Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.08.1988, Blaðsíða 10
Kennarar athugið Okkur vantar kennara í almenna kennslu við Grundaskóla á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir skóla- stjóri, Guðbjartur Hannesson, í vinnusíma 93- 12811 og heimasíma 93-12723. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólinn verður settur 31. ágúst kl. 13. Stundatöflur haustannar verða afhentar gegn greiðslu 3000 króna innritunargjalds. Nýnemar fá töflurnar 30. ágúst kl. 13 en eldri nemar 31. ágúst að lokinni skólasetningu. Innritað verður í öldungadeild 24. og 25. ágúst kl. 17-19.30. Skólagjald í öldungadeild, 7.400,- kr. greiðist við innritun. í boði er kennsla til stúd- entsprófs á öllum námsbrautum skólans. Kennt er eftir kl. 17.30 mánudaga til föstudaga. Rétt til náms í deildinni hafa allir sem náð hafa tvítugs- aldri. Nýir kennarar eru boðaðir til fundar 26. ágúst kl. 10. Almennur kennarafundur verður sama dag kl. 13. Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild skv. stundaskrá 1. september. Rektor jij ÐAGVIST BABIMA FÓSTRUR, ÞROSKAÞJÁLFAR, ÁHUGASAMT STARFSFÓLK! Dagvist barna Rej'kjavik óskar eftir starfsfdlki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. I il greina konia hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistar- heimila. VESTURBÆR — MIÐBÆR Cra*naborf» Kiríksgötu 2 ■s 1 44 70 Haj»aborj» Fornhaga 8 s 1 02 68 Hamraborg v/Grænuhlíð s 3 69 05 Laufásborg Laulásveg 53 s 1 72 19 Múlaborj; v/Arnníla ■s 68 51 54 Njálsborg Njálsgötu 9 s 1 48 60 Nóaborjí vStanj»arholt 11 «s? 2 95 95 Skáli kapplaskjólsvegi 1 76 65 Tjarnarborj; Tjarnargötu 33 3 I 57 98 Valhöll Suðurgötu 39 s 1 96 19 Vesturborj» Hagamel 32 AUSTURBÆR Árborg lllaðbæ 19 32 Brákarborg v/Brákarsund s 3 47 48 Dyngjuborg Dyngjuvegi 18 s 3 11 35 Foldaborg Frostafold 33 •Sé 67 31 38 Holtaborj* Sólheimum 21 32 3 14 40 Sunnuborg Sölheimiim 19 32 3 63 85 BREIÐHOLT Arnarborg Maríubakka 1 s 7 30 90 Bakkaborg v/Blöndubakka s 7 12 40 Fálkabor^ Fálkabakka 9 s 7 82 30 Fellaborj» Viilvufelli 9 “32 7 26 60 Hálsaborg Hálsa.seli 27 32 7 83 60 Hálsakot Hálsaseli 29 32 7 72 75 Hraunborg Hraunbergi 12 32 7 96 00 Hraunkot Hraunbergi 16 32 7 83 50 Iðuborg lðufelli 32 7 96 89 Leikfeli Æsufelli 4 32 7 30 80 Seljaborg v/Tungusel 32 7 66 80 Suðurbore v/Suðurhóla 32 7 30 23 Ösp/Sérdeild Asparfelli 10 ■& 7 45 00 Ösp/Alm.deild Asparfelli 10 & 7 45 00 Útvegsbankinn „Venjuleg Tímalygi“ Guðmundur Hauksson bankastjóri: Grund- völlurfyrir vaxtalœkkun þegar verðbólgan er á niðurleið Nú þegar verðbólgan er á nið- urleið er kominn grundvöllur fyrir vaxtalækkun og það er bara venjuleg Tímalygi að Útvegs- bankinn ætli sér ekki að vera með öðrum bönkum og sjóðum í því að lækka vextina," sagði Guð- mundur Hauksson bankastjóri Útvegsbanka fslands hf. við Þjóðviljann. í forystugrein dagblaðsins Tímans í gær var því haldið fram að Útvegsbankinn ætlaði ekki að fylgja öðrum bönkum og sjóðum í að lækka vexti á skuldabréfum sínum heldur fara sínar eigin leiðir í þeim efnum. „Hins vegar má það koma fram að við vorum seinni en aðrir til að ákveða okkur í þessu máli, en al- veg fráleitt að við ætlum ekki að vera með,“ sagði Guðmundur Hauksson bankastjóri. -grh Námskeið „Samskipti foreldra og bama“ Bráðlega fara af stað hjá „Sam- skiptum, fræðslu og ráðgjöf s.f.“ haustnámskeið fyrir foreldra sem áhuga hafa á bættum samskiptum við börnin sín. Slík námskeið hafa verið haldin undanfarin 2 ár og hafa rúmlega 200 foreldrar sótt þau. Á námskeiðunum sem eru haldin frá kl. 20.00 - 23.00 eitt kvöld í viku í 8 vikur, er mark- miðið að kynna fyrir foreldrum ákveðnar aðferðir sem geta hjálpað til að eiga góð samskipti við aðra, sérstaklega innan heimilisins. Um er að ræða kynn- ingu á aðferðunum, en þó sér- staklega umræður, verkefni, og æfingar sem hjálpa foreldrum til að geta notað þessar aðferðir. Leiðbeinendurnir sem báðir eru starfandi sálfræðingar, hafa sótt námskeið dr. Thomasar Gor- dons, forseta Effectiveness Tra- ining Inc. í San Diego, Banda- ríkjunum. Byggjast námskeiðin á hugmyndum hans, en ein bóka hans, „Samskipti foreldra og barna: að ala upp ábyrga æsku“ hefur komið út á íslensku hjá Al- menna bókafélaginu. Fyrsta námskeiðið hefst þann 12. september og er skráning þegar hafin. Hægt er að fá allar frekari upplýsingar og skrá sig í símum 62 11 32 og 8 28 04. Norrænt tœkniár Opið hús á Hvanneyri í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verða Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, með opið hús á Hvanneyri, sunnudaginn 21. ágúst, klukkan 13 - 17. Þarna verður kynntur bæði gamli og nýi tíminn í landbúnaði, dýrasýning verður fyrir börnin og léttar veitingar verða á boðstól- um. Þetta er tiivalinn sunnudags- bíltúr fyrir fjölskylduna og allir eru hjartanlega velkomnir. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Vistunarheimili óskast fyrir væntanlega nemend- ur skólaáriö 1988-89. Nánari upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag hjá félagsráðgjafa í síma 689740 fyrir hádegi. Kennarar íþróttakennara vantar að Höfðaskóla, Skaga- strönd, auk kennara til almennrar kennslu. Hlunnindi í boði. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 95-4800 og formaður skólanefndar í síma 95-4798. FJðLBRALmSXÓUWi BREJÐHOIII Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóia Fjölbrautaskólans í Breiðholti ferfram dagana 29., 30. og 31. ágúst í húsakynn- um skólans við Austurberg kl. 17.00-20.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja námsáfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráðgjöf er veitt innritunardagana. Nemendur þurfa að hafa persónuskilríki tiltæk við innritun. Skólagjöld á haustönn 1988 eru kr. 7.200.- og auk þeirra greiðast efnisgjöld í verklegum áföng- um. Sími skólans er 75600. Skólameistari NÖLBRAIinSXðUNN BREIOHOUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjöl- brautaskólans í Breiðholti fer fram 29., 30. og 31. ágúst kl. 17.00-20.00 í húsakynnum skólans við Austurberg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti verður settur í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, fimmtudaginn 1. september kl. 9.15 árdegis og eiga nýnemar dagskólans að koma á skólasetninguna. Allir nemendur dagskóians fá afhentar stunda- skrár fimmtudaginn 1. september kl. 10.00- 12.30. Námskynning fyrir nýnema kvöldskólans verður fimmtudaginn 1. september kl. 18.00-12.00 en dagskólans 2. september kl. 9.00-14.00. Almennur kennarafundur verður 1. september kl. 10.30-12.00. Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla mánu- daginn 5. september skv. stundaskrá. Skólameistari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.