Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 16
"SPURNINGIN-] Hvaö finnst þér að ríkis- stjórnin eigi aö senda I marga ráðherra á Ól- ympíuleikana í S-Kóreu? Rafn Gunnarsson múrari: Þeir hafa þangað ekkert að gera. En ef keppt væri í verðbólgu á leikunum þá fyndist mér að öll ríkisstjórnin ætti að fara. Liðsheildin hefur sjaldan ver- ið eins góð og nú í að slá fyrri verð- bólgumet þannig að ráðherrarnir gætu allt eins náð verðlaunasæti. Axel P. Örlygsson verkamaður: Mér finnst nóg að senda einn eða tvo, en í rauninni ætti frekar að senda heilan karlakór í staðinn til að hvetja okkar menn. Af reynslunni að dæma letur það frekar en hvetur keppendur í keppni sem þessari að hafa ráðherra yfir hausamótunum á sér. María Sigurgeirsdóttir afgreiðslustúlka: Sleþpa því algjörlega. Þeir hafa þangað ekkert að gera. Það er nóg af verkefnum hér heima þó þeir séu ekki að gera víðreist út um allan heim til að skemmta sór. Ómar Torfason knattspyrnumaður: Sjálfsagt að Matthías fari vegna undirbúnings fyrir HM í handbolta hér heima en ekki fleiri. Af minni reynslu að dæma hefur fjöldi ráðherra á stór- mótum engin áhrif á getu íþrótta- manna nema síður sé. Sigurður Bergsson vélgæslumaður: Ég sé enga ástæðu til þess að senda nokkurn. Þeir hafa nóg að gera hér heima. En ef keppt væri í verðbólgu á leikunum, ætti öll ríkisstjórnin að fara og hún mundi vafalaust hreppa gullið auðveldlega. þlÓDVIMINN Þriðjudagur 23. ágúst 187. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Á annað þúsund hlauparar á öllum aldri á leið yfir Tjarnarbrúna. Reykjavíkurmaraþon 2400 iljar á malbikið Hlaupagikkir ^ létuveðurguðiekkihafaáhrif ásig Fimmta Reykjavíkurmaraþon fór fram á sunnudag og var þátt- taka mjög góð þrátt fyrir fremur leiðinlegt veður. Rúmlega 1200 manns hlupu að þessu sinni sem er um Vi% þjóðarinnar en sífellt fleiri taka þátt í þessum árvissa viðburði. Júgóslavinn Borut Podgornik sigraði í maraþoninu en hann hljóp 42 kílómetra á 2:27.27 klst. Fyrstur íslendinga varð Sig- hvatur Dýri Guðmundsson á 2:42.44 klst. en Connie Erikson sigraði í kvennaflokki á 3:00.54.1 hálfmaraþoni sigraði Bretinn Barry Walters á 1:09.20 klst. en Sigurður P. Sigmundsson náði þar 3. sætinu á 1:12.12 klst. Þá sigraði Marta Ernstsdóttir hálfa maraþonið í kvennaflokki, hljóp á 1:18.36 klst. Skemmtiskokkið er jafnan vinsælast meðal almennings en þar eru hlaupnir 7 kílómetrar. Már Hermannsson sigraði í karlaflokki en Hulda B. Pálsdótt- ir í kvennaflokki. -þóm . Þessi hressa kona lét sig ekki muna um að skokka með eitt barn í Júgóslavinn Borut Podgornik sigraði í maraþonhlaupinu og var tveim vagni og annað rétt ókomið í heiminn, Mynd-Ari. mínútum á undan næsta manni í mark. Mynd-Ari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.