Þjóðviljinn - 03.09.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR Mikil barátta var í toppslag FH og Fylkis á nýja grasvellinum í Árbænum í gær. Bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild. Mynd: E. Ól. 2. deild Fylkir í fyrstu deild s ^ Arbœjarliðið er nú ósigrað Í35 leikjum í röð í Islandsmótinu Það sem hefur einkcnnt aðra deildina öðru fremur í ár er yfir- burða staða tveggja efstu lið- anna, FH og Fylkis, og hefur spennan á toppnum sjaldan eða aldrei verið jafn skýr og greinileg. Liðin áttust við í gærkvöld á gras- velli þeirra Árbæinga og var fjöldi áhorfenda á staðnum. FH hafði þegar tryggt sér sæti í 1. deild að ári en Fylki nægði jafn- tefli til að láta drauminn rætast. Svo fór að liðin gerðu jafntefli, 1-1, og er Fylkir því komið í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félags- ins. Leikurinn var mikill baráttu- leikur og sóttu bæði liðin talsvert þannig að mörkin hefðu gjarnan getað orðið fleiri. FH náði foryst- unni strax á fyrstu mínútunum þegar Pálmi Jónsson skoraði af stuttu færi. Markið virkaði sem vítamínsprauta á Árbæinga og sóttu þeir stíft að marki FH-inga allan hálfleikinn. Þeir náðu þó ekki að nýta marktækifærin fyrr en Jón Bjarni Guðmundsson skoraði með skalla skömmu fyrir leikhlé. Siðari hálfleikur var sífelld bar- átta og voru FH-ingar ívið sterk- ari enda þótt Fylkir hefði náð hættulegum sóknum. Litlu mun- aði að heimamönnum tækist að bæta við marki þegar Gísli Hjálmtýsson skallaði að marki FH-inga en þeim tókst að bjarga á línu. Undir lok leiksins fékk Hörður Magnússon gott færi hin- um megin á vellinum en tókst ekki að skora svo að úslitin urðu jafntefli, 1-1. Fylkisliðið er enn ósigrað í sumar og jsað sem meira er, liðið hefur ekki tapað leik í íslands- mótinu í tvö ár, þ.e. 35 leikir í röð án taps! Marteinn Geirsson hefur verið með liðið allan þennan tíma og hefur þjálfaraferill hans verið lygasögu líkast. Óvíst er hvort hann verði með liðið að ári en altént verður spennandi að fylgj- ast með gengi liðsins á sínu fyrsta ári í 1. deild svo og ferli krafta- verkamannsins Marteins Geirs- sonar í framtíðinni. -þom Fótbolti Samstarf erkifénda Valur og Fram heyja samvinnu um kynningu á Evrópu- leikjum sínum Þrír leikir verða í Evrópu- keppnunum í næstu viku en Val- ur, Fram og ÍA taka þátt í kepp- nunum þremur eins og venjulega. Reykjavíkurfélögin og erkifénd- urnir leika bæði gegn þekktum liðum, Valur gegn Monaco og Fram fær Barcclona í heimsókn, og hafa félögin sameinast um kynnigarherferð fyrir leikina. M.a. er boðið upp á stúkumiða með afslætti, séu keyptir miðar á báða leikina, sameiginlega leik- skrá og fleira. Það er ánægjulegt að félögin skuli vinna saman að undirbún- Síðasti leikur íslands-og bika- rmeistara Vals var þeim sérlega léttur en Framstúlkur urðu þeim að bráð á Hlíðarenda í gærkvöld. Leikurinn var einstefna allan tím- ann eins og lokatölurnar gefa til kynna en I. knum lauk með stór- sigri Vaí 10-0, en staðan í leikhléi va. -0. Guðrún -mundsdóttir kom á ingnum því oft hefur ríkt mikil samkeppni milli liða um áhorf- endur. Pað er greinilega von for- ráðamanna félaganna að fólk fjölmenni á báða leikina, en það er ekki ólíklegt að svo verði þar sem frægar stjörnur leika með báðum aðkomuliðum, og ekki dregur árangur landsliðsins gegn Sovétmönnum úr aðsókninni. Varla þarf að kynna hið fræga félag Barcelona, en liðið er með- al allra stærstu íþróttafélaga heims. Knattspyrnan er þar lang vinsælust og eiga þeir Börsungar óvart í leiknum með því að skora 3 mörk, en hún lék í sókninni nú í stað vamar í allt sumar. Arney Magnúsdóttir skoraði einnig 3 mörk, Bryndís Valsdóttir 2 og þær Magnea Magnúsdóttir og Kristín Briem sitt markið hvor, en Bryndís er nú markahæst í deildinni með 12 mörk. kb/þóm myndarlegan heimavöll sem rúmar um 110 þúsund áhorfend- ur. Með liðinu koma væntanlega nokkur hundruð manns og þá verður leiknum lýst beint á 9 út- varpsrásum á Spáni og lýsa tvær útvarpsrásanna bæði á spænsku og katalónsku. Frægasti leikmað- ur Barcelona, Gary Lineker, kemur ekki hingað til lands en hann hefur átt við veikindi að stríða í allt sumar. Lið Monaco varð Frakklands- meistari síðastliðið vor og lék mjög skemmtilega knattspyrnu allt árið. Liðið státar af tveimur breskum stjörnum, þeim Glenn Hoddle og Mark Hateley, en auk þeirra eru leikmenn eins og Man- uel Amoros og Patrik Battiston öllum kunnir. Óvíst er hvort Ra- inier Monacofursti komi til lands- ins en það þykir ekki ólíklegt vegna hins mikla knattspyrnu- áhuga gamla mannsins. Valsmenn leika sinn leik á þriðjudag kl. 18.15 en Framarar á sama tíma daginn eftir. Forsala stendur yfir í Kringlunni í dag og á mánudag og í Austurstræti á mánudaginn. Stúkumiðar á báða leikina kosta aðeins kr. 1200 en kr. 750 á annan leikinn. Stæðis- miðar eru á kr. 500 og barnamið- ar á kr. 200. Fyllum stúkuna á báða leikina! -þóm 1. deild kvenna 10-0 á Hlíðarenda Valsstúlkur gengu yfir Framara Laugardagur 3. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 SKÓLARITVÉLIN BROTHER AX-15 Srother AX-15 er með dálkastilli, síbylju á öllum stöfum, gleiðritun, miðjustillingu, sjálfvirkri undirstrikun og endurstaðsetn- ingu, leiðréttingaminni, leiðréttingu heilla orða og lína eða flesta kosti fullkomnustu skrifstofuvéla. Skoðið allar skólaritvélar, sem eru á mark- aðnum. Við vitum að BROTHER AX-15 verður fyrir valinu. BORGARFELL.Skólavörðustíg 23, simi 11372 ''/v/Æ Útboð Brú á Dýrafjörð I - undirbúningsframkvæmdir W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ~ verk, sem felst í gerð vegar að brúarstæði og efnis- námum og gerð vinnusvæðis. Efnismagn 30.000 m3. Verki skal lokið 1. desember 1988. Útboðsgöng verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 19. september 1988. Vegamálastjóri tÓnUstaráíÓlÍnn ármúla44 sími:392lO nno:66Z7-4446 Frá Nýja tónlistarskólanum Innritun fyrir skólaárið 1988-9. Aðalkennslugreinar, forskóli, 6-8 ára börn, pí- anóleikur, orgelleikur, öll strokhljóðfæri, flautu-, gítar- og klarinettuleikur, söngur. Nemendur frá sl. skólaári mæti á mánudag eða þriðjudag 5. og 6. sept. kl. 5-7 og staðfesti um- sóknir sínar með greiðslu á hluta skólagjaldsins. Innritun nemenda í forskóla fer fram á sama tíma. Inntökupróf fyrir nýja nemendur byrja 7. sept. Nýir nemendur tilkynni sig í síma 39210 kl. 3-6. Söngpróf verða 1. og 12. sept. Nýi tónlistarskólinn Tónlistarskóli Garðabæjar Smiðsbúð 6, sími 42411 Forskóli, hljóðfæradeildir, söngdeild. Tekið á móti umsóknum um skólavist til 8. sept- ember. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14-18. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.