Þjóðviljinn - 21.07.1988, Side 13

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Side 13
HEIMURINN Persaflóastríðið Friðmælendur á fömm til styrjaldarríkja Sameinuðuþjóðirnar gera nefnd 10 herforingja út aförkinni. Ajatollah Khomeiní ítrekar friðarhug írana. Enn er barist í lofti og á láði Hæstráðendur í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna ákváðu í gær að gera sendinefnd út af örkinni til þess að bera sáttarorð á milli Irana og Iraka og stuðla að vopnahléi i stríði þjóðanna sem staðið hefur óslitið í átta ár og orðið að minnsta kosti miljón manns að aldurtila. Það var aðalritarinn Javier Perez de Cuellar sem gerði þetta heyrinkunnugt í New York. Fá- einum klukkustundum fyrr hafði sjálfur ajatollah Ruhollah Khom- eini kvatt sér hljóðs í ríkisútvarpi og tjáð umheiminum að sér væri full alvara með því að bregða upp friðarskildi. Síðdegis í gær óskaði utanríkis- ráðherra fraka, Tareq Aziz, eftir viðræðum við erkifjandann. Þær færu fyrst um sinn fram í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna, á meðan verið væri að ganga úr skugga um hvort hugur fylgdi máli hjá írönum, en yrðu er fram liðu stundir fluttar til Bagdað og Teheran. Nú er rétt ár liðið frá því Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma ályktun um að krefjast þess að íranir og írak- ar slíðruðu sverðin og bindu endi á hildarleik sinn. Þótt friðvæn- legar horfi nú en fyrr þá er einsog fjendurnir hafi enn ekki áttað sig á hinum nýju aðstæðum. Að minnsta kosti börðust þeir sem aldrei fyrr í gærdag, bæði í lofti og á láði. De Cuellar greindi frétta- mönnum frá því að nefnd skipuð 10 herforingjum myndi „vinna að frumdrögum að sáttmála um vopnahlé í lofti, láði og legi í sam- ráði við deiluaðila einsog kveðið er á um í ályktun Öryggisráðs- ins.“ Hann kvað formann nefnd- arinnar, norskan hershöfðingja, hafa fyrirmæli um að ljúka verki sínu á viku tíma. Þegar því lyki yrði formlegu vopnahléi lýst yfir. Sem fyrr getur ávarpaði Khomeiní Persaþjóð í útvarpi í gær. Þetta er fyrsta sinni að leiðtoginn kveður sér hljóðs á heimaslóðum frá því íranir komu þjóðum heims í opna skjöldu á mánudaginn með því að óska eftir vopnahléi. Fréttaskýrendur telja fullvíst að gamli maðurinn hafi viljað ítreka að friðsemdin nýja væri runnin undan sínum rifjum. Með því slægi hann tvær flugur í einu höggi: Eyddi tor- tryggni valdahafa í Bagdað og kæfði óánægjuraddir íranskra stríðssinna í fæðingu. „Það var mér þungbærari raun að taka þessa ákvörðun en þótt ég hefði svipt mig lífi með eitur- drykkju. Ég fel Guði allt mitt ráð og bergi á þessum kaleik vegna hans og fyrir hann.“ Khomeiní réð Bandaríkja- mönnum og Evrópubúum frá því að sæta færi og efla umsvif sín á Persaflóa, þaðan bæri þeim að hypja sig hið snarasta með her- fley sín öll og flugvélakost. Utvarp Teheran fullyrti í gær að íranskir hermenn hefðu hers í Bagdað benti á móti á tvær hrundið árásum íraskra kollega einkar vel heppnaðar loftárásir sinna yfír landamæri ríkjanna um sinna manna á olíuhreinsunar- miðbik landsins sem og í Kúrda- stöðvar í suðvestur íran. héruðum í norðri. Málsvari írak- Reuter/-ks. „Verði Guðs vilji.“ Þegninn liggur sár og þreyttur og virðir leiðtogann ekki viðlits. Suður-Afríka/Angóla Namibía öðlast sjálfstæði Ríkisstjórnir Angólu, Kúbu og Suður-Afrfku hafa náð samkomulagi um brottför kúb- anskra hermanna frá Angólu og sjálfstæði Namibíu, leppríkis Pretóríustjórnarinnar í suðvestur Afríku en þar hafa hvítir menn deilt og drottnað síðastliðin 70 ár. Þetta höfðu fréttamenn eftir Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, í Pretóríu í gær. Hann kvað samningamálin kom- in „vel á rekspöl" enda væru of- annefndar stjórnir „í kallfæri hverjar við aðra“. Botha sagði að plagg með 14 minnispunktum um friðsamlega lausn deilumálanna í suðvestur Afríku yrði kynnt sam- tímis í Pretóríu, Washington, Ha- vana og Lúanda, höfuðborg Ang- ólu. Botha sagði að merkum áfanga hefði verið náð og gerðist því næst ljóðrænn mjög: „En þrátt fyrir þetta verða menn að gera sér ljóst að við stöndum enn við ræt- ur fjallsins og eigum eftir að klífa það. Vegurinn framundan er brattur mjög, mörg er gryfjan á leiðinni og bugður og beygjur eru oft á tíðum stórvarasamar.“ Á meðal ofannefndra „minn- ispunkta" er einn sem kveður á um að samningsaðilar virði álykt- un Sameinuðu þjóðanna númer 435 frá 1978. Hún er um sjálf- Hermenn Pretóríustjórnar í Ang- óiu. Friðarviðræður bera ávöxt. stæði Namibíu, brottför suður- afrískra hermanna úr landinu og sjálfsákvörðunarrétt þegnanna. Annar „minnispunktur" herm- ir að kúbanskir hermenn skuli hverfa á brott frá landamærum Namibíu og Angólu og halda norður á bóginn. Þvínæst verði hafist handa við að undirbúa heimför þeirra. Almennt er talið að um 50 þúsund kúbanskir her- menn dvelji í Angólu að staðaldri og séu ráðamönnum í Lúanda innan handar. Reuter/ -ks. Palestína Israelsmenn drepa þija Reiðir Palestínumenn mótmœla vegna grunsamlegs dauðdaga tveggja ungmenna. Þrír drepnir í gær, þar af piltur á fjórtánda ári Israelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í gær og særðu átta á hertekna svæðinu vestan árinnar Jórdan. Meðan það fór fram elduðu lögreglu- þjónar og palestínsk ungmenni grátt silfur saman í gamla borg- arhluta Jerúsalems. Einsog greint var frá hér í blað- inu í gær létust tveir ungir Palest- ínumenn með „voveiflegum“ hætti í fyrradag. Annar var skotinn til bana steinsnar bæjar- mörkum Jerúsalems en hinn lést af höfuðáverka eftir að steinhella féll á hann úr varðturni. Landar hinna látnu staðhæfa að hermenn hafi ráðið þeim bana en yfirvöld þræta og nefna annan atburðinn „hörmulegt slys“ en hinn „hreint og klárt sakamál". Hér stendur fullyrðing gegn fullyrðingu. Hitt er aftur á móti deginum ljósara að örlög þessara tveggja ungmenna ollu mikilli gremju og urðu kveikjan að hat- römmum mótmælaaðgerðum Palestínumanna í gær. Og ísra- elsmenn gripu til skotvopna. í Jenín flóttamannabúðunum á svæðinu vestan Jórdanar létu ís- raelsmenn kúlum rigna yfir hóp mótmælenda. Þegar þeir skyggndust síðan yfir valinn sáu þeir tvo dána Palestínumenn. Annar var 26 ára gamall og hét Hisham Zaid. Hinn var á fjórt- ánda aldursári, Fouad Aradi að nafni. Ennfremur var einn mótmælenda fluttur í snarhasti á sjúkrahús með skotsár á höfði og er honum vart hugað líf. Þriðji Palestínumaðurinn var drepinn í Shijukh þorpi, nærri Hebron. Að sögn hernámsyfir- valda skutu dátar hann í sjálfs- vörn. Og særðu þrjá skotsárum í sömu andrá. Nafn hans var Zaki Halykeh og hafði hann þrjá um tvítugt. Að mannvígum gærdagsins meðtöldum hafa ísraelsmenn nú drepið að minnsta kosti 239 heimamenn á herteknu svæðun- um frá því þar hófst uppreisn í desember í fyrra. Reuter/-ks. England 400 ár frá flotasigrí Kyndlar sem liggja eftir endi- langri suðurströnd Englands voru tendraðir í fyrrakvöld. Þá voru liðin rétt 400 ár frá þvf sást til flota Filippusar II. Spánarkon- ungs, „flotans ósigrandi", sem velgja átti eylendingum undir uggum en fór sneypuför og beið háðulegan ósigur. Það var sendiherra Spánar í Lundúnum, Jose de la Bellacasa, sem bar eld að fyrsta kyndlinum en þeir voru alls 461, jafn margir og á sömu stöðum og forðum. Skömmu áður en menn fóru að fitla við eldfæri klæddust valin- kunnir leikarar 16. aldar skarti og settu á svið þjóðsöguna um við- brögð sir Francis Drake við skip- afréttunum ægilegu. Sagan herm- ir að flotaforinginn, sem var fyrrum sjóræningi, hafi verið að knattleik er tíðindi bárust. Þrátt fyrir stórmerkin hafi hann ekki mælt orð af vörum og sýnt mót- herja sínum þá prúðmennsku að ljúka keppni áður en hann innti sendiboðann eftir nánari frétt- um. Það er til marks um andleysi nútíma sagnfræði að þeir bera brigður á þessa sögu sem og garpsskap Drakes og félaga í orr- ustunni við „flotann ósigrandi“. Er það hald fræðimanna að veðurguðimir hafi drekkt sigur- draumum Filippusar II. Reuter/-ks. Flmmtudagur 21. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.