Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIPF™ Ætlar þú aö sjá norsku myndina Leiðsögu- manninn? Guðný Hannesdóttir, húsmóðir: Ég hef nú ekki tekið ákvörðun um það ennþá en ég hef áhuga á því, sérstaklega til að sjá hvernig Helga Skúlasyni tekst til. Jóhanna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Já það getur vel verið, ég held að þetta sé skemmtileg landslags- mynd. Sveinn Jóhannsson, opinber starfsmaður: Já alveg örugglega. Efnið er spennandi og svo verður líka gaman aö sjá hvernig Helgi fer með hlutverk sitt. Björn Karlsson, sviðsstjóri: Ég er búinn að sjá hana og líkaði vel. Þetta er falíeg og vel tekin mynd og Helgi stendur sig mjög vel. Ég mæli eindregið með henni. / P ' GAL^ % Skemmtun “ ÁN ÁFENGIS gg Z- % % o þlÓÐVIUINN Miðvikudagur 20. júlí 1988 163. tðlublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Hjálmar Helgason: Héðinsvöllur er ákaflega óhrjálegt útivistarsvæði eins og hann lítur út í dag enda nota íbúar nágrennisins hann ekkert nema undir bíla sína yfir nóttina. Mynd Ari. Leikvellir Frakkland Mynd frá því um 1950 þar sem sjá má að völlurinn má muna fífil sTnn fegri. Líklega myndi Héðni bregða í hann kenndur og var áður fyrr brún ef hann gæti litið um öxl og fullur af lífi og litskrúðugum séð hversu dapurlegt er um að leiktækjum. litast á leikvellinum sem er við iþ Héðinsvöllur í niðumíðslu Engar framkvœmdir síðan ífyrrasumar en áœtlað að eitthvað verði gert nú ísumar. Hjálmar Helgason: Loforð um úrbœtur alltaf svikin „Nei, sko, gang- andi gjakleyrir!“ - Mér finnst það til skammar hve lengi það hefur dregist að lag- færa þennan leikvöll og Héðni er lítill sómi sýndur að standa í svona umhverfi árum saman, sagði Hjálmar Helgason einn íbúi við Hofsvallagötuna. Á horninu á Hringbraut og Hofsvallagötu er leikvöllur sem gerður var fyrir um 50 árum eða um sama leyti og fyrstu verka- mannabústaðirnir voru reistir á sömu slóðum. Um 1950 lét Bygg- ingarfélag alþýðu reisa styttu af Héðni Valdimarssyni fyrir fram- an völlinn og hefur hann síðan verið kallaður Héðinsvöllur. í fyrrasumar var hafist handa á vegum borgarinnar við að lag- færa leikvöllinn og var steyptur nýr veggur umhverfis hann, en síðan ekki söguna meir. Hjálmar sagðist hafa spurst fyrir um hve- nær framkvæmdum yrði haldið áfram og voru svörin þau að þær ættu að hefjast strax í vor. Ekkert bólar hins vegar á þeim. Einar Bjarnason hjá Borgar- verkfræðingi sagði að íbúar í ná- grenni leikvallarins hefðu mikið hringt í sumar og kvartað yfir seinagangi þessa máls en nú er nýbúið að samþykkja útboð á framkvæmdum við leikvöllinn þannig að þær ættu að geta hafist innan tíðar. - Hér á árunum áður var þetta fallegur leikvöllur og mikið sótt- ur af börnunum úr nágrenninu en núna er hann allur í niðurníðslu og alveg ónothæfur enda sjást hér ekki lengur börn að leik, sagði Hjálmar. Frakkar verða að gjöra svo ve! og tileinka sér blíðari framkomu í garð erlendra ferðamanna. Það er ekkert sem heitir! Það er sjálfur túristaráðherra Mitterrands og Rocards, Olivier Stirn, sem snuprar landa sína með þessum hætti. Honum blöskrar hve „óvinsælt" Frakk- land er orðið meðal ferðamanna. Áður var það óskaland hvers ferðalangs en nú hafa Ítalía og Spánn skotið því ref fyrir rass. „Við megum ekki koma fram við ferðamenn einsog þeir séu haldnir limafallssýki eða hunda- æði,“ segir Stirn festulega. „Öðru nær. f hvert sinn er Fransmaður kemur auga á mann sem hann hefur grunaðan um að vera túristi þá ber honum að hugsa sem svo: „Nei, hvað er að sjá! Gangandi gjaldeyrir! Atvinnutækifæri á tveim fótum!““ Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.