Þjóðviljinn - 05.07.1988, Side 13
ERLENDAR FRÉTTIR
Persaflóaárásin
Fordæmd um
allan heim
Bandaríkjamenn skjóta niður farþegaflugvél með 290ferðamönnum.
Héldu sig skjóta á F-14 orustuflugvél. Hefur engin áhrifá samskipti
stórveldanna
Óttast var í gær að íranir eða
aðrar Arabaþjóðir óvinveittar
Bandaríkjunum myndu grípa til
hefndaraðgerða vegna þess að
bandarískt herskip skaut niður
íranska farþegaflugvél á sunnu-
daginn yfir Persaflóa. Aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, Javier Per-
ez De Cueilar, fordæmdi athæfi
Bandaríkjamanna. Hann skoraði
Alþjóðaverslun
Bömtil
kynlífs-
afþreyingar
Frjáls verslun lœtur ekki
að sérhœða. Enginn
samdráttur ísölu barna á
milli landa. Hagnaður
fyrir h vert selt barn á fceti
nemur hundruðum þús-
unda króna
Verslun með börn er ein ábat-
asamasta grein alþjóðaverslunar
um þessar mundir. Svo mikill er
hagnaðurinn að hann nemur
billjónum dollara á ári hverju og
kemst einna helst í samjöfnuð við
vopna- og eiturlyfjaverslun sem
hingað til hafa verið taldar meðal
ábatasömustu greina alþjóðavið-
skipta. Líflegust er barnaverslun-
in milli þriðja heimsins og Vestur-
landa, en börnin eru aðallega
keypt til kynlífsafþreyingar full-
orðinna ýmist í hórukössum eða
heimahúsum.
Innkaupsverð barns er tæpar
2000 íslenskar krónur og gang-
verðið og í endursölu á Vestur-
löndum fást um 460.000 til
920.000 krónur fyrir barn á fæti.
Þessar upplýsingar komu m.a.
fram á fundi ráðherra aðildar-
ríkja Evrópuráðsins í Lissabon.
Til marks um hversu arðvæn-
leg verslun er hér á ferðinni,
benda sérfræðingar sem láta sig
þessi mál varða, að á kynlífs-
markaðnum sé unnt að krefjast
allt að fimm sinnum hærri þókn-
unar fyrir „næturgreiða" sem
veittur er af börnum, en þegar
fullvaxnar vændiskonur og karlar
eiga í hlut.
- Þegar hagnaðurinn er slíkur
eins og í barnavændinu, er ekki
nema von að svona fari. Þessi
verslun er hliðstæð eiturlyfja- og
vopnaversluninni. Það virðist
enginn skortur á fólki sem lítur á
börn fyrst og fremst sem verslun-
arvöru, segir hollenski þingmað-
urinn Stoffellen og einn af sér-
fræðingunum á Lissabonfundin-
um.
Stoffelen bendir á að börnum
sé rænt í löndum þriðja heimsins
og þau flutt á laun eða á fölskum
pappírum til Vesturlanda. Jafn-
framt er ekki óalgengt að fátækir
foreldrar selji börnin til Vestur-
landa í þeirri vissu að þannig
verði þeim tryggð björt framtíð.
-rk/reuter
á alla aðila að fara varlega í þessu
spennuástandi sem nú ríkti á
Persaflóa.
Iranir og aðrar óvinveittar
þjóðir Bandaríkjunum kröfðust
þess að áhöfn herskipsins, Vinc-
ennes, yrði dregin fyrir dómstóla
og að greiddar yrðu bætur fyrir
flugvélina sem hún grandaði og
það saklausa fólk sem hún drap.
Þá voru uppi háværar kröfur um
að Bandaríkin drægju herflota
sinn út úr Persafóa þar sem hann
gerði ástandið aðeins ótryggara
og yki hættuna á því að styrjald-
arátökin mögnuðust og dreifðust
út.
Að sögn Sovétmanna hefur
þetta hörmulega slys enga
breytingu í för með sér á hlý-
legum og batnandi samskiptum
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna
að undanförnu. „Þetta hins vegar
undirstikar það sem við höfum
sagt að undanförnu: Að aukin
umsvif bandaríska hersins á þess-
um slóðum koma í rauninni í veg
fyrir að möguleiki sé á að semja
um pólitíska lausn í þessari deilu.
Bandarísku herskipin valda því
aðeins að það kviknar fyrr í þess-
ari púðurtunnu. Ef hlustað hefði
verið á okkar varnaðarorð í tíma
þá hefði þessi hræðilegi atburður
ekki átt sér stað þann 4. júlí,“
sagði í yfirlýsingu Sovétmanna.
Þeir þvertóku fyrir það að þetta
atvik væri á einhvern hátt
sambærilegt við það þegar Sovét-
menn skutu niður farþegavél frá
S-Kóreu fyrir nokkrum árum. „S-
kóreanska vélin flaug ljóslaus í
myrkri og var komin langt út fyrir
venjubundna flugleið inn í okkar
lögsögu og í nánum tengslum við
njósnaflugvél. Þessi vél var hins
vegar skotin niður yfir sínu
heimalandi ein á ferð á hefð-
bundinni flugleið um hábjartan
dag í góðu skyggni."
Bandaríkin voru fordæmd um
allan heim í gær fyrir að skjóta
vélina niður, einnig af helstu
bandamönnum sínum. Með flug-
vélinni voru 290 manns þar af 57
börn. Stjórnendur bandaríska
herskipsins, Vincennes, héldu að
farþegavélin sem var af Airbus
A-300 gerð væri óvinveitt F-14
orustuflugvél frá íran.
Bandaríkjamenn voru á varð-
bergi gegn hefndarráðstöfunum í
sendiráðum sínum um allan heim
í gær. Óttast var að vestrænir gísl-
ar í Mið-Austurlöndum fengju ef
til vill að kenna á framferði
bandarísku hermannanna á Pers-
aflóa.
Fyrstu viðbrögð í Washington
þóttu nokkuð klaufaleg og víst er
að þau ollu mikilli reiði í íran. í
fyrstu báru Bandaríkjamenn því
við að flugvélin hefði verið komin
langt af hefðbundinni flugleið.
Þess vegna hefðu viðbrögð
stjórnenda bandarísku freygát-
unnar verið eðlileg. Síðar kom í
ljós að þetta var rangt. Þá var það
aðeins olía á eldinn að lýsa yfir
samúð með fjölskyldum þeirra
sem voru drepnir. Reagan
Bandaríkjaforseti hefur þó viður-
kennt að hér hafi verið um slys að
ræða og það verið staðfest að
bandarísku hermennirnir héldu
sig vera að skjóta niður orustu-
flugvél.
Reuter/-gís.
Moskva
Sigur fyrir Gorbatsjov
Búin tilforsetastaða, endurnýjunarregla tekin
upp, minnismerki umfórnarlömb Stalínstímans
reist í Moskvu
Flokksráðstefnan í Moskvu var
sigur fyrir glasnost og perest-
rojku að sögn Gorbatsjovs aðal-
ritara í fundarlok, og er undir
það tekið af hlutlægari vitnum, -
koma þar bæði til umræður á
ráðstefnunni, atkvæðagreiðslur í
alvöru í lok hennar og samþykktir
hennar, sem gætu leitt til tals-
verðrar uppstokkunar í Sovét.
Meginbreytingar felast í til-
flutningi valda frá flokknum til
ráðanna sem nú eiga að verða að
raunverulegum þingum en hafa
hingaðtil verið fyrst og fremst til
skrauts. Kjósa á í ár til embætta í
flokknum og endurskipuleggja
hann með tilliti til nýrra valda-
skipta mili flokks og ráða. Æðsta
ráðið á að fjalla um stjórnkerfis-
breytingar í haust, og í apríl á
næsta ári á að koma saman ríýtt
þing þarsem 2250 fulltrúar kjósa
forseta æðstaráðsins. Sá forseti
skipar síðan forsætisráðherra,
kemur fram fyrir hönd ríkisins, er
æðsti stjórnandi hersins, og
minnir um margt á bandaríska
forseta eða franska.
Aðalritari flokksins virðist eiga
að verða sjálfkrafa forseti, og sú
regla gildir einnig í hverju lýð-
veldi. Þetta ákvæði vakti and-
stöðu á flokksþinginu og greiddi
hópur fulltrúa atkvæði gegn því,
- sem varð reyndin með fleiri til-
lögur og er einsdæmi í síðari tíma
sögu Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna.
Meðal breytinga innanflokks
er einna mikilvægast að sam-
þykkt var regla sem bannar meira
en tíu ára setu í sama starfi innan
flokksins og tekur það til allra
stiga. Bannið er ekki afturvirkt
og gefur til dæmis Gorbatsjov
færi á að vera aðalritari flokksins
til 1999.
í lokaræðu sinni á flokksráð-
stefnunni hét Gorbatsjov því að í
Moskvu yrði reist minnismerki
um fórnarlömb ógnarstjórnar
Stalínstímans sem mjög bar á
góma á ráðstefnunni. Gorbatsjov
lagði ennfremur mikla áherslu á
að Sovétmenn létu hendur standa
frammúr ermum og tækju strax
til við þau verk sem hin einstæða
ráðstefna vísaði á.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar stundakennara-
staða í eðlisfræði. Upplýsingar eru veittar í símum: 35519, 33419,
44705 og 32858.
Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru lausar kennarastöður í
íþróttagreinum, stærðfræði og hálf staða í matvælagreinum. Þá
vantar stundakennara í íslensku, rafeindavirkjun, rafvirkjun og ýms-
um öðrum greinum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans eftir
10. ágúst.
Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði eru lausar stundakennara-
stöður í eftirtöldum greinum: eðlisfræði, stærðfræði, vélritun, bók-
færslu, fjölmiðlun og latínu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 20. júlí
næstkomandi.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi
skóla.
Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstri kennarastöðu í ensku við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði framlengdur til 8. júlí.
Menntamálaráðuneytið
íþróttafulltrúi
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar
stöðu íþróttafulltrúa. Umsóknir, er m.a. greini
menntun og fyrri störf skulu berast á bæjarskrif-
stofuna, Strandgötu 6 eigi síðar en 14. júlí n.k.
Nánari upplýsingar gefa bæjarritari og íþróttafull-
trúi.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Baðvörður
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar
stöðu baðvarðar við Sundhöll Hafnarfjarðar. Um-
sóknir skulu berast á bæjarskrifstofuna, Strand-
götu 6 eigi síðar en 14. júlí n.k. Nánari upplýsing-
ar veita íþróttafulltrúi og forstöðumaður sundhall-
ar.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Blaðburðarfólk | r 4 * ress.
Efþúert morgunh
Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviflans, sími 681333 Laus hverfi víðsvegar um borgina
Þriðjudagur 5. júlí 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13