Þjóðviljinn - 03.09.1988, Síða 7
INNSYN
Á blaðamannafundi á Egilsstöðum. Hjörleifur Guttormsson þingmaður Austurlands, Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks og Ólafur
Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins.
Alþýðubandalag
komið á kreik
Kenningu um utanaðkomandi kreppu hafnað. Árleg verðmæta-
sköpun aðeins einusinni verið meiri. Aukið vinnuálag eðagjaldþrot
hjá almenningi verði vextir afhúsnœðislánum hækkaðir. Stóreigna-
menn borgi eðlilegan hluta. Raunvaxtagróði skattlagður
Brúnin á mörgum Alþýðu-
bandalagsmanninum hefur held-
ur betur lyfst undanfarna daga.
Ekki það að þjóðfélagsástandið
sé neitt til að hrópa húrra fyrir né
heldur er það sérstakt gleðiefni
að gengið skuli á gerða kjara-
samninga og bönnuð með lögum
örlítil launahækkun sem ekki
hefði dugað til að bæta mönnum
dýrtíðina síðustu mánuðina. Nei,
ánægja Alþýðubandalagsmanna
stafar af því að flokkurinn þeirra
er farinn að láta á sér kræla. Al-
þýðubandalaginu hefur tekist
betur nú en um margra mánaða
skeið að láta rödd sína heyrast.
Flokksmönnum finnst réttilega
að rækilega hafi verið undirstrik-
að að það er unnt að feta aðrar
slóðir en þær villigötur sem
stjórnarflokkarnir ráfa nú um.
Röng hagstjórn
en ekki kreppa
í tillögum sem efnahagsnefnd
Alþýðubandalagsins sendi frá sér
fyrir skömmu er undirstrikað að
efnahagsvandinn, sem nú sligar
atvinnuvegina og heimili lág-
tekjumanna er síður en svo til-
kominn vegna ytri áfalla. Þótt
ráðherrar keppist við að koma
þeirri skoðun inn hjá almenningi
að ekki verði komist hjá að
skerða launin því að yfir okkur
hafi dunið efnahagskreppa, þá
sýna hagtölur ekki þá kreppu.
„Þvert á móti búum við Islend-
ingar við óvenjulega góðar að-
stæður á öllum sviðum. Aflaverð-
mæti og útflutningsframleiðsla á
árinu 1988 verða um 15% meiri
að raungildi en 1985 og útflutn-
ingsframleiðslan í heild verður
meiri en árinu á 1987. Rýmun
viðskiptakjara nemur aðeins 1%
og efnahagsþróun í helstu við-
sidptalöndum okkar er hagstæð.
Þar rfkir uppsveifla og hagvöxt-
ur. Yfirstandandi ár verður að
öllum líkindum hið annað besta í
sögu íslendinga hvað verðmæta-
sköpun snertir,“ segir í tillögum
efnahagsnefndarinnar.
Orsakir erfiðleika í efnahags-
lífinu nú sé því ekki að finna í
minnkandi þjóðartekjum eða ytri
áföllum. Þær felist í mistökum,
misskiptingu og misgengi. „Þess
vegna væri það bæði siðlaust og
efnislega rangt að framkvæma
stórfellda kjaraskerðingu hjá
launafólki í stað þess að taka upp
nýja hagstjóm. Það þarf nýja
stefnu - ekki enn eina aðförina að
launafólki.“ .
Vextir af
húsnæðislánum
Ein af tillögum forstjóranefnd-
arinnar, sem í íhaldspressunni
ber kreppuheitið bjargráða-
nefnd, var að hækka vexti af
húsnæðisstjórnarlánum. Margir
urðu hissa á þessari niðurstöðu
nefndarinnar. Og víst er það dá-
lítið skrýtið að forstjórar, sem
loka sig inni í viku til að kryfja
vanda þjóðarinnar, skuli komast
að þeirri niðurstöðu að jafnframt
því að kaup skuli lækkað hjá al-
mennu launafólki skuli einnig
hækkaðir þeir vextir sem það
greiðir af húsnæðisskuldum sín-
um.
Sem betur fer bendir margt til
að vextir af húsnæðislánum verði
ekki hækkaðir í þetta skiptið þótt
hættan sé enn ekki algjörlega lið-
in hjá. Líklega era það þúsund-
irnar á lánabiðlistum Húsnæðis-
stofnunar sem hafa sannfært
ráðamenn um að ekki væri sjálf-
gefið að nýjum húsnæðislánum
fækkaði þótt vextir á þeim hækk-
uðu. Þótt helmingur þeirra, sem
á biðlista er, hætti við að byggja
eða kaupa vegna hærri vaxta, þá
biðu enn 4000 manns eftir lánum.
Og hvar ættu svo þeir að búa
sem hættu við húsnæðislánatökur
og frestuðu þar með um óákveð-
inn tíma að eignast íbúð? Þörfin
fyrir íbúðarhúsnæði ræðst af allt
öðrum þáttum en því hve háir
vextir eru á húsnæðislánum. En
vaxtagreiðslurnar geta skipt
sköpum fyrir alþýðu manna.
Meiri aukavinnu
eða gjaldþrot
Efnahagsmálanefnd Alþýðu-
bandalagsins birti útreikning sem
sýndi hvernig hækkun vaxta á
húsnæðislánum fjölgaði þeim
vinnustundum launamanna sem
færu í að greiða vexti og afborg-
anir af lánunum. Útreikningarn-
ar miðuðu við lán sem upphaf-
lega er þrjár miljónir (hámarks-
lán), og við tímakaup upp á 250
krónur en það samsvarar um 44
þúsund króna mánaðalaunum
fyrir dagvinnu.
í ljós kom að hækkuðu vextir
úr 3,5% í 7% fjölgaði þeim
vinnustundum, sem færa í vexti
og afborganir, um nær 40%
fyrstu árin eftir að lánið væri haf-
ið. í stað þess að þurfa að vinna í
um 700 stundir þyrfti um 1000
vinnustundir á ári til að standa í
skilum. Yfir lánstímann allan
samsvaraði þessi tími um fjóram
vinnuárum. í reynd þýddi þetta
stóraukna aukavinnu eða gjald-
þrot ella.
Færi svo að hugmyndir um að
færa vinnulaun niður um 9%
næðu fram að ganga, þyrfti
launamaðurinn í dæminu hér að
ofan að leggja enn harðar að sér.
Vinnulaun fyrir um 1100 stundir
þyrfti þá til að halda láninu í
skilum fyrstu árin.
Þótt storminn hafi lægt í bili
getur hann skollið aftuf á fyrir-
varalítið. í vor skipaði félags-
málaráðherra sérstaka húsnæðis-
nefnd sem vinna á að undirbún-
ingi á nýrri húsnæðislöggjöf. Tal-
að er um að stokka upp allt kerf-
ið. Nefndin, sem lýtur forystu
Kjartans Jóhannssonar fyrrum
formanns Alþýðuflokksins, hef-
ur eytt miklum tíma í að ræða
hugmyndir um hækkun vaxta á
húsnæðislánum. Hver veit hvaða
tillögur koma frá henni í þeim
efnum?
Allt önnur leið
Á miðvikudag boðuðu for-
svarsmenn Alþýðubandalagsins
til blaðamannafundar á Egils-
stöðum. Þar var gerð grein fyrir
niðurstöðum af þriggja daga
vinnufundi þingmanna og stjórn-
ar flokksins þar eystra. Þessi
vinnufundur var haldinn í beinu
framhaldi af helgarráðstefnu sem
kjördæmisráð Alþýðubandalags-
ins á Austurlandi og í Norður-
landi eystra höfðu staðið fyrir þar
sem rætt var um afvopnunarmál
og hver væri í þeim efnum staða
íslendinga sem búa við banda-
ríska herstöð og ratsjárstöðvar.
Á blaðamannafundinum voru
kynntar tillögur Alþýðubanda-
lagsins í efnahagsmálum. Þar er
boðuð allt önnur leið en sú sem
fylgt hefur verið af núverandi og
síðustu ríkisstjórn. Öllum hug-
myndum um kjaraskerðingu hjá
almennum launamönnum er þar
hafnað. Talið er að aðrir séu bet-
ur hæfir til að taka á sig auknar
byrðar. Grundvallaratriði í til-
lögum Alþýðubandalagsins er að
fluttir verði fjármunir frá þeim
sem rakað hafa saman gróða í gó-
ðæri undanfarinna ára og að knú-
in verði fram endurskipulagning
atvinnulífsins.
Alþýðubandalagið boðar
vaxtalækkun þannig að raunvex-
tir verði ekki hærri en 3%. Um
þessar mundir er atvinnuvegun-
um, húsbyggjendum og öðrum
skuldurum gert að greiða a.m.k.
9 til 12% vexti ofan á verðbætur.
Ríkisstjórnin hefur engin sérstök
áform uppi um aðgerðir til að
lækka raunvexti. Með lækkandi
raunvöxtum lækkaði kostnaður
útflutnigsatvinnuveganna veru-
lega. Verðlag lækkaði vegna þess
að vaxtakostnaður er einn af
stærstu rekstrarliðum fjölmargra
fyrirtækja.
Tekjuskerðing
hjá hátekju- og
stóreignamönnum
Alþýðubandalagið boðar að
lagðir verði auknir skattar á stór-
eignamenn og gróðaaðila.
Leggja skal skatt á vaxtatekjur
umfram verðtryggingu. Algjör-
lega er hafnað því furðulega sjón-
armiði að vaxtatekjur séu heilag-
ar samanborið við vinnulaun og
því megi ekki skattleggja þær.
Boðaður er veltuskattur á banka
og peningastofnanir.
Óg Alþýðubandalagsmenn
vilja taka upp hátekjuskattþrep í
tekjuskatti. Nú er tekjuskattþ-
repið bara eitt, álagningarprós-
entan er sú sama fyrir alla. Þar
skiptir engu hvort um er að ræða
ræstingakonu eða forstjóra SÍS,
skattprósentan er sú sama.
Skattþrepunum fækkaði þegar
komið var á staðgreiðslu skatta.
Það er Jón Baldvin Hanníbalsson
formaður Alþýðuflokksins sem á
stærsta heiðurinn af því að upp
var tekið þetta öfugsnúna rétt-
læti.
Alþýðubandalagið er að boða
allt aðra stjórnarstefnu en þá sem
fylgt er um þessar mundir og
byggir á því að fyrirtækin verði
rekin með styrkjum sem sóttir
eru í vasa launamanna. Ekki þarf
að efa að hátekjumenn, stór-
eignamenn og þeir sem mestan
hafa nú vaxtagróðann, era á móti
þessum hugmyndum Alþýðu-
bandalagsins. Þeir stjórnmála-
flokkar, sem bera hag peninga-
mannanna fyrir brjósti, munu að
sjálfsögðu vera andsnúnir þess-
um hugmyndum og berjast hat-
rammlega gegn þeim.
\ ÓP
Tveggja mánaða gömul áætlun Þjóðhagsstofnunar. Við erum í upp-
sveiflu og allt tal um kreppu vegna svipuls sjávarafla er út í hött. .
Laugardagur 3. september 1988 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7