Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.08.1988, Blaðsíða 8
FLOAMARKAÐURINN SKAK Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn, Margrét. Tanzaníukaffi Gerist áskrifendur að Tanzaníu- kaffinu í síma 621309 þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-22. Áskrif- endur geta sótt kaffið á sama tíma. íbúð óskast 3 Pólverjar á miðjum aldri óska eftir ca. 3ja herbergjaódýrri íbúð. Uppl. í s. 31519 eftir kl. 17. Tek að mér vélritun Vömduð og góð vinna. Hafið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Klðafeli í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fal- legu umhverfi. Uppl. í s. 666096. Til sölu hillusamstæða, plötuspilari, þvotta- vél, ísskápur, eldhúsþorð og 6 stól- ar, spegill og rýateppi. Sími 79170. Rafmagnsþjónustan og Dyrasímaþjónustan Bjóðum alla almenna raflagna- vinnu, erum sérhæfðir í endurnýjun og breytingum á eldri raflögnum. Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun- um, fyrirtækjum og heimahúsum. Setjum upp og þjónustum dyra- síma. Kristján Sveinþjörnsson raf- virkjameistari, sími 44430. Tll sölu 3 gíra nýtt kvenreiðhjól. Sama og ekkert notað. Selst á kr. 12.000. Uþplýsingar í síma 54948. Gamalt hjónarúm ca. 190x2 m, án dýna, tvö náttborð og snyrtiborð með spegli, allt hvít- lakkað til sölu. Upplýsingar í síma 30594 eftir kl. 20.00. Foreldrar athugið! Til sölu er Snugli barnaburðarpoki, brúnn að lit, mjög vel með farinn. Upplýsingar í síma 672283. Fallegt hjónarúm til sölu. Selst fyrir lítið. Einnig er til sölu Soda Stream-tæki og popp- kornsvél. Upplýsingar í síma 672283. Trabant station ‘87 keyrður um 10.900 km, til sölu. Út- varp og segulband, sumar- og vetrardekk. Bíll sem nýr. Verð 65- 70.000 kr. ef greitt er út. Upplýsing- ar í síma 19189. íbúð í ca. 6 mánuði Par með barn óskar eftir íbúð í ca. hálft ár. Upplýsingar í síma 50678. Svart kvenhjól hvarf í miðbænum aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Stýri og bjalla hjólsins eru hvítmáluð, auk þess sem klikk-hljóð heyrist þeaar þg^ Qf fpr6. t'di atífn Kunna ao hafa upplýsingar um það, vinsam- legast hringið í síma 611610 eða 611447. Fundarlaun. Leðurjakki tii sölu Svartur mótorhjólaleðurjakki á ca. 12-14 ára til sölu. Verð kr. 5000. Upplýsingar í síma 74348. Stelpnareiðhjói til sölu Er í góðu ásigkomulagi. Upplýsing- ar i síma 20951. Eldavél óskast Upplýsingar í síma 16043 eftir kl. 17.30. Til sölu Daihatsu Charade árg. '80, í góðu standi, skoðaður ‘88. Staðgreiðslu- verðkr. 60.000. Upplýsingar eftir kl. 17.00 í síma 621206. Til sölu eða skipti á ýmsum varningi Gangfær Fiat Ritmo árg. 1980 (með nýjan bensíntank) þarfnast viðgerðar fyrir skoðun. Fæst fyrir lítið eða í skiptum fyrir ýmsan varn- ing. Upplýsingar í síma 15731. Ég heiti Melkorka og er að verða 2 ára, ofsalega þæg og góð og mig vantar lífsnauðsyn- lega góða manneskju til að passa mig hálfan eða allan daginn frá og með 1. október, nálægt Njálsgötu. Upplýsingar veitir mamma mín Þorgerður, í síma 78548 eða 681333. Ódýrir varahlutir í Skoda, til sölu. Upplýsingar i símum 27812 og 19991. ísskápur Gamall, lítill Atlas ísskápur í lagi fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 40060. Gamlir gluggar með gleri í ágætu ásigkomulagi fást gefins. Upplýsingar í síma 10033. Félagi - vinur Roskna konu sem er mikið ein, langar að kynnast konu sem eins er ástatt fyrir. Ef einhver hefur áhuga þá vinsamlegast sendið nafn og símanúmer merkt „Verkakona - dönsk eða íslensk" á auglýsinga- Westinghouse ísskápur til sölu. Vel með farinn. Verð kr. 7.000. Sími 45196. Enn ég slæ með orfi og Ijá ójöfnur og sinuþófa, ólíkt verður á að sjá umhverfið sem stjörnur glóa. Sími 39443. Ýmislegt til sölu Vel með farinn ísskápur, ásamt raðsófasetti til sölu. Ymsir aðrir hlutir til heimilishalds, svo sem hjónarúm (án dýna), Ijósakróna, pottasett, matar- og kaffistell eiga einnig að seljast á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 20803. Til sölu tveir karate-búningar og teak- stofuskápur (skenkur). Sími 51995. Takið eftir Góð kona óskast til léttra heimilis- starfa og félagsskapar fyrir aldraða konu. Upplýsingar í síma 32098 frá kl. 18-20 og 36554 frá kl. 20-22 í kvöld. Einstakhngsibuð eða rúmgott herbergi Fertugur maður óskar eftir einstakl- ingsíbúð eða rúmgóðu herbergi, helst með sérinngangi og baðað- stöðu. Reglusemi og skilvísi heitið. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 45196. Okkur vantar lesefni Við erum 3 og 5 ára og erum að flytjast langt út í lönd. Viljum gjarnan hafa með okkur mikið af góðum barnabókum, svo við gleymum ekki íslenskunni. Ef þið eigið bækur sem þið viljið selja fyrir lítið hafið þá samband í síma 10633. Reiðhjói óskast Vil kaupa stórt 10 gíra hjól (helst 25“ stell) með skítbrettum. Upplý- singar í síma 41410 á kvöldin og 681333 á daginn, Óttar. Dagmamma nálægt Melaskóla Tek 6 ára börn í gæslu fyrir hádegi í vetur. Hef uppeldismenntun. Upplýsingar í síma 28257. Óska eftir að kaupa notað hjónarúm. Má þó ekki vera breiðara en 1,40 m. ÚDniúci"^-! círr>e* OOOC.C. tflllí Kl. IO.UU. Starfsmann Þjóðviljans vantar 2-3ja herbergja íbúð í 6-10 mánuði (beðið eftir láni). Helst i vesturbæ eða gamla austurbæn- um. Tvö í heimili. Vinnusími 681333, heimasími 17952, Mörður Árnason. Heim til mín eða ég heim til þín Ég er 4ra mánaða vesturbæingur sem vantar þössun hálfan dag hjá konu sem vill passa mig heima hjá mér eða hjá sér. Laun eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 26408. Pennavinur í Chicago Ungur Bandaríkjamaður óskar eftir pennavinum á íslandi. Hefur all- skonar áhugamál. Vinsamlegast skrifið til: Roy Varghese, 4821 W.Armitage, Chicago-60639, U.S.A. Ódýr isskápur óskast Óska eftir ísskáp, helst með góðum frysti. Vil fá hann sem allra ódýrast- an. Vinsamlegast hringið í síma 26379. Speelman að vinna Short Staðan 3:1 í 6 skáka einvígi þeirra í London Enski stórmeistarinn Jonathan Speelman hefur náð tveggja vinninga forskoti þegar tefldar hafa verið fjórar skákir í einvígi hans við Nigel Short sem af flest- um skáksérfræðingum hefur ver- ið spáð sigri en aðstaða hans er allt annað en glæsileg. Jafntefli varð í fyrstu tveimur skákunum en síðan vann Speelman þá þriðju og fjórðu og staðan því 3:1. Speelman kom mjög á óvart er hann vann bandaríska stór- meistarann Yasser Seirawan 4:1 í fyrstu hrinu áskorendakeppninn- ar í Saint John í vetur. Short vann þá Ungverjann Guyla Sax y/z:V/2 og örlögin höguðu því þannig að þessir tveir drógust saman, enskum skákunnendum til sárra vonbrigða. Sigurvegar- inn í einvíginu teflir, eftir því sem ég best veit, við sigurvegarann í einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs þó reglurnar séu óneitanlega dálítið óljósar um þetta atriði. Speelman er í þeirri einkenni- legu sálfræðilegu aðstöðu að geta eyðilagt upplagt tækifæri fyrir óskabarn breskrar skáklistar. Hann virðist hafa nokkrar áhyggjur af þessu atriði, því fyrir einvígið tilkynnti hann að aðstoð- armaður hans yrði ekki af ensku bergi brotinn heldur hygðist hann leita út fyrir landsteinana og fyrir valinu varð góðkunningi okkar fslendinga, Jonathan Tisdall. Aðstoðarmaður Shorts er enski stórmeistarinn John Nunn. Breskt fyrirtæki borgar verð- launafé samtals 20 þúsund sterl- ingspund, en þar af fær sigurveg- arinn 12 þúsund pund. Einvígið hefur vakið allmikla athygli í Englandi og má t.d. geta þess að langar greinar hafa birst í stór- blaðinu The Times um undra- barnið Nigel Short. Það er eins og ekki sé reiknað með Speelman sem er með sérkennilegri mönnum útlits, fúlskeggjaður og leggur lítið uppúr / íieí vist aður minnst a hrikalega sjóndepru hans sem þó virðist ekki há honum tiltakan- lega mikið því hann er nú í 5. sæti á Elo-listanum með 2645 stig. Short er í 3. sæti, tíu stigum ofar. 1 l# • mxmk 114ii mí ■ k <] í E Hf Ht Ö ■fi Snúum okkur þá að skákun- um. Speelman virðist hafa komið Short úr jafnvægi með óvenju- lega hvassri byrjanataflmennsku HVER VILL EKKIEIGNAST SPORTBÍL OG SPÍTTBÁT ? í þriðju viðureigninni: 10. 0-0-0 og 11. g4! Short bregst þó rökrétt við í fyrstu en í 13. leik gerir hann sig sekan um hrikaleg mistök. 13. .. c5. Svarleikur Speelmans 14. g5! gerir aðstöðu hans í einni svipan nær vonlausa. í 16. leik grípur Short til þess ráðs að láta skiptamun af hendi en Speelman teflir mjög nákvæmt og ávaxtar sitt pund. 21., 22. og 23. leikir hans eru allir frámunalega öflugir og Short gafst upp eftir aðeins 27 leiki. 27. .. Bxe6 strandar á 28. Dxg6! Ke7 29. Hxf7+!: 3. einvígisskák: Jonatahn Speelman - Nigel Short Drottningarbragð 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-d5 4. Rc3-Be7 5. BÍ4-0-0 6. e3-c5 7. dxc5-Bxc5 8. Dc2-Rc6 9. a3-Da5 10. 0-0-0-Be7 11. g4-Hd8 12. h3-a6 13. Rd2-e5 14. g5-Re8 15. Rb3-Db6 16. Rxd5-Hxd5 17. cxd5-cxf4 18. dxc6-exe3 19. fxe3-Bxg5 20. Kbl-bxc6 21. Bc4-Ha7 22. Hhfl-Bf6 23. De4-Kf8 24. Dxh7-g6 25. e4-c5 26. e5-Bg7 27. e6 - og Short gafst upp. Aðalgallinn við keppnisfyrir- komulag áskorendaeinvígjanna er auðvitað það hversu stutt þau eru. Það er býsna erfitt að vinna upp tapaðar skákir. Það fékk Short að reyna á sunnudaginn í fióröii r\rA\-- 4. einvígisskák: Nigel Short - Jonathan Speelman Pirch-vörn 1. e4-d6 2. d4-g6 3. Rc3-Bg7 4. f4-Rf6 5. RO-O-O 6. Be2 (Þegar haft er í huga að Short hefur sér til halds og trausts einn mesta núlifandi sérfræðing um Pirch-vörnina, John Nunn, kem- ur á óvart hversu meinlaust af- brigði Short velur. Kannski hefur aðeins verið búist við 5. .. c5. f 6. leik átti hann þess kost með leik 6. Be3 eða 6. Bd3 sem leiðir til afar flókinnar stöðubaráttu.) 6. ..c5 7. dxc5-Da5 8. 0-0-Dxc5+ 9. Khl-Rc6 10. Bd3 (Það hefur tekið Short tvo leiki að komast til d3 og kann slíkt auðvitað ekki góðri lukku að stýra. Staðan má heita í jafnvægi, hinsvegar læðist að mér sá grunur að Short hafi alls ekki verið í jafnvægi eftir þessi tempótöp í byrjuninni.) 10. .. Bg4 11. Del-BxO 12. HxO-Rb4 Jonathan Speelman (Með því að stofna til uppskipta léttir svartur mjög á stöðunni.) 13. Be3-Rxd3 14. cxd3-Db4 15. Hbl-a5! 16. f5-Hac8 17. Bgl-a4 18. a3-Db3 19. Bd4-e6 20. Dgl-b5 21. g4 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh 21. .. Rxg4! (Speelman afræður að fórna manni og er ekki minnsti vafi á því að fórnin er besti kostur hans í þessari stöðu. Hann fær minnst tvö peð og afar tausta stöðu sem erfitt er að brjóta niður.) 22. f6 (En ekki 22. Bxg7-Kxg7 23. Dxg4-Hxc3 24. f6+-Kh8 25. Dh3-h5! og hvítur kemst ekkert áfram á kóngsvængnum og drottningarmegin er hann að tapa stríðinu.) 22. .. Rxf6 23. Bxf6-Bxf6 25. axb4-a3 (f þessu felst mótspil Speelman. Short þarf að leysa erfið praktísk vandamál á stuttum tíma.) 26. Ddl-Dxb4 27. Hf2-axb2 28. Ra2-Dd4 29. Hfxb2-d5 (Svarta staðan er að öllum líkind- um mannsins virði en varla mikið meira. Tímaskortur var farinn að hrjá Short. Hann átti 17 mínútur eftir á 12 erfiða leiki, en Speelm- an 14) 30. Hb4-Da7 31. Rcl-dxe4 32. dxe4-De3 33. Dgl? (Short er alveg heillum horfinn. Það var flest betra en þessi leikur sem kom í mikilli tímaþröng. Speelman á nú rakið jafntefli en hann fann þvingaða vinningsleið að auki.) 33. .. DO+ 34. Dg2-Ddl+ 35. Dgl-Hfd8! 36. Rb3-DO+ 37. Dg2-Hdl+ 38. Hxdl-Dxdl+ 39. Dgl-De2!! (Nú getur hvítur ekkert aðhafst vegna möguleikans - Del + .) 40. h3-Hc2! — og Short lagði niður vopnin. 41. Hb8+ stoðar lítt vegna 41... Kg7 42. Dd4+-Kh6 o.s.frv. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.