Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.07.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Hefði Persaflói IIK verið bandarísk... Tildrög árásarinnar enn óljós. Varleg viðbrögð yfirsterkari ííran, krafist fundar í Öryggisráðinu. Thatcher gagnrýnd Hugsið ykkur viðbrögð Thatc- her ef íranir hefðu skotið niður bandaríska farþegaþotu, sagði talsmaður Verkamannaflokksins. breska í utanríkismálum í gær. - Þá hefði reiði og fordæming ráðið ríkjum í yfirlýsingu hennar. Thatcher hefur verið gagnrýnd í Bretlandi fyrir afar hófsamlega yfirlýsingu um árásina á Persa- flóa á sunnudag þarsem banda- ríska herskipið „Vincennes" skaut niður íranska þotu og með henni 290 manns, þaraf 66 börn. Gerald Kaufman sagði einnig að ástandið á Flóanum hefði ver- ið „stórslys að bíða eftir að verða", og sýndi réttmæti aðvar- ana um tilgangslitla og ögrandi veru Bandaríkjaflota í Persaflóa. Hann bætti við að atburðurinn vekti alvarlegar spurningar um tæknilegan áreiðanleik í banda- rískum herbúnaði, og er afstaða breska jafnaðarmannsins nokk- uð dæmigerð um viðbrögð um heiminn við atburðinum. f Bandaríkjunum hafa bæði ráðamenn, demókratar og fjöl- miðlamenn verið á lágu nótunum og talað um „hræðileg mistök" (Dukakis). Reagan forseti og Bush frambjóðandi hafa lýst því yfir að atburðurinn breyti engu um stefnu Bandaríkjanna á Pers- aflóa, en búist er við talsverðum umræðum á þinginu sem kemur saman í dag eftir hlé, og þá um það fyrst og fremst hvort Reagan beri ekki að bera undir þingið hernað sinn í Persaflóa sam- kvæmt lögum sem sett voru eftir Víetnamstríðið um áhrif þingsins á stríðsrekstur forseta. íranar hafa ekki gripið til neinna hefndarráðstafana ennþá og virðast fremur ætla að vinna sér pólitísk prik í hlutverki fórn- arlambsins. Eftir mjög harkaleg viðbrögð klerksins Montazevi, sem er opinber arftaki Khom- einis en virðist fallinn í ónáð, sagði æðstikierkurinn að íranar ættu að berjast gegn Bandaríkja- mönnum og bandamönnum þeirra - á vígvellinum gegn ír- ökum, og Rafsanjani herstjóri og þingforseti sagði í gær í þingræðu að menn yrðu að forðast bráð- ræði í viðbrögðum. Bandaríkja- menn hefðu vonast til klaufalegra viðbragða af írönum til að þrýst- ingur snerist yfir á Teheran- menn, og það ætti ekki að láta eftir Reagan. íranar afsöluðu sér ekki rétti til hefndar en ætluðu að velja tímann sjálfir. Síðar í gær kröfðust íranar fundar í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna, og sendiherra þeirra í Genf sagði að Bandaríkjastjórn yrði að borga skaðabætur og stefna hinum ábyrgu á herskipinu fyrir rétt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1981 sem íranar vilja fund í ráðinu, en síðari ár hafa Iranar lítið beitt sér á vettvangi SÞ. Þessi viðbrögð frá Teheran létti að mestu ótta um að árásar- innar yrði hefnt með aftöku bandarískra gísla í Beirút eða hermdarverkum í bandarískum farþegavélum. Enn er óljóst hver tildrög árás- arinnar á sunnudaginn voru. í skýrslu sem Reagan sendi þing- inu í gær segir að árásin hafi verið gerð í framhaldi af afskiptum tveggja bandarískra herskipa af hópi íranskra hraðbáta sem búist hafi til að ráðast að kaupskipum í flóanum, skotið hafi verið á her- þyrlu frá öðru skipinu og eltinga- leikur orðið milli „ Vincennes" og fjögurra hraðbáta íranskra þegar vart varð við þotuna. Um þetta er ekki deilt, en hins- vegar efast um að bandaríska herstjórnin hafi haft rétt fyrir sér iim það að þotan hafi lækkað flugið í stefnu að herskipinu. Flugsérfræðingar á svæðinu telja útí hött að þotan lækkaði sig átta mínútum eftir flugtak, - og telja að hún hefði enn átt að vera að hækka flugið. Fulltrúi fram- leiðanda Airbus-vélanna í Frakk- landi tekur í sama streng í samtali við Reuters-menn. Breskur aðmíráll segir að ef til vill hafi hávaði um borð.í banda- rísku freigátunni haft sitt að segja. Aðmírállinn kom fyrir skömmu um borð í „Vincennes" og segist svo frá að tjáskipti fari fram með gjallarhornum og sé ekki víst að kafteinninn hafi feng- ið nægar upplýsingar eða réttar áður en hann skaut að vélinni. íranskur byssubátur einsog þeir sem komu við sögu áður en „Vinc ennes" skaut niður farþegaþotuna. Iranar halda því helst fram að kominaf staðtil aðkanna tildrög, ráðist hafi verið að farþegaþot- unni með köldu blóði, en flestir aðrir fallast á þá skýringu Banda- ríkjahers að þeir hafi talið vera um orrustuþotu að ræða, þótt óljóst sé um ástæðuna. Bandarísk þingmannanefnd er og íranir hafa beðið um rannsóknamefnd frá ICAO, Al- þjóðlegu flugmálastofnuninni, sem er ein af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Perez de Cuellar framkvæmdastjóri hefur tekið vel því erindi. Júgóslavía Verkfallsmenn í kröfugöngu 5000 verkamenn í Vukovar mótmæla efnahagsstefnu stjórnvaiaa Um 5000 verkamenn marser- uðu fylktu liði um miðborg Kró- atíubæjarins Vukovar í gær og mótmæltu efnhagsstefnu stjórn- valda og kröfðust launahækkana og annarra réttindabóta sér til handa. Frá því að sambandsstjórnin í Beigrad samþykkti efnahagsað- gerðir í maí s.l. sem m.a. fela í sér launalækkanir og að verðlag verði gefið frjálst, hafa verka- menn víðsvegar um landið mót- mælt kröftuglega. Fremstir í flokki í mótmælaað- gerðunum í gær stóðu um 2000 verkamenn Borovo leður- og skóverksmiðjunnar er verið hafa í verkfalli frá því á laugardag. Meðal þeirra krafna sem þeir héldu á lofti var að slakað yrði á stjórnun og eftirliti með verk- smiðjunni, dregið yrði úr launa- mismun og hverskyns sporslum sem embættismenn eru aðnjót- andi. Að sögn Tanjung - opinberrar fréttastofu Júgóslavíu - hefur komið til 129 verkfalla í Króatíu undanfarna fimm mánuði og ver- kfallsdögum hefur fjölgað til mikilla muna síðan sambands- stjórnin greip til hinna illa þokk- uðu efnahagsaðgerða. Verð- bólga í Júgóslavíu er sögð um 120%. Fjölmörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og hjá mörg- um þeirra hefur komið til þess að ekki hefur verið hægt að greiða laun og orlof í tíma. -reuter/rk Holland Drottningu sendur tonninn Elísabet Bretadrotning og Fil- ipus prins fengu kaldar kveðjur þegar þau komu til Amsterdam í gær, en þau eru á ferð um llol- land í tilefni þess að þrjár aldir eru liðnar frá því að Vilhjálmur af Óraníu sigldi til Englands og tók þar við konungdómi sem Vil- hjálmur III. - Það er ekkert að því að vera samkynhneigður, hrópaði hópur mótmælenda sem hafði komið sér fyrir á Dam-torginu í miðborg Amsterdam þegar Elísabet og Filipus voru viðstödd hátíða- samkomu í tilefni tímamótanna. Hinir samkynhneigðu vildu með þessu koma mótmælum á framfæri vegna nýlegrar laga- klásúlu í breskum lögum sem ger- ir sveitarstjórnum kleift að snið- ganga samkynhneigða þegar ráðið er í stöður hjá bæ og borg. Óvenjumiklar öryggisráðstaf- anir hafa verið gerðar í Hollandi vegna komu Bretadrottningar til landsins. Um tveir mánuðir eru liðnir frá því að breskir hermenn voru felldir í Hollandi í tilræði félaga í írska lýðveldishernum og eru hollensk lögregluyfirvöld á varðbergi hyggist Lýðveldisher- inn láta til skarar skíða á nýjan leik meðan heimsókn hinna tignu gesta stendur yfir. -reuter/rk Harðnandi deilur Ungverja og Rúmena Aður óþekkt tíðindi í sögu sam- skipta rikja Varsjárbanda- lagsins hafa átt sér stað í Ung- verjalandi og Rúmeníu. í Búda- pest fóru 50 þúsund Ungverjar í mótmælagöngu gegn áformum Ceaucescus Rúmeníuforseta um að leggja niður 700 rúmensk þorp - og eru mörg hundruð þeirra byggð Ungverjum. Rúmenar svara með því að - loka ræðis- mannsskrifstofu Ungverja í Cluj og menningarmiðstöð þeirra í Búkarest. Hér er um tvennt að ræða: ann- arsvegar sögulegar deilur um yfirráð yfir Transylvaniu, sem nú er innan landamæra Rúmeníu en að verulegu leyti byggð Ungverj- um. Hinsvegar eru þessi grannríki tvö um svo margt ólík að menn gætu um stund gleymt því að bæði hafa um fjörtíu ára skeið lotið stjórn kommúnista- flokka, sem eiga völd sín að þakka framsókn Rauða hersins sovéska í lok heimsstyrjaldarinn- ar. Réttur minnihlutans Ungverjar hafa áður kvartað yfir því að Rúmenar hafi skert mjög réttindi ungverska minni- hlutans í landinu - skáldið Gyula Illyes líkti þeirri meðferð reyndar þegar fyrir tíu árum við apart- heidkerfið í Suður-Afríku. Til dæmis að taka hefur mörgum menntastofnunum / Ungverja (sem eru hátt á aðra miljón í Rúmeníu) verið lokað, og bann- að er að nota nema rúmensk nöfn á bæjum þeirra og liorpum. Upp- ræting 7000 sveitaþorpa telja Ungverjar muni greiða rothögg ungverskri menníngu í héruðum sem þeir hafa lengi byggt. Meðan Ungverjaland hefur verið einna opnast austurevr- ópskra þjóðfélaga stjórnar Ce- aucescu Rúnieníu með aðferðum geðþóttastjornar og persónu- dýrkunar sem engu líkist meir en stjórnarhattum Stalíns. Efna- hagsástaiid í landinu er bágborið og þá ke/nur sér það ekki illa fyrir hann að reyna að fljóta sem lengst/á rúmenskri þjóðrembu. Vísar Ceaucescu frá sér öllum að- finnslum Ungverja sem óleyfi- legurn afskiptum af innanlands- máluim. Og að því er varðar þorp- in 7Ó00, þá sé þar um allsherjar umb^etur að ræða - minnka eigi mun á borgum og sveitum með því að jafna þorpin við jörðu, stækka akurlendi og flytja íbúana í blokkir í „landbúnaðar- og iðn- aðarbyggðum". Eitt sinn voru Sovétmenn á svipuðum buxum og Ceaucescu nú - rann það aiit út í sandinn. Ættland Dracula Þrætueplið gamla og nýja, Transylvania (sem er reyndar ættjörð sjálfs Dracula greifa hins grimma), tilheyrði Ungverja- landi í 900 ár. Árið 1919, þegar austurfísk-ungverska keisara- dæmið var leyst upp, fengu Rúm- enar landið í Iaun fyrir síðbúna liðveislu sína við bandamenn í heimsstyrjöldinni fyrri. Rúmenía og Ungverjaland börðust svo bæði með Hitler í heimsstyrjöldinni síðari. En Hitl- er lét Ungyerja fá drjúgan hluta Transylvaniu aftur að launum fyrir liðveislu ríkisstjóra þeirra, Horthys aðmíráls. (Hann reyndi svo að hugga Rúmena með því að stinga upp í þá Bessarabíu, sem tekin var af Sovétríkjunum). Eftir lok seinna stríðs var svo ákveðið að Transylvania skyldi Transylvania er í norðvesturhorni Rúmeníu og tilheyrði ungverska ríkinu í níu aldir. aftur heyra undir Rúmeníu. Ungverjar hafa ekki gert tilkall til þess að landamærum sé breytt: en þeir telja að vonum að sér sé skylt að taka málstað samlanda sinna í erfiðri minnihlutastöðu. Þeim mun fremur sem innan Var- sjárbandalags hefur nú risið flóttamannavandamál: þegar hafa 20 þúsund Ungverjar flúið yfir landamærin frá Rúmeníu og allar líkur benda til þess að þeim muni fjölga á næstunni. áb tók saman. Mlðvikudagur 6. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.