Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 13
HEIMURINN ÖRFRÉTTIR Sandinistar hafa fariö meö völd í Nikaragva í níu ár. Þeir héldu þessi tímamót hátíðleg í gær. Daníel Ortega forseti kvaöst ætla aö framlengja bráöabirgöavopnahlé stjórnar sinnar og kontraliða um einn mánuð og hét á Bandaríkjastjórn aö taka upp viðræður viö sig og sína. Hann varði ákvöröun stjórn- ar sinnar frá því á mánudegi fyrir viku að reka sendiherra Reagans úr landi viö áttunda mann. Hann heföi hvatt menn til óspekta og andófs. Innanríkis- og trúarbragðaráðherra Burma sagði af sér embætti í gær og herma áreiðanlegar heimildir aö hann hafi verið látinn sæta ábyrgð vegna dauða 41 náms- manns í stúdentaóeirðum í marsmánuði. Mjög róstusamt hefur verið í Burma undanfarna mánuði. í átökum námsmanna og lögreglu í mars bar það við að 71 mótmælenda var troðið inní flutningabifreið og ekið til Insein fangelsisins en þangað er tveggja tíma akstur frá höfuð- borginni. Þegarhurð bifreiðarinn- ar var lokið upp á áfangastað reyndist 41 maður látinn af völd- um súrefnisskorts. Sendimenn í Burma segja að minnsta kosti 200 manns hafa látist í óeirðum frá því í mars. Mótmælendur krefjast stjórnarbóta og bættra lífskjara. Fylkisstjóri Texasríkis er repúblikani einsog George Bush og heitir Bill Clem- ents. Að sögn hans eru blökku- menn í fylkinu sárgramir Michael Dukakis fyrir að ganga framhjá Jesse Jackson við val á vara- manni. „Þeir munu fara í veiði- ferðir á kjördag. Þeir munu snið- ganga kjörstaði." Clements kvað liðsinni Lloyds Bentsens ekki vera vatn á myllu Dukakisar í Texas og gilti einu þótt Bentsen væri öldungadeildarþingmaður fylkisins. „Það er fáránlegt að einhver karl frá Boston skuli halda að við hér í Texas vitum ekki hver er munur á forseta og varaforseta Bandaríkjanna." Madríd Grunsamlegt iðrakvef Tveím Nígeríumönnum var gert að æja á Madrídflugvelli á leið sinni frá ættlandinu til Am- sterdams í gær. Eftir að hafa vafr- að um fríhöfnina fengu þeir sér sæti við barinn. En áður en þeim gafst ráðrúm til að panta eftirlæt- isbjórinn sinn var sem illir andar tækju sér bólfestu innra með þeim. Grettu þeir sig og geifluðu, gripu um kvið sér og skelltu sér marflötum. Glöggur lögregluþjónn kom auga á mennina þar sem þeir veltu sér um gólf vínstúkunnar með nokkrum hljóðum, undar- legum. Þótti honum sem ekki væri allt með felldu um háttarlag þeirra. Hann tók þá höndum og kom þeim tafarlaust undir lækn- ishendur. Úr iðrum Callistusar Nwanne- bioe Chukwus, sem ekki er nema 23 ára gamall, veiddu læknar og hjúkrunarfólk 41 poka heróíns. Ekki var aflinn minni þegar Kristófer Abara Ezeiyaku, hefur tvo um fertugt, var þurrausinn. 48 pokar heróíns. Alls mun hið upptæka smyglgóss hafa vegið um það bil eitt kílógramm. Reuter/-ks. Sovétríkin „Þið ógnið perestrojku!“ Gorbatsjov segir „Fjalla-Karabakh u ógna nýsköpunarstarfinu. Embættis- menn höfða til „heilbrigðrar skynsemi“ fólks Míkhael Gorbatsjov krefst þess að ráðamenn I lýðveldunum Armeníu og Azerbaidsjan setji þegar niður deilur sínar. Hann varar við því að ágreiningurinn um Fjalla-Karabakh geti gert að engu allar tilraunir til nýsköpun- ar í Sovétríkjunum; eyðilagt sjálfa perestrojkuna. Tass fréttastofan birti í gær ræðu sem aðalritarinn flutti á fundi æðsta ráðsins í fyrradag. Hann kvað forystumenn í Bakú og Jerevan vaða í villu og svíma ef þeir teldu sig geta borið sigur úr býtum í máli þessu. „Við verðum að grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að stemma stigu við óheillaþróun mála vegna Fjalla-Karabakhs. Ef við komum okkur ekki nú þegar saman um aðgerðir, sem við verðum að gera, hefur það hrika- legar afleiðingar í för með sér og mun hafa áhrif á allt sem varðar perestrojkuna." Ýmsir Moskvubroddar boð- uðu fréttamenn á sinn fund í gær og gerðu grein fyrir ályktun for- sætisnefndar æðsta ráðsins um Fjalla-Karabakh. Þolinmæði Kremlverja væri á þrotum. Þeir muni ekki líða frek- ari óspektir í Armeníu og Azer- baidsjan vegna Fjalla- Karabakhs. Hinsvegar vildu þeir halda friðinn í lengstu lög og stól- uðu því á „heilbrigða skynsemi" verkfallsmanna og annars mis- indisfólks. Embættismennirnir þóttust fullvissir um að ályktun forsætisnefndar æðsta ráðsins frá því í fyrradag myndi „koma vit- inu fyrir menn og setja niður deilur þeirra.“ í stystu máli sagt þá hafnaði forsætisnefndin öllum kröfum íbúa þessa nafntogaða fjallahér- aðs. Þeir eru sem kunnugt er „Slíðrið sverðin strax!“ Armenar sem lúta vilja ermskri stjórn. Héraðið er hinsvegar sem landeyja í Azerbaidsjan og lýtur stjórn Azera í Bakú. „Við skorum á fólk að halda til vinnu. Við höfðum til heilbrigðr- ar skynsemi þess,“ sagði Alex- ander Vlasov, innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, en bætti því við að allir sem hvatt hefðu til vinnustöðvana „yrðu að axla ábyrgð glæpa sinna." Er glæpsamlegt að hvetja til verkfalla í Sovétríkjunum? Eftir hik og japl og jaml og fuður viðurkenndi ríkissaksóknarinn, Alexander Sukharev, að svo væri ekki. Hann ýjaði hinsvegar að því að „vandamálið“ yrði leyst með því að banna íbúum óróasvæða að stíga út fyrir dyr húsa sinna! Hinsvegar kæmi „ábyggilega ekki til slíks“ ef fólíc sýndi „heilbrigða skynsemi". Varaforsetinn Pjotr Demitsjov benti mönnum á einn möguleika enn til „lausnar vandanum". Hægt væri að flytja iðjuverin í Fjalla-Karabakh eitthvað annað! Starfsmenn þeirra yrðu þá vafa- laust einnig á brott úr héraðinu. En eftir örlitla umhugsun bætti hann því við að sennilega þyrfti að betrumbæta lög til þess að þessi „lausn“ yrði fær. Því lét hann nægja að heita á fólk að „láta skynsemina ráða.“ Reuter/-ks. Iranllrak Styrjótt vopnahlé íranir og írakar háðu loftorr- ustur í gær þótt hinir fyrrnefndu hefðu í fyrradag fallist á vopna- hléð sem hinir síðarnefndu féilust á fyrir löngu. Því kvörtuðu ráða- menn í Teheran við Sameinuðu þjóðirnar undan kollegum sínum í Bagdað og sögðu þá ögra sér. Útvarp Teheran greindi frá því að írakar hefðu gert loftárásir á ófokhelt kjarnorkuver í Bushewr og þrjú önnur skotmörk í suð- Egypskir ráðamenn láta böðla sína ganga í skrokk á fjendum sín- um. Mannréttindasamtökin Amnesty International greindu fjölmiðlum í gær frá herferð fé- laga gegn mannréttindabrotum í Egyptalandi; kváðust þeir ítrek- að hafa skorað á valdhafa í Kaíró að bæta ráð sitt en allt komið fyrir ekki. I skýrslu AI um rétt, og þó einkum réttleysi, manna í Eg- yptalandi er greint frá því að höf- undar hafi aflað sér óyggjandi sannana um að fjendum Múbar- aks sé misþyrmt óvægilega í myrkrastofum „lögreglunnar". Séu traustar heimildir fyrir því að pyntingar samviskufanga hafi færst mjög í aukana á öndverðum þessum áratug. Nefna samtökin fjölda dæma um hrottaskap „lög- gæslumanna“ og eru þau elstu frá árinu 1981. Þorri fórnarlambanna á þá ósk heitasta að Egyptaland verði ís- lamskt lýðveldi. Múbarak stend- ur ákaflega mikill stuggur af fólki sem er þessa sinnis enda man hann glöggt hvað varð forvera sínum að aldurtila. En þótt Amnesty International vestur íran. Loftvarnarlið og flugmenn hefðu skotið niður þrjár íraskar orrustuþotur. íranir hefðu hefnt þessa með loftárás- um á Darbandikhan virkjunina, norðvestan Bagdað, og valdið „miklum skaða“. írakar kváðust á hinn bóginn hafa grandað tveim orrustu- þotum erkifjandans. Önnur hefði verið skotinn niður í árás frana á olíuhreinsunarstöðina í Kirkuk hafi enga samúð með morðingj- um Anwars Sadats hika samtökin ekki við að krefjast mannréttinda til handa skoðanabræðrum þeirra. f ofannefndri skýrslu kemur fram að skósveinar forset- ans berja fanga með hnúum og hnefum, ljósta þá rafhöggum og ísraelsmenn skutu ungan Pal- estínumann til bana nærri höfuð- borginni Jerúsalem í gær. Þetta var fyrsti Jerúsalemsbúinn sem fellur í valinn frá því Palestínu- menn hófu uppreisn í dcsembcr í fyrra. Faoud Rabadi var 16 ára gam- all og bjó í gamla hluta hinnar helgu borgar. Að sögn lögreglu var hann í hópi ungmenna sem grýttu strætisvagn. Fjórir her- menn og tveir „landnemar" stukku út en ekki var ljóst hver þeirra myrti drenginn. Rabadi var jarðsettur í kirkju- garði kaþólskra í hlíðum Zíon- fjalls. Um 300 ættingjar og vinir en hinni hefðu þeir komið fyrir kattarnef í Ioftorrustu yfir Pers- aflóa. Útvarp Teheran skýrði enn- fremur frá því að utanríkisráð- herra frans, Ali Akbar Velajati, hefði skrifað aðalritara Samein- uðu þjóðanna bréf. Aðalefni þess hefði verið ábending um að Irak- ar væru ekki í neinu friðarskapi; stjórn þess arma Saddams Huss- binda hendur þeirra fyrir aftan bak og hengja þá síðan upp á úlnliðahlekkjum. Þar kemur ennfremur fram að helstu pynt- ingastöðvar ráðamanna eru í Lazoghli- og Doqqibúðum ör- yggislögreglunnar í Kaíró og í Tarafangelsinu. Reuter/-ks. fylgdu honum til grafar. I odda skarst með nokkrum félaga hins látna og lögreglu. Fyrr í gærdag sló í brýnu með ísraélskum hermönnum og íbú- um þorpsins Beit Sahour á her- tekna svæðinu vestan Jórdanar. Orsök átakanna var sú að skömmu eftir birtingu í gærmorg- un „féll“ steinhella ofan úr hlöðnum varðturni og lenti á höfði ungs manns sem lést sam- stundis. Israelsmenn segjast ætla að rannsaka orsakir „þessa hörmulega slyss“ en þorpsbúar standa á því fastar en fótunum að pilturinn hafi verið myrtur. Reuter/-ks. eins í Bagdað hefði átt upptökin að ófriðnum í gær. Reuter/-ks. Afganistan Massoud heitir griðum Þekktasti foringi uppreisnar- manna í Afganistan hefur fallist á að halda að sér höndum þótt so- véskar nersveitir fari um yfirráð- asvæði hans á leið sinni heim. Þetta hefur Reutersfréttastof- an eftir einum hinna „ónefndu, vestrænu sendiráðsmanna“ sem eru henni ósjaldan innan handar. Heimildamaðurinn starfar í ís- lamabad, höfuðborg Pakistans, og kveður sig hafa óyggjandi vissu fyrir því að sjálfur Ahmad Shah Massoud, höfðingi skæru- herjanna í Pansjherdal, hafi fall- ist á að heimila Sovétmönnum að fara í friði um lönd sín svo fremi þeir verði til friðs. Massoud þykir slyngur herfor- ingi og er þekktur fyrir að fara sínu fram; gjarnan í trássi við „leiðtoga" uppreisnarmanna í Pakistan. Árið 1983 þrengdu So- vétmenn mjög að mönnum hans í Pansjherdalnum og samdi hann þá um vopnahlé sem hélst órofið í ár. Félögum sínum handan landamæranna til grárrar gremju. Massoud ríkir yfir víðlendum héruðum sem sovésku hermenn- irnir verða að leggja leið sína um hyggist þeir halda ökuíeiðis heim. Reuter/-ks. Mlðvikudagur 20. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍOA 13 Amnesty International Múbarak bæti sítt ráð! Palestína Víg við Jenísalem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.