Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 7
uppreisn í Landinu helga Dagur í Gaza Við tókuiii leigubíl frá Jerúsal- em til Gaza. Það var rúmlega tveggja klukkustunda akstur í gegnum blómlega akra Israels þar sem áveitur tryggðu hvar- vetna hámarksuppskeru. Þegar við koinuin að mörkum hernáms- svæðisins í Gaza, sem ísraels- menn lögðu undir sig 1967, vor- um við stöðvaðir af ísraelskum hermönnum og leigubflstjórinn fékk ekki að fara lengra. Hann var arabi. Hervörðurinn hristi höfuðið þegar við sögðumst samt vilja fara inn. „Þið hafið ekkert hingað að gera", sagði hann og skoðaði skilríki okkar. En hleypti okkur svo í gegn þegar við höfðum fundið annan bfl sem hafði leyfí til að fara inn. Og óskaði okkur ánægjulegrar dval- ar um leið og hann minnti okkur á að Gaza-svæðinu væri alltaf lok- að frá kl. 22 - 03 að morgni. Gaza-svæðið er eitt þéttbýl- asta svæði jarðarinnar. Það er um 60 km á lengd og 10 km á breidd. Samkvæmt heimildum UNWRA bjuggu 445.397 palestínskir flóttamenn á þessu svæði í júní 1987. Um helmingur þessara flóttamanna býr í átta flótta- mannabúðum, hinn helmingur- inn býr utan búðanna. Palestín- skir flóttamenn eru yfir 2/3 hlutar íbúa svæðisins sem eru yfir 600.000. Svæðið var undir egypskri lögsögu frá 1948 þar til ísrael lagði svæðið undir sig í sex- daga stríðinu 1967. Flóttamanna- búðirnar eru hins vegar frá 1948, þegar ísraelsríki var stofnað, en þá voru 200.000 Palestínumenn hraktir yfir á Gaza-svæðið. í sex daga stríðinu gerðust um 38.000 flóttamenn á Gaza flóttamenn í annað sinn og flúðu þá yfir til Jórdaníu undan hörmungum stríðsins. Nú býr um fimmtungur allra skráðra palestínskra flótta- manna á Gaza-svæðinu. Úr öskunni í eldinn Þegar komið er inn í borgina Gaza er það fyrsta sem maður tekur eftir að sorphirða virðist engin í borginni. Sorpið liggur og rotnar á víð og dreif á götunum í steikjandi sólarhitanum sem fer upp í 40 gráður eða meira um þetta leyti. Og ég hafði ekki dval- ið nema um 20 mínútur í borginni þegar ég sá herjeppana koma með sírenuvæli eftir aðalgötunni og táragasský leggjast yfir göt- urnar í fjarska. Ef hægt er að segja að það ríki umsátursástand á Vesturbakkanum, þá ríkir styrjaldarástand í Gaza. „Hér getur allt gerst hvenær' sem er og ekkert kemur lengur á óvart", sagði blaðamaður sem starfar við fréttastofu í borginni. Og okkur varð litið út um glugg- ann á skrifstofu hans og sáum herjeppa hverfa á brott með hvít- klæddan fanga. Það voru tveir ungir menn sem unnu á þessari fréttastofu. Annar þeirra, sá eldri og reyndari, var nýsloppinn úr fangelsi. Hann bjó á skrifstofunni og eina atvinnu- tækið þeirra beggja var sími. Þeir söfnuðu upplýsingum um það sem var að gerast á svæðinu og komu þeim áleiðis. Og þeir báðu fram aðstoð sína við okkur eftir getu. Ég bar fram óskir um að sjá sjúkrahús, flóttamannabúðir, og hitta einhvern fulltrúa Palestínu- manna á svæðinu að máli. í snarhasti var fundinn fyrir okkur bíll og bílstjóri. Meiri vandkvæðum var bundið að finna hvaða flóttamannabúðir voru opnar, því útgöngubann ríkti í flestum þeirra. Það þýðir í raun að fólkið innan búðanna er bjarg- arlaust og sambandslaust við um- heiminn. Vænlegast þótti að fara Wl ¦ :W^" K 4 ÓLAFUR GlSLASON ¦^w- M að búðunum við ströndina, sem ganga undir nafninu Beach-camp (Strandbúðirnar). En þegar á hólminn var komið þorði bílstjór- inn ekki að fara með okkur inn í búðirnar og sagði þær fullar af hermönnum og að þar mætti bú- ast við átökum á hverri stundu. Heimsókn á sjúkrahús Við fórum því á Shéfra- sjúkrahúsið, sem er lítið sjúkra- hús í Gaza. Enginn læknir var til viðtals, en hjúkrunarmenn leiddu mig að fjórum rúmum þar sem lágu ungir menn um eða undir tvítugu sem höfðu verið lamdir af ísraelsku hermönnun- um. Sjúklingur nr 1: „Það voru mótmæli í Jabalia- búðunum, þar sem ég bý og þeir komu inn í hús mitt, drógu mig út og hófu að lemja mig. Þetta voru óbreyttir hermenn og þeir lömdu mig og fóru svo með mig í ná- lægar herbúðir. Þar sáu þeir að ég var orðinn illa á mig kominn, svo að þeir slepptu mér og ég fór á sjúkrahúsið. Þar gekkst ég undir uppskurð vegna alvarlegs brots á handlegg. Um það bil mánuði síðar, þegar ég var enn með gips- ið á handleggnum, komu þeir aft- ur í búðirnar. Þar voru strákar sem köstuðu grjóti í hermennina og þeir fóru um allt að leita þeirra. Þeir komu líka í mitt hús, en fundu engan þeirra, aðeins mig þar sem ég lá í rúminu með gipsið á handleggnum. Þeir drógu mig út og hófu að lemja mig á gipsið og þeir brutu hand- legg minn á ný. Þeir fóru aftur með mig í herbúðirnar, en þegar þeir sáu að ég hafði misst meðvit- und og gat ekki tarið í fangelsi var mér sleppt, og vinir mínir fóru svo með mig hingað á sjúkrahús- ið. Ég er með tvö brot á hand- leggnum núna. Þetta gerðist með mig." Sjúklingur nr. 2: „Ég var á gangi úti á götu þegar hermenn komu til mín og sögðu mér að fjarlægja vegartálma sem einhver hafði lagt á götuna. Ég neitaði því og þá tóku þeir mig, reyrðu saman á mér hendurnar og festu reipið síðan aftan í herj- eppann. Síðan var ég dreginn eftir götunni a.m.k. 30 metra eða þangað til ég hafði nær misst meðvitund. Þeir skildu mig þann- ig eftir á götunni alblóðugan og sáran um allan líkamann." Sjúklingur nr. 3: „Ég var úti á götu og sá hvar krakkar voru að kasta grjóti að hermönnum. Ég lagði á flótta þegar ég sá hvað var í vændum. Þeir eltu mig á stórum herbíl, drógu mig inn í bílinn og börðu mig þar og spörkuðu í mig. Ég hlaut nefbrot, augnskaða, áverka á háls þannig að ég get varla hreyft höfuðið og innvortis blæð- ingar og áverka þannig að ég á mjög erfitt með að hreyfa mig. Þegar þeir höfðu misþyrmt mér skildu þeir mig eftir á götunni." Sjúklingur nr. 4 (ca. 16-17 ára): „Ég var einn á gangi þegar þeir stoppuðu mig og spurðu um skil- ríki. Fyrst héldu þeir mér í 15 mínútur eða svo. Þá komu 4 her- menn og börðu mig án tilefnis. Þeir lögðu mig á götuna og spörkuðu í andlitið á mér með hermannastígvélunum. Svo fluttu þeir mig á sjúkrahúsið. Ég er með brotið nef og marga áverka á höfði." Ég þurfti ekki fleiri vitni, en hjúkrunarmennirnir á þessu litla sjúkrahúsi sögðu mér að þeir hefðu fengið 400 tilfelli þessu lík á síðastliðnum 6 mánuðum. Og þetta var aðeins lítið sjúkrahús og eitt af mörgum í Gaza. Aðbúnað- ur þar líktist reyndar ekki sjúkra- húsi, og hreinlætisaðstaða var þar verri en engin, því salernin minntu meira á svínastíu en mannabústað. / Gaza Centre for Right and Law Við fórum á stofnun sem heitir Gaza Centre for Right and Law og hittum þar fyrir dr Abu Jaffar, lögfræðing, blaðamann og skáld og fyrrverandi starfsmann UNWRA. Þetta er menntamað- ur á sjötugsaldri sem gaf af sér mikinn þokka og talaði af full- kominni yfirvegun og yfirlætis- leysi þess sem býr yfir mikilli reynslu og visku. Hann tjáir okkur að stofnun þessi hafi verið mynduð af nokkr- um lögfræðingum frá Gaza- svæðinu árið 1985. Stofnunin hafi sett sér að vinna að því að lög og mannréttindi væru virt á svæðinu í samræmi við alþjóðleg mannréttindaákvæði. Stofnunin hefur samband og samvinnu við alþjóðasamtök eins og Amnesty International, Al- þjóðasamtök lögmanna í Genf og Christian Aid. Meginstarfið hef- ur hingað til verið fólgið í því að safna upplýsingum, gera rann- sóknir og gefa út skýrslur og miðla þekkingu og rannsóknum erlendis frá. Auk þess veitir stofnunin einstaklingum lög- fræðiaðstoð endurgjaldslaust. Annar mikilvægur þáttur í starfseminni er einnig að koma upp lögfræðibókasafni í Gaza, en slíkt er ekki fyrir hendi enn. Dr. Abu Jaffar: „Intifadan eða uppreisnin hófst hér á Gaza-svæðinu þann 9. desember 1987. Hvað felst í henni? Jú, fbúar svæðisins eru að láta í ljós vitja sinn. Þeir sætta sig ekki lengur við ríkjandi ástand. Þeir vilja að almenn mannréttindi séu virt. Þeir vilja sinn sjálfsákvörðunarrétt, þeir krefjast réttar til ríkisfangs, til þess að mynda eigið ríki. Þessi uppreisn kom innan frá, henni er eklri stýrt að utan. Og hvernig er þessum kröfum svarað? Þeim er svarað með táragasi, gúmmíkúlum og föstum skot- vopnum. Þeim er svarað með fjöldarefsingum eins og útgöng'i- banni á heilar flóttamannabúðir eða jafnvel allt svæðið. Þeim er svarað með húsrannsóknum. Hús og heimili eru lögð í rúst með jarðýtum. Og þeir sem eru upp- vísir að því að tala við blaðamenn eru kallaðir fyrir og fangelsaðir. Frá9. des. 1987 til 11. júní sl. Íöfum við heimildir fyrir því að 520 einstaklingum hafi verið misþyrmt með barsmíðum hér á Gaza-svæðinu. Á sama tíma hafa 99 hlotið sár af gúmmíkúlum og 469 hafa hlotið sár af föstum skotum. 65 hafa látist af skotsár- um, 20 hafa látist af völdum tára- gass. Síðastliðna 3 mánuði höfum við heimildir um 33 konur sem misstu fóstur af völdum táragass og 3 konur sem misstu fóstur vegna barsmíða. Á tímabilinu frá 9. des. sl. og út janúar voru 30 heimili lögð í rúst með jarðýtum í einum flóttamannabúðunum og þann 5. febrúar sl. kl. 17 var 22 einstaklingum á aldrinum 12 - 70 ára misþyrmt með barsmíðum í einum búðunum. Þetta eru svörin sem þetta fólk 3. grein Sjúklingur nr. 1 :„Þeir drógu mig úr rúminu, brutu gifsið og tvíbrutu handlegginn í annað sinn..." Frá Shefra-sjúkrahúsinu í Gaza. hefur fengið við kröfum sínum um grundvallaratriði allra mannréttinda eins og eigið vega- bréf og eigin þjóðfána. Palestínu- menn hafa verið neyddir til þess að nota þær baráttuaðferðir sem þeir vildu síst nota. Því Palestínu- menn eru friðelskandi þjóð og saga þeirra sannar það. Þegar Palestína var undir yfirráðum Tyrkja greiddu þeir sérstakan skatt til þess að komast hjá því að þurfa að senda syni sína í herinn. Þeir hafa alltaf tekið vel á móti gestum og þeir tóku einnig vel á móti gyðingum á sínum tíma. En gyðingar hafa misnotað gestrisni þeirra með því að flæma þá burt af landi sínu og svipta þá eignum sínum og sjálfsvirðingu." -Hvaða framtíðarlausn sérð þú fyrir þér á þessari deilu? -„Ég er skáld, og framtíðarsýn mín mótast af því. Þótt framtíðin kunni að virðast svört, þá er ég bjartsýnismaður. Menn geta beitt ofurefli í skjóli vopna, en þegar til lengdar lætur geta menn aldrei réttlætt nærveru sína með vopnavaldi. Við sjáum það af sögunni: Frakkar héldu Alsír í skjóli vopna en urðu um síðir að hörfa. Indverjar lutu bresku yfir- valdi í 300 ár en jafnvel breska heimsveldið varð að lokum að leggja niður vopnin. Dæmin eru fjölmörg. Mér verður oft hugsað til þeirra orða Sókratesar, að það sé betra hlutskipti að líða misrétti en beita því gagnvart öðrum. Og ef menn hafa liðið misrétti, eins og gyðingar hafa gert, hvernig geta þeir þá leyft sér að beita því gegn öðrum? Eg er af menntamönnum kom- inn. Faðir minn var kennari í heimspeki og sálarfræði. Mér er minnisstætt það sem hann sagði við mig þegar ég var ungur dreng- ur. Ég hafði þá fengið mína fyrstu fræðslu í trúarbrögðum múslima og var að myndast við að gera bæn mína samkvæmt kenningum kóransins í fyrsta skipti. Þegar ég hafði gert bæn mína kallaði faðir minn mig til sín og sagði: Ég ætla ekki að skipta mér af þínum trú- ariðkunum, því trú sína velur maður sjálfur. En eitt langar mig til þess að biðja þig um: áður en þú ferð með bænir þínar vil ég að þú segir við sjálfan þig: „ég óttast engan og ég elska alla". Þetta gerði ég og löngu síðar skildist mér að þarna hafði faðir minn kennt mér kjarna allra trúar- bragða, sem er kærleikur. Og þessi afstaða föður míns hefur mótað iíf mitt. Þess vegna óttast ég ekki um framtíðina. Hins veg- ar getum við spurt okkur hvað réttlæti það að skapa alla þessa óþörfu þjáningu? Því slæmur málstaður getur ekki sigrað." Meðal sjómanna Við kvöddum þennan mæta mann og héldum á fréttastofuna, þar sem starfsbróðir minn var að senda fréttaskeyti í gegnum síma. Þegar hann frétti að við hefðum ekki komist í flóttamannabúðirn- ar á ströndinni fór hann nokkrum vel völdum orðum um hugleysi bílstjórans okkar og sagðist fara Miðvikudagur 6. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.