Þjóðviljinn - 21.07.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Side 9
A Iþýðubandalagskonur verður á skrifstofu Nordisk For- um á Blindern og er um að gera að leita þangað ef aðstoð eða upplýsingar vantar. Einnig hefur íslenski sendiherrann í Osló verið beðinn um að aðstoða konurnar, ef eitthvað kemur uppá og að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, sagðist hann verða við símann dag og nótt þennan tíma. Sjálfsagt eru einhverjar ís- lensku kvennanna óvanar að ferðast til útlanda á eigin vegum, en reynt hefur verið að koma því þannig fyrir að nokkur hópur ís- lendinga er saman á hóteli. Þær reyndari í utanlandsferðunum ættu því að geta leiðbeint hinum ef þörf er á. Mest öll dagskráin fer fram á skandinavísku, en sum íslensku atriðanna verða á íslensku, t.d. leikritin og revía BSRB kvenna. Ekki hefur verið ráðinn sérstakur túlkur, en Guðrún sagði að reynt yrði að haga þannig til, að þær konur sem eru góðar í skandi- navísku málunum aðstoðuðu þær sem minna kunna, ef þær vilja tjá sig um eitthvað sérstakt í umræð- um. Ræða konur og vald Stefnt að því að fara saman út að borða eitt kvöld Alþýðubandalagskonur standa í samvinnu við sósíalíska flokka á Norðurlöndum, að dagskrá um konur og vald. Að sögn Stefaníu Traustadóttur verða þessir flokk- ar 5 daga í röð með tveggja tíma dagská. - Við ætlum að ræða um kon- ur og vald út frá því samfélagi sem við lifum í og í samræmi við stefnu hreyfinganna, sem við erum fulltrúar fyrir. Við munum leggja mat á hvernig okkur hefur gengið þar og úti í samfélaginu og hvaða leiðir við viljum fara, til að skapa konum möguleika til valda og áhrifa, sagði Stefanía. - Við eru að setja saman okkar erindi núna og ætlum að reyna að taka út einn stóran málaflokk sem er auðlindanýting. Hvernig konur og hagsmunir koma fram, annars vegar í sjávarútvegi og hins vegar í orkuiðnaði og orku- nýtingu. Hvernig viljum við að orkan verði nýtt og hvernig get- um við haft áhrif þar á. Stefanía sagði að þessi mála- flokkur yrði tekinn sem dæmi í umræðunni um konur og vald. Fyrst myndu þær flytja fyrirlestur um efnið og á eftir yrðu almennar umræður. Hún sagði að hún vissi um hátt í 30 flokksbundnar alþýðubanda- lagskonur, sem væru á leið á kvennaþingið í Osló. Mikill áhugi væri fyrir því að þær hittust allar eitt kvöld og færu út að borða á góðum veitingastað. Til stendur að senda þessum konum bréf og kynna hugmyndina og síðan þyrftu þær að láta vita hvort þær slægjust í hópinn. Listin Af nógu að taka Sýningarsalir, leikhús og konsertsalir undirlagðir afverkum kvenna. Uppákomur og karnevalstemmning á Karl Johan á hverjum degi Á kvöldin tekur miðborgin við af Blindern. Það verður aðstaða til að hittast og rabba saman og boðið verður upp á heilmikila listadagskrá. Starfrækt verður svokölluð Kulturinfobutikk á Blindern, þar sem hægt verður að fá allar upp- lýsingar um listadagskrána og kynna sér mörg af verkum nor- rænna listakvenna. Þátttakend- um á þinginu býðst að taka þátt í ýmsum uppákomum, s.s. að mála og dansa. Á hverjum degi kl. 15 er síðan ráðgert að fara með söng og leik um aðalgötuna í Osló. Svona rétt til að minna á að kvennaþing er haldið í bænum. Fimm íslenskar listakonur halda samsýningu í galleríi i' Osló og verða grænlenskar konur í sama húsi. Þegar er búið að setja upp sýninguna en þar sýna þessar konur: Ingunn Eydal, grafík. Bryndís Jónsdóttir, keramík. Guðrún Kristjánsdóttir, mál- verk. Hansína Jónsdóttir, skúlp- túr og Kristín Jónsdóttir, textíl. Tvennir tónleikar verða hald- nir, þar sem 5 íslenskir tónlistar- menn flytja verk eftir 4 tónskáld. Hefur það vakið athygli hvað við eigum mörg kvenkyns tónskáld, en þarna verða flutt verk eftir Jórunni Viðar, sem í 4 áratugi var okkar eina kventónskáld. Yngri konurnar eru þær Karólína Einksdóttir, Mist Þorkelsdóttir og Bára Grímsdóttir. Á sinfóníu- tónleikum 5. ágúst verður einnig flutt verk eftir Karólínu. Guðrún Friðbjörnsdóttir, sópransöngkona mun halda tón- leika og flytja verk eftir Grieg, Nina Hagerud Memoires heitir það. Tvö íslensk leikverk verða flutt í tilefni af kvennaþinginu. Þær Elísabet og Helga Brekkan fjalla um för tveggja kvenna á norrænt kvennaþing og heitir leikritið Tanta Nordica og Flora Danica. í Black Box teater verða 2 sýning- ar 3. ágúst á verki, sem Ásdís Skúladóttir hefur unnið og nefn- ist það Undarleg ósköp að vera kona. Hún hefur með sér 2 leikara, Sigurð Karlsson og Hönnu Maríu Karlsdóttur og verður meiri umfjöllun um þetta verk í blaðinu í næstu viku. Fyrir jassáhugafólk má geta þess að Oslo Jazzfestival verður á þessum tíma og í tilefni þingsins, leika 2 danskar kvennahljóm- sveitir. Einnig verður haldin sér- Síðustu 4 mánuðina hafa yfir 50 konur í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja mætt eftir vinnu í hús samtakanna til að æfa fram- lag sitt til norrænna kvenna- þingsins. Þær ákváðu að lýsa löngum vinnudegi íslenskra kvenna í 4 kynslóðir og fengu Brynju Bene- diktsdóttur, Ieikstjóra, til að semja handrit og leiðbeina þeim, en nú hefur Guðrún Alfreðsdótt- ir komið í hennar stað og fer með hópnum út. Efninu er komið til skila í revíustíl, þar sem söngur og látbragð er notað til að segja sögu hvers tímabils. 1 vikunni litum við inn á æfingu hjá þessum hressu konum, sem ekki létu litla reynslu í skemmtanaiðnaðinum aftra sér frá að vera með og koma sumar alla leið úr Grindavík og Þorláks- stök kvikmyndahátíð með verk- um norrænna kvenna síðustu tvo áratugi og yfir 100 atvinnuljósm- höfn til að taka þátt í sýningunni. Konurnar höfðu á orði að þó mikill tími færi í æfingar, þá bætti góður félagsskapur og kynnin sem mynduðust það upp. Allt fer fram á íslensku, en af búningunum og látbragðinu ættu annarra þjóða konur ekki að eiga í neinum vandræðum með að skilja þá sögu, sem verið er að segja. Hún er sú að þrátt fyrir breytta tíma og tækniframfarir hefur vinnutími kvenna ekki styttst. í fyrstu kynslóðinni eru það konurnar á upphlutunum, sem fara í kvíarnar, strokka, elda, spinna og prjóna og eiga engar fn'stundir frá morgni til kvölds. Síðan koma fyrirmyndarhús- mæðumar í kringum stríðsárin, sem hugsa af kærleik um heimil- ið. Þær eiga að líta vel út, en var- yndarar halda ljósmyndasýn- ingu. Og þarf varla að taka fram að þeir eru allir konur. ast að vera of mikið út á við. Láta sig þó hafa það að sleppa aðeins fram af sé beislinu og stíga dans við dátana er þeir birtast. Fyrsta kynslóð skrifstofu- stúlkna hamast við að vélrita all- an daginn. Þær eru huggulega klæddar og brosa í undirgefni til yfirmannsins. Koma síðan heim slirðar og þreytta og hefjast handa við húsverkin. Síðan tekur við hippatíminn og rauðsokkurn- ar, sem syngja af krafti Áfram stelpur, ... já ég þori, get og vil. En lítið breytist. Við tekur nú- tímakonan, sem hamast við að halda sér huggulegri í lík- amsræktinni, stritar allan daginn í vinnunni í von um að ná frama í starfi eða bara hafa í sig og á. Bömin sífellt hringjandi suðandi um að mamma komi heim og taugamar að láta undan öílu álaginu. Rauðsokkur í vígahug á æfingu B.S.B.R.-kvenna. Mynd Sig. Konur í BSRB Fra rokkunum í töhnimar Löngum vinnutíma 4 kynslóða lýst með söng og leik Fimmtudagur 21. júlf 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.