Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 7
Mótmælafundur í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
en aðeins 54% heimamanna“). í
annan stað eru aðkomumenn
einkum iðnverkamenn en heima-
menn vinna á sviði þjónustu,
menningar og stjórnsýslu: þjóð-
ernamálin verða um leið stétta-
skipting einskonar. í þriðja lagi
er aðkomumönnum sama um
Eistland, þeir skilja ekki áhyggj-
ur heimamanna af varðveislu
tungu sinnar og menningar, skilja
miklu síður en þeir mengunar-
vandamál sem nýr iðnaður hefur
haft í för með sér. Ekkert er gert
til að þeir skilji heimamenn og
tungu þeirra (helmingi meiri tími
fer í að kenna rússnesku í eistn-
eskum skólum en eistnesku í
rússneskum skólum landsins).
Það er nýmæli að leyft sé í al-
vöru að ræða þessi mál. Og hérna
er flest það talið sem mestu
skiptir - nema það, að menn
segja ekki að það hafi verið af
ásettu ráði gert að skapa með
innflutningi fólks „nýjar staðr-
eyndir" í þjóðernamálum svo
sem til að negla landið rækilegar
inn í Sovétríkin (Sjálfsagt heyrast
slíkar raddir á þeim mörgu og
miklu umræðufundum um glas-
nost og perestrojku sem haldnir
hafa verið í borgum Eistlands að
undanförnu).
Efnahagslegt
sjálfrœði
Aðrar greinar í þeirri syrpu
sem ég áðan nefndi greina svo frá
því, hvernig Eistlendingar hafa
brugðist við umbótum Gorbat-
sjovs - og þá í rauninni frá því
hvernig þeir ætla að færa sér þær í
nyt til að bæta stöðu sína.
Þeir tala ekki barasta um það
(eins og gert er í öðrum lýðveld-
um) að stefnt skuli að því að
landsmenn séu tvítyngdir (þeas
að ekki læri Eistur bara
rússnesku heldur Rússar eistn-
esku) - og sé kunnátta í báðum
málum gerð að skilyrði fyrir því
að sérfræðingur fái starf sem er
fólgið í umgengni við manneskj-
ur. Menningarráð Eistlands og
önnur samtök sem upp hafa
sprottið á seinni mánuðum til út-
færslu á perestrojkuhugmynd-
um, fjalla ekki síst um það hvern-
ig nota megi mögulegar breyting-
ar í stjórnsýslu og efnahagskerfi
til hagsbóta fyrir Eistlendinga.
Efst á dagskrá er þá sett krafan
um það, að boðskapurinn um
efnahagslega sjálfsábyrgð fyrir-
tækja sé útfærður þannig, að
Eistland verði skoðað sem sjálf-
stæð efnahagsleg heild, einhvers-
konar „sjálfsábyrgðarfyrirtæki“ -
og verði svo litið á slíka tilraun
sem byrjaði í Eistlandi sem hugs-
anlega fyrirmynd fyrir önnur sov-
étlýðveldi. Eða eins og þar segir:
„Svæðisbundin efnahagsleg sjálfs-
ábyrgð þýðir, að hvert sam-
bandslýðveldi fyrir sig ber fulla
ábyrgð á jiróun atvinnulífs á sínu
svæði og kemur fram sem ein
heild gagnvart ríkisfjárlögum.
Greiðslur lýðveldis til alríkisins
má inna af hendi samkvæmt við-
miðunarreglum til lengri tíma,
sem Æðsta ráðið semur. Það
verður svo mál eistneska þingsins
hvernig lýðveldið tryggir efna-
hagslegar framfarir og notar
þann ágóða sem eftir er þegar
skyldugreiðslum er lokið“.
Sjálfrœði,
aðskilnaður?
Eistlendingum, sem að þessum
hugmyndum standa er það ekk-
ert launungarmál, að með þessu
móti fengju landsmenn sjálfir
möguleika á að hefta aðflutning
fólks. Einstök iðnfyrirtæki væru
tekin undan stjórn ráðuneyta í
Moskvu og landsstjórnin í Tal-
linn gæti sett sína skilmála fyrir
nýjum framkvæmdum og ráðn-
ingu fólks úr öðrum landshlutum.
Um þetta segir eistneski
heimspekingurinn Edgar Savisa-
are:
„Eins og er starfar í Eistlandi
mikill fjöldi fyrirtækja sem heyra
undir alsovésk ráðuneyti. Þau
hafa engan hag af því að hafa
stjórn á aðflutningi fólks til Eist-
lands, eða að sjá til þess að sú
framleiðsla sem byrjað er á spilli
ekki umhverfinu. Við getum ekki
leyst þessi mál i reynd nema yfir-
stjórn allrar framleiðslugetu Eist-
lands sé afhent stofnunum lýð-
veldisins sjálfs“.
Blaðamaður sem ræðir við Sa-
visaare segir á þá leið, að ef sjálfs-
ábyrgðarstefnunni verður fylgt
með þessum hætti í Eistlandi þá
verði lýðveldið fyrsta svæðið í
Sovétríkjunum þar sem „sósíal-
ískt markaðskerfi virkar í fullum
mæli“. En hann spyr um leið
spurningar sem áreiðanlega held-
ur vöku fyrir mörgum í Moskvu:
„Þýðir þetta ekki, eins og and-
stæðingar ykkar halda fram, að
sjálfsábyrgðarrekstur í Eistlandi
sé fyrsta skrefið til þess að lýð-
veldið segi skilið við Sovétríkin?"
Savisaare svarar kurteislega og
varfærnislega:
„Það er engin ástæða til að leita
hjá okkur að markmiðum öðrum
en þeim sem ég ræddi um. Til-
lögur okkar miða ekki að ein-
angrun heldur samstarfi".
Og svo eru þeir sem blóta á laun: „Rístu upp, kæri pápi (Stalín), og
hjálpaðu okkur til að lumbra á þessum perestrojkufólum! (Mynd úr
hvítrússneska blaðinu Vozhik).
Menn hafa verið að spá því að
þjóðernisvakning gæti einmitt í
Eystrasaltslöndunum (vegna
sögu þeirra landa og fleiri á-
stæðna) leitt til þess að þar risu
öflugar aðskilnaðarhreyfingar í
kjölfar glasnost. Þeim mun frem-
ur sem það er reyndar gert ráð
fyrir því í stjórnarskrá Sovétríkj-
anna að lýðveldi geti sagt sig úr
ríkinu.
Það er enginn vafi á því að slík-
ar raddir heyrast á umræðufund-
um og sjást í lesendabréfum í Tal-
linn, Riga og Vilnius þessi miss-
erin. En það þýðir alls ekki að
menn þurfi endilega að búast við
öflugri aðskilnaðarhreyfingu í
Eystrasaltsríkjunum. Blátt áfram
vegna þess að Eistur, Lettar og
Litháar vita vel að þeir mega,
sjálfra sín vegna, ekki koma Gor-
batsjov í þann vanda, að aftur-
haldsöfl í flokknum, meira eða
minna stórrússnesk í hugsunar-
hætti, taki af honum ráðin eða
setji hann af með aðstoð hersins-
með þeirri réttlætingu að ríkið
væri að því komið að limast í
sundur. Eins og er að minnsta
kosti er það líklegt að sú lína, sem
fram kemur m.a. í ofangreindum
ummælum eistnesks heimspek-
ings, verði prófuð til hins ítrasta.
En hún er þessi: að taka pere-
strojkuna á orðinu, og nýta vald-
dreifirigarfyrirheit hennar til þess
að styrkja lýðveldið gagnvart
miðstjórninni - og þar með auka
möguleika á því að hinar smærri
þjóðir lifi af með sinni tungu,
sinni menningu, sínum hefðum.
[jnum HeyrtogséðíSovétríkjunum HeyrtogséðíSovétríkjunum Heyrt og séð í Sq