Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.08.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVtllNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Þegar þjóðin fellur í synd Tíminn skrifar leiöara í gær sem heitir „Að lifa um efni fram“. Blaöiö er aö vísu dálítið feimiö við aö bera þessi ósköp upp á þjóðina, að hún eyði meiru en hún aflar, og tekur þaö fram aö ýmsir og sumir séu undanþegnir slíkum áfellisdómi. En segir blaðið samt: Menn verða að horfast í augu við það, að íslendingar byggja of stórt íbúðarhúsnæði, of mikið af verslunarhöllum, að milli- liðir eru þurftafrekir að „þjóðarbúið stendur ekki undir neyslukröfum, sem beinast að því að eyða gjaldeyris- sjóðum í innfluttar verslunarvörur af dýrustu tegund og í ótakmörkuðu magni“. Er í framhaldi af þessu vitnað í gífurlegan bílainnflutning. Tíminn er ekki einn um slíkt tal. Það er ítrekað með reglubundnum hætti í Morgunblaðinu. Og Jón Baldvin . fjármálaráðherra spurði ekki lengur eftir því í nýlegu viðtali um ársafmæli ríkisstjórnarinnar, hverætti ísland, heldur taldi hann þjóðina sem slíka fallna í synd í eyðslusemi og fjárfestingarævintýrum. Nú munu fáir neita því að neyslugleðin hefur leitt til margra sjálf- skaparvíta hjá einstaklingum íslenskum, það getur hver sagt sér sjálfur. En þegar við heyrum samstilltan kór stjórnarliða kyrja sönginn um þjóðina sem ekki kann fótum sínum forráð, þá er ekki úr vegi að spyrja nokkurra pólitískra spurninga. Og þá kannski fýrst þessarar hér: Ef það er æskilegt að einstaklingar og fyrirtæki og ríkið sýni af sér nægjusemi og ráðdeild - hvað er það í framgöngu áhrifamanna og samfél-' agsgangvirkinu sjálfu sem stuðlar að því að þær dyggðir verði ofan á? Það er næsta fátt. Við búum í blönduðu hagkerfi sem svo er kallað, sem hefur í stórum dráttum kapítalíska siðu að leiðarljósi og þeir hafa verið að vinna á að undanförnu. Og í reynd er marglofuð nægjusemi óvinur þeirra siða: fyrirtækin vaxa ekki nóg, gróðinn safnast ekki nógu hratt, nema að fólk sé alltaf óánægt með sitt neyslustig, alltaf undir þrýstingi fjölmiðla og auglýsing- aheims um að allir þurfi að breyta og bæta og henda því sem ekki er í tísku og kaupa nýtt strax í gær. Þeir sem eiga landið gefa svo sitt fordæmi með miklum offjár- festingarævintýrum og feiknalega dýru samkrulli sinn- ar einkaneyslu og rekstrar fyrirtækja. Og ríkisstjórnin flýtir fyrir t.d. bílaþrönginni með lækkun aðflutnings- gjalda. Ef við tökum mið af því, að menn vaxa ekki upp í tómarúmi, að hlutur sem liggur í pækli tekur til sín salt, þá er það satt að segja mjög skrýtið að oddvitar borg- aralegra flokka skuli undrast eða hneykslast á því neyslumynstri sem hinn íslenski meðalþegn hefurtekið upp eða stefnir á. Mætti kannski orða það sem svo að ekki farist yfirpúkum að kvarta yfir hitasvækjunni í hel- víti. Vinstrimenn hafa of oft leitt hjá sér þessa spurningu „lifir þjóðin um efni fram?“ Þeir hafa um of ánetjast þeirri hugmynd að í neyslumálum almennings gildi lög- málið því meir þeim mun betra - barasta ef gæðum væri ögn jafnar dreift. Löngu mál til komið að þeir skýri það fyrir sjálfum sér og öðrum, að í neyslumálum verð- um við að velja og hafna - þótt ekki væri nema vegna þess að auðlindir okkar eru ekki óþrjótandi. En hitt er svo Ijóst, að þegar stjórnarflokkarnir allir og þeirra málgögn hefja nú samstilltan söng um þjóðina sem eyðir um efni fram, þá er það pólitískt áhrifabragð nú og hér. Það er vitanlega verið að undirbúa kjaraskerðingar og það verulegar og ódulbúnar. Og þá er nauðsynlegt talið að deyfa gagnrýni manna og mótstöðuafl fyrirfram með því að brýna það fyrir þeim sem oftast, að þjóðin sem slík sé fallin í synd og eigi refsingu skilið. ÁB KLIPPT OG SKORIÐ staklingana þannig að einn er í sterkari stöðu en annar. Jafnréttisstefna hefur því að markmiði að beina kröftum þjóð- félagsins að því að draga úr mis- væginu. Jafnrétti er forsenda frelsis. Frelsi án jafnréttis leiðir til þess að þeir hópar, sem sterk- ari eru, geta styrkt hagsmuni sína. Hér skiptir mestu að þeir hópar, sem verr eru settir, verði studdir umfram aðra með samfé- lagslegum aðgerðum." Og um vinnumarkaðinn segir m.a. í ASÍ-bæklingnum: „Stór hluti kvenna vinnur lágt launuð, einhæf störf. Konur, sem aflað hafa sér starfsmenntunar, hafa flestar leitað inn á sömu svið, t.d. í heilbrigðisþjónustu og kennslu. Einhæfu starfsvali kvenna á vinnumarkaði verður að breyta og brjóta upp hinn kyn- skipta vinnumarkað.“ Það er enn kallað eftir hugar- farsbreytingu, ekki bara hjá körlum og ekki bara hjá konum, heldur í lífssýn þjóðarinnar allrar. ASÍ bendir m.a. á eftirfar- andi leiðir til að styrkja stöðuna í j afnréttisbaráttunni: Margt er ógert enn „Nauðsyniegt er að jafna greiðslubyrði vegna öflunar húsnæðis yfir lengri tímabil. At- huga ber hvort sú stefna, sem ríkt hefur hér á landi og miðar að því að allir búi í eigin húsnæði, þurfi endurskoðunar við ... Endurskoða þarf núverandi kerfi dagvistarmála. Samfélagið verður að fullnægja þörf bama- fjölskyldnafyrirdagvistarrými... Samfelldur skóladagur, mál- tíðir í skólum, námsaðstaða, skóladagheimili, samfellt skóla- hald og lengd skólatíma eru atriði sem þarf að laga að nútíma- þjóðfélagi ... Lengja verður fæðingarorlof og gera foreldrum jafnframt kleift að taka sér viðbótarorlof í tengslum við barnsfæðingar. Hvetja þarf foreldra til að skipta fæðingarorlofi með sér. Sérstaka áherslu þarf að leggja á sveigjan- legan vinnutíma foreldra með ung börn.“ Undrandi og reiðir Margir urðu ákaflega hissa þegar fréttir bárust af því frá kvennaráðstefnunni í Osló að ís- lendingar væru eftirbátar annarra Norðurlandabúa á ýmsum menn- ingarsviðum, og það einkum og sér í lagi á þeim sviðum sem verið hafa helstu baráttumál framsæk- innar kvennabaráttu um hríð. Við erum t.d. áberandi tregir til að leyfa konum að sitja í ýmiss konar nefndum og ráðum sem sí- felldlega þarf að vera að skipa bæði hjá ríki og sveitarfélögum ef leika á samkvæmt reglum nú- tímalýðræðis. Auðvitað getur þetta stafað af því að íslenskir karlar séu hlutfallslega miklu hæfari til nefndastarfa en kyn- bræður þeirra í Skandinavíu og þess vegna vilji þeir alls ekki láta konum eftir sæti sitt. En líklegra er að hér sé bara á ferðinni ósköp gamaldags frekja hjá körlunum og þá einhver skortur á heimtufr- ekju hjá hinu kyninu. En svo voru það barnaheimil- in. Margir hefðu nú getað sætt sig við að einhverjar Norðurlanda- þjóðir hefðu hlutfallslega fleiri barnaheimilispláss en við, jafnvel tvisvar sinnum fleiri. Þetta eru nú einu sinni svo óskaplega ríkar þjóðir! Og er ekki hér alltaf þessi viðvarandi fátækt og eilífi skortur á þessa heims gæðum, eða hvað? Það verður bara að taka því þótt einhverjir standi okkur örlítið framar. Þótt menn brynjuðu sig með gamalkunnum aðferðum urðu samt margir til að hrökkva í kút þegar vitnaðist að Finnar stæðu okkur átta sinnum framar hvað varðar fjölda barnaheimilis- plássa. Þetta var erfiður biti að kyngja fyrir marga íslenska karla sem sátu heima og fylgdust með fréttum. Hvernig skyldi íslensku konunum í Osló hafa iiðið við þessi tíðindi? Alþýðusamband íslands hefur nýverið sent frá sér bækling sem kallast Jafnrétti og ber undirtitil- inn Konur og atvinnulíf. Þar eru birtar tölulegar upplýsingar um atvinnuþátttöku kvenna, laun þeirra miðað við laun karla, vinnutíma og fæðingarorlof svo að eitthvað sé nefnt. Fjölmörg línurit og ýmiss konar stólparit hjálpa til við að draga upp ák- veðna heildarmynd. Niðurstaða hennar er í sjálfu sér ósköp skýr og einföld og kemur kannski ekki mjög mörgum svo afskaplega mikið á óvart: Á vinnumarkaðin- um er í flestum tilfellum mun erf- iðara að vera kona en karl. Verkalýðs- hreyfingin og fjölskyldan í bæklingi ASÍ segir um fjöl- skylduna: „Fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins. Þess vegna þarf að hlúa að fjölskyldunni og tryggja henni möguleika til að gegna hlutverki sínu í síbreytilegu samfélagi. Efnahagslegt öryggi er forsenda jafnréttis. Einstakling- urinn á að geta með vinnu sinni tryggt afkomu sína og þeirra sem hann hefur á framfæri. Með aukinni atvinnuþátttöku kvenna hefur hlutverkaskipan á heimilunum breyst. Karlmaður- inn er ekki lengur eina fyrirvinna fjölskyldunnar og efnahagslegt sjálfstæði kvenna hefur aukist. Rannsóknir sýna hins vegar að þrátt fyrir atvinnuþátttöku kvenna eru heimilisstörfin þó enn að stærstum hluta á þeirra hendi. Þjóðfélagið verður að móta nýja stefnu í fjölskyldumálum í ljósi breyttra viðhorfa og stað- reynda. Þar verður velferð barns- ins og réttur að sitja í fyrirrúmi svo og umönnun aldraðra og sjúkra.“ Eru sumir jafnari? Um jafnrétti segir í ASÍ- bæklingnum: „Krafan um að allir menn séu jafnir felur ekki í sér að stefnt sé að því að allir séu eins. Fjöldi líffræðilegra, sálrænna, félags- legra, menningarlegra og efna- hagslegra atriða aðgreina ein- Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Ámason, Ottar Proppó. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríóur Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrtta- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlftateiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pétursson Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Bjorn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. IJtkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Helgarblöð: 80 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 10. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.