Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.07.1988, Blaðsíða 10
Fjárstreymi snúist við A landsfundi fyrr í mánuðinum tóku Samtök um jafnrétti milli landshluta sér nafnið „Útvörður“ og var félaginu einnig kosin ný stjórn. Á fundinum á Hallormsstað var meðal annars samþykkt á- lyktun um að „halda þurfi áfram með fullum þunga þeirri baráttu fyrir stjórnkerfisbreytingum, sem forystulið samtakanna hefur haft uppi síðastliðið ár. Fundur- inn ályktar að haldið verði áfram viðræðum við þingmannahóp, auknum innan þingflokkanna og málafylgju gagnvart sveitar- stjórnum og almenningi og á sér- hverjum þeim vettvangi sem stjórn telur vænlegt og hefur að- stöðu til.“ Þá ályktaði fundurinn að „nauðsyn beri til að kosningar til Alþingis og Landshlutaþinga framtíðarinnar verði parsónu- bundnar, t.d. með þeim hætti að framboðslistar flokkanna verði óraðaðir.“ Landsfundurinn fól stjórn samtakanna „að fá könnuð áhrif opinberra stjórnvaldsaðgerða og annarra aðila og samtaka á fjár- streymi frá landsbyggð og at- vinnuvegum þjóðarinnar til höf- uðborgarsvæðisins og ráð tiltæk til að breyta þeirri þróun.“ f stjórn samtakanna voru kjör- in þau Hlöðver Hlöðversson, Björgum S. Þing. (formaður) Sjöfn Halldórsdóttir, Hátúni, Ólf. Árn., Þórarinn Lárusson, Skriðuklaustri, N. Múl. Magnús B. Jónsson, Hvanneyri, Borg, og Gunnlaugur Júlíusson, Reykja- vík. ALÞÝÐUBANDALAGIB Styrktarmannakerfi Alþýðubandalagsins Eyðublöð vegna styrktarmannakerfis Alþýðubandalagsins hafa verið send út til flokksmanna. Eru aliir hvattir til að taka þátt í styrktarmannakerfinu og koma útfylltum eyðublöðum til aðalskrifstofu. Góð þátttaka er grundvöllur öflugs starfs. Verum minnug hins fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Gjaldkeri Sumarferð ABR Ósóttir vinningar í happdrætti sumarferðar ABR 1988 1. Manuel Scoraza: Rancas þorp á heljarþröm, Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Frá Iðunni. Miöi nr. 262. 2. Dea Trier Mörch, Miðbærinn, skáldaga Iðunn. Miðar nr. 504, nr. 5.3. Samferða um söguna, Bengt Áake Haeger MM. Miöi nr. 83. 4. Faulkner, Griðastaður, Miði nr. 895. 5. Barsett, upp- takar, hnetubrjóturo.s.frv. Miðinr. 904.6. Grænmetiskvörn frá KRON. Miði nr. 295. 7. Hljómplata KRON. Miði nr. 18. 8. Hljómplata, Almannarómur MFA. Miðinr. 780.9. Nafnabókin eftir Hermann Pálsson MM. Miðinr. 850. 10. Útigrill frá Dröfn Hafnarfirði. Miði nr. 223.11. Hrakfallabálkurinn, viðtöl við Jakob Plum kaupmann í Ólafsvík. Einar Bragi skráði, Iðunn. Miði nr. 691. 12. Heimsmynd á hverfanda hveli 1. og 2. bindi eftir Þorstein Vil- hjálmsson MM. Miði nr. 554.13. Birgir Engilberts, Aridvökuskýrslur Iðunn. Miði nr. 685.14. Maðurinn sem féll til jarðar eftir Walter Travis Iðunn. Miði nr. 684.15. Börn eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur MM. Miðinr. 500.16. Sængurfatasett fyrir tvo frá KRON. Miði nr. 947.17. Hljómplata frá KRON. Miðinr. 117.18. Hljómplata frá MFA, Maíkórinn. Miði nr. 303.19. Leikvöll- urinn okkar, bók fyrir börn. Miði nr. 108.20. Tvær náttuglur eða öllu heldur þrjár, MM. Miði nr. 519. 21. Skáldið á Þröm, MM. Miði nr. 896. Vinninga er hægt að vitja á skrifstofu ABR til 1. ágúst 1988. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 8.-12. Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð um A-Skaftafellssýslu Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm- annahelgina, 30. júlí—1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn. Ferðast um nærsveitir á sunnudag. Gist verður 2 nætur í Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja manna herbergi. Frekari upplýsingar gefa: Dalir - Sigurjóna s: 41175. Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Ólafsvík - Herbert s: 61331 Hellissandur - Skúli s: 66619 Borgarnes - Sigurður s: 71122 Akranes - Guðbjörg s: 12251 Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti. Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna. Kjördæmisráð ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Framkvæmdaráðsfundur Fundur í framkvaemdarári ÆFAB verður haldinn sunnudaginn 24. júlí kl. 17.00 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Nauðsynlegt að allir mæti. Kaffi og kökur. Nefndin FRÉTTIR Gildran. Þórhallur Árnason bassi, Karl Tómasson trommur, Birgir Haraldsson söngur og gítar. Tónleikar Gildran í Duus húsi Hljómsveitin Gildran heldur tvenna tónleika í vikunni og verða þeir báðir í Duus húsi. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudagskvöld 20. júní, og hinir síðari verða annað kvöld, ■ fimmtudagskvöld 21. júní. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Uppistaða tónleikanna verð'ur kynning á væntanlegri hljóm- plötu Gildrunnar. VIÐHORF Svar við grein ritstjóra Pjóðviljans þ. 29. 6. „Klippt og skorið“ í Þjóðviljanum þann 29.6. sl. var greinin „klippt og skorið“. Fjallaði hún um forsetakosning- arnar. Greinarhöfundur fjallar um framboð Sigrúnar og úrslit kosninganna á mjög kaldhæðnis- legan hátt. Hann virðist vera full- ur ótta við hvað taki nú við hjá stuðningsmönnum Sigrúnar og hvort möguleiki sé fyrir því að sterk hreyfing geti myndast. Því hvað myndi það þýða ef þetta fólk sem studdi framboð Sigrúnar (5.3% þjóðarinnar) yrði að sterkri hreyfingu? Kannski gæti það þýtt að sú hreyfing yrði betur í stakk búin en Alþýðubandalag- ið að berjast fyrir hag verkalýðs- ins. Kannski óttast hann að Al- þýðubandalagið muni hverfa. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Alþýðubandalagið ekki miklu meira fylgi en það sem Sig- rún fékk í þessum forsetakosn- ingum og þess vegna væri það ekki útilokað að þessi nýja lýðr- æðisbylgja muni flæða yfir og drekkja Alþýðubandalaginu. Þetta get ég lesið mjög greinilega út úr því sem greinarhöfundur tekur fyrir í sínum skrifum. Til stuðnings þessu vil ég nefna nokkur atriði úr greininni. Forsenda fyrir sköpun nýrra flokka eða hreyfinga í fyrsta lagi vil ég tala um þá fáránlegu fullyrðingu að það sé Ijóst viku eftir kosningar að engin hreyfing sé orðin til og verði því greinilega ekki til! Hvaðan hefur hann þessar upplýsingar, eða er greinarhöfundur kannski með gáfur til að sjá fram í framtíðina og inn í hug fólksins í landinu? Hann ber fyrir sig það að þeir sem kusu Sigrúnu skiptist í 3 aðskilda hópa; 1) þá sem styðja Flokk mannsins, 2) ýmsa sem aldrei gátu sætt sig við kjör Vigdísar og 3) fólkið sem lifir í svo óskil- greindri óánægju með „Kerfið og þá þarna uppi“. Síðan reiknar hann það út að ekki komi þá mikið í hluta hvers hóps. Þarna er greinarhöfundur enn á ný sem al- vitur. Hann segir ennfremur; „Við megum heldur ekki gleyma því að „óánægja með kerfið“ sem leitar út fyrir almennt nöldur og reynir að finna svör til lengri tíma er vitaskuld ein forsenda þess að vinstriflokkar eins og Alþýðu- bandalagið eru til“. Það er stór- undarlegt að greinarhöfundur skuli taka þetta fram. Þetta segi ég vegna þess að stuðningsmenn Sigrúnar leituðu nefnilega út fyrir almennt nöldur og þeirra svar var að stíga stórt skref í átt að meira lýðræði. Hvaða rök hefur grein- arhöfundur fyrir því að þetta fólk stígi ekki fleiri skref áfram í fram- tíðinni og taki virkan þátt í þeirri lýðræðisbylgju sem komin er af stað? Peir sem heima sátu Hann talar um að Sigrún og hennar menn séu í túlkunarher- ferð til að reyna að sýna að þau hafi unnið feikilegan sigur með því að eigna sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Til samanburðar tekur hann alla smáflokkafram- bjóðendur í forsetakosningum í Bandaríkjunum sem gætu eignað sér þann helming allra kjósenda sem situr heima fyrir í hverjum kosningum. En nú er nú einu sinni þannig í pottinn búið að þau 50% sem ekki taka þátt í kosningaslagnum í Bandaríkjun- um eru túlkuð þar í landi sem mjög sterk tjáning um andúð fólks á kerfinu. Ég vil einnig taka fram að það eru ekki aðeins stuðningsmenn Sigrúnar sem túlka þessa litlu kjörsókn sem andúð fólks á kerfinu heldur hef- ur þessari kosningu verið líkt við pólska kosningu en þar sýnir fólk mjög greinilega andúð sína og sit- ur heima fyrir. Ruglingslegur málflutningur Greinarhöfundur talar um það að málflutningur Sigrúnar hafi verið vanhugsaður og þverstæðu- fullur án þess að nefna nokkur dæmi þar um. Ég þarf ekki að lesa nema 2 blöð af Þjóðviljanum til að sjá ruglingslegan málflutn- ing. í greininni „klippt og skorið“ eru gerðar örvæntingarfullar til- raunir til að útskýra fylgi Sigrún- ar og gera lítið úr þessari nýju lýðræðisbylgju sem komin er af stað. Annað viðhorf var í leiðar- anum daginn áður þar sem talað var um að þetta fylgi væri Sigrún- ar og Flokks mannsins. Sam- kvæmt þessu ætti Flokkur manns- ins að vera orðinn jafnstór Al- þýðubandalaginu. Þetta hefur verið eitthvað til að skjálfa yfir því að daginn eftir keppast þeir síðan við að útskýra að þeir sem studdu Sigrúnu séu fjölmargir hópar og sé lítið eftir handa hverjum og einum. Þeir láta það ekki nægja að gera lítið úr þess- um hópum fólks (5.3% þjóðar- innar) heldur segja þeir einnig að allir sem séu á móti kerfinu ættu að kjósa Alþýðubandalagið. Hvernig getur þetta verið annað en ruglingslegur og óttablandinn málflutningur? Alþýðubandalagið kennir sig við umbreytingar á þjóðfélaginu og baráttu gegn kerfinu en hins vegar taka þeir eindregið afstöðu með þeim frambjóðanda sem hefur lýst því yfir opinberlega að hún muni styðja kerfið dyggilega! Það er hins vegar ekki nóg að vera á móti kjaraskerðingu í orði en styðja síðan þann frambjóð- anda sem styður kjaraskerðingu í reynd. Þessi málflutningur Þjóð- viljans er ekki aðeins ruglings- legur og þverstæðukenndur held- ur ber þetta vott um tvöfalt sið- gæði og vanvirðu við þá félaga Alþýðubandalagsins og lesendur Þjóðviljans sem eru einlægir bar- áttumenn fyrir okkar kjör, fólks- ins í landinu. Alþýðubandalagið eða Flokkur mannsins Alþýðubandalagið er búið að koma sér í sjálfheldu. Hann er nefnilega ekki lengur verkalýðs- flokkur. Alþýðubandalagsmenn eru greinilega skíthræddir við að missa allt sitt fylgi og traust hjá verkalýðnum. Ástæðan er sú að nú er kominn raunverulegur málsvari sem er Flokkur manns- ins sem hikar ekki við að ráðast gegn kerfinu og gera það sem gera þarf. Það sem er ánægjulegt við þessa grein hins vegar er það að nú er Flokkur mannsins viður- kenndur sem pólitískt afl í þjóðfélaginu og farið að bera hann saman við Samtök frjáls- lyndra, Bandalag jafnaðar- manna, Borgaraflokkinn og Kvennalistann. Þetta er ánægju- leg tilbreyting frá því sem áður hefur ríkt um flokkinn og þeirri þrákelkni að halda að Flokkur mannsins sé aðeins sápukúlufyr- irbrigði í pólitíkinni. Öll þessi skrif sýna þann mikla ótta sem hefur gripið um sig í Alþýðu- bandalaginu um að hann muni hverfa og að fylgi hans muni renna til Flokks mannsins sem er betri flokkur og raunverulega á móti kerfinu. Þrátt fyrir að kjósendur hafi vitað af því að Sigrún Þor- steinsdóttir væri í vitorði með Flokki mannsins hefur það sýnt sig að 5.3% þjóðarinnar setur það ekki fyrir sig að tengjast Flokki mannsins beint eða óbeint. Friðrik Guðmundsson málmiðnaðarmaður. 10 SfÐA - ÞJÓDVILJINN Mlðvikudagur 20. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.