Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 5
INNSYN Hninadansinn hafinn Komið að uppgjöri. Hverjir eiga að borgafyrir „frjálshyggjuveislu“ liðinna ára? Áframhaldandi vaxtaokur ogkauprán eða uppstokkun á fjármagnsmarkaðinum? Oskalistur forstjóranefndar ríkisstjórnarinnar eru nú óðum að fæðast. Þetta eru ekki óskalistar um kreppulán og niðurfeliingu gjalda, þetta eru ekki heidur óskalistar um traust atvinnulíf um allt land, lækkun vaxta og mannsæmandi kjör. Nei, þetta eru óskalistar um „hæfi- legt“ atvinnuleysi, stórfellt kauprán og auknar vaxtabyrðar á húsnæðiskaupendur og byggj- endur. Óskalistar um uppgjör og gjaldþrot þúsunda heimila í landinu. Forstjóranefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni skuli launafólk borga þá ijallháu reikninga sem ófreskja frjálshyggjunnar hefur hlaðið upp í atvinnufyrirtækjunum, í skjóli okurvaxtastefnu stjórn- valda. Enn á ný skal reikningur- inn borgaður með stórfelldu kaupráni, á meðan hin nýja eigna- og valdastétt í landinu velt- ir sér upp úr gróða vaxtaokurs- ins, sem að sjálfsögðu skal áfram vera undanþeginn öllum sköttum. Heimatilbúin efnahagskreppa Þjóðin býr við stórfellda kreppu í efnahagsmálum. Hún þekkir slíkar kreppur í gegnum söguna: hrun í síldveiðum, loðn- uveiðum og þorskafla, stórfelldar olíuverðshækkanir og verðhrun á erlendum mörkuðum. Sú kreppa sem við okkur blasir í dag, er hins vegar ný af nálinni. Við búum við heimatilbúna efnahagskreppu. Kreppu í at- vinnulífinu á mesta góðæristíma. Kreppu heimilanna í landinu í einu besta árferði sem þekkst hefur hérlendis. Kreppu sem á upphaf sitt og endi í þeim frjáls- hyggjudraumi ríkisstjórna Stein- gríms Hermannssonar og Þor- steins Pálssonar sem nú er óðum að snúast uppí martröð. Hrundans frjálshyggjunnar er hafinn. Afleiðingar blindrar trú- ar postula frjálshyggjunnar blasa nú við öllum. Það eni ekki bara fyrirtæki forstjóranna um allt land, líka í Reykjavík, sem eru að fara á hausinn. Hjá vel flestum landsmönnum sýnir heimilisbók- haldið stórfelldan „greiðslu- halla“ og „skuldasöfnunin" er orðin meiri en nokkur launamað- ur ræður við. Gjaldþrot blasir við þúsundum heimila með sama á- framhaldi og er þegar orðin staðreynd hjá hundruðum fjöl- skyldna í landinu. Þegar að frjálshyggjuófreskju íhalds og framsóknar var sleppt lausri í vísitölu- og vaxtaokur árið 1983, var trúin á „frelsi fjárm- agnsins“ blind hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Sú blinda hefur í engu minnkað og síst eftir að Jón- ar og Jóhönnur Alþýðuflokksins tóku að sér að tryggja áframhald- andi forgang fjármagnsins fram yfir fólkið í landinu. Það alvarlegasta er, að blindan er enn söm við sig, þó að stað- reyndir og afleiðingar þessarar hrunstefnu blasi hvarvetna við. Lítum á nokkur dæmi. Sexföldun nauö- ungaruppboöa Árið 1982 voru raunvextir á ís- landi 2,5%. í dag eru þeir 9,5% og hafa nær fjórfaldast á örfáum árum. Raunvextir á okurmarkað- inum, sem nú er orðinn löglegur og skattfrjáls með öllu, er á bilinu 12-20% samkvæmt nýjustu auglýsingum verðbréfamiðlara. Arið 1983 voru beiðnir um gjaidþrot hjá Skiptaráðandanum í Reykjavík samtals 250, en fjór- um árum síðar, eftir fyrsta kjör- tímabil frjálshyggjunnar, hafði þeim fjölgað í 1163. Höfðu nær fimmfaldast á fjórum árum. Árið 1983 þegar frjálshyggjan hélt innreið sína í íslenskt efna- hagslíf, voru bókfærð nauðung- aruppboð hjá Borgarfógetanum í Reykjavík samtals 101. í fyrra voru nauðungaruppboðin hjá sama embætti samtals 355. Höfðu nær fjórfaldast á fjórum árum. Það sem af er þessu ári eru gjaldþrotin orðin jafnmörg og á öllu árinu í fýrra. Það gera um 50 nauðungaruppboð á mánuði eða tvö nauðungaruppboð í höfuð- borginni hvern virkan dag ársins. Með sömu þróun verða nauðung- aruppboðin í Reykjavík á þessu ári ekki 355 eins og í fyrra heldur 600. Nær helmingi fleiri en í fyrra og sex sinnum fleiri en árið sem frjálshyggjan hélt innreið sína í efnahagslíf þjóðarinnar. Vaxtabyrði húsnæð- islána tvöfölduð Hverjar eru svo kreppulausnir forstjóranna? Jú, skerða launin og hækka vextina á húsnæðislán- unum. Hrunið skal verða algert. Enn sem fyrr er það fjármagnið sem er í forsæti, fólkið, allur al- menningur í landinu sem enn hef- ur getað bjargað sér og fjöl- skyldum sínum undan gjaldþroti skal fá að standa undir gjaldþroti frjálshyggjunnar. Hvað þýða þær tölur sem nefndar hafa verið um hækkun raunvaxta á húsnæðislánum fyrir þá sem greiða af slíkum lánum? Hækkun raunvaxtanna um helm- ing úr 3,5% í 7% sem heimildir herma að ríkisstjórnin ætli að verði að veruleika, er slíkt rot- högg fyrir íbúðakaupendur og -byggjendur að engu tali tekur. Vaxtabyrgði af miljón króna húsnæðisstjórnarláni í dag miðað við 3,5% raunvexti, er 35 þúsund krónur á ári eða tæpar 3000 kr. á mánuði. Miðað við 7% raunvexti tvöfaldast vaxtabyrgðin og verð- ur ekki 35 þúsund krónur á ári heldur 70 þúsund krónur og mán- aðarvaxtagreiðslan ekki 3000 kr. heldur tæpar 6000 kr. Þar fyrir utan standa verðbætur sem eru miðaðar við lánskjaravísitölu og hrein afborgun af láninu. Sé miðað við 3,5 miljón króna lán sem er hámarkslán til nýbygg- inga og verkamannabústaða verður útkoman enn hrikalegri. Vaxtabyrgðin miðað við 3,5% raunvexti af síku láni er í dag 122.500 kr. á ári eða 10.208 kr. á mánuði. Tvöföldun raunvaxta uppí 7% eins og ríkisstjórnin er með á prjónunum, þýðir að vaxtabyrgin á árinu fer uppí 245.000 kr. og mánaðarafborgun vaxtanna einna verður rúmar 20.400 kr. Hver borgar herkostnaöinn Á sama tíma og þjóðin er að kikna undan vaxtaoki frjáls- hyggjunnar er læknisráð forstjór- aráðherra ríkisstjórnarinnar að auka enn við vaxtaokrið. Ríkis- stjórnin og ráðgjafar hennar boða áframhaldandi vaxtafrelsi og okur, uppgjör og gjaldþrot at- vinnurekstrarins þar sem lands- byggðin verður sett á aftökupal- linn, kauprán almennra launþega og áframhaldandi skattfrelsi fjár- magnseigenda. Það er um þessi þrjú megin- atríði sem uppgjörið á hruni frjálshyggjustefnunnar snýst um. Hver á stefnan að vera í vaxta- málum, þróun atvinnulífsins og hver á að borga herkostnaðinn af frjálshyggjunni? Vaxtalækkun og okurskattar Á fjölmennum fundi sem Al- þýðubandalagið boðaði til í Kóp- avogi sl. fimmtudagskvöld, skýrðu þau Ólafur Ragnar Grímsson, Svanfríður Jónasdótt- ir og Svavar Gestsson þær leiðir sem Alþýðubandalagið vill að farnar verði út úr þessum hrund- ansi frjálshyggjunnar. í stað hækkunar raunvaxta verði þeir þegar með lagaboði lækkaðir niður í 3%. Lánskjara- vísitalan verði afnumin og af- borganir lána bundnar þess í stað við vísitölu kauptaxta. Tryggð verði afkoma sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja m.a. með því að breyta áhvílandi lánum op- inberra sjóða í nýtt hlutafé í fyrir- tækjunum og auka þannig eigið fé fyrirtækjanna um leið og létt er áskuldasúpunni. Starfsmenn við- komandi fyrirtækja hafi umráð- arétt yfir þessum nýja hlut enda opinberir <jóðir almannaeign. í stað lögþvingaðrar kaup- lækkunar og gengisfellingar verði þeir aðilar sem hafa makað krók- inn í vaxtaokrinu, hin nýja eigna- og valdastétt landsins sem hefur framfæri sitt af skattlausum arði vaxtafrelsisins, látin borga reikningana að þessu sinni. Barátta um framtíöina Það er tekist á um það þessa dagana, hvort stjórna á landinu í þágu fólksins eða fjármagnsins og þeirra sem eiga fjármagnið. Sú barátta snýst ekki um einhverjar fáar krónur í launaumslagi heldur um möguleika okkar til að lifa og framfleyta fjölskyldum okkar. Hvernig samfélagi við viljum lifa í og hvaða framtíð við viljum skapa börnum okkar. Þetta er barátta um það hver eigi að borga fyrir skipsbrot frjálshyggjunnar. Nú er komið að þeim sem bera ábyrgðina og hafa setið að arðinum af okrinu að greiða sinn toll. Við höfum þegar borgað nóg fyrir þetta dýrkeypta frjálshyggjuævintýri á liðnum árum. Lúðvík Geirsson Laugardagur 20. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.