Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Landsvirkjun Fljótsdalsvirkjun ekki í myndinni Fjarlœgðin ofmikilfrá Straumsvík. Hentar stóriðju á Austur- og Norðurlandi Miðað við þær hugmyndir að nýtt álver rísi í Straumsvík með afkastagetu upp á 90-110 þúsund tonn á ári, er Fljótsdal- svirkjun ekki fýsilegur kostur að mati Landsvirkjunar. Jóhann Maríusson aðstoðarforstóri Landsvirkjunar segir Fljótsdai- svirkjun aftur henta stóriðju á Norður- eða Austurlandi yrði hún reist. Jóhann sagöi í samtali viö Þjóðviljann að virkjunaráætlanir Landsvirkjunar miðuðust við þann markað sem fyrir væri. Nú væri verið að ræða álver í Straumsvík sem framleiddi 90- 110 þúsund tonn af áli á ári en slík verksmiðja þyrfti um 1300 gíga- vatnsstundir af raforku. Til þess að anna þeirri orkuþörf væri nóg að fullnýta Blöndu og ljúka fram- kvæmdum við Búrfell og Þórisvatn. Jóhann telur fjarlægðina frá Fljótsdalnum í Straumsvík helsta ókostinn við að virkja þar. Hins vegar hentaði Fljótsdalsvirkjun vel ef ætti að reisa stóriðju á ann- að hvort Norðurlandi eða Austurlandi en slíkt væri einfald- lega ekki á döfinni. Jóhann sagði það byggt á mis- skilningi að það væri verið að eyða bestu virkjunarkostunum í stóriðju. „Við eigum heilmarga kosti fyrir almenningsmarkað og höfum ekki tapað þeim. Við reynum að alltaf að vikja á sem hagkvæmastan hátt miðað við þann markað sem er fyrir hendi,“ sagði Jóhann. Það væri alltaf haft að leiðarljósi að framkvæmdir sem þessar leiddu ekki til hærra verðs til almennings. -hmp Nýtt álver Straumsvík eðlilegur kostur EgillJónsson: Ekki sjálfgefið að allar virkjanir séu suð- vestanlands. Legg áherslu á jöfnun orkuverðs Egill Jónsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Austurlandi sagði staðsetningu nýs álvers ekki hafa verið rædda í hans þing- (lokki. Hann sagðist líta þannig á að ef Alusuisse yrði aðili að nýju álveri væri eðlilegt að tengja nýtt álver því sem fyrir væri. Hins veg- ar þyrfti að skoða virkjunarkosti betur. Egill sagði Þjóðviljanum að hann hefði ekki tekið þátt í neinni umræðu um nýtt álver. Hann gæti því ekki lagt mat á afstöðu þeirra sem væru að kanna forsendur nýs álvers. „Það er svo annað mál að ég held að það þurfi að fara mjög gaumgæfilega ofan í virkjunarm- álin og athuga þar alla kosti,“ sagði Egill. Egill telur að skoða þurfi kosti Fljótsdalsvirkjunar sérstaklega. Egill benti á að menn hefðu haft beyg af því að hafa allar vir- kjanir á eldvirkum svæðum. Það gæti ekki verið heppilegt aö hafa allar virkjanir á Suð-vestur- horninu. „Samhliða þessari fram- kvæmd, ef að af henni verður, verða menn að taka aðrar á- kvarðanir svo landið sporðreisist ekki endanlega," sagði Egill. Hann sagðist vilja leggja sérstaka áherslu á það tækifæri sem gæfist til að jafna orkukostnað í landinu. Þetta gæti létt á heimil- unum og jafnað rekstrargrund- völl orkukaupa í atvinnulífinu. Egill sagði að umræða í stór- máli sem þessu hlyti að koma inn í þingflokkana og inn á Alþingi. Enda gætu ákvarðanir um stórar og auknar lántökur hjá Lands- virkjun ekki farið fram án þess að ríkið væri í ábyrgðinni. Það yrði að vera trygging fyrir því að neytendur hefðu ekki yfir sér hækkunarhótun af þessum sökum. -hmp Siglufjörður Forsetinn í heimsókn Haldið upp á sjötugsafmælið íágúst. Ibúar hafa gert stórátak ífegrun og snyrtingu bœjarins ísumar. Afmælisvikan verður 13. -20. ágúst með fjölbreyttri dagskrá Hátíðarhöldin á Siglufirði hefj- ast með því að tekið verður á móti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur á flugvellinum þann 13. ágúst. Listviðburðir hvers konar setja svip sinn á há- tíðardagskrána og félagsamtök í bænum taka virkan þátt í því að gera þessa viku sem eftirminni- legasta fyrir bæjarbúa og gesti þeirra. „Við erum nú að leggja malbik á um 22% af götum bæjarins og þá verður um 60% af gatnakerfi hans komið undir malbik. Hlíð- arvegur, Hólavegur, Þormóðs- gata og Hafnargata fá upplyft- ingu núna og Gránugatan verður breikkuð og lagt á hana aftur. Mikið átak hefur verið gert hér í bænum í grænum svæðum sem felst í því að gróðursetja tré, leggja þökur og sá í opin svæði,“ sagði ísak J. Ólafsson bæjarstjóri á Siglufirði. Siglufjörður átti sjötíu ára kaupstaðarafmæli og 170 ára verslunarafmæli þann 20.maí síð- astliðinn. Af þessu tilefni verður haldin sérstök afmælisvika dag- ana 13.-20. ágúst n.k. og ætla bæjarbúar að standa að fjöl- breyttri dagskrá fyrir sig og gesti sína þessa daga. Að sögn fsaks bæjarstjóra hafa einstaklingar og fyrirtæki tekið virkan þátt í fegrun bæjarins að undanförnu. „Atvinnuástandið er gott í bænum þó vinnan sé ekki eins mikil í fiskvinnslunni og áður. íbúar á Siglufirði voru 1895 samkvæmt manntali 1. desember síðastliðinn. Miðað við síðustu ár hefur þeim fækkað um 20-25 manns. Það sem háir okkur hér helst er að yfir 70% af húsnæði bæjarins er byggt fyrir 1950. Hér vantar nýbyggingar.“ Undirbúningur að afmælishá- tíðinni hefur nú staðið í ár og hef- ur hann verið í höndum sérstakr- ar nefndar á vegum bæjarins. Markmið hennar var að koma á sérstakri afmælisviku með fjöl- breyttri dagskrá og að fegra og snyrta bæinn í tengslum við af- mælið. Næsta sjaldgæf sjón. „Vertíðarþorskurinn" sést ekki, smáþorskur er uppistaðan í aflanum. Bátaflotinn Vertíðarþorsk- urinn að hverfa Helmingssamdráttur áþorskafla vertíðarbáta á örfáum árum. Samifiskafjöldi en mun minniafli. Ólafur Karvel Pálsson: Vertíðar- fiskurin orðinn sjaldséður Asíðustu sjö árum hefur þorsk- afli vertíðarbáta á svæðinu frá Patreksfirði til Hafnar í Hornafirði dregist saman um nær helming þrátt fyrir að heildarþor- skafli landsmanna sé mjög svip- aður öll þessi ár. Þrátt fyrir þenn- an samdrátt í afla er fjöldi þorsk- fiska sem vertíðarbátar komu með á land nær sá sami á þessum árum, fiskurinn fer hins vegar sí- minnkandi og „vertíðarfiskur“ eins og hann þekktist áður fyrr en orðinn sjaldséður. Samkvæmt tölum frá Fiskifé- laginu veiddust um 130 þús. tonn af þorski á vetrarvertíðinni 1982. Á nýliðinni vertíð veiddu vertíð- arbátar aðeins rúmlega helming þessa afla eða um 70 þús. tonn. A vertíðinni í fyrra fengu bátarnir tæp 88 þús. tonn og 90 þús. tonn árið 1983. Samdrátturinn í þorskafla ver- tíðarbátanna er hlutfallslega mestur í Grindavík á þessum tíma. Þar komu á land á vertíð- inni 1982 tæp 20 þús. tonn af þorski en á nýliðinni vertíð var aflinn aðeins tæp 8500 tonn sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fisk- ifélagins. Athygli vekur að á þessum tíma hafa útgerðarhættir lítið breyst í Grindavík, þar sem togaraútgerð er engin. - Skýringin á þessum sam- drætti hjá vertíðarbátunum er sú að hrygningarstofninn hefur minnkað og uppistaðan í aflanum er uppvaxandi fiskur, mest áber- andi árgangarnir frá 1983 og 1984 sem halda uppi aflanum í dag, segir Ólafur Karvel Pálsson fiski- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun. Ólafur segir að kvótakerfið sem tekið var upp 1984 hafi engu breytt í þessari þróun. - Hefð- bundinn vertíðarfiskur hefur dregist saman og það er einnig athyglisvert að hlutur bátaflotans í heildarþorskaflanum á vertíð- inni hefur minnkað töluvert á síð- ustu árum á kostnað togaraflot- ans og er kominn niður fyrir helming en var áður um 60% af þorskaflanum. -Ig- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 20. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.