Þjóðviljinn - 16.08.1988, Síða 16
—SPURNINGI>P-|
Óttastu kjaraskerðingu í
kjölfar væntanlegra efna- |
hagsráðstafana
Friðrik Þorsteinsson
húsasmiður:
Já, ég held að það verði afar mis-
jafn árangur af niðurfellingarleið-
inni. Þeir lægst launuðu fara
verst útúr því og ég er hræddur
um að launabilið breikki. Satt
best að segja hef ég meiri trú á að
af tvennu misvondu sé réttara að
velja gengisfellingu en niðurfell-
ingu.
Elín Einarsdóttir
kennsluráðgjafi:
Já, ég er viss um að það verði
kjaraskerðing í kjölfar þeirra leiða
sem sagt er að menn standi
frammi fyrir nú. Þessi stjórn kann
engin ráð við þeim vanda sem að
efnahagslífi þjóðarinnar steðjar
og því er ég hrædd um að hún
steyþi því í voða.
Hulda Guðmundsdóttir
gjaldkeri:
Það er náttúrlega óhjákvæmilegt
að það verði kjararýrnun í kjölfar
þeirra. Við erum búin að eyða
öllu okkar fyrir lifandi löngu svo
því hlýtur einhvern tíma aö koma
að skuldadögum.
skiþstjóri:
Já, ég held það hljótist örugglega
kjaraskerðing af þeim, það verð-
ur víst ekkert komist hjá því. Ég
held það verði að viðurkennast
að stjórnvöld ráða bara ekkert við
ástandið í landinu.
rannsóknamaður:
j Nei, það er ekki hægt að segja aö
I ég óttist kjaraskerðingu. Þó hún
] hljótist af þeim aðgerðum sem
; eru í vændum þá geri ég ekki ráð
! fyrir að hún þurfi að koma neitt
; sérlega iila við mig. Ég ræð mér j
. það mikið sjálfur.
Guðjón Magnússon, formaður Rauða krossins og Aidan Prior framkvæmdastjóri Sþort Aid 88 samtakanna í Evróþu með þátttökunúmerin
sem seld verða fyrir hlauþið. Mynd Ari
, Heimshlaup ‘88
I þágu bama um allan heim
þJÓÐVIUINN
Þrlðjudagur 16. áflúst 182. tðlublað 53. ároangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
20-30 milljónir manns munu taka þátt í hlaupinu. Vekja athygli á
bágum aðbúnaði barna víða um heim
Sunnudaginn 11. september
verður hlaupið um alian heim í
þágu barna. Gert er ráð fyrir að
milli 20 til 30 milljónir manna í
124 löndum muni taka þátt í
hlaupinu. Sjónvarpað verður
beint frá 23 borgum á meðan á
hlaupinu stendur og er Reykjavík
ein þessara borga.
fram með sölu á þátttökunumer-
um sem hver og einn hlaupandi
um allan heim getur fengið og
verða slík númer seld á 200 krón-
ur.
80 prósentum af söfnunarfénu
verður varið til barnahjálpar er-
lendis og verður fénu ráðstafað í
gegnum „Child Alive“ verkefni
Alþjóða Rauða Krossins sem
berst gegn barnadauða af völdum
niðurgangs og barnasjúkdóma.
20 prósent renna hins vegar til
aðstoðar innanlands til Rauða-
krosshússins í Tjarnargötu þar
sem sérstök áhersla verður lögð á
fíkniefnavarnir meðal barna og
unglinga.
Hlaupið verður ræst við bygg-
ingu Sameinuðu þjóðanna í New
York að viðstöddum tveim börn-
um frá hverju landi en enn hafa
fulltrúar íslands ekki verið vald-
ir.
Arnarvarp
18 ungar
úr hreiðrum
Tilgangur hlaupsins er að safna
fé til aðstoðar bágstöddum börn-
um víða um heim og jafnframt að
vekja fólk til umhugsunar á þeim
ömurlega aðbúnaði sem milljónir
barna búa við í heiminum í dag en
talið er að hátt í 15 milljónir
barna deyi árlega af völdum ým-
issa sjúkdóma sem hægt væri að
koma í veg fyrir með tiltölulega
einföldum hætti.
Það eru Sport aid samtökin
sem standa að þessu hlaupi en
þau stóðu einnig að sams konar
hlaupi fyrir tveimur árum. Rauði
kross íslands og Frjálsíþrótta-
samband íslands sjá um skipulag
og framkvæmd Heimshlaupsins
hér á landi. Markmiðið er að fá
sem flesta með, sérstaklega börn
og unglinga og geta þátttakendur
hvort sem er hlaupið eða gengið,
10 km., 4 km. eða jafnvel styttra.
Fjáröflun fer fyrst og fremst
Um þessar mundir eru 18 arn-
arungar að verða fleygir úr 12
hreiðrum. Auk þess er vitað með
vissu um 32 arnarpör sem annað
hvort urpu ekki eða að varpið
misfórst af einhverjum orsökum,
en örninn er mjög viðkvæmur
varpfugl og verði hann fyrir
styggð t.d. af völdum hávaða, er
mikil hætta á þvi að varpið eyði-
leggist.
Sést hefur til stakra arna öðru
hvoru, meðal annars sást til
tveggja undir Eyjafjöllum en
tveir dauðir emir hafa fundist.
Talið er að stærð arnastofnsins
geti verið eithvað á annað hundr-
að fuglar en þeim hefur farið fjöl-
gandi undanfarin ár og út-
breiðslusvæði þeirra stækkað.
Síðast liðin 10 ár hafa 3 nýjar sýsl-
ur bæst við útbreiðslusvæði arn-
arins.
iþ