Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 9
/ ÍÞRÓTTIR Golf Stórgóður árangur í brjálaðri brælu íslendingar náðu 3. sœti í karla-og kvennaflokki á Norðurlandamótinu Norðurlandamótið í golfi fór fram á Hólmsvelli við Leiru um helgina. Mótið fór mjög vel fram og gekk áfallalaust, Suðurnesja- mönnum til mikils sóma. Árang- ur lét heldur ekki á sér standa og náðu íslendingar sínum besta ár- angri til þessa. Fyrst ber að nefna frábæran ár- angur íslensku kvennasveitarinn- ar, stúlkurnar spiluðu sitt jafn- besta golf í allt sumar og höfnuðu í 3. sæti í sveitakeppninni. Fyrir helgi beið 5. sætið sveitarinnar, eða svo sögðu fjölmiðlarnir. Stúlkurnar voru á öðru máli og sýndu hvers þær eru megnugar. Eftir 18 holur voru þær í öðru sæti og þá var markið sett á að verða í Golf Úrslit Karlar Danmörk 370 382 390 407 1549 Svíþjóð 380 377 385 408 1550 ísland 391 396 385 402 1574 Noregur 384 394 408 419 1605 Finnland 394 386 419 422 1621 Einstaklingar: 1. Henrik Simonsen, Danmörku.........72 73 75 75 295 2. S. Atako-Lindskog, Svíþjóð..........73 73 77 80 303 3. Robert Karlson, Svíþjóð..........70 75 80 79 304 4. Sveinn Sigurbergsson, lslandi„„,, , uoi, Danmörku.........69 77 77 86 309 6. Úlfar Jónsson, Islandi..........77 78 74 81 310 7. Sören Björn, Danmörku.........76 72 76 87 311 8. Olle Karlson Svíþjóð..........75 81 74 83 313 9. Mikael Peterson, Svíþjóð..........79 78 78 83 318 10. Fredrik Almskoug, Svíþjóð..........87 71 76 85 319 11. Sauli Makilouma, Finnlandi .......78 76 82 83 319 12. Jan Anderson, Danmörku.........75 81 82 81 319 13. Chr. Raanaas, Noregi ..........77 79 81 83 320 14. Timo Rauhala, Finnlandi .......82 75 81 82 320 15. Sig. Sigurðsson, Islandi..........78 78 83 81 320 16. Hilmar Björgvinsson, Islandi..........77 85 78 80 320 Konur Danm. 234 239 247 248 968 Svíþjóð 242 245 247 260 994 island 238 259 257 262 1016 Finnland 267 260 266 271 1064 Noregur 261 267 273 278 1079 Einstaklingar: 1. Maren Binau, Danmörku.........75 78 83 80 316 2. Pia Wiberg, Svíþjóð..........82 78 79 87 326 3. Lise Eliasen, Darrmörku........80 81 81 89 331 4. Pernille Carlson, Danmörku.........79 90 83 79 331 5. Katarina Anderson, Svíþjóð..........81 82 84 86 333 6. Karen Saavarsdóttir Islandi..........79 84 84 88 335 7. Ásgerður Sverrisdóttir Islandi..........79 87 85 85 336 8. Mette Andersen, Danmörku.........86 80 84 91 341 9. Pernilla Sterner, Svíþjóð..........79 85 88 90 342 10. Steinunn Sæmundsdóttir Islandi............80 88 88 89 345 einu af þremur efstu sætunum. Það tókst þeim, 22 höggum á eftir Svíum, 48 höggum á undan Finn- um og 65 höggum á undan Norð- mönnum sem ráku lestina. Danska kvennasveitin sigraði með þónokkrum yfirburðum og áttu þær besta skorið alla hring- ina. I sveitnni var líka besti ein- staklingurinn Maren Binau og sigraði hún með miklum yfir- burðum eftir frábæra spila- mennsku. Karen Sævarsdóttir, yngsti keppandi mótsins, náði einnig mjög góðum árangri í ein- staklingskeppninni og hafnaði í 6. sæti. í 7. sætinu var síðan Ás- gerður Sverrisdóttir. íslensku karlarnir höfðu líka ástæðu til að fagna að keppni lok- inni. Þeir sýndu mikinn baráttu- vilja þegar þeir unnu sig úr 4. sæti eftir fyrsta daginn upp í það þriðja í brælunni seinni daginn. íslendingar létu vonsku veður lítið á sig fá og hreinlega stungu Norðmennina af, og pressuðu stíft á Svía og Dani en þess má geta að íslenska sveitin spilaði best allra sveita seinni daginn. Á Norðurlandamótinu í fyrra voru íslendingar 60 höggum á eftir Finnum í 5. sæti en í dag 47 högg- um á undan þeim í 3. sæti. Sem sagt 107 högga framför á einu ári sem er frábær árangur. Það voru hins vegar Danir og Svíar sem háðu mikia rimmu um 1. sætið og þegar upp var staðið höfðu Danir sigrað með einu höggi. Ef sænski spilarinn Step- hen Atako-Lindskog, sem kom inn í síðasta hollinu, hefði tví- púttað síðustu holuna í stað þess að þrípútta hana hefðu höggin verið jafn mörg hjá sveitunum. Svíar hefðu unnið vegna þess að þeir léku síðari 36 holurnar betur en Danir. Henrik Simonsen frá Dan- mörku lék frábærlega allan tím- ann og má segja að hann hafi gert gæfumuninn en hann var 8 högg- um á undan Svíanum Stephen og sigraði glæsilega í einstaklings- keppninni. Svíinn Robert Karl- son hafnaði í þriðja sæti og Sveinn Sigurbergsson sem spilaði ótrúlega vel hafnaði í því fjórða. Úlfar Jónsson lék einnig mjög vel og varð sjötti. -gói/þóm Golf Sagt að móti loknu Kristín Pálsdþgjrv|í}5^g[.ila‘--e5sta sætjnUj en þegar lyAlr h'ringurinn var afstaðinn sáum við að það var ekki fjarlægur draumur og settum markið á að vera ekki neðar en í þriðja sæti. Það tókst og ég er í sjöunda himni. Logi Þormóðsson mótsstjóri Allt gekk eins og í sögu nema veðrið og ekki spillti fyrir frábær árangur íslensku kylfinganna. Henrik Simonsen Þetta voru góðir dagar, ekkert pútt innan við 10 fet klikkaði. Mér gekk mjög vel að reikna út vindinn og var alltaf á braut, svo er það mitt uppáhald að spila í rigningu, þá gengur mér alltaf best. Islenskir kylfingar eru í mikilli framför og koma til með að verða framarlega á næstu Norðurlandarmótum. En þetta var okkar dagur og ég er í skýjunum yfir árangrinum. Sigurður Sigurðsson Ég er ósáttur við mína frammistöðu en ánægður með 3. sætið. Við hefðum getað náð lengra ef allir hefðu spilað af eðlilegri getu, og stelpurnar voru frábærar. Við hefðum burstað þá í sól og blíðu. Úlfar Jónsson Þetta er versta veður sem ég hef spilað í og var glatað að spila golf í svona veðri og lítil landkynning að auki. Eg er ánægður með hvað Sveinn spilaði vel og einnig með 3. sætið. Það er ótrúlegt hvað Simon- sen spilaði vel í þessu vonda veðri en hann lék síðustu 9 holurnar á einu undir pari. Stephen Atako-Lindskog Það var leiðinlegt að spila í þessu veðri og ég er óánægður með ósigurinn. Annars var mótið mjög gott og vel stjórnað. Sveinn Sigurbergsson Ég er ánægður með spilamennskuna í þessu veðri. Stuttu höggin gengu upp og við náðum að halda okkar striki. Ég er ánægður en útkeyrður og mitt næsta verk verður að fá mér vindil. Maren Binau Þetta var æðislegt og mér gekk mjög vel þrátt fyrir rok og rigningu. Það var gott að vinna Svíana og íslensku stelpurnar eru verðugir þátttakendur í mikilli framför. -gói. Norðurlandameistaramir Henrik Simonsen og Maren Binau kampakát með verðlaun sín eftir mótið á Suðurnesjum. Vinningstölurnar 20. ágúst 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.807.289,- 1. vinningur var kr. 1.907.557,-. Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 571.332,- og skiptist hann á 188 vinningshafa, kr. 3.039,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.328.400,- og skiptist á 5.400 vinningshafa, sem fá 246 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasím; 5111 Þrlðjudagur 23. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.