Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐWUIMN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Uppi og niðri og þar í miðju Þá er forstjóranefndin búin aö skila af sér. Ekki hefur enn veriö látið uppskátt hverjar niöurstööurnar eru, en nefndarmenn hafa sagt það mikið að menn geta getið sér til um innihaldið. í sem stystu máli sagt virðast tillögurnar snúast um kjaraskerðingu. Um hríð hefur verið haldið uppi kröftugri sýningu þar sem töluvert hefur verið um skrautlegt fýrverkerí. Al- menningi hefur verið boðið að hlýða á akademíska umræðu um hinar ýmsu leiðir í efnahagsmálum. Rætt hefur verið um uppfærslu, niðurfærslu og millifærslu og látið í það skína að skipt gæti sköpum á hvaða hæð í húsi efnahagskenninganna lyftan með forstjórunum staðnæmdist að lokum. Nú kemur í Ijós að allan tímann stóð hún föst. Hin réttlega undirstaða yfirvofandi efna- hagsaðgerða var nefnilega fundin fyrir löngu. Það stóð aldrei annað til en að beita kjaraskerðingu. Kjaraskerðing þarf að sjálfsögðu ekki endilega að vera ófær leið fyrir íslendinga. Þjóðviljinn hefur ítrekað boðað að nauðsynlegt sé að skerða kjör ákveðinna þjóðfélagsþegna. Hér hefur þess sí og æ verið krafist að skert verði kjör þeirra sem raka saman stórkost- legum auðæfum t.d. með skattfrjálsum vaxtatekjum. Aftur og aftur hefur verið farið fram á að einkaneysla verði skorin niður hjá þeim sem mestu eyða í lúxus. Margoft hefur verið bent á að draga þyrfti úr þeirri neyslu sem færist til rekstrargjalda fyrirtækjanna en er í raun einkaneysla forstjóranna. Einfaldasta leiðin til að ná fram þeirri kjaraskerðingu, sem hér hefur verið boð- uð, er að sjálfsögðu að auka skattheimtu. Þá munu tekjur ríkissjóðs aukast jafnframt því að einkaneyslan minnkar. En því miður er næsta víst að þeir, sem nú tala hæst um nauðsyn þess að skerða lífskjör og minnka einka- neyslu, eiga ekki við þess konar kjaraskerðingu sem hér hefur verið rætt um. Þvert á móti er líklegt að þeir eigi við kjaraskerðingu sem fyrst og fremst bitnar á tekjulægsta fólkinu en snertir lítt eða ekkert þá sem nóg hafa milli handanna. Slík kjaraskerðing eykur enn ójöfnuðinn í landinu, einkum og sér í lagi vegna þess að hér situr að völdum ríkisstjórn sem setur fræðikenninguna ofar velferð þegnanna. Á pappírnum hefur niðurfærslan svokallaða það háleita markmið að ná niður verðbólgu og, ef allt lukkast, að snúa dæminu við og lækka verð á vörum og þjónustu. Þess vegna vilja niðurfærslumenn koma í veg fyrir launahækkanir og helst af öllu að lækka laun. En til að fá launafólk til að sætta sig við kauplækkun þarf að lofa verðlækkunum á móti. En trúir því nokkur að ríkisstjórnin hafi sig í að lækka verð á nokkrum hlut? Menn skulu ekki gleyma því að þetta er ríkisstjórnin sem hefur vegna fræðilegs áhuga á frelsi markaðarins alls ekki treyst sér til að koma böndum á fjármagnsmarkaðinn og viðheldur þess í stað lögleyfðum okurvöxtum. Þetta er ríkisstjórnin sem þrátt fyrir fögur fyrirheit gat alls ekki komið í veg fyrir að Landsvirkjun hækkaði raforkuverð og ákvað eftir langa og stranga umhugsun að Landsvirkjun væri ekki ríkis- fyrirtæki. Og menn skulu ekki gleyma því að þetta er ríkisstjórnin sem taldi það vera sérstakt réttlætismál að auka tekjur ríkissjóðs með því að leggja á matarskatt í stað þess að setja á stighækkandi tekjuskatt og heimta skatt af fjármagnstekjum. Niðurfærslan mun því bitna harðast á þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Hinir, sem að ósekju þyldu dálitla tekjuskerðingu, sleppa. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Ný könnun Einsog sjá má á fréttasíðum er komin ný fylgiskönnun, birt á Stöð tvö í gær, og flýgur beint inní sprengihætt pólitískt andrúms- loft. Með þeim fyrirvara að mikil á- lyktun af slíkri könnun er óvar- leg, sérstaklega einni saman, virðast tíðindi helst vera þau að Framsókn bætir við sig, fær tæp- an fjórðung fylgis, og Kvennalist- inn missir heldur flugið frá því fyrr í sumar. Framsókn þótti sleppa vel með 19 prósent í kosningunum í fyrra- vor, en svo brá við að eftir stjórnarmyndun flaug flokkurinn upp í könnunum og hékk í fjórð- ungi fylgis frá september-október og frammí febrúar. Þá datt flokk- urinn niðurfyrir kjörfylgi, en hef- ur verið að sækja sig hægt og hægt síðan, og er sumsé núna stokkinn aftur uppí tæp tuttugu og fimm. Uppá topp og niður aftur Kvennalistinn fékk tíu prósent í kosningunum, en í könnunum fór fylgið fljótt að vaxa. Tólf prósent í september, 15 og 17 í nóvember, 21 í febrúar, og síðan stökkið mikla: 29,7% í DV- könnun í mars og frammúr Sjálf- stæðisflokknum. Þessu neituðu margir að trúa, - en önnur könn- un í apríl sagði 30,3%, og í maí 31,3%. Milli 28 og 29 prósent í júní gerðu bara að staðfesta enn frekar, - en svo virðist brostinn flótti í liðið, júlíkönnun segir 23,3% og ágústkönnunin núna 21,2. Sem sumum þætti reyndar barasta ágætt. Önnur tíðindi en af Framsókn og Kvennó eru lítil. íhaldið kemst ekki uppúr sínum 30 prós- entum, Alþýðubandalagsfylgi sveiflast kringum tíu prósentin, - sem í kosningum gæti gefið svip- aða útkomu og síðast -, kratar sitja á svipuðum stað og hugga sig við það eitt að vera yfirleitt örlitlu ofar en allaballar. Borgarar rétta aðeins úr kútnum, og máttu við því eftir þá niðurlægingu í júlí að fá minna könnunarfylgi en Flokkur mannsins. Sem, nóta bene, fær ekkert fylgi, - 0,0% - í þessari nýju könnun, og virðist bröltið kring- um forsetakosningarnar hafa ver- ið tii lítils. Kvennaþing og karlaþing Þetta könnunarverk nú vinnur Skáís fyrir Stöð tvö, og er auðvelt að bera saman ágúst og júlí. Svörunum er skipt eftir kynjum, og sést þar best hvað uppkoma Kvennalistans hefur gjörbreytt íslenskri pólitík. Við lékum okkur að því á Þjóð- viljanum í gær að finna út alþingi karla og alþingi kvenna; á karla- þinginu sæti 21 Sjálfstæðismaður, 15 Framsóknarmenn, 8 Alþýðu- flokksmenn, 7 Alþýðubandalags- menn, 2 Borgarar, - og 10 frá Kvennalista. Á þingi sem ein- göngu konur kysu væru hinsvegar 18 frá Kvennalista, 17 Sjálfstæð- ismenn, 16 Framsóknarmenn, 5 frá Alþýðubandalagi og 5 frá Al- þýðuflokki, 1 frá Borgurum og 1 frá Þjóðarflokki, - með einfaldri prósentuskiptingu. Konur á hreyfingu En þetta hafa menn vitað nokkra hríð. Samanburður kann- ananna er hinsvegar merkilegur og bendir til þess að það séu fyrst og fremst konur sem eru á pólití- skri hreyfingu, meðan karlarnir standa f sömu sporum, - að minnsta kosti þennan mánuð. Þær hræringar eru auðvitað alltof flóknar til að hægt sé að segja að einhver hópur fari frá flokki til flokks, en það er freistandi að draga upp þá grófu mynd að talsverður hópur kvenna hafi stokkið frá Kvennó yfir til Steingríms og félaga. Kvennalista tapast stór hópur kvenna frá síðustu könnun, - þótt listinn virðist enn vera að vinna á meðal karla, og kvennastraumur- inn er uppistaðan í fylgissókn Framsóknar. Glatað tækifæri? Þessi samgangur þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Kvennalistinn hefur dregið sér fylgi í nokkrum áföngum, fyrst aðallega frá Alþýðubandalaginu, síðan frá öðrum flokkum og ekki síst gert skurk í lausafylgishópi. Um daginn kom svo í ljós að Steingrímur Hermannsson Fram- sóknarforingi var sá pólitíkus sem stuðningsmenn Kvennalist- ans vildu helstan hafa í valdastóli, - nú hefur einhver hluti þessara farið alla leið yfir til Framsóknar. Nú eru tuttugu prósent einsog áður segir ekkert til að gera grin að, - en hitt stendur eftir að Samtök um kvennalista hafa samkvæmt könnunartölum fyrst fengið fylgisviðbót um tuttugu prósent á hálfu ári, - og síðan tapað fylgi uppá tíu prósent á tveimur mánuðum. Fylgissókn Kvennalistans hélst í hendur við sífellt óvinsælli rikis- stjórn, - var skilgreint sem „óá- nægjufylgi", sem er heldur klén nafngift, - var fyrst og fremst tákn um andstöðu við stjórnina, von um þrótt í stjórnarandstöð- unni og bón um nýjar leiðir, önnur svör. Kvennalistanum virðist ekki hafa tekist að veita þessi svör, ekki tekist að nýta sér þennan hressilega meðbyr í sumar. Framsókn á leikinn Þar kemur sjálfsagt margt til, meðal annars það að sumarið er þinglaust og erfitt fyrir stjórnar- andstöðuöfl að koma sér á fram- færi, ekki síst þegar þau kjósa að vera svo þverflöt að enginn mun- ur má vera á talsmönnunum og þessvegna sama á hvern er hlýtt. En ástæðan er sennilega ekki síður að pólitískar aðstæður á ís- landi þessar vikur og mánuði henta einstaklega illa þeirri pólit- ík kyns gegn kyni sem er aðal Kvennalistans og í raun eina nýja framlag hans til íslenskra stjórn- rnála. Straumurinn liggur í bili á Framsókn, sem enn nýtur þess að vera í stjórnarandstöðu innan stjórnarinnar. Fylgisaukninguna er eðlilegast að túlka sem undir- tektir við andófstónana frá Fram- sókn, og setur flokkinn í betri stöðu í úrslitaátökum um fram- hald stjórnarsamstarfsins þessa viku. Það er svo athyglisvert að enn einu sinni hafa Framsókn, Kvennalisti og Alþýðubandalag meirihluta í skoðanakönnun. Sem segir ekki að slík stjórn verði einhverntíma til, - en gefur hins- vegar skýrt til kynna að það eru fleiri kostir í stöðunni en kjara- skerðingarstjórn Þorsteins Páls- sonar. -m Þjóðviljinn Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Fréttast jórl: Lúðvík Geirsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson. Síðumúla 6-108 Reykjavík Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, símar: 681333 &681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Sími 681333 Kvöldsími 681348 Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltatelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80 kr. Askriftarverð á manuðl: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.