Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 4
FRETTIR Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Vistunarheimili óskast fyrir væntanlega nemend- ur skólaárið 1988-89. Nánari upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag hjá félagsráðgjafa í síma 689740 fyrir hádegi. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar stundakennara í ís- lensku, líffræði og handmenntum (handavinnukennari eða fata- hönnuður). Þá vantar einnig ritara. Nánari upplýsingar veitir skóla- meistari í síma 91-75600. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður í dönsku og þýsku við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu framlengist til 26. ágúst næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavíkur, fyrir 26. ágúst nk. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið VEISTU ... að aftursætið fer jafhhratt og framsætið. SPENMJM BELTIN iivar sem við sitjum í bílnum. ÚUMFERÐAR RÁÐ 4LÞÝÐUBANDALAGIÐ Opnir fundir á Austurlandi í tengslum við vinnufund þingflokks Alþýðubandalagsins á Hall- ormsstað í ágústlok boðar þingflokkurinn í samvinnu við kjördæmis- ráð á Austurlandi til fimm opinna stjórnmálafunda þar sem þingmenn ræða landsmálin og áherslur Alþýðubandalagsins. Fjórir fundir verða samtímis, mánudagskvöldið 29. ágúst kl. 20.30. Egilsstöðum, framsögumenn Steingrimur J. Sigfússon, Guðrún Helgadóttir og Geir Gunnarsson. Seyðisfirði, framsögumenn Ólafur Ragnar Grímsson og Hjörleifur Guttormsson. Reyðarfirði, framsögumenn Svavar Gestsson og Skúli Alexanders- son. Breiðdal, Staðarborg, framsögumenn Ragnar Arnalds og Margrét Frímannsdóttir. Síðdegis miðvikudaginn 31. ágúst heimsækja þingmenn Neskaup- stað og um kvöldið kl. 20.30 verður fundur í Egilsbúð þar sem fluttar verða framsöguræður og þingmenn sitja fyrir svörum. Fundimir eru öllum opnir. Fjölmennið og kynnist stefnu og úrræðum Alþýðubandalagsins! Þingflokkur Alþýðubandalagsins Kjördæmisráð AB á Austurlandi ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Úthafsrækja á úrvalsverði Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulý&sfylking Alþýðubandalagsins Efnahagsnefnd AB Starfsemin á „gráamarkaðnum“ verði ítarlega rannsökuð Erindiefnahagsnefndar Alþýðubandalagsins til viðskiptaráðherra. Itarlegskoðun ágráa markaðnum. Auknar heimildir til bankaeftirlitsins Eftirfarandi bréf sendi efnahags- nefnd Alþýðubandalagsins til við- skiptaráðherra Jóns Sigurðs- sonar í gær: Hr. viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson Viðskiptaráðuneytinu Reykjavík Á undanförnum árum hefur þróast í landinu víðtæk starfsemi nýrra fjármálafyrirtækja sem oft eru nefnd „grái markaðurinn“ í peningamálum. Þessi fyrirtæki eru af ýmsu tagi: ávöxtunarfyrir- tæki, fjármögnunarfyrirtæki, kaupleigufyrirtæki og verðbréfa- sjóðir. Þegar ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar gaf vext- ina frjálsa og markvissri stýringu á lánskjörum var hætt þá hófst mikið vaxtarskeið á „gráa mark- aðnum“ sem haldið hefur áfram í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessi mikli vöxtur fyrirtækj- anna á fjármagnsmarkaðnum hefur hins vegar að mestu verið án formlegs eftirlits af hálfu opin- berra aðila. Bankastjóri Seðla- bankans hefur nýlega staðfest að sáralitlar reglur gildi um starf- semi fjármagnsfyrirtækjanna og því hafí bankaeftirlitið lítið við að styðjast í sínu aðhaldi. Réttur banícaeftirlitsins sé nú í reynd ákaflega takmarkaður. Fjár- magnsfyrirtækin eru því að mestu sjálfala og eftirlitslaus og fá að valsa um „gráa markaðinn" án þess að formleg lög og reglur tryggi öryggi þeirra sem fela þess- um fyrirtækjum fjármuni til ávöxtunar. Að undanförnu hefur efna- hagsnefnd Alþýðubandalagsins rætt við fjölmarga aðila sem gjörkunnugir eru því sem í raun er að gerast í fjármálalífi og at- vinnurekstri í landinu. Þessar viðræður efnahagsnefndarinnar eru liður í því að afla upplýsinga um hinar raunverulegu afleiðing- ar ríkjandi stjórnarstefnu og það ástand sem skapast hefur á vett- vangi atvinnulífs og heimilis- rekstrar. Meðal þeirra mikilvægu upp- lýsinga sem komið hafa fram í viðræðum efnahagsnefndarinnar við kunnáttumenn úr fjármálalíf- inu er að alvarleg hættumerki hafi komið fram innan hins svo- kallaða „grá markaðar". Þar hafi ýmiss fyrirtæki ávaxtað fjármun- ina á óvarlegan hátt m.a. með því að lána öðrum fyrirtækjum sem rekstrarlega séu illa á vegi stödd og jafnvel beint og óbeint keypt sig inn í rekstur margvíslegra fyr- irtækja sem ekkert eiga skylt við fjármagnsþjónustu og sum standa jafnvel höllum fæti. í þessu sambandi vill efnahags- nefnd Alþýðubandalagsins minna viðskiptaráðherra á að í nýlegu blaðaviðtali lýsti hann nauðsyn þess að „tekið yrði á tengslunum milli viðskiptavina og fjárfestingarfélaganna sem tryggði að fyrirtækin væru ekki eigendur að þeim fyrirtækjum sem þau væru að lána til.“ Á grundvelli þeirra upplýsinga sem efnahagsnefnd Alþýðu- bandalagsins hefur aflað teljum við ástæður til að ætla að eitt og jafnvel fleiri af þeim fjármagns- fyrirtækjum sem nú starfa á „gráa markaðnum“ kunni að komast í þrot og fjármunir þess fólks sem fyrirtækið hefur fengið til ávöxt- unar séu þar með ekki örugglega tryggðir. Efnahagsnefndin telur því mikið hættuspil fyrir stjórnvöld að bíða eftir því að einhvern tíma á næsta vetri fáist heimildir til að tryggja nauðsyn- legt eftirlit með starfsemi fjár- magnsfyrirtæk j anna. Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins beinir þess vegna eftirfar- andi kröfum til viðskiptaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar: 1) Þegar í stað verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að láta bankaeftirlitið framkvæma ítarlega skoðun á starfsemi allra fjármálafyrirtækja á „gráa mark- aðnum“, sérstaklega varðandi tengsl þeirra við önnur fyrirtæki og öryggi þess fjár sem þau hafa fengið til ávöxtunar. í þessu skyni verði beitt heimildum í gildandi lögum um bankaeftirlit, bókhald og skattskyldu. 2) Til að veita bankaeftirlitinu viðbótarheimildir sem nauðsyn- legar eru til að tryggja ítarlega skoðun á þessum fjármálafyrir- tækjum verði undirbúin setning bráðabirgðalaga strax í þessum mánuði um eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Með slíkum bráðabirgðalögum ætti einnig að banna að fjármálafyrirtækin safni með beinum eða óbeinum hætti eignaraðild í öðrum og óskyldum atvinnurekstri. Alþýðubandalag- ið er fyrir sitt leyti reiðubúið að taka þátt í undirbúningi slíkra bráðabirgðalaga til að tryggja að bankaeftirlitið geti þegar á næstu vikum framkvæmt hið nauðsyn- lega eftirlit. Það er hættulegt að bíða marga mánuði eftir því að bankaeftirlitið fái slíkar rann- sóknarheimildir. Auk þess að veita rannsóknarheimildir þurfa bráðabirgðalögin að skylda alla ávöxtunaraðila á gráa markaðn- um til að fara í þá fjármálalegu heilbrigðisskoðun sem hér er gerð tillaga um. 3) Undirbúningi að víðtækri löggjöf um starfsemi allra fjár- málafyrirtækja verði hraðað og strax skipuð samstarfsnefnd allra þingflokka um málið svo að tryggt sé að Alþingi geti í upphafi þings sett slík Iög. 4) Að sett verði á fót sérstök ráðgjafarþjónusta við einstakl- inga og fyrirtæki sem sérstaklega hafa orðið fyrir barðinu á okur- lánastarfseminni. Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins fer hér með formlega fram á það við viðskiptaráðherra og ríkisstjórnina í heild að þegar í stað verði gripið til framan- greindra aðgerða til að fyrir- byggja að illa fari á þessum pen- ingamarkaði sem hingað til hefur verið eftirlitslaus. Efnahagsnefnd Alþýðubanda- lagsins minnir viðskiptaráðherra á að í apríl 1986 fluttu þáverandi formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson og formaður Al- þýðuflokksins Jón Baldvin Hannibalsson ítarlegar breyting- artillögur við lögin um Seðla- banka íslands til að tryggja að bankaeftirlitið hefði nauðsyn- legar eftirlitsheimildir. Því miður voru þessar tillögur ekki sam- þykktar og þess vegna er brýnt að veita bankaeftirlitinu þessar Iagaheimildir, jafnvel með bráðabirðgalögum sem sett yrðu á næstunni. Efnahagsnefndin sendir einnig afrit af þessu bréfi til Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar og Matthíasar Á. Mathiesen en þeir voru forsætisráðherra og við- skiptaráðherra þegar vöxtunum var sleppt lausum og bera því einnig pólitíska ábyrgð á núver- andi ástandi. Við væntum þess að fá svar við þessu erindi strax í þessari viku því að töf á heimildum til að framkvæma hið nauðsynlega eft- irlit getur orðið mörgum dýr- keypt. F.h. efnahagsnefndar Alþýðubandalagsins Ólafur Ragnar Grímsson Steingrímur J. Sigfússon Svavar Gestsson Svanfríður Jónasdóttir 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.