Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 13
—ÖRFRÉTTIR—
Repúblikanar
byrjuöu sitt flokkshúllumhæ í
hinni suölægu borg New Orleans
í gær. 5.000 fulltrúar hvaðanæva
að úr Bandaríkjunum munu
þinga í fjóra daga og útnefna Ge-
orge Bush leiðtoga sinn og for-
setaframbjóðenda flokksins.
Þingmenn kváðu fyrst og fremst
eiga að púrra Gogga greyið svo-
lítið upp og dubba uppá ímynd
hans. Það er kunnara en frá þurfi
að segja að niðurstöður þorra
fylgiskannana benda til þess að
keppinautur Bush um forsetat-
ign, Michael Dukakis, njóti mun
meiri hylli en varaforsetinn sem í
augum fjölmargra er „núll og
nix“.
Þjóðarráð
Palestínumanna, sem er eins-
konar löggjafarsamkunda PLO,
mun koma saman til fundar í lok
þessa mánaðar og mynda út-
legðarstjórn fyrir herteknu svæð-
in í Palestinu. Fundurinn verður
haldinn í Alsír. Þetta kom fram í
máli Bassams Abu Sharifs,
stjórnmálaráðgjafa Jassírs Araf-
ats, í spjalli við íraska ríkisútvarp-
ið í gær.
„Andsovéskum"
mótmælagöngum verður héðan-
ífrá tvístrað. Þetta verður í verka-
hring lögreglunnar samkvæmt
nýjum reglum um hegðan manna
á almannafæri eystra sem tóku
gildi í gær. Samkvæmt þeim
verður að sækja um leyfi fyrir
mótmælaaðgerðum með minnst
tíu daga fyrirvara (!). Það er því til
lítils fyrir Armena að flykkjast útá
götur hundruðum þúsunda sam-
an og krefjast nýrra landamæra
að Azerbædsjan (en mótmæli
þeirra í fyrra mánuði eru talin
helsta orsök þess að nýju regl-
urnar voru settar). Nei, félagar!
Þið verðið að leggja fram umsókn
hyggist þið láta reiði ykkar í Ijós
með þessum hætti og vona jafn-
framt að hún renni ekki af ykkur á
þeim tíu dögum sem líða uns
skriffinnarnir taka ákvörðun.
Alexander Dubcek
fær brátt vegabréf og heimild
stjórnvalda í Tékkóslóvakíu til
þess að ferðast til útlanda,
þ.á .m. til Vesturlanda. Frá þessu
greindu ráðamenn í Prag í gær.
Dubcek var sem kunnugt hæst-
ráðandi í landi sínu fyrir réttum 20
árum og beitti sér fyrir umbótum
af ýmsu tagi og af sama toga og
margfræg perestrojka og glas-
nost. Ef allt fer að óskum mun
Dubcek hleypa heimdraganum í
næsta mánuði og halda til Bo-
lognu á Ítalíu. Þar hefur hann ver-
ið sæmdur heiðursdoktorsnafn-
bót ásamt leiðtoga þeldökkra
manna í Suður-Afríku, Nelson
Mandela.
Lögregla
Suður-Kóreu handtók í gær um
1.200 námsmenn sem hugðust
eiga fund með kollegum sínum
og frændum að norðan. Þetta
gerðist fáeinum klukkustundum
eftir að Roh Tae Woo, forseti
þeirra fyrir sunnan, flutti ræðu í
tilefni sigursins yfir Japönum í
síðari heimsstyrjöld. í henni kom
Roh þeirri frómu ósk sinni á fram-
færi að Kim II Sung, alfaðir þeirra
fyrir norðan, kæmi að máli við sig
hið fyrsta. Það er því greinilegt að
ekki er sama Jón og séra Jón
þegar Suður-Kóreumenn vilja
taka Norður-Kóreumenn tali.
Hæstiréttur Noregs
telur aö það væri alger tímasóun
að taka mál njósnarans Arne
Treholts fyrir að nýju. í þá veru
úrskurðaði dómurinn í gær en
Treholt hafði sótt stíft að fá ný
réttarhöld í máli sínu og fært fyrir
því ýms rök. Kveðst hann aldrei
hafa gengið erinda Sovétmanna
né njósnað fyrir þá, þvert á móti
hafi hann einvörðungu reynt að
bæta samskipti þeirra og Norð-
manna með því að vingast við
sendiráðsmenn að austan. Tre-
holt þarf vart að kynna en hann
var dæmdur í 20 ára fangelsisvist
árið 1985 fyrir njósnir í þágu
Kremlverja.
ERLENDAR FRÉTTIR
Afganistan
Kunduz lýtur
Kabúl á ný
Helmingur sovéska herliðsins kominn heim.
Hekmatjarspáirþvíað Sovétmenn verði allir
á brott fyrr en samið var um í Genf
Najibullah, leiðtogi Afgani-
stans, kvaddi fréttamenn á
sinn fund í gær og skýrði þcim
hróðugur frá því að hermenn
stjórnar sinnar hefðu náð héraðs-
höfuðborginni Kunduz á sitt vald
að nýju. A meðan Najibullah lét
gamminn geisa skullu eldflaugar
uppreisnarmanna til jarðar vítt
og breitt um Kabúl. Þær fréttir
bárust síðar að þær hefðu
grandað sex mönnum hið
minnsta.
Sovéskir hermenn yfirgáfu
Kunduz í öndverðri fyrri viku en
tveim dögum síðar var bærinn á
valdi uppreisnarmanna! Að sögn
vestrænna sendimanna í Kabúl
lögðu skæruliðar til atlögu við
„varnarlið" Kunduz fljótlega
eftir að Sovétmenn voru á brott.
„Verjendurnir“ voru 2 þúsund
talsins og flúðu allir í dauðans of-
boði allnokkru áður en fjendurn-
ir komust í augsýn!
En Najibullah sendi þá til baka
og góðan liðstyrk í ofanálag. Eftir
harða bardaga í nokkra daga
heimti stjórnarherinn bæinn úr
höndum skæruliða. „Uppreisnar-
menn hafa verið þurrkaðir út úr
Kunduz. Kunduz er nú á valdi
Afganistanhers,“ sagði höfuð-
paur Kabúlstjórnarinnar í gær.
Tass fréttastofan í Moskvu
greindi frá því í gær að helmingur
sovéska herliðsins, 50 þúsund
manns, væru á brott frá Afganist-
an. Sem kunnugt er var kveðið á
um það í Genfarsáttmála Afgana
og Pakistana frá því í apríl að
þessum áfanga skyldi náð áður en
degi hallaði þann 15. ágúst.
I íslamabad, höfuðborg Paki-
Götumynd frá Rangún. Þar var allt með ró og spekt í gær.
Burma
Logn á undan
stormi?
Námsmenn bíða átektaþvínú eiga valdsherr-
arnir leik. Leggiþeir ekki einrœðifyrir róða
og stuðli að lýðrœðifer allt í bál og brand
Námsmenn hafa sem kunnugt
er verið í fylkingarbrjósti
uppreisnarhreyflngarinnar í
Burma undanfarnar þrjár vikur.
Þeir juku mönnum kjark með
fordæmi sínu og blésu í glæður
óánægju og gremju alþýðu
manna. Fyrr en nokkurn varði
logaði landið í mótmælum, hin
dagfarsprúða þjóð sýndi mátt
sinn og megin með því að draga
tvo einræðisherra niður úr valda-
stólum, hinn þaulsetna Ne Win og
hinn skammvinna Sein Lwin.
Eftir fall Lwins „skall“ kyrrðin
á jafn snögglega og uppreisnin
fyrr, en erlendir sendiráðsmenn í
höfuðborginni, Rangún, fullyrtu
í eyru fréttamanna í gær að lognið
nú kæmi vísast á undan stormi
enn frekari mótmæla. Höfðu þeir
eftir forystumönnum náms-
manna að þeir hygðust efna til
friðsamlegra andófsaðgerða víðs-
vegar um landið á morgun, mið-
vikudag, og krefjast þess að
landslýður fengi að hafa hönd í
bagga með landsstjórninni. I stað
einræðis eða flokksræðis (svo-
nefnds sósíalistaflokks) yrði að
koma lýðræði.
Á morgun fundar herforingja-
og flokksbroddaklíkan sem situr
yfir hlut manna í Burma. Er haft
fyrir satt að hún muni útnefna
einhvern úr sínum hópi í embætti
formanns sósíalistaflokksins og
ríkisleiðtoga. Hver „hnossið“
hneppi er gersamlega á huldu að
sögn sendiráðsmanna að vestan.
En námsmenn hafa ekki í
hyggju að láta staðar numið fyrr
en gerðar hafa verið róttækar
breytingar á stjórnarfari öllu í
Burma. Á fimmtudag og föstu-
dag þinga fulltrúar á lögjafarsam-
kundunni með forystumönnum
flokksins. Námsmenn segja að
verði ekki undinn bráður bugur
að því að færa stjórnkerfið í nú-
tímalegt horf og boðað til frjálsra
kosninga innan hálfs árs fari allt í
bál og brand á nýjan leik í
Burma.
Reuter/-ks.
Þrlöjudagur 16. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Sovéskir hermenn á heimleið frá Afganistan. Helmingur, 50 þúsund,
kominn heim.
stans, kvaddi sér hljóðs af þessu
tilefni Gulbuddin nokkur Hek-
matjar en hann er einn af forystu-
mönnum uppreisnarhreyfingar-
innar. í gær var Hekmatjar venju
fremur fáorður um hermdarverk
Sovétmanna en benti á að þeir
hefðu fram að þessu hagað
heimflutningi herliðsins með öðr-
um hætti en ráð var fyrir gert í
Genf.
Þar hefðu fulltrúar Kremlverja
staðhæft að herfylking þeirra í
Afganistan yrði smátt og smátt
þynnt með þeim hætti að fáeinir
dátar úr hverri herdeild yrðu
sendir heim. Raunin hafi hins-
vegar orðið sú að allir sovéskir
hermenn í átakahéruðum austurs
og suðurs hefðu verið fluttir heim
fyrst. Kremlverjar vildu sem sagt
umfram allt forðast frekara
mannfall og því væru afganskir
stjórnarhermenn víða skildir eftir
á köldum klaka. Hekmatjar klyk-
kti út með því að spá því að Sovét-
menn lykju heimkvaðningu her-
liðs síns áður en þeim væri það
skylt samkvæmt Genfarsamn-
ingnum.
Reuter/-ks.
DAGVIST BARIVA
FORSTÖÐUMENN
Stöður forstöðumanna við eftirtalin
heimili eru laus til umsóknar.
Leikskólinn
Árborg — Hlaðbæ 17
Skóladagheimilið
Völvukot — Völvufelli 7
Skóladagheimilið
Langholt — Dyngjuveg 18
Fóstrumenntun áskilin!
Upplýsingar veita umsjónarfóstrur og fram-
kvæmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu eða í síma
2 72 77.