Þjóðviljinn - 05.07.1988, Page 6
SKAK
Kasparov sigraði með tæp 80%
Jóhann Hjartarson hafnaði í 14.-16. sœti
Garrí Kasparov vann landa
sinn Andrei Sokolov í síðustu um-
ferð heimsbikarsins í Belfort í
Frakklandi. Hann gat tryggt sér
sigur á mótinu með jafntefli en
tefldi til þrautar og vann
sannfærandi sigur. Vinningshlut-
fall Kasparovs, 11 V2 v. af 15
mögulegum er stórglæsilegt og
ætti hann að bæta sig a. m. k. 10
Elo-stigum sem vill þýða að hann
er alveg við að ná Fischer sem var
með 2785 Elo-stig eftir „einvígi
aldarinnar" í Reykjavík. Kaspar-
ov er vel að sigrinum kominn
enda tefldi hann langbest kepp-
enda. Aðeins tapið fyrir Karpov
skyggir á. Þetta er fjórða mótið
sem Kasparov tekur þátt í eftir að
hann varð heimsmeistari haustið
1985 og hefur orðið í efsta sæti í
þeim öllum og raunar unnið sigur
í hverju því móti sem hann hefur
tekið þátt í síðan í Tilburg 1981.
Aðeins tvisvar hefur hann mátt
deila efsta sætinu með öðrum og
langflest mótin hefur hann unnið
með miklum yfirburðum.
Anatoly Karpov vann Boris
Spasskí í síðustu umferð með
svörtu og hlaut 10Vi vinning úr 15
skákum og má vel við árangur
sinn una. Spasskí lék af sér manni
í eilítið betri stöðu og tapaði þar
sinni einu skák.
Þriðji maður, Eistléndingurinn
Jaan Ehivest, kom á óvart með
góðri taflmennsku sinni. Hann
var um nokkurt skeið einn í efsta
sæti en tapaði. Úrslit í síðustu
umferð sem tefld var á sunnudag-
inn urðu þessi:
15. umferð
Kasparov - Sokolov 1:0
Short - Jusupov 1:0
Ehlvest - Nogueiras 1/2:1/2
Beljavskí - Ribli 1/2:1/2 1.
Andersson - Húbner V2.V2
Ljubojevic - Timman Vr.Vz 2.
Jóhann - Speelman 1/2:V2 3.
Spasskí - Karpov 1:0 4.
Lokaniðurstaðan varð þá
þessi:
1. Kasparov IIV2 v. (af 15) 2.
Karpov 10'/2 v. 3. Ehlvest 9 v.
4.-7. Ribli, Húbner, Sokolov og
Spasskí allir með 8 vinninga. 8.
Short 7‘/2 v. 9. Speelman 7 v. 10,-
13. Ljubojevic, Andersson, Nog-
ueiras og Beljavskí 6V2 v. hver.
14. -16. Jóhann, Jusupov og Tim-
man 5*/2 v. hver.
Jóhann náði bestum
Sonneborg-Berger stigum þre-
menninganna.
Jóhann er tæplega ánægður
með frammistöðu sína enda af-
hjúpuðust hvað eftir annað
gloppur í skákstíl hans. Það er
mikið verk framundan þar til ein-
vígið við Karpov hefst í Seattle í
Bandaríkjunum í janúar á næsta
ári.
Næsta heimsbikarmót fer fram
í Reykjavík í október-mánuði nk.
og þá mætir Kasparov til leiks. Ég
hef lagt mikið uppúr skákum
hans frá mótinu Belfort og ekki
að ástæðulausu, því hann er í
raun sérstök „deild“ í skák-
heiminum og því sannkölluð
veisla fyrir skákunnendur að sjá
hann að tafli. Skákir hans gneista
hreinlega, hraðinn og krafturinn
er slíkur að hrein unun er á að
horfa. Ég læt fylgja hér tvær af
skákum hans frá Belfort. Fyrri
viðureignin er úr 9. umferð en
þar mætir hann júgóslavneska
stórmeistaranum Ljúbojevic.
Júgóslavinn hefur hárbeittan
skákstíl en fær ekki staðist
leiftrandi taflmennsku heims-
meistarans. Kasparov skiptir
strax í fluggír, 13.-19. leikur!
Ljubojevic nær þó að mynda sér
mótvægi á kóngsvæng, 22. Bf6
sem Kasparov svarar á rólegan
hátt, 22... Bf8. Eftir að Ljúboje-
vic stofnar til uppskipta í 24. leik
má hann verjast peðaframrás
svarts á drottningar væng. Hann
reynir að halda jafnvæginu með
26. Bd6 og 28. e5 en í 29. leik
fellur sprengjan. Kasparov fóm-
ar hrók (sjá stöðumynd). 30.
Hxd6 strandar á 30. .. Bf5+! 31.
Kcl-bxa2! og vinnur eða 30.
Dxd6-Bf5+ 31. Kcl-bxa2 32.
Da3-De4. 33. Bd3-Df4+ 34.
Kc2-He2+! o. s. frv. Eftir að
svartur hefur unnið peð ræður
hvítur ekki neitt við neitt og
Kasparov knýr fram uppgjöf með
glæsilegum lokahnykk, 38.
.. Bh3! Stórkostleg skák.
Lubomir Ljubojevic
- Garrí Kasparov
Sikileyjarvörn
6. g4-Rc6
7. g5-Rd7
7. Hgl-Be7
9. Be3-0-0
10. Dd2-a6
11. 0-0-0-Rxd4
12. Bxd4-b4
13. f4-b4
14. Re2-Da5
15. Kbl-e5
16. Bf2-Rc5
17. De3-Be6
18. Rcl-exf4
19. Dxf4-Hac8
20. Bd4-Hfe8
21. Rb3-Da4
22. Bf6-Bf8
23. Hg3-Dc6
24. Rxc5-dxc5
25. Be5-c4
26. Bd6-b3
27. c3-Hcd8
28. e5-Bxd6
29. exd6
abcdefgh
opnast fá biskuparnir að njóta
sín. Sokolov býður hrókakaup en
Kasparov er ekkert að flýta upp-
skiptunum, heldur hirðir peð í
leiðinni. 35. Bxe4!, og það kemur
á dag að hrókurinn á hvergi grið-
land. Þetta er klassískt dæmi um
opna stöðu þar sem riddarinn má
sín lítils gegn biskupi og Andrei
Sokolov leggur niður vopnin þeg-
ar hann sér fram á að geta ekki
varið veikt a-peð sitt.
Garrí Kasparov
- Andrei Sokolov
Enskur leikur
1. c4-Rf6
2. Rc3-e6
3. e4-c5
4. e5-Rg8
5. Rf3-Rc6
6. d4-cxd4
7. Rxd4-Rxe5
8. Rdb5-a6
9. Rd6+-Bxd6
10. Dxd6-f6
11. Be3-Re7
12. Bb6-Rf5
13. Dc5-d6
14. Da5-De7
15. 0-0-0 0-0
16. f4-Rc6
17. Da3-e5
18. g4-Rfd4
19. Rd5-Df7
20. f5-g6
21. Hgl-gxf5
Þeir báru höfuð og herðar yfir aðra þátttakendur í Beljavskí. Kasparov
hlaut 11!/2 v. úr 15 skákum og Karpov (sitjandi) 101/2 v. Ljósm.: C.
Jaeg.
29. .. Hxd6
30. Hcl-Dc5
31. Kal-Hed8
32. He3-Hdl
33. Hel-Hxel
34. Hxel-Da5
35. a3-Dd5
36. Be2-g6
37. h4-Dd2
38. Dfl-Bh3
39. Dgl-He8
- og Ljubojevic gafst upp.
Skák Kasparovs og Sokolovs
úr síðustu umferð er ekki ósvipuð
þessari. Sokolov fær að bragða á
þeim meðulum sem Kasparov
hafði sullað saman á rannsókna-
stofu sinni áður en hann hélt til
einvígisins við Karpov. Peðfórn-
in í 6. leik er þekkt en 13. Dc5 er
nýstárlegur leikur. Kasparov
þenur stöðu sína til hins ítrasta,
16. f4, 18. g4, 20. f5 en Sokolov
bregst hart við með 20. .. g6. 22.
leikur Kasparovs, g4-g5, g5 er
stórskemmtilegur. Pegar taflið
22. g5-Kh8
23. gxf6-Be6
24. Dxd6-Bxd5
25. cxd5-Dxf6
26. Dxf6-Hxf6
27. Kbl-Rd8
28. Bc5-Hc8
29. Be7-HÍ7
30. Bd6-Rf3
31. Hg3-e4
32. Be2-Hf6
33. Be2-Hf6
34. Bxf3-Hxg3
35. Bxe4-fxe4
36. hxg3-Kg7
37. Hd4-Rf7
38. Hxe4-Hd8
39. He7-Hxd5
40. Hxb7-h5
42. Ha7-a5
42. a4
- og Sokolov gafst upp.
heimildir stjómar hennar til
hækkunar raforkuverðs eru eins
og hjáróma skvaldur í ljósi þess
sem stjórnarformaðurinn er að
undirbúa í umboði ríkisstjórnar-
innar þessa dagana.
Pjóðhagsleg úttekt
bannorð
Þegar óbreyttir alþingismenn
gerast svo djarfir að gera á Al-
þingi tillögur sem taldar eru hafa
kostnað í för með sér, er þeim
skylt að lögum að láta fylgja mat
frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun
á líklegum útgjöldum vegna hug-
mynda sinna.
Þegar hins vegar stjórnvöld eru
að innsigla samning við útlend-
inga um hagkvæmniathugun á
nýju risaálveri er það gert án þess
nokkur þjóðhagsleg úttekt hafi
farið fram á þessum áformum.
Tillaga sem við þingmenn Al-
þýðubandalagsins fluttum á síð-
asta Alþingi um slíka úttekt fékk
engar undirtektir stjórnarliða. í
umræðu um tillögu okkar sagði
Friðrik Sófusson iðnaðarráð-
herra m.a.:
„Málið kemur hingað til þings-
ins þegar það er komið á það stig
að Alþingi þarf að taka afstöðu til
málsins og þá gefst tími til að fara
ofan í alla þætti þess. Það sem
skiptir öllu máli er að við verðum
ekki að vingsast með þetta mál
fram og til baka. Það er komið
nóg af því að hika í þessum efn-
um... Það er sjálfsagt þegar sá
tími kemur að gefa upplýsingar
um þessi mál. Sá tími er ekki
kominn. Það geta liðið ár þangað
til ástæða er til þess að menn fylg-
ist með málum ofan í kjölinn.
Auðvitað verður að gefa þeim
aðilum frið til að fara með þetta
mál sem nú gera það á ábyrgð
iðnaðarráðuneytisins.“
Gagnstætt því sem iðnaðarráð-
herrann heldur hér fram, verður
það að teljast skylda fram-
kvæmdavaldsins að veita Alþingi
upplýsingar um þessi áform.
Þingið sjálft ætti auðvitað að
fjalla um þau og það hið fyrsta,
þar eð hugsanlega kemur til þess
kasta um ákvarðanir innan árs.
Grandskoða verður alla þætti
þessa máls, m.a. af óháðum aðil-
um, eins og venja er til annars
staðar, í stað þess að láta örfáa
trúnaðarmenn stjórnarflokkanna
eina um það.
Stórfelld áhrif
á byggðaþróun
Það þarf ekki hagspekinga til
að sjá að framkvæmdir af því tagi
sem hér um ræðir munu hafa gíf-
urleg áhrif á þjóðarbúskapinn og
allar efnahagsstærðir á meðan á
þeim stendur og til frambúðar.
Þær kalla á mikil umsvif á
peninga- og vinnumarkaði, ekki
síst á höfuðborgarsvæðinu, til
viðbótar við það ástand sem þar
hefur ríkt um skeið. Ef efnahags-
kerfið á ekki að fara gersamlega
úr böndunum, þar á meðal verð-
bólga og vaxtastig, hlýtur að
koma til stórfelldur samdráttur í
öðrum fjárfestingum um allt
land.
Meðal þess sem rækilega þyrfti
að athuga eru áhrifin sem bygg-
ing álbræðslu og virkjana eru lík-
leg til að hafa á byggðaþróun í
landinu. Þar hafa menn m.a. til
samanburðar byggingu álvers
fsal á sjöunda áratugnum, en hér
er um margfalt meiri umsvif að
ræða. Líklegt er að mannafli sem
á einn eða annan hátt yrði bund-
inn við þessar framkvæmdir geti
skipt þúsundum þegar mest yrði
umleikis.
Þessar framkvæmdir í þágu er-
lendrar stóriðju munu þrengja
mjög að þróun innlendra at-
vinnuvega, m.a. sjávarútvegsins.
Þær eru því bein ögrun við alla
viðleitni til að koma á jafnvægi í
byggð landsins og til að stöðva
þann mikla fólksflótta, sem nú á
sér stað frá landsbyggð til höfuð-
borgarsvæðis.
Um raforkuverðið og væntan-
lega samninga um það verður svo
fjallað síðar.
4
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júlí 1988