Þjóðviljinn - 23.07.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Síða 6
þlÓÐVIUINN Mátgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hin þrotlausa þolinmæði „Mín þolinmæöi er hvergi nærri á þrotum“ hefurTíminn eftir Jóni Sigurössyni viðskiptaráðherra, og er ekki Ijóst af frásögn blaðsins hvort hann er að tala eingöngu um típrósent misgengi launa og lánskjara frammá næsta vor eða um efnahagsmálin og ríkisstjórnarsamstarfið í heild sinni. Þessi þolinmæðisviðhorf bera þess Ijósan vott að hin lútersk-evangelíska þjóðkirkja heyrir undir ráðherrann á sama hátt og viðskiptalífið. Afstaða ráðherrans minnir í einfaldleik sínum helst á frumkristna tíma. Hin þrotlausa þolinmæði var einmitt eitt einkenna á píslarvottum krist- innar kirkju, - og í bréfinu til Títusar segir Páll postuli um aldraða menn að þeir skuli vera „bindindissamir, siðp- rúðir, hóglátir, heilbrigðir í trúnni, kærleikanum og þolg- æðinu.“ Þolinmæðishyggja Jóns Sigurðssonar á sér sumsé fornar og virðulegar rætur. Nú er ráðherrann að vísu enn í fullu fjöri á miðjum aldri og því ekki í markhópi Títusar, - og hann er að því leyti ólíkur píslarvottunum að þeirra þolinmæði beindist að eigin þjáningum, en þolinmæði Jóns Sigurðssonar snýst aðallega um þær kárínur sem aðrir en Jón verða fyrir. Það voru á sínum tíma eðlilegar og jákvæðar breytingar að búa þannig í haginn að sparifjáreigendur væru ekki lengur hlægilegir á Islandi og færa aðgang fyrirtækja og almennings að fjármagni úr pólitískum skömmtunar- skorðum. Neikvæðir raunvextir eru auðvitað einsog hvert annað krabbamein í hagkerfinu. Undir forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var hinsvegar tekin upp öfgastefna í efnahagsmálum undir áhrifum af íhaldskreddu nýfrjálshyggjunnar, og þeirri stefnu varfram haldið af öllum kröftum þegar Alþýð- uflokkurinn bættist í stjórnina. En þá gerðist það einmitt að einn helsti efnahagsráðunautur fyrri stjórnar í varð viðskiptaráðherra í nýju stjórninni. Vextir voru gerðir svo frjálsir og óháðir að orðið okur var þurrkað burt úr lagabálkunum, en launin voru bundin niður með lögum. Fjármagnseign var tryggð með vísit- ölum fyrir öllum minnstu áföllum en tryggingar launa allar færðar úr lagi og afbakaðar. Skattheimta á launatekjur hefur stóraukist, með beinum sköttum en þó einkanlega óbeinum, - þar á meðal sérstökum skatti á matvælakaup. Á sama tíma er fjármagnsgróði algerlega óskattaður. Þessi stefna hefur valdið miklum þrengingum hjá skuldurum, einstaklingum - til dæmis fólki í húsnæðis- kaupum, og fyrirtækjum sem mörg hver búa við skugga- lega krappa stöðu vegna okursins á fjármagni. Þolinmæði viðskiptaráðherrans væri aðdáunarverð ef hann einn ætti í hlut. Það væri líka hægt að virða þolin- mæðina við ráðherrann ef hann væri ekki búinn að sitja heilt ár í ráðuneyti sínu og bíða eftir að þolinmæðin ynni þrautina, verðbólgan lækkaði og vextirnir með, einsog hann hefur margoft lofað. Þetta hefur bara ekki gerst. Verðbólgan eykst þrátt fyrir þolinmæði viðskiptaráðherrans. Vextirnir hækka þrátt fyrir þolinmæði viðskiptaráðherrans. Þrátt fyrir þolinmæði ráðherrans þarf launamaðurinn að vinna sífellt lengur fyrir afborgun af húsnæði sínu, og þolinmæði ráðherrans kemur ekki í veg fyrir að heil byggðarlög séu komin útá ystu brún vegna peningastefnunnar. Þolinmæðin á greinilega að ná líka til gjaldþrota, byggðaflótta, harmleikja í fjölskyldum, kannski líka til atvinnuleysis og erlendra yfirráða í atvinnulífinu. Þá er bara að vona að þolinmæðin ráðherrans nái einnig til þess óþols sem stundum kemur upp hjá hæst- virtum kjósendum þegar hinir kjörnu reynast of þrotlausir. STRÍÐSLYNDI Égverðaðsegjaþað ^ að nýju stríðshanskarnir frá PLO pössuðu mér ágætlega. Mér finnst að , Porsteinn ætti A að skila mér þeim^^/k -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. RiUtjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, Ottar Proppó. Fréttaatjórl: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófaricaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJóamy ndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifatofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÖlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júlf 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.