Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR I Ólympíuleikar Ráðherrar til Seoul Fjármagnsmarkaðurinn ttarlega úttekt strax Matthías og Birgir œtla aðfara. Óvísthvortfleiri bætast í hópinn Tæpur fimmtungur ríkis- stjórnarinnar ætlar að vera við- staddur ólympíuleikana í Seoul í næsta mánuði. Ráðherrarnir Birgir ísleifur Gunnarsson og Matthías Á. Mathiesen hafa þegar ákveðið að fara til Seoul og ekki er loku fyrir það skotið að fleiri ráðherrar fylgi þeim í austurveg. Birgir fer utan með ólympíu- liðinu 11. september og Matthías ætlar að sitja fund alþjóða hand- knattleikssambandsins sem hald- inn verður í tengslum við leikana. Ekki var hægt að fá upplýst á skrifstofu HSI í gær hvort sam- bandið eða ríkissjóður stæðu straum af för ráðherrans. EfnahagsnefndAlþýðubandalagsins: Sett verði bráðabirgðalögsem tryggi ítarlega skoðun á fjármálafyrirtækjum. Jóhannes Nordal: Réttur bankaeftirlits takmarkaður Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins sendi Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra bréf í gær þar sem þess er krafist að þegar verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að bankaeftirlitið geti framkvæmt ítarlega skoðun á starfsemi allra fjármálafyrir- tækja. Tengsl þeirra við önnur fyrirtæki verði sérstaklega skoðuð með tilliti tU öryggis þess fjár sem þau hafa fengið tU ávöxt- unar. Efnahagsnefndin leggur til að sett verði bráðabirgðalög sem veiti bankaeftirlitinu nauðsyn- legar heimildir til að skoða starf- semi fjármálafyrirtækja. Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri segir að bankaeftirlitið hafi takmark- aðan rétt samkvæmt núgildandi lögum til að fylgjast með þessari starfsemi, en Jóhann Alfreðsson lögfræðingur bankaeftirlitsins segir það hafa víðar heimildir til eftirlits. Til að bankaeftirlitið fái nauðsynlegar heimildir verði sett bráðabirgðalög strax í þessum mánuði. Með þeim ætti að banna að fjármálafyrirtækin safni með beinum eða óbeinum hætti eign- araðild í öðrum og óskyldum at- vinnurekstri. Efnahagsnefndin segir hættulegt að bíða í marga mánuði eftir nýrri löggjöf sem tryggi bankaeftirlitinu nauðsyn- legar heimildir. Undirbúningi að víðtækri löggjöf verði hraðað og samstarfsnefnd allra þingflokka verði skipuð strax svo tryggt sé að Alþingi geti í upphafi þings sett ný lög. í»á verði sett á fót ráðgjaf- arþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem orðið hafa fyrir barðinu á okurlánastarfsemi. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði í Tímanum á laugar- dag að bankaeftirlitið hefði mjög takmarkaðan rétt til að fylgjast með starfsemi fjámögnunarfyr- irtækjanna. Ef aðhald ætti að koma til væri nauðsynlegt að skil- greina rétt eftirlitsaðilans. í samtali við Þjóðviljann sagði Jóhann Alfreðsson lögfræðingur hjá Seðlabankanum að bankaeft- irlitið hefði mjög víðar lagaheim- ildir til eftirlits með fjármögnu- narfyrirtækjunum. „Við eigum og höldum uppi eftirliti með öllum sjóðunum en ég sé ekki á- stæðu til að tjá mig um hvernig því er háttað, við gerum það ekki varðandi okkar starf,“ sagði Jó- hann. En verður bankaeftirlitið vart við það í sínu eftirliti ef einhver sjóður getur ekki staðið við skuldbindingar sínar? „Væntan- lega gæti það gert það. En við eigum fyrst og frernst að fylgjast með því að sjóðirnir starfi eftir þeim lögum sem gilda um þeirra starfsemi," sagði Jóhann. Eflaust mætti bæta lögin enda væri unnið að endurskoðun á þeim. Þetta væru fýrstu lög sinnar tegundar hér á landi og því ekki óeðlilegt að þau þyrftu endurskoðunar við. -hmp Landsliðsmenn og söngvarar hampa nýju plötunni ásamt útgefanda og dyggum stuðningsmann. Mynd-Ari Handboltamenn Á plötu ogbandi Handboltalandsliðið okkar hefur haft í ýmsu öðru að snúast síðustu vikurnar en æfa fyrir ól- ympíuleikana í Seoul. Hljóm- plötupptaka og kvikmyndaleikur hefur einnig tekið sinn tíma. Um síðustu helgi kom út fyrsta hljómplata liðsins sem inniheldur baráttusönginn, „Gerum okkar besta“ eftir Stuðmanninn Valgeir Guðjónsson. Upptakan var fest á filmu af Saga Film og er myndbandið nú tilbúið til sýningar. ísafjörður Fylgiskönnun Framsókn frammúr Kvennó Ný könnun Skáíss og Stöðvar tvö: Kvennafylgifrá Kvennalista og Sjálfstœðisflokki til Framsóknar Framsókn er á miklu flugi sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Skáíss og Stöðvar tvö, og virðist flokkurinn einkum hafa unnið á meðal kvenna síðan I samsvar- andi könnun i júlí, en Sjálfstæðis- flokkur og Kvennalisti tapað kvennafylgi. Niðurstöður komu fram f fréttum Stöðvarinnar í gær, en könnunin var gerð á föstudag og laugardag. Litlar breytingar eru á gengi A- flokkanna, Alþýðuflokkur tapar heldur og Alþýðubandalag vinn- ur aðeins á. Borgarar hressast ögn eftir hraklega útreið síðast. Fylgi flokkanna í könnuninni er þetta (fylgi í ágústkönnun og kjörfylgi í fyrra í sviga): Alþýðu- flokkur 10,6% (10,9-15,2), Framsóknarflokkur 24,4 (20,3- 18,9), Sjálfstæðisflokkur 30,5 (32,8-27,2), Alþýðubandalag 9,4 (9,0-13,3), Borgaraflokkur 3,0 (0,9-10,9), Kvennalisti 21,2 (23,3-10,1). Þjóðarflokkur fékk 1,0 en Flokkur mannsins fékk engan stuðning. I niðurstöðum könnunarinnar er svörum skipt eftir ky ni, og þeg- ar þau svör eru borin saman við júlíkönnun virðast fylgisbreyt- ingarnar fyrst og fremst ráðast af breyttri afstöðu kvenna. Breytingar eru litlar hjá Al- þýðuflokki (12,7% karla, 8,1% kvenna) og Alþýðubandalagi (10,9% karla, 7,6% kvenna), en þeim mun meiri hjá Kvennalista, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Sjálfstæðisflokkur hafði í júlí 32,8% karla, nú 33,5%, áður Mýju bflnúmerin fara að sjást á bflum um mánaðamótin september-október. Að sögn Hauks Ingibergssonar fram- kvæmdastjóra Bifreiðaeftirlitsins er nokkurra mánaða undirbún- ingi fyrir breytinguna senn lokið og hefur hann gengið vel. Númer hermanna á Miðnesheiði verða aðgreind frá öðrum númerum með sérstökum lit og sama gildir 32,8% kvenna en nú 26,5%, - virðist hafa unnið örlítið á meðal karla en tapað um 6% meðal kvenna. Kvennalisti hafði júlí 13,7% karla og 35,4% kvenna, nú 14,9% karla og 28,6% kvenna, - virðist hafa unnið á meðal karla en tapað næstum 7% meðal kvenna. um bfla diplómata í sendiráðum. Þá verða númer tollbifreiða einn- ig með sérlit. Númerin verða smíðuð á Litla- Hrauni en yfirvöldum er skylt að útvega föngum vinnu samkvæmt lögum og á það sér fyrirmyndir erlendis að fangar smíði bflnúm- er. Þrír mismunandi bókstafir geta verið á bflum af Keflavíkurflug- Framsóknarflokkurinn virðist vera áfangastaðurinn, í júlí með 22,8% karla og 17,2% kvenna en nú 24% karla og 25,4% kvenna, unnið aðeins á í karlahóp og bætt sig um 8,2% meðal kvenna. Rúm 36% spurðra tóku ekki afstöðu, um 30% af körlum og 42% kvenna, svipað og í síðustu könnun Stöðvarinnar og Skáíss. velli. Einkabflar hermanna og starfsmanna hersins bera númer með einkennisstöfunum JO. Bif- reiðar íslenskra starfsmanna á Vellinum bera bókstafinn J en bflar í eigu hersins eru auðkenn- dir með VL. Bflar á VL númerum eru ekki skráðir hjá bifreiðaeft- irlitinu þannig að ekkert opinbert eftirlit er með ástandi þeirra bfla. -hmp Fokker lent á einum hreyfli í gærkvöldi var áætlunarvél frá Flugleiðum snúið aftur til lend- ingar á ísafjarðarflugvelli vegna bilunar í hreyfli og tókst hún vel þó aðeins annars hreyfilsins nyti við. Bilunarinnar varð vart skömmu eftir flugtak er viðvör- unarljós kviknaði í mælaborði og var strax drepið á hreyflinum og vélinni lent á Isafirði. Hið besta veður var fyrir vestan í gær og að sögn flugvallarstarfsmanns þar, voru farþegarnir sallarólegir er þeir gengu frá borði eftir 9 mín- útna flugferð. f vélinni voru 32 farþegar og þriggja manna áhöfn og var slökkviliðið á ísafirði í viðbragðs- stöðu er vélin lenti. Ný vél og viðgerðarmenn voru sendir til ísafjarðar um kvöldið, en er leitað var frétta að vestan um klukkan ellefu hafði ekki verið fundið út hvað gaf sig í hreyflin- um. mj --------------------------------------——--------m Nýju bílnúmerin Koma eftir rúman mánuð Númer ábílum hermanna og sendiráða með öðrum lit. Fangará Litla-Hrauni sjá um smíði númeranna 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.