Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Ellilífeyrisþegar Mistök við endurmat Tekjur á skattleysisárinu setja strik íreikninginn. Dœmi um að hjón lækki um 20 þúsund krónur á mánuði. Tœplega 200færri lífeyrisþegar fengu tekjutrygginguna í júlí heldur en í júní. Peim fjölgar venjulega á milli mánaða Mikillar reiði gætir meðal fjöl- margra elliiífeyrisþega eftir að endurmat fór fram á tekju- tryggingu þeirra í byrjun júlím- ánaðar. Dæmi eru um að einstak- lingar missi alla tekjutrygginguna að 10-12 þúsund krónur á mán- uði. Hjón sem dvalið hafa síðustu ár í Seljahlíð og hafa ekki haft neinar aukatekjur lækkuðu um 21 þúsund krónur á miili mán- aða. Afgreiðslufólk hjá Trygg- ingastofnun ríkisins hafði í nógu að snúast fyrstu vikurnar eftir að þessar breytingar á trygginga- greiðslum komu í Ijós. „Þeir sem hafa lækkað í tekj- utryggingu nú vegna þess að þeir öfluðu sér meiri tekna á síðasta ári, sem öllum var talin trú um að væri skattlaust ár, geta komið til okkar og skrifað undir yfirlýsingu um tekjur sínar nú og fengið þannig leiðréttingu á tekjutrygg- ingunni. Frítekjumarkið hækk- aði um 35% á milli ára og er nú 127.980 krónur fyrir einstakling á heilu ári. Þrátt fyrir þessa hækk- un missa óvenjumargir af tekju- tryggingunni nú þegar endur- matið kom í júlímánuði. Þannig að það er alls ekki hægt að útiloka að eitthvað hafi farið úrskeiðis,“ sagði Haukur Haraldsson hjá Tryggingastofnun ríkisins. Staðreyndin er sú að þeim elli- lífeyrisþegum sem hafa notið tekjutryggingar fækkaði um tæp- lega 200 á milli mánaða, júní og júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins þá fjöl- gar þeim sem njóta tekjutrygg- ingar að öllu jöfnu á milli mánaða þó bakslag geti verið í því upp á 20-30 manns. Ríkissjóður borg- aði því rúmlega 8 milljónum króna minna til gamla fólksins í júlí en í mánuðinum þar á undan. Haukur sagði að hugsanlega gæti þetta bent til þess að frí- tekjumarkið hefði ekki verið hækkað nógu mikið. Þetta hefði að líkindum jafnast út ef hún hefði verið 2-3% stigum hærri. Ljóst er af þessum tölum að nokkur hópur ellilífeyrisþega hefur ætlað að notfæra sér skatt- lausa árið 1987 og aukið tekjur sínar. Þær sýna það líka að trú fólks á skattlausa árið hefur kom- ið því illilega í koll. Að sögn Hauks Haraldssonar þá á þessum aukatekjum að vera haldið til hliðar þannig í kerfinu að þær hefðu ekki þessi áhrif. Þeir hjá Tryggingastofnun fengju hins vegar yfirlitið frá Skattinum það seint að ekki hefði verið hægt að fara nákvæmlega ofan í það áður en tryggingagreiðslur voru borg- aðar út í byrjun júlí. Þessi mikla sveifla í tölu þeirra sem njóta tekjutryggingarinnar nú væri gunsamleg og ekki hægt að úti- loka að einhver mistök hefðu átt sér stað. -gís. Framsókn Miig- liðið piirað Steingrímur: Reynum eina samningalotu enn Þingflokkur Framsóknar- manna fundaði stíft í gærdag um stöðu ríkisstjórnarinnar og fram- hald á stjórnarsamstarfinu. Mik- ill pirringur kom fram á fundin- um út í stöðu ríkisfjármála, efna- hagsmálin og vaxtamálin. Steingrímur Hermannsson sagði að loknum fundinum að þingflokkurinn væri tilbúinn að láta reyna á það á næstu vikum hvort samkomulag tækist milli stjórnarflokkanna um frekari ráðstafanir í efnahagsmálum. Akranes Laugar- háb'ð Mikið var um dýrðir á Skagan- um sl. laugardag, er Akurnesing- ar tóku nýja sundlaug í notkun á Jaðarsbökkum. Ungir sem aldnir Akurnesingar tóku þátt í laugar- vígslunni, enda er áhugi Skaga- manna fyrir sundmenntinni mik- ill að sögn Guðbjarts Hannes- sonar, forseta bæjarstjórnar. Að sögn Guðbjarts er mikill akkur fyrir sundáhugafólk á Akranesi að fá nýju sundlaugina í gagnið, sem er útisundlaug og 25 metrar að lengd, í stað þeirrar gömlu, Bjarnarlaugar, sem er ekki nema 12,5 metrar á lengdina og mjög þröng. Við vígslu laugarinnar afhentu bæjaryfirvöld Ragnheiði Run- ólfsdóttur sunddrottningu 50.000 króna styrk til olimpíuleikjafar- ar, sem viðurkenningu fyrir fræk- inn árangur í sundi. -rk Frá vígslu Jaðarsbakkalaugar á Akranesi. Sundfólkfrá Sundfélagi Akraness stingur sér til sunds í hinni nýju og glæsilegu laug. Mynd Á.S.Á. Bensínnotkun Fleiri nota x dyra bensínið Markaðshlutdeild blýlausa bensínsins œtti að vera um 60% en stefnir nú Í40%. Jónas Bjarnason framkv.stj. FÍB.: Fólk vantar betri upplýsingar. Helmingur bílaumboða hefur brugðist Púkinn á feið I grein Svavars Gestssonar: „Heimsmynd Morgunblaðsins mun hrynja“ í sunnudagsblaði, náði prentvillupúkinn sér heldur betur á flug. í kaflanum „Sundrun Norður- landa og síðar samvinna þeirra" átti að standa eftirfarandi: „Á þessum fundi er fjallað um Norð- urlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Þannig hefur þróunin orð- ið frá sundrung til sameiningar.“ Aftarlega í greininni féllu nið- ur nokkrar línur. Textinn á að hljóða svo: „Utanríkisráðherra Banadarikjanna hefur lýst því yfir að tvær stærstu herstöðvar Bandaríkjamanna erlendis, sem eru á Filipseyjum, verði frekar lagðar niður en að Bandaríkja- stjórn samþykki að hækka greiðslur fyrir herstöðvarnar. Það bendir því allt til þess að bandarískir skattgreiðendur gangi í lið með okkur herstöðva- andstæðingum á íslandi." Biður blaðið lesendur og höfund velvirðingar. Að blýlausa bensínið hækki um 2,30 kr og súperbensínið að- eins um 30 aura verður til þess að hlutföll þessara bensíntegunda raskast enn frekar en þegar var komið fram. Um heimingur um- boðanna er ábyrgur fyrir því að notkun blýlausa bensínsins hefur ekki náð því marki sem eðiilegt getur talist miðað við bflaeign landsmanna, sagði Jónas Bjarna- son hjá Félagi íslenskra bifreiða- eigenda. „Það er alveg ljóst að þessi hækkun er í hærri kantinum mið- að við þær upplýsingar sem við höfum um kostnaðarhækkanir innanlands, gengisfellingu og hækkun á Bandaríkjadal,“ sagði Jónas enn fremur. Sú staðreynd að markaðshlut- deild súperbensíns er nú um 55% og blýlauss bensíns um 45% hef- ur vakið mikla athygli. Áður en blýlausa bensínið kom var hlut- deild venjulegs bensíns (92 okt- an) um 80% á móti 20% súper- bensíns (98 oktan) „Þetta er ein- kennileg þróun og í alla staði óeðlileg. Það stefnir í að súper- bensínið fari í 60% markaðshlut- deild og það blýlausa í 40%. Eðli- legt væri miðað við okkar upplýs- ingar um bflaeign landsmanna að þetta vaeri akkúrat öfugt. Það eru því ansi margir sem keyra um á alltof dýru bensíni og það er auðvitað dýrara fyrir þjóðarbúið og eykur blýmengun í þéttbýlinu. Ástæðan fyrir því að þessi mál hafa þróast svona er skortur á upplýsingum frá bflaumboðum til bflaeigenda. Um helmingur um- boða sinnir þessum málum ekk- ert. Málið er afgreitt með því að segja: Þú ert öruggur á súper- bensíni! Þetta nær náttúrlega ekki nokkurri átt. í raun hafa bifreiðaumboðin engar skyldur í þessum efnum en um helmingur þeirra bregst þó siðferðislega rétt við,“ sagði Jónas Bjarnason. í þessu sambandi er rétt að benda á að stjórnvöldum var f lófa lagið að hafa áhrif á þessa þróun með verðstýringu. Nú kostar lítrinn af blýlausu bensíni 36,60 krónur, þegar súperbensín- ið kostar 38,30 krónur lítrinn. Munurinn var meiri fyrir bensín- hækkunina núna og virtist þó alls ekki nægja til þess að þeir sem gátu notað blýlausa bensínið gerðu það. Þeir munu áfram trúa því að þeir séu öruggari á súper- bensíninu. -gís. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.