Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 3
Sjómenn Samnings- réttinn aftur Sjómannasambandið: Eini möguleikinn til kjarabóta ermeð frjáls- um samningsrétti „Okkar afstaða er alveg klár í þessu máli. Við viljum fá samn- ingsréttinn aftur skilyrðislaust. Síðast hækkaði fiskverð ekki nema um tæp 5% þegar laun okk- ar viðmiðunarstétta hækkuðu um 10% samkvæmt nýsettum bráðabirgðalögum í sumar. Eini möguleiki sjómanna til að rétta við sinn hag er í gegnum frjálsa samninga og því náum við ekki án samningsréttarins“, sagði Hólm- geir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Islands. Framganga verkalýðsforkólf- anna þeirra Karvels Pálmasonar, Guðmundar Jaka og Karls Steinars sl. laugardag þegar þeir gengu fram fyrir skjöldu og óskuðu eftir því að rétturinn til frjálsra samninga tæki ekki gildi um næstu áramót heldur um miðjan febrúar, hefur vakið þjóðarathygli. Enda ekki á hverj- um degi sem sjálfsögð mannrétt- indi eru afþökkuð! „Auðvitað koma svona óskir manni spánskt fyrir sjónir og hljóma einkennilega. Sérstak- lega þegar það er haft í huga að rétturinn til frjálsra samninga um laun og kjör er algjört grundvall- aratriði fyrir bættum kjörum launþega til sjós og lands,“ sagði framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins. -grh Þingeyri Innsiglin rofin ígœr tókst samkomulag milli Kaupfélags Dýr- firðinga ogfjármála- ráðuneytisins um greiðslu á skuldfyrirtœk- isins við ríkissjóðs Pétur Kr. Hafstein sýslumaður á ísafirði rauf innsiglin á dyrum Kaupfélags Dýrfirðinga seinni- partinn í gær eftir að samkomu- lag tókst milli fyrirtækisins og fjármálaráðuneytisins i gær um greiðslutilhögun á skuldurn fyrir- tækisins við ríkissjóð. Kaupfélagið greiðir inn á skuldina við ríkissjóð og að fullu innan 3ja mánaða. Skuldirnar nema um 13-14 miljónum króna. Ekki liggur á hreinu hvar Kaupfélagið fær þessar miljónir til að greiða skuldina við ríkissjóð en það sem skiptir mestu er að hjól atvinnulífsins taka brátt að snúast á nýjan leik þegar togarar fyrirtækisins koma næst inn til löndunar en verslun Kaupfélags- ins opnaði strax í gær. Þungu fargi er létt af íbúum Þingeyrar en 80% þeirra misstu atvinnuna þegar sýslumaðurinn lokaði fyrir- tækinu í síðustu viku. -grh FRÉTTIR Samningsréttur Furðuleg forusta VMSI Krístján Thorlacíus formaður BSBR: Mannréttindi eru ekki spurning um dagsetningar Það sjónarmið forystumanna Verkamannasambandsins að það væri verra að fá samnings- réttinn fyrr en seinna hefur vakið athygli. En í stjórnarmyndunar- viðræðunum á laugardag komu þau skilaboð inn á borð þeirra sem voru í stjórnarmyndunartil- raunum að forystumenn Verka- mannasambandsins teldu ekki koma til greina að fá samnings- réttinn strax í janúar, þeir vildu hann ekki fyrr en í mars. Kristján Thorlacíus formaður BSRB segir þetta furðulegt sjónarmið hjá for- ystu samtaka launafólks. „Mér finnst furðulegt að for- usta í samtökum launafólks ræði um mannréttindi á þeim nótum að þau séu spurning um dagsetn- ingar,“ sagði Kristján í samtali við Þjóðviljann. Samningsréttur- inn væri heilagur réttur fyrir samtök launafólks og hann ætti að vera í nútíð og framtíð og það væri hneykslanlegt af hvaða stjórnvöldum sem væri að af- nema hann. Það væri einnig hneykslanlegt að menn ræddu um dagsetningar þegar kæmi að grundvallar mannréttindum. Verkalýðshreyfingin ætti skilyrð- islaust að fara fram á að hún fengi samningsréttinn strax. Kristján sagði það engin rök að með því að samningsrétturinn yrði endurheimtur fyrr en seinna fengju sum verkalýðssamtök að semja fyrr en önnur. Það væri ósköp einfaldlega ekki við hæfi Erlent verkafólk Launin em óuppgerð Öllu erlendu og lausráðnu verkafólki sagt upp störfum. Útlendingun- um haldið í óvissu um uppgjör Hraðfrystihús Grindavíkur hefur sagt upp öllu erlendu og lausráðnu verkafólki. Hópur Breta sem unnið hefur hjá fyrir- tækinu í 5 mánuði og á nokkrar vikur eftir af samningi sínum hef- ur ekki fengið það á hreint hve- nær gert verður upp við hann og hvenær hann getur yfirgefið landið. Verkafólkið segist hafa gengið eftir svörum en ekki fengið þau en framkvæmdastjórinn Ólafur Magnússon segist hafa gef- ið verkafólkinu ákveðin svör. f síðasta tölublaði Nýs Helgar- blaðs var viðtal við Ken Scarr og Brendu Rich sem bæði unnu hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur. Þau höfðu þá unnið hjá frystihúsinu í 5 mánuði en voru á 6 mánaða samningi hjá fyrirtækinu. í síð- ustu viku sagði Ólafur Magnús- son framkvæmdastjóri þeim og öðrum /útlendingum hjá frysti- húsinu að lítið yrði að gera í fyrir- tækinu á haustmánuðum. Hann bauð þeim einnig að útvega þeim vinnu í Keflavík það sem eftir var af samningstímanum en þau voru ekki spennt fyrir því vegna þess hvað það yrði í stuttan tíma. í samtali við Þjóðviljann segjast þau hafa gengið á Ólaf vegna launa og orlofs sem þau eiga inni en fengið loðin svör. Einnig hefði Ólafur ekki gefið ákveðin svör um það hvenær þau fengju flug- miða heim til Bretlands eins og segir til um í ráðningarsamningi. Ólafur Magnússon sagði Þjóð- viljanum að hann liti ekki svo á að hann hefði brotið gerðan samning við Bretana. Hann hefði eingöngu sagt þeim að það yrði lítið að gera á haustmánuðum. En Bretarnir tóku orð Ólafs sem uppsögn. Ólafur sagðist hafa sagt Bretunum að hann hefði ekki getað gert upp við þá síðastliðinn föstudag en myndi gera það á Brenda Rick og Ken Scarr: Óvíst hvenær við komumst heim. Mynd Jim. föstudaginn kemur.'Þetta stang- ast á við sögu bretanna sem segj- ast ekki hafa fengið nein örugg svör. „Þau munu fá bæði þau laun sem þau eiga inni, orlof og flug- miða á föstudaginn,“ sagði Ólafur. Þjóðviljinn spurði þá hvort hann hefði pantað flug fyrir þau á laugardag og svaraði hann því játandi. Ólafur segir að þegar hann hefði sagt Bretunum að lítið yrði að gera í frystihúsinu á næstunni hefðu þeir ákveðið að fara heim, hann væri því ekki að brjóta neinn samning. En túlkun Bret- anna er önnur, þeir segja að þeim hafi verið sagt upp störfum. „Þau geta fengið að vinna hérna í fokki ef þau vilja en það verður engin yfirvinna og þetta fólk er komið hingað til að vinna,“ sagði Ólafur. -hmp Ölduselsskóli Altt í sómanum hjá Sjöfn Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skóla- stjóri Olduselsskóla segist ekki kannast við að skólinn logi af illdeilum. Hún kannast heldur ekki við að einn kennari skólans hafi farið heim cftir að hún skammaði hann frammi fyrir öðrum kennurum skólans. Sjöfn segir kennara hafa verið heima vegna veikinda en veikindi í Oldu- selsskóla væru ekki meiri en á öðrum vinnustöðum. í Þjóðviljanum á laugardag var sagt frá því að fundur yrði með kennurum og skólastjóra í dag þar sem tilraun yrði gerð til að lægja öldurnar í skólanum. Þjóð- viljinn bar þetta undir Sjöfn. Hún sagði skólann heita Öldusels- skóla og var á henni að heyra að hún kannaðist ekki við aðrar öldur tengdar skólanum. En heimildarmenn Þjóðviljans inn- an skólans segja nær ógerlegt að starfa þar vegna samstarfsörðug- leika við Sjöfn. Sjöfn sagðist ekki kannast við neinar deilur í skóla- num og „skólastarfið hefði verið með eindæmum gott“. Fundur- inn í dag væri bara venjulegur að ræða mannréttindi í dagsetn- ingum. Samningar væru gerðir til skamms tíma en samningsréttur- inn ætti að vera viðvarandi. „Þannig að það á alls ekki að rugla þessu tvennu saman,“ sagði Kristján. Hann sagði að fulltrú- um BSRB hefði ekki verið boðið til neinna viðræðna við stjórnmálaflokka eða ríkisstjórn um samningsréttinn, enda væri afstaða BSRB öllum ljós: samn- ingsréttinn strax. -hmp kennarafundur. Þegar Þjóðviljinn spurði frekar út í kennarann sem fór heim vegna reiðilesturs Sjafnar sagðist hún ekki kannast við þessa sögu. Tveir kennarar væru frá störfum vegna veikinda en annars legði hún það ekki í vana sinn að ræða einkamál kennara og nemenda í fjölmiðlum. Þriðjudagur 27. september 1988 pjöÐVILJINN — SÍÐA 3 Seltjarnarnes Þjófamir ófundnir Þrír grímuklæddir þjófar rœndu og misþyrmdu átt- rœðum hjónum. Stálu skartgripum, peningum og áfengi I gær hafði Rannsóknarlög- reglu ríkisins ekki tekist að hafa hendur í hári þriggja grímuklæ- ddra þjófa sem misþyrmdu og rændu hjón um áttrætt á heimili þeirra við Sævargarða á Seltjarn- arnesi aðfaranótt sl. sunnudags. Hafi einhver orðið var við mann- aferðir á þessum stað um tvö- leytið þessa nótt er viðkomandi vinsamlega beðinn að hafa sam- band við lögregluna. Talið er að þjófarnir hafi brot- ist inn í húsið bakdyramegin og komu þeir að hjónunum sofandi. Höfðu þeir á brott með sér skartgripi, peninga og áfengi en snertu ekki verðmætt listaverka- safn sem hjónin eiga. Þjófarnir börðu gamla manninn með staf í höfuðið og missti hann meðvit- und um tíma og einnig veittust þeir að hjartveikri konunni og liggur hún á spítala. Þegar ódæðismennirnir fóru skáru þeir á símalínuna en hús- ráðandinn gat gert lögreglu við- vart með aðstoð nágranna sinna. __________________-grh Veitingahús llla fenginn humar Rannsóknarlögreglan í Kefla- vík hefur að mestu upplýst þjófn- að á humri sem fjórir menn stóðu að í Sandgerði og í Keflavík og er einn af þeim enn í gæsluvarð- haldi. Talið er að þjófarnir hafi náð að koma höndum yfir um 1100 kíló af gæðahumri sem þeir seldu 12-14 veitingahúsum á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 800 krónur kílóið en að öðru jöfnu greiða veitingahúsin 14-1500 krónur fyrir kílóið frá réttum að- ilum. Að sögn Rannsóknarlögregl- unnar í Keflavík verður málið sent ríkissaksóknara til frekari meðferðar á næstunni. Verður án efa fróðlegt að fylgjast með við- brögðum hans við þessum við- skiptum viðkomandi veitinga- húsa við þjófana því ljóst er að hagnaður veitingahúsanna hefur verið umtalsverður. Einnig var upplýstur þjófnaður á 280 eins lítra vínflöskum, sem þeir gáfu að hluta, seldu eða drukku sjálfir. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.