Þjóðviljinn - 23.07.1988, Qupperneq 9
stundaði hún nám við tónlist-
arháskólann í Vínarborg en það-
an lauk hún námi úr ljóðadeild og
almennri söngdeild í júní 1988.
Kennarar hennar þar voru meðal
annarra Helene Karusso, Eric
Werba og Wolfgang Gabriel.
Signý hefur komið fram á fjöl-
mörgum tónleikum hérlendis og
erlendis, og einnig tekið þátt í óp-
eruflutningi hjá „Junge Oper
Wien“ í Brúðkaupi Fígarós,
Töfraflautunni og Ariadne af
Naxos. Einnig hefur hún tekið
þátt í óperuflutningi hjá íslensku
Óperunni auk þess sem hún söng
einsöngshlutverkið í leikritinu
Yermu við tónlist Hjálmars H.
Ragnarssonar sem sett var upp í
Þjóðleikhúsinu í fyrra.
- Auðvitað viðurkenni ég að
þessi aría Beethovens er ekki al-
veg sú auðveldasta sem hægt er
að syngja. Það að hann samdi svo
fá söngkonsertverk ber því vitni
að það lá ekkert sérlega fyrir hon-
um. Hann líkist Mozart samt
nokkuð mikið. Kannski er ekki
beinlínis um að ræða að hann
sæki mikil áhrif beinlínis til Moz-
arts, óperan sem form var mikið
til svona á þessum tíma, en það
sem líkast er með þeim er að þeir
nota báðir raddsviðið út í ystu
æsar. Teygja röddina alveg út að
ystu endimörkum, segir Signý.
- Ég kynntist þessari aríu fyrst
af plötu með söngkonunni Birgit
Niison og heíllaðist þá. Ég hef
sungið hana í Mozart-sal í Vínar-
borg, en það var stórkostlegt.
Þessi aría er afar sérstök og
stendur vel fyrir sínu. Öll átökin
sem koma fram í henni hreyfa
verulega við manni og vekja upp
sérkennilegan kraft. Hún lifir al-
gjorlega sínu eigin lífi.
Stórkostleg
og heillandi
Eftir hlé er loks sinfónían,
Prag-sinfónían, eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Hún ber þess
greinileg merki að vera samin á
miklum átakatímum í lífi Moz-
arts. Það sem vekur einna fyrst
athygli í verkinu er form þess.
Hin klassíska sinfónía hafði fram
að þessu verið í fjórum þáttum en
Prag-sinfónían er í þremur. Moz-
art sleppir þriðja þættinum sem
átti að vera menúett og fer beint
úr öðrum þætti yfir í þann fjórða.
Þetta hliðarhopp Mozarts olli
áheyrendum í Prag ef til vill ekki
svo ýkja miklum heilabrotum en
því meir hafa tónfræðingar seinni
tíma velt vöngum yfir þessum
frumlegheitum tónskáldsins.
Hafa sumir látið þá skoðun í ljós
að sinfónían hafi tekið á sig svo
dramatíska mynd í fyrstu tveimur
þáttunum að Mozart hafi ekki
getað hugsað sér léttúðugan dans
á eftir.
Gunnsteinn Ólafsson stjórnar
hljómsveitinni og hefur átt veg og
vanda að þessum tónleikum.
Verið nokkurskonar forstjóri,
framkvæmdastjóri, símadama og
reddari. Gert allt sumsé.
Gunnsteinn er fæddur árið
1962 á Siglufirði en alinn upp í
Kópavogi. Hann stundaði þar
fiðlunám hjá Sigrúnu Andrés-
dóttur og síðar við Tónlistar-
skólann í Reykjavík hjá Rut Ing-
ólfsdóttur. í TR stundaði hann
einnig nám í hljómfræði hjá Jóni
Ásgeirssyni og greiningu hjá
Hjálmari H. Ragnarssyni. Þá var
Gunnsteinn virkur í félagslífi
Menntaskólans í Kópavogi þar
sem hann stundaði nám, stjórn-
aði meðal annars kór skólans.
Ári eftir stúdentspróf hélt
Gunnsteinn til Ungverjalands og
settist í Franz Liszt tónlistaraka-
demíuna í Búdapest. Þar stund-
aði hann tónsmíðanám hjá Emil
Petrovic, nam kontrapunkt hjá
Zsolt Serei, píanóleik hjá
Kristínu Zalan, kórstjórn hjá
L
MENNING
Umsjón: Tómas Tómasson
Myndlist
Landslag sem form
Sumarsýning Norrœna hússins „Landslag“ á landslagsverkum Jóns
Stefánssonar
í dag verður opnuð sumarsýn-
ing Norræna hússins en hún hefur
verið nefnd „Landslag“. Á sýn-
ingunni eru landslagsmyndir
Jóns Stefánssonar, en hún spann-
ar allt tímabilið frá því Jón mál-
aði sín fyrstu landslagsverk í
sumarheimsóknum 1919 og 1920.
Hann sýndi þau í fyrsta sinn í húsi
KFUM í Reykjavík árið 1920 en á
þeirri sýningu var eitt helsta við-
fangsefni hans túlkun íslensks
landslags.
Jón Stefánsson hóf sitt mynd-
listarnám í Teknisk Selskabs
Skole, sem var almennur undir-
búningsskóli í teikningu, haustið
1903. Að lokinni skólavistinni
þar innritaðist hann í einkaskóla
hjá Christian Zahrtman árið
1905. Þar nam hann í þrjú ár og
að þeim loknum innritaðist hann
í nýstofnaðan skóla Henri Mat-
isse í París.
Frá námsdvöl Jóns í skóla Mat-
isse eru engin verk varðveitt, svo
erfitt er að fullyrða um bein áhrif
listar Matisse á verk Jóns á þess-
um tíma. Matisse vísaði hinsveg-
ar mikið í list Paul Cézanne á
þessum árum í kennslu sinni og
hreifst Jón mikið af list Cézann-
es.
Ólafur Kvaran listfræðingur
segir meðal annars í sýningarskrá
sumarsýningarinnar:
„Það má segja með vissri
alhæfíngu að sú framsetning, sem
fram kemur í landslagsmyndum
Jóns á þriðja áratugnum, átti eftir
að verða helsta kennimark listar
hans allar götur síðan. í umskrift
sinni á náttúrunni leggur hann
áherslu á almennt gildi formanna
fremur en skynræna endur-
sköpun augnabliksins eða að
náttúran verði líking fyrir sálrænt
eða tilfínningalegt ástand.
Sýn hans á náttúruna er þannig
í ætt við klassíska litsýn, hann vill
ekki eltast við síbreytilega ásýnd
landslagsins en þess í stað tíunda
almennt form þess, skýrleika og
afdráttarleysi, og hneppa það í
myndbyggingu, sem lýtur allt að
því lögmálsbundnu skipulagi.
Þótt þessi framsetning einkenni
yfirleitt verk Jóns þá tekur hún
nokkrum breytingum og hefur
einnig mismunandi og nýjar
áherslur á listferli hans.“
Þeirri afdráttarlausu formsýn,
sem svo mjög einkennir list Jóns,
lýsti Þorvaldur Skúlason, í grein í
Þjóðviljanum 22.2.1961 í tilefni
áttræðisafmælis Jóns, á þá lund
að meðan Þórarinn B. Þorláks-
son og Ásgrímur Jónsson hafi
túlkað „stemmningar“ landsins
hafi Jón verið næmur á það sem
kalla mætti „abstrakt eigindir
landsins“.
Jón var búsettur í Reykjavík
1924-37 en fluttist þá til Dan-
merkur og var búsettur þar öll
stríðsárin. Hann var kosinn félagi
í sýningarhópnum Grönningen
árið 1941 en hafði sýnt með hópn-
um sem gestur frá árinu 1939.
Hann fluttist til íslands eftir stríð
og var búsettur í Reykjavík til
dauðadags 1962.
Á sýningunni „Landslag" má
sjá um það bil 40 myndir úr eigu
stofnana og einstaklinga, sem
hafa verið svo vinsamlegir að
lána þær, en sýningin er hengd
upp í tímaröð.
TT
Jón Stefánsson
Istvan Parkai, auk þess að læra
ungversku. Eftir fjögurra ára
nám breytti hann til og hélt til
Ítalíu og sótti námskeið í tón-
smíðum hjá Franco Donatoni.
Haustið 1987 settist hann síðan
að í Freiburg í Þýskalandi og
stundar nú þar bæði nám í tón-
smíðum og hljómsveitarstjórn.
Kennarar hans eru Klaus Huber
og Peter Baberkoff. Hann hefur
auk þess verið þátttakandi á
kórstjórnarnámskeiðum hjá
Willie Gohl og Eric Ericson.
Fyrir hlé eru konsertarnir þrír
en þeir einsog ganga aftur í tíma-
röð.
- Konsertformið lifír! Um 200
ár eru milli þess fyrsta og hins
síðasta en samt er einsog tón-
skáldin líti á þetta form sem mjög
kröftugan tjáningarmiðil. Þess-
vegna held ég að konsertformið
hafi verið svo langlíft sem raun
ber vitni, segir Gunnsteinn.
- Það var Hávarður sem upp-
haflega lýsti fyrir mér „Consert-
ino“ Lars Erics en sjálfur hef ég
aldrei heyrt konsertinn fluttan.
Það er því nokkuð sérstakt fyrir
mig að stjórna verki á tónleikum
sem ég hef aldrei haft neina fyrir-
mynd að.
- Það verk sem gerir einna
mestar kröfur til hljómsveitar-
innar er kannski „Konsert í D“
eftir Igor Stravinskí. Hann er svo
fullur af ákafa og orku. í hverjum
drætti logar persónuleiki Stravin-
skís.
- Fyrir mig sem hljómsveitar-
stjóra er Prag-sinfónían mest
spennandi. Þetta er stórkostlegt
verk og það allra mest heillandi af
þeim sem sem við flytjum í dag að
mínu mati. Það er samið á afar
þýðingarmiklum tíma í lífi Moz-
arts, á hápunktinum á hans ferli.
Einmitt meðan hann var að
semja hana gat hann lifað af sín-
um tónsmíðum og var sæll mað-
ur. Gat gert nákvæmlega það sem
hann langaði til.
- Andinn í hljómsveitinni er
sérlega góður. Það er mér mikið
ánægjuefni að vinna með henni
að þessu verkefni og ég vona að
það sé gagnkvæmt.
- Það er gott fyrir okkur öll að
geta komið fram hér heima, reynt
okkur. Þegar maður situr við fót-
skör meistaranna útí heimi þá
tekur maður við miklum fróðleik
og það er mikils virði að fá tæki-
færi til að sannreyna hann, einsog
á þessum tónleikum. Við sjáum
með þessu og þeim viðtökum sem
við fáum hvar við stöndum, hvort
við erum á réttri leið og hvar við
þurfum að bæta okkur, grillum ef
til vill í næstu vörðu og getum þá
haldið göngunni áfram.
AEÞÝPUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Vesturlandi
Sumarferð
um A-Skaftafellssýslu
Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslunarm-
annahelgina, 30. júlí-1. ágúst. Farið verður til Hornafjarðar á laugardaginn.
Ferðast um nærsveitir á sunnudag.
Gist verður 2 nætur í Nesjaskóla og er val um svefnpokapláss eða 2ja
manna herbergi.
Frekari upplýsingar gefa: Olafsvík — Herbert s: 61331
Dalir - Sigurjóna s: 41175. Hellissandur - Skúli s: 66619
Stykkishólmur - Þórunn s: 81421 Borgarnes - Sigurður s: 71122
Grundarfjörður - Matthildur s: 86715 Akranes - Guðbjörg s: 12251
Munið eftir sundfötum, klæðnaði fyrir smágöngur og að hafa með nesti.
Þetta er fjölskylduferð eins og áður. Gerum hana fjölmenna.
Kjördæmisráð
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Framkvæmdaráðsfundur ,
Fundur í framkvæmdarári ÆFAB verður haldinn sunnudaginn 24.
júlí kl. 17.00 að Hverfisgötu 105, Reykjavík.
Nauðsynlegt að allir mæti.
Kaffi og kökur. Nefndin
A
Lóðaúthlutun
í Kópavogi
Kópavogskaupstaður auglýsir lóðir í D reit í
Suðurhlíð til úthlutunar. Um er að ræða 26 einbýl-
ishúsalóðir, 11 lóðir undir parhús, þ.e. 22 íbúðir
og 2 fjölbýlishús. Gert er ráð fyrir að hefja megi
byggingarframkvæmdir uppúr miðju ári 1989.
Uppdrættir og nánari upplýsingar liggja frammi á
tæknideild Kópavogskaupstaðar, Fannborg 2,3.
hæð. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Um-
sóknarfrestur er til 19. ágúst n.k.
Bæjarverkfræðingur
m '
KENNARASAMBANDÍSLANDS
Kennarasamband íslands auglýsireftir
starfsmanni til að vinna með kynningarnefnd og
skólamálaráði, m.a. að kynningu á skólastefnu
Kt. Um er að ræða 50% starf í 3 mánuði.
Umsóknirsendistskrifstofu K(, Grettisgötu 89,
105 Reykjavík fyrir 15 ágúst.
Laugardagur 23. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9