Þjóðviljinn - 21.07.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Síða 2
FRETTIR Grindavík Gífurlegur samdráttur Aflinn hefur dregistsaman um 60% frá 1982. Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni h.f.: Förum út ísmáfiskadrápið eins og aðrir, enda stefna ráðuneytisins. Við ráðum engu um þá ákvörðun Forsvarsmenn Bifreiða og Landbúnaðarvéla í hinum nýja sýningarsal fyrir Lada bifreiðar að Ármúla 13. Bílasýning verður í hinum nýju salarkynnum um helgina. Bifreiðir og Landbúnaðarvélar Færa út kvíamar Síðasta árseldust2.800 Ladabílar. íárhafa 1.200 bílargengið út. Gísli Guðmundssonforstjóri: Við erum meðfáa bíla á lager og hér verða engar útsölur. Verðið á okkar bílum er sanngjarnt og ryðvörn er innifalin í því að er alveg hroðalegt ástand lyá okkur eins og reyndar öðrum á þessu svæði allt frá Hornafírði vestur um að Snæ- fellsnesi. Hér er mikill samdrátt- ur í fiskvinnslufyrirtækjum og við verðum einfaldlega að fara út í smáfískadrápið eins og aðrir ef við eigum að rétta okkur af sagði Eiríkur Tómasson hjá útgerðar- fyrirtækinu Þorbirni h.f. Árið 1982 komu um 20 þúsund tonn af boifiski á land í Grindavík en á síðustu vertíð var landað 8.500 tonnum. Þessar tölur tala sínu máli um ástandið en gefum Eiríki orðið: „Það er pólitísk ákvörðun að leyfa þessa sókn í smáfiskinn og við getum engin áhrif haft þar á. Nú er meðal- þyngd þess fisks sem að landi kemur um 2 kfló en var fyrir nokkrum árum þetta 5-6 kfló. Nú eru allir að leggja út í fiskeldi í sjó- og strandkvíum og kaupa rándýrt fóður fyrir fiskinn þegar hægt væri að ala hann upp í sjón- um án nokkurs tilkostnaðar. Þetta er ískyggileg þróun. Þó getum við varla haldið að okkur höndum og horft á aðra standa í þessu smáfiskadrápi. Við neyð- umst til þess að taka þátt í þessu. Það er ekkert annað að gera úr því ssem komið er.“ í Grindavík hefur atvinnulífið verið að styrkjast nokkuð á und- anfömum ámm. Fleiri stunda þar þjónustustörf en áður var og fisk- eldið er einnig að hasla sér þar völl. En samdrátturinn í aðalat- vinnufyrirtækjum staðarins kem- ur þungt niður á mjög mörgum. vegna þess að nú er vinna mikið minni en áður var. -gís. Samdrátturinn í bílasölunni virðist koma svolítið misjafn- lega niður á umboðunum. Ut- sölur á nýjum bflum þar sem af- slátturinn er allt að 200 þúsund krónur og að hægt sé að taka bfl- inn óskráðan og óþrifínn hafa vakið athygli. Rótgróin fyrirtæki eins og Veltir h.f. draga saman seglin og eru jafnvel til sölu á meðan t.d. Bifreiðar og Land- búnaðarvélar eru að opna 3.200 fermetra húsnæði fyrir söludeild sína. Á þessu ári hefur Lada umboð- ið selt 1200 bfla. Síðustu tvö ár seldu þeir um 5300 bfla. Árið 1986 seldust 2500 bflar og 1987 fóru um 2800 nýir bflar á götuna. Það lætur nærri að 1% þjóðarinn- ar hafi keypt sér nýja Lada bfla hvort árið. í hinu nýja húsnæði er sölu- deildin nú í 950 fermetra húsnæði en var áður í 100 fermetra sýning- arsal að Suðurlandsbraut 14. Nýja húsnæðið býður upp á fjöl- þætta möguleika tengda bflasöl- unni. í kjallara hússins er bfla- geymsla (1.300 ferm. að flatar- máii) og í götuhæð er sýningarsal- ur, bflageymsla og söluskrifstofur (um 900 ferm.) Krafla Ennþá söm við sig Ástandið lítið breytt. Jón Pétur Líndal: Svipað og fyrri hrinur. Varla búist við gosi Krafía hagaði sér með svipuð- um hætti í gær og hún hefur gert undanfarnar vikur, nema skjálftum fækkaði eitthvað. Eng- ir stórir skjálftar komu eins og á mánudag og þriðjudag. Nokkrir tugir ferðamanna hanga þó enn á svæðinu og mæna eftir gosi. Jón Pétur Líndal sveitarstjóri í Helluhreppi sagði Þjóðviljanum að nokkur brögð væru að því að fólk færi upp á Leirhnjúk. Það hefði td. sést til hóps þar úr flug- vél í gær. En fólk er eindregið varað við því að fara á Leirhnjúk. Pétur hafði það eftir Axel Björnssyni jarðfræðingi að hegð- un Kröflu nú væri svipuð síðustu rokum hennar. Engin ástæða væri til að ætla að hún gysi núna frekar en þá. Ólætin í Kröflu hafa staðið í 5 vikur en fyrri hrinur hafa staðið í um tvo mánuði að sögn Jóns Pét- urs. Þeir ferðamenn sem bíða eftir gosi gætu því þurft að bíða í nokkrar vikur í viðbót áður en Krafla hættir hrekkjunum. —hmp íslenskir steinar Opið hús, dagskrá fyrir nor- ræna ferðamenn og aðra gesti verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Að þessu sinni er Sveinn Jak- obsson jarðfræðingur fyrirlesari kvöldsins. Hann talar á dönsku um íslenska steina, en um þessar mundir stendur einmitt yfir sýn- ing á íslenskum steinum í anddyri Norræna hússins. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmynd Ósvalds og Vilhjálms Knudsens „Eldur í Heimaey“ með dönsku tali. Allir eru velkomnir og að- gangseyrir er enginn. Verkamannabústaðir Aðeins fjórði hver fær úthlutað Óvíst hvort borgarstjórnarmeirihlutinn sœki r umféfyrir kaupleiguíbúðirfyrir nœsta ár. Afundi borgarráðs í fyrradag var samþykkt tillaga meiri- hluta Sjálfstæðisfíokks um að út- hlutað skyldi lóðum fyrir 100 íbúðir verkamannabústaða. Framkvæmdir við þessar íbúðir eiga að hefjast á næsta ári og eiga þær að afhendast árið 1990. Full- trúar minnihlutans í borgarráði lögðu fram __ bókanir við þessa samþykkt. Ástæða bókana var undrun yfír tillögugerð sjáfstæð- ismanna þar sem viðurkennt er að þörfín á verkamannabústöð- um er meiri en núverandi fram- boð, en samt sem áður eru engar breytingar áætlaðar á fjölda þeirra íbúða sem lagt er til að byggðar verði. „Það er nánast óþekkt að skrif- leg tillaga af þessari gerð komi frá meirihlutanum. Þeir fylgja til- lögum úr hlaði með lýsingum á ástandinu og að þeir séu fleiri sem eiga full réttindi á verka- mannabústöðum en fá, en leggja síðan til óbreytta tölu um fjölda þeirra íbúða sem á að byggja. Um mörg undangengin ár hafa verið byggðar um 100 íbúðir á ári. Þeir töluðu um stefnubreytingu í þess- um málum, en mér er hulið í hverju hún á að vera fólgin,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins í samtali við Þjóðviljann. Nœgir engan veginn Bjarni P. Magnússon, Alþýðu- flokki sem er áheyrnarfulltrúi í borgarráði sagðist telja að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði slæma samvisku í þessum málum, sér- staklega þar sem þeir hefðu ekki nýtt sér rétt til peninga til bygg- ingar kaupleiguíbúða á þessu ári. „Það kom okkur í minnihlutan- um á óvart hversu mjög þeir halda verkamannabústöðum á lofti í þessari tillögu og fannst sem að framhald tillögunnar gerði ráð fyrir að nú ætti að bæta um betur. En svo var ekki og 100 íbúðir nægja auðvitað engan veg- inn. Þessi áhersla kemur eflaust til vegna þess að þeir hafa slæma samvisku út af að hafa misst af kaupleiguíbúðafénu sem borgin átti rétt á,“ sagði Bjarni. Bjarni tiltók einnig sem ástæðu að ekki hefði verið um lóðir fyrir fleiri íbúðum, að það væri einfaldlega skortur á lóðum í borginni og sér- staklega fjölbýlishúsalóðum og það þrátt fyrir orð Davíðs Odds- sonar um hið gagnstæða. Minnihlutinn mun hins vegar bera upp á næsta borgarráðs- fundi, sem verður á þriðjudaginn kemur, tillögu um að Reykjavík- urborg nýti sér þann rétt til að fjármagn til byggingar kaupleigu- íbúða sem hún á, fyrir næsta ár. Umsóknarfrestur fyrir borgina til að sækja um það fé rennur út þann 1. ágúst og meirihlutinn verður því að svara því á þeim fundi hverni| hann hyggst taka á því máli. „Eg er ekki það spá- mannslega vaxinn að ég treysti mér til að segja til um það, en ég óttast hið versta," sagði Bjarni. Óttast þensluáhrif Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að bygging verkamannabústaða væri langtímaverkefni og jafnvel þó þörfin á þessum íbúðum væri mikil, væri þetta spurning um forgangsröð. „Eitt hundrað íbúð- ir á ári er ekki lítið og ekki til að gera lítið úr. Þetta er spuming um fjármagn og það er takmarkað. Svo verður líka að hugsa um þen- sluáhrifin, sem svona byggingarf- ramkvæmdir hafa og sem menn eru alltaf að kvarta um.“ Að- spurð um hvort meirihluti sjálfs- tæðismanna muni sækja um fé til byggingar kaupleiguíbúða fyrir næsta ár, sagði Katrín að um það hefði ekki enn verið tekin ákvörðun. „Persónulega tel ég að verkamannabústaðir hafi komið vel út og sé ekki að kaupleigu- íbúðir hafi svo mikla kosti fram yfir það kerfi. Við viljum frekar efla verkamannabústaðina,“ sagði Katrín. Yfir 800 umsóknir Umsóknir um verkamanna- bústaði á síðasta ári voru 845, en þá voru liðlega tvöhundmð íbúð- ir sem komu til úthlutunar. Páll Magnússon, formaður stjórnar verkamannabústaða sagðist bú- ast við að ástandið yrði svipað í ár, næst þegar verkamannabú- staðir verða auglýstir Iausir til umsókna í nóvember. „Lóðaút- hlutun borgarráðs núna er eigin- lega byrjun á umsókn okkar um lán fyrir þessar íbúðir í Bygginga- sjóði verkamanna. Það fer eftir þeim fjölda lóða sem við fáum úthlutað, hvaða lán við getum sótt um. Hingað til hefur ekki staðið á því að við höfum fengið lán fyrir þeim íbúðum sem um hefur verið sótt, enda þörfin mun meiri en framboðið. Ef við fengj- um fleiri lóðir og meira fjármagn til að gera betur stæði ekki á okk- ur,“ sagði Páll Magnússon. -phh. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.