Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR Agúst Már Jónsson og Kristján Jónsson kljást um boltann í viðureign KR og Fram á sunnudag. 1. deild SHGAMET Birkirfékk á sig mark eftir 739 mínútur Frömurum nægir nú einn sigur í þeim fjórum leikjum sem eftir eru í SL-deildinni, til að hreppa Islandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu eftir 2-1 sigur á K.R. á sunnudagskvöldið. Framarar hafa aukinheldur sett stigamet í deildinni, því eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp árið árið 1984 hefur mótið aldrei unn- ist með meira en 38 stigum. Framarar hófu leikinn gegn K.R.-ingum með miklum látum og eftir aðeins þriggja mínútna leik lá knötturinn í netinu bakvið Stefán “markvörð" Arnarsson. Ormarr Örlygsson fékk þá fal- lega sendingu frá Kristjáni Jónssyni sem hann afgreiddi lag- lega með vinstri fæti utan úr teig. Fimm mínútum síðar átti Arn- ljótur Davíðsson hörkuskot í stöng K.R.-marksins, og hann var aftur á ferðinni á 24. mínútu þegar hann stakk glæsilega inn á Pétur Arnþórsson sem lék á einn Vesturbæing áður en hann skoraði með föstu skoti. Eftir markið komust K.R.- ingar betur inn í leikinn, án þess að skajta sér veruleg marktæki- færi. A 43. mínútu áttu Vestur- bæingar þó hættulega sókn sem endaði með góðu skoti Jósteins sem. Birkir varði vel. K.R.-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og sóttu meira. Framarar áttu þó hættuleg skyndiupphlaup og tvisvar komst Arnljótur einn inn fyrir en í bæði skiptin var varið. A 74. mínútu bar sókn K.R.-inga árangur er Þorsteinn Halldórsson sendi háa sendingu fyrir Frammarkið þar sem Sæbjörn Guðmundsson stóð skyndilega einn og óvaldaður og hann skoraði laglega með við- stöðulausu skoti. Fyrsta markið sem Birkir Kristinsson fær á sig í tvo mánuði eða síðan á 55. mín- útu í leik gegn K. A. sem fram fór 20. júní. Það sem eftir lifði leiks press- uðu K.R.-ingar nokkuð, en það voru þó Framarar sem voru nær því að bæta við marki á lokamín- útunum þegar Ómar Torfason komst einn inn fyrir K.R.- vörnina en Stefán markvörður bjargaði með snyrtilegu úthlaupi. Sigur Framara var aldrei í verulegri hættu, þrátt fyrir snjall- an leik Vesturbæinga í seinni hálfleik, marktækifærin voru flest eign þeirra bláklæddu þó svo þeir hafi oft leikið betur í sumar. Hjá K.R. voru Rúnar, Sæbjörn og Júlíus Þorfinnsson frískastir en í jöfnu liði Framara var það baráttujaxlinn Pétur Arnþórsson sem stóð upp úr. SMS 1. deild Völsungur og Leiftur niður NGrðanliðum fœkkar vœntanlega um tvö Staðan 1. deild Fram .. 14 13 1 0 29-3 40 Valur .. 14 9 2 3 25-12 29 ÍA .. 14 8 3 3 25-19 27 KA .. 14 7 2 5 25-22 23 KR .. 14 7 1 6 21-18 22 Þór .. 14 4 5 5 18-21 17 ÍBK .. 14 3 5 6 16-24 14 Víkingur .. 14 3 3 8 11-21 12 Leiftur . 14 1 4 9 9-19 7 Völsungur 14 1 2 11 8-21 5 Staða Leifturs, frá Ólafsfírði, og Völsungs, frá Húsavík, fer versnandi og virðist fátt geta komið í veg fyrir að norðanliðum fækki um tvö þar sem FH og Fylk- ir eru á leið upp í 1. deild. Völsungar voru teknir í bakarí- ið á heimavelii sínum þegar ná- grannar þeirra í KA unnu þá með fjórum mörkum gegn engu. Þor- valdur Örlygsson og Jón Krist- jánsson skoruðu í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti Þorvaldur öðru marki við og Erlingur Kristjáns- son skoraði síðan fjórða markið í þessum stórsigri. Völsungar áttu aldrei möguleika í leiknum en KA-ingar, sem hafa komið skemmtilega á óvart í sumar, hafa greinilega sett stefnuna á þriðja sætið og þá mögulega Evr- ópusæti. Leiftur tapaði naumlega fyrir ÍBK, 2-1, og setur ósigurinn liðið í slæma stöðu. Keflvíkingar hreinsuðu sig hins vegar frá mestu fallhættunni en Leifturs- sigur hefði breytt miklu í fallbar- áttunni. Grétar Einarsson og Óli Þór Magnússon komu ÍBK í 2-0 en Hafsteinn Jakobsson minnk- aði muninn fyrir Leiftur skömmu fyrir Ieikslok. ENIGAMENIGA KOSTAR ENGA PENINGA SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁTUR Bikarkeppni kvenna Enn vinna Valsstúlkur Skagamenn náðu ekki að stöðva sigurgöngu Vals Valsstúlkur urðu bikarmeist- arar eina ferðina enn er þær sigr- uðu kynsystur sínar af Skaganum á sunnudaginn. Þetta er jafn- framt fímmti bikarmeistaratitill Vals í röð. Skagastúlkur léku undan strekkingsvindi í tíðindalitlum fyrri hálfleik og áttu eina mark- tækifærið á 15. mínútu, er Jónína Víglundsdóttir átti gott skot á Valsmarkið en Sigrún markvörð- ur Norðfjörð varði á undraverð- an hátt. í síðari hálfleik náðu Vals- stúlkur yfírhöndinni, þær voru meira með boltann án þess þó að skapa sér teljandi marktækifæri fyrr en á 60. mínútu. Eftir langt útspark barst boltinn til Bryndís- ar Valsdóttur sem komst inn fyrir vörn ÍA og skoraði framhjá Steindóru Steinsdóttur mark- verði. Það sem eftir lifði leiks var hart barist en ekkert skorað og lauk leiknum því með 1-0 sigri Vals. Hafa stúlkurnar unnið öll mót kvennaknattspyrnunnar í ár, innanhúss sem utan, og verður það að teljast einstaklega glæsi- legur árangur. -kb/þöm Bikarinn hafinn á loft í fimmta skipti í röð. Hvernig væri að gerast áskrifandi? Flugleiðamótið Úrslit Ísland-Tékkóslóvakía.........23-17 Sovétríkin-Ísland-B .........37-16 Spánn-Sviss .................20-17 Ísland-Sviss.................19-20 Spánn-Sovétríkin ............20-28 Tékkóslóvakía-Ísland-B......27-19 ísland-ísland-B..............33-19 Spánn-Tékkóslóvakía.........16-15 Sviss-Sovétríkin.............11-22 Staðan Sovétríkin.....3 3 0 0 87-49 6 ísland.........3 2 0 1 75-56 4 Spánn .........3 2 0 1 56-60 4 Tékkóslóvak....3 1 0 2 59-58 2 Sviss..........3 1 0 2 48-61 2 Ísland-B ......3 0 0 3 56-97 0 í gær fóru Ragnhildur Sigurðardóttir og Karen Sævarsdóttir ásamt fleira ung- lingalandsliðsfólki til Belgíu á Evrópu- mót unglinga í golfi. Landinn má bú- ast við miklu af þeim eftir frábæran árangur á Norðurlandamótinu um helgina. 1. deild Skaginn vann Akurnesingar sigruðu Víkinga í Stjörnugrófínni í Fossvogi í gær- kvöld. Skaginn skoraði tvisvar en Víkingur aðeins einu sinni og eru Víkingar því enn í fallhættu. Skaginn er hins vegar í þriðja sætinu og ef Valur vinnur Bikar- inn er góður möguleiki á að Akra- nes komist í Evrópukeppni félags- liða. 10 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.