Þjóðviljinn - 16.07.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 16.07.1988, Side 9
ALÞÝÐUBANDAT.AGIÐ Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18.-24. júlí. Umsjónarmenn í sumar verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Karlsdóttir. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000.- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000.- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000,- Enn eru nokkur pláss laus í þessa vinsælu orlofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Athugið: Sérleyfisbílar fara frá BSÍ kl. 09:00 að morgni 18. júlí. Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Sumarferð ABR Ósóttir vinningar í happdrætti sumarferðar ABR 1988 1. Manuel Scoraza: Rancas þorp á heljarþröm, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Frá Iðunni. Miði nr. 262. 2. Dea Trier Mörch, Miðbærinn, skáldaga Iðunn. Miðarnr. 504, nr. 5.3. Samferða um söguna, Bengt Áake Haeger MM. Miði nr. 83. 4. Faulkner, Griðastaður, Miði nr. 895. 5. Barsett, uþp- takar, hnetubrjótur o.s.frv. Miðinr. 904.6. Grænmetiskvörn frá KRON. Miði nr. 295. 7. Hljómplata KRON. Miði nr. 18. 8. Hljómplata, Almannarómur MFA. Miði nr. 780.9. Nafnabókin eftir Hermann Pálsson MM. Miðinr. 850. 10. Útigrill frá Dröfn Hafnarfirði. Miði nr. 223.11. Hrakfallabálkurinn, viðtöl við Jakob Plum kaupmann í Ólafsvík. Einar Bragi skráði, Iðunn. Miði nr. 691. 12. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. og 2. bindi eftir Þorstein Vil- hjálmsson MM. Miði nr. 554.13. Birgir Engilberts, Andvökuskýrslur Iðunn. Miði nr. 685.14. Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Travis Iðunn. Miði nr. 684.15. Börn eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur MM. Miðinr. 500.16. Sængurfatasett fyrir tvo frá KRON. Miðinr. 947.17. Hljómplata frá KRON. Miði nr. 117.18. Hljómplata frá MFA, Maíkórinn. Miði nr. 303.19. Leikvöll- urinn okkar, bók fyrir börn. Miðinr. 108.20. Tvær náttuglur eða öllu heldur þrjár, MM. Miði nr. 519. 21. Skáldið á Þröm, MM. Miði nr. 896. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu ABR til 1. ágúst 1988. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 8.-12. Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlí-1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gist verður 2 nætur í Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Dalir - Sigurjóna s: 41175. Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Ólafsvík - Herbert s: 61331 Hellissandur - Skúli s: 66619 Borgames - Sigurður s: 71122 Akranes - Guðbjörg s: 12251 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. Kjördæmlsráft ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Framkvæmdaráðsfundur Fundur í framkvæmdaráði ÆFAB verður haldinn á sunnudaginn 17. júlí kl. 18.00 að Hverfisgötu 105. Nauðsynlegt að allir mæti. Kaffi á könnunni. - Nefndin. Nýlistasafnið Heina (Amund Johnskareng) umkringdur óvinunum. Kvikmyndir OFELAS Um Leiðsögumanninn, spennumynd byggða á samískri þjóðsögufrá tólftu öld Á fímmtudagskvöldið var norsk- samíska kvikmyndin Ofei- as, eða Leiðsögumaðurinn, frum- sýnd í Regnboganum. Myndin er frumraun leikstjórans Nils Gaup, sem handritahöfundar og kvik- myndaleikstjóra, og þar að auki fyrsta kvikmyndin sem eingöngu er leikin á samísku, - og tsjek- ísku, tungumáli sem er löngu horfíð af sjónarsviðinu, eins og Tsjekarnir, sem herjuðu á Sama fyrir mörgum öldum. Þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður gerði myndin stormandi lukku í Nor- egi, hefur verið seld til flestra landa í hinum vestræna heimi, og var einnig ein af fímm erlendum kvikmyndum sem voru tilnefndar til Óskarsverðlauna á síðasta ári. Aðalhlutverkið er í höndum ungs sama, Mikkel Gaup, og er það fyrsta hlutverk hans á hvíta tjaldinu. Framleiðandi myndar- innar er John M. Jacobsen, myndatöku annaðist Erling Thurmann-Andersen, og tónlist- in er eftir Nils-Aslak Valkeapaa, Marius Muller og Kjetil Bjerke- strand. Hann afi minn sagði mér Leikstjórinn Nils Gaup er fæddur 1955 í samabyggðinni Kautokeino, fyrir norðan heimskautsbaug í Noregi. Hann lærði leiklist á árunum 1974-78, og starfaði eftir það sem leikari í norskum leikhúsum, auk þess sem hann var einn af stofnendum fyrsta samaleikhússins í Noregi. Enn fremur hefur Gaup leikið í kvikmyndum, gert barnaþætti fyrir sjónvarp, skrifað leikrit og leikstýrt bamaleikriti. Hann byrjaði að skrifa handrit- ið að Leiðsögumanninum árið 1985, eftir að hafa lesið sér til í samískum þjóðsögum. - Þegar ég las söguna um Leiðsögumanninn og kyndilinn, - segir hann, - rifj- aðist upp fyrir mér að afi minn hafði sagt mér þessa sögu þegar ég var lítill. Sagan hefur borist mann fram af manni, afi minn heyrði hana hjá afa sínum sem aftur lærði hana af sagnaþul. - Mér finnst mikilvægt að segja hana nútímamönnum með þeirri frásagnartækni sem tíðkast í dag, til þess að hún berist áfram og haldi áfram að lifa. Ég held að sagan sé ennþá til vegna þess að hún fjallar um lífið sjálft, um bar- áttuna á milli góðs og ills og hún minnir okkur á eitthvað sem við megum ekki gleyma. Ævaforn skartgripur Sagan um leiðsögumanninn og kyndilinn er frá 12. öld, og er ein af fáum samískra sagna sem ekki hefur lent í glatkistunni. Hún er reyndar til í 14 skrifuðum útgáf- um, skráðum eftir sagnaþulum, sem allir voru horfnir af sjónar- sviðinu í lok 19. aldar. Það var erfitt að fyrir Nils Gaup að finna framleiðanda að myndinni, hugmynd hans að gera samíska mynd, leikna á samísku með gjörsamlega óþekktum leikurum var ekki til þess fallin að vekja hrifningu framleiðenda. Það var ekki fyrr en John M. Jac- obsen fékk áhuga á kvikmynd- inni að Gaup gat hafist handa. Jacobsen er að vonum ánægð- ur með þær viðtökur sem myndin hefur fengið, því þó að ísland sé fyrsta landið utan Noregs þar sem hún hefur verið sýnd opinberlega hefur hún víða verið sýnd á lok- uðum sýningum og alltaf fengið góða dóma áhorfenda. - Ég held að þetta sé vegna þess að þessi saga er eins og ævaforn skartgrip- ur sem allir geta dáðst að, hver sem saga þeirra eða menning er. Þjóðsagan hefur borist mann fram af manni og slípast til í með- förum sagnaþulanna, hún er orð- in einföld og beinskeytt, og laus við alla langloku. Það virðist vera alveg sama hvað ólíkir áhorfend- ur eru Sömum eða Norð- mönnum, þeir skilja allir þessa sögu. Aigin leiðsögumaður Leiðsögumaðurinn segir frá Aigin, samapilti sem kemst naumlega undan hóp tjudiskra innrásarmanna sem ráðast á heimili hans og myrða foreldra hans og systur. Aigin leitar hælis í næstu samabyggð þar sem mikil hræðsla grípur um sig, Tsjuden- arnir eru á hælum hans og ef þeir rekja slóð hans til byggðarinnar er voðinn vís, Samarnir eru ekki herskáir og verða að treysta á náttúruna og veðurfarið til að komast undan Tsjudenunum. Meiri hluti Samanna leggur á flótta, en eftir verður Aigin og fjórir aðrir Samar sem hyggjast berjast við innrásarmennina. Leikar fara þannig að allir falla nema Aigin, sem Tsjudenarnir neyða til að gerast leiðsögumað- ur þeirra niður til strandarinnar þar sem aðrir íbúar samabyggð- arinnar hafa leitað hælis. Filmurnar í frystikistu Stærsti hluti myndarinnar var tekinn upp nyrst í Noregi, í ná- grenni fæðingarbæjar Nils Gaup, Kautokeinu. Lokasenur myndar- innar voru teknar upp við strönd Norðuríshafsins, auk þess sem ein sena, bjarndýrsveiðar Sa- manna var kvikmynduð í Skot- landi. Þegar tökur hófust í janúar 1987, var einungis dagsljós f tvo tíma á dag, og meira en 40 gráðu frost. Ógerningur var að fara með kvikmyndatökuvélarnar í hús á milli þess sem tökur voru, þá hefði raki eyðilagt þær, en filmur og myndavélar voru geymdar í frystikistu við fimm gráðu frost til að verja þær skemmdum. Nákvæm vinnubrögð voru nauðsynleg vegna kuldans, og því gerði Nils Gaup nákvæmt yfirlit yfir allar tökur og dreifði meðal leikaranna deginum áður, svo enginn þyrfti að vera úti í kuldan- um lengur en nauðsynlegt var. Um breytingar á staðnum gat alls ekki verið að ræða. Tsjudenska Samarnir í myndinni eru leiknir af meðlimum leikfélags Kautokeino, og af áhuga- mönnum frá héraðinu auk einnar sænskrar leikkonu. Tsjudenana leika norskir atvinnuleikarar, með einni undantekningu, Nils Gaup leitaði til íslands til að finna manninn til að leika eitt helsta varmennið í hópi innrásar- manna, en þann leikur Helgi Skúlason. Tsjudenar, þjóðflokkurinn sem fór með ránum og morðum um lönd Sama á tólftu öld, eru að vísu löngu horfnir af sjónarsvið- inu, en heimildir eru til fyrir að þeir hafi komið frá landsvæði því sem nú skiptist á milli Norður- Rússlands og Finnlands. Tungu- málasérfræðingar voru fengnir til að gera handa þeim líklegt tung- umál, sem þeirbyggðu á hljóðum og málfræði Finnsku og Rússnesku, og gerðu þeir meira að segja vísi að norsk- tsjudenskri orðabók til að auðvelda leikurun- um að skilja tungumálið sem þeir leika á. Hinsvegar var sá kostur tekinn að þýða ekki orð Tsjuden- anna fyrir áhorfendur, sem þann- ig lenda í sömu sporum og Sam- arnir, sem ekki skilja orð af því sem innrásarmönnum fer á milíi. LG Um mikilvægi tjáskiptanna Peter Mönning: Sambandfólks við listina geturgefið hugmynd um það líf í gær opnaði þýski myndhöggvarinn Peter Mönning sýningu á skúlptúrum í Nýlistas- afninu við Vatnsstíg. Mönning er búsettur i Köln og New York. Hann er fæddur 1955, og stund- aði nám við Listaakademíuna í Dusseldorf og Royal College í London. - Verk mín snúast öll um þyngdaraflsleysið, - segir hann. - Tæknin hefur gert það að verkum að maðurinn hefur sigr- ast á þyngdaraflinu, hlutir sem alls ekki ættu að geta hafið sig frá jörðinni geta orðið óháðir því langtímum saman. Um leið hafa öll tjáskipti og allir flutningar breyst. í stað þess að vera bein lína frá einum stað til annars, eða frá einni manneskju til annarrar, er ferlið orðið eins og net af línum sem ganga þvers og kruss á hvor aðra og mætast á mismunandi hátt. Það má líkja þessu við tölvuskerm þar sem þú getur teiknað flókna mynd með því að ýta á nokkra takka. - ÖIl þessi tækni nútímans hef- ur líka haft í för með sér aukin samskipti og aukna upplýsingu, og um leið firringu nútímamanns- ins, hann einangrast í öllu þessu tjáskiptaflóði sem dynur á hon- um, allt verður vélrænna og óper- sónulegra. Að ná sambandi við umhverfið - Þetta er nokkuð sem ég velti mikið fyrir mér, mér finnst mikil- vægt að vinna að tjáskiptum, ná sambandi við fólk, við umhverfi mitt, og verk mín eru mín aðferð til þessa. Mér finnst mjög mikil- vægt að reyna að ná sambandi við umhverfíð, ég hef áhuga á að fá að vita hvernig fólk hugsar, hvernig samskiptum þess er hátt- að og hvemig sambandi þess við listina er háttað. Samband fólks við listina getur gefið hugmynd um það líf sem lifað er í hverju landi, til dæmis hvernig og hvers vegna það er öðruvísi hér á landi en í Þýskalandi eða Bandaríkjun- um. - Ég get tekið dæmi af íslensk- um myndlistarmanni sem lifir við þær aðstæður sem eru hér á landi. Hans byggir list sína á sinni reynslu og á því umhverfi sem hann þekkir, og með því að skoða verk hans get ég fengið hugmynd um hver hans raunveruleiki er. - Þessi tjáskipti í gegnum list- ina fínnst mér vera mjög mikil- sem lifað er í hverju landi Peter Mönning: Ég i .bta þau efni sem eru algengust, og eðlilegast er að nota í dag. væg, ég skapa mín verk með mín- um sérkennum og nota þau til að kynna sjálfan mig um leið og ég kynnist öðrum, þeirra skoðunum og þeirra umhverfi. Mér finnst mikilvægt að hver og einn þrói með sér sín sérkenni og haldi í það sem gerir hann öðruvísi en aðra, en láti ekki einhæfni og stöðlun nútímans gera sig að spegilmynd náungans. Þá á ég skoðana geta hist og kynnt hvor öðrum hugmyndir sínar. Aukið umburðarlyndi - Með því að öll ferðalög og samskipti verða auðveldari geta samskipti fólks aukist, og sam- tímis því ætti að vera kominn MENNING Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir ekki við að fólk eigi að þróa með sér afdalasiði og þröngsýni, held- ur að hlutimir verða svo miklu fjölbreyttari og skemmtilegri ef fulltrúar mismunandi siða og grundvöllur fyrir auknum skiln- ingi á menningu annarra. Ef ég hefði aldrei komið til Tyrklands gæti ég ef til vill haldið því fram að tyrkir væru sóðalegur og menningarsnauður þjóðflokkur sem ekki kynni lágmarks manna- siði. Eftir að hafa verið þar get ég ekki lengur talað illa um þennan sjarmerandi og kurteisa þjóð- flokk. Þegar maður hefur notið gestrisni þjóðar og kynnst menn- ingu hennar, er ekki lengur hægt að tala illa um hana. - Sem stendur er vaxandi til- hneiging til þess í Evrópu að loka landamærunum fyrir útlending- um. Banna öðrum en þeim sem eru fæddir í landinu til að lifa þar og starfa, en ég held því fram að við ættum að snúa þessari þróun við. Fá fleiri Tyrki, Afríkana og Asíubúa til Evrópu til þess að við lokumst ekki inni í einhverri heimskulegri þjóðernisrembu og útlendingahatri. Með því að fólk með mismunandi menningu lifi hlið við hlið ætti að vera kominn grundvöllur fyrir auknu umburð- arlyndi. Meiri skilningi á skoðun- um annarra og þar með meiri vídd og fjölbreytileika í hvers- dagsleikanum. - Þannig álít ég að við ættum að nota aukna möguleika á sam- skiptum til að víkka sjóndeildar- hring okkar. Nota tækifærið til að taka upp nýja siði, læra að meta til dæmis matargerð annarra þjóða, án þess þó að sleppa okkar eigin sérkennum og því sem er gott í okkar eigin menningu. Klassískur skúlptúr - Síminn sem ég sýni hérna er dæmi um þessa hugsun mína, síminn er alþjóðlegt tæki og til í öllum löndum. Hann er tákn samskiptanna, og hér hef ég reynt að gera hann persónulegan, hann er öðruvísi en allir aðrir símar, mitt verk sem er hvergi annars staðar til í þessari mynd. - Ég vinn meðal annars í ál og járn og er þannig klassískur skúlptúristi, út frá forsendum nútímans. Áður fyrr voru myndhöggvarar bundnir við það að meitla myndir sínar í marm- ara, sem var líka algengt byg- gingarefni. Ég nota þau efni sem eru algengust, og eðlilegast er að nota í dag. Sýning Peters Mönnings stend- ur til 31. júlí, og er opin virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. Auk þess eru nokkur af verkum hans til sýnis á Ganginum, Rekagranda 8. LG Skálholt Sumartónleikar Manuela Wiesler ogEinar G. Sveinbjörnsson flytja verkfyrirflautu ogfiðlu Nú um helgina er þriðja tón- leikahelgi sumarsins í Skálholti, og er tónlist fyrir flautu og fíðlu á efnisskránni að þessu sinni. Flyt- jendur eru þau Manuela Wiesler flautuleikari og Einar G. Sveinbjörnsson. Þau Manuela og Einar komu til landsins gagngert til að halda tón- leikana, en þau eru nú búsett í Svíþjóð, þar sem Einar er leiðbeinandi við Alheimshljóm- sveit unglinga. Þetta er í fjórt- ánda sinn sem Manuela tekur þátt í Sumartónleikum í Skál- holti, og í þriðja sinn sem þau Einar leika þar saman. Á tónleikunum kl. 15:00 í dag, leikur Manuela norræna tónlist fyrir einleiksflautu, eftir Slett- holm, Back og Holmboe. I dag kl. 17:00 flytur Einar tvö verk fyrir einleiksfiðlu, Partítu í h- moll eftir Bach og Ballade op. 27 eftir Ysaye, og síðan flytja þau Manuela og Einar verk eftir Birtwistle. Seinni tónleikamir verða endurteknir á morgun kl. 15:00, og enn fremur verða þættir úr tónleikadagskrá helgarinnar fluttir við messu í Skálholtskirkju kl. 17:00 á morgun. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Kaffi- veitingar em í Lýðháskólanum, áætlunarferðir til Skálholts eru frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík á morgun kl. 13:00, og frá Skálholti kl. 17:45 sama dag. LG sýna málverk Myndlist Auóur og Sigríöur Júlía Nú um helgina lýkur málverka- sýningu Auðar Aðalsteinsdóttur og Sigríðar Júlíu Bjarnadóttur í tilvonandi verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Frakkastíg 8. Auður og Sigríður Júlía út- skrifuðust úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskólans í vor, og er þetta fyrsta sýning þeirra beggja. Til að komast inn á sýninguna er gengið inn um glugga á miðju húsinu að Frakka- stíg 8, beint á móti fiskbúðinni. Sýningin er opin kl. 14:00- 22:00 í dag og á morgun. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardag 16. júlí 1988 Laugardag 16. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.