæðið og gáskafullt um leið. Sögurnar minntu stundum á stutta þætti úr Konungasögum. Málið var afar skýrt og meitlað í flutningi. Hann mun líka hafa þurft á þessum eiginleikum að halda. En ef hann var spurður hvað hann væri að mála þessa stundina, þá eyddi hann því tali. Hann var svolítið eins og handfæramaður sem lætur lítið uppi, þegar lengi hafa verið slæmar gæftir. Hann talaði aldrei um myndlist, svo ég rnuni, en mjög gjarnan um persónur og þá með sínum persónulega húm- or. Fyrstu myndirnar eftir Svavar sá ég hjá Hauki og Guörúnu á Kleifarvegi 3 í Reykjavík. Þar hangir enn í dag myndin „Gull- fjöll" og er ævintýri lík. Hall- steinn Sveinsson, sem smíðaði ramma, var líka alltaf með verk eftir hann og var mjög hrifinn af þessum málara. Svo héngu á List- asafni íslands verk eins og „ís- landslag" og „Stuölaberg". Þessi snilldarverk, og mörg önnur verk Svavars, eru eitt af því sem er ævarandi tilhlökkunarefni að sjá aftur, þegar komið er til íslands. Yfirlitssýningin á verkum Svav- ars í Reykjavík árið 1960 er ó- gleymanleg og er hún enn í dag það besta veganesti sem mér hef- ur verið gefiö. Svavar átti ekki sinn líka sem málari. Sennilega var hann fædd- ur með einstaka hæfileika til þess að skynja náttúruna og tjá sig í litum. Litasnilli hans er stundum sú leiðsla, innblásin af slíkum eld- móði og aga, að myndirnar fanga mann t'östum tökum árurn sam- an. Enda þurfti meira en einn Hriflu-Jónas til þess að mæða þennan geníala Hornfirðing. Málverkin hans Svavars eru eilíf blóm í dýrð sinni og vitnis- burður um þetta mikla skáld lit- anna. Ég samhryggist Ástu einlæg- lega, en hún hefur verið málaran- um ómetanleg og megi hún ætíð lifa vel. Tryggvi Ólafsson FRETTIR 1 * ~ Fiskveiðiráðstefnan Vrtamín í kvótaumræðuna Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar eru hinarýmsu aðferðir við stjórnun fiskveiða með hjálp aflakvóta. Ragnar Arnason: Mœlirmeð kvóta- kerfi NýsjálencLinga. Sveinn H. Hjartarson: Sannfærst um ágœti okkar fiskveiðistjórnunar „Á ráðstefnunni hafa verið haldnir margir mjög svo athyglis- verðir fyrirlestrar um hinar ýmsu aðferðir við stjórnun fískveiða með hjálp aflakvóta, enda eru hér saman komnir flestir virtustu vís- indamenn heims á sviði fískihag- fræði. Eg er heldur ekki í nokkr- um vafa um að það sem hér hefur farið fram mun setja svip á okkar Margir fremstu vísindamenn heims á sviði fiskihagfræði auk embættismanna og stjórnenda fiskveiða frá mörgum þjóð- löndum hafa þingað á Hótel Sögu í vikunni og borið saman bækur sínar um nýjustu tækni og vísindi í kvótamálum. Mynd-Ari. umræðu um stjórnun fískveiða í framtíðinni,“ sagði Ragnar Árnason dósent og einn af stjórn- endum alþjóðlegrar ráðstefnu um stjórnun fískveiða sem haldin er á Hótel Sögu og lýkur á morg- un. Einna mesta athygli á ráðstefn- unni hefur vakið stefna Nýsjál- endinga í fiskveiðistjórnun og sagði Ragnar að það væri engum blöðum um það að fletta að ís- lendingar ættu að taka upp kvót- akerfi þeirra. Hjá þeim eru kvót- arnir varanleg eign sem eigendur þeirra geta selt, leigt eða ráðstaf- að að vild. Að vísu er í því efni sleginn einn varnagli sem er sá að útlendingar mega ekki eiga nema 50% í hverjum kvóta. Ragnar sagði ennfremur að að- stæður hérlendis og þar ytra væru mjög svipaðar nema hvað þeir eru með fleiri tegundir fisks í kvótanum en við. Alls munu vera um 29 fiskitegundir undir kvóta hjá Nýsjálendingum en nýtan- legar fiskitegundir eru ekki nánd- ar nærri eins margar hér við land. Meðal ráðstefnugesta, sem eru um 50 talsins frá öllum heimsálf- um nema frá Afríku, eru ekki að- eins vísindamenn á sviði fiskihag- fræði heldur og líka embættis- menn og stjórnendur fiskveiða frá mörgum þjóðlöndum til að kynna sér það sem sérfræðing- arnir hafa að segja og bera saman bækur sínar. „_u Föstudagur 1. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.