Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 7
Stjórnarmyndun Steingríms Málefnasamningurinn Málefnasamningurinn sem náðst hafði saman ístjórnarmyndunartilraun Steingríms Hermannssonar um helgina varþessi: Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Al- þýðuflokics, Alþýðubandalags og Sam- taka jafnréttis og félagshyggju er mynduð til að leysa bráðan efnahagsvanda sem steðjar að þjóðinni og til að treysta grund- völl áframhaldandi uppbyggingar atvinnulífs, stöðu landsbyggðarinnar og velferðarkerfis á íslandi. Ríkisstjórnin mun byggja jöfnum höndum á rétti ein- staklingsins til heilbrigðra framkvæmda og á samvinnu og samstarfi á félagslegum grundvelli. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lausnar aðsteðjandi vanda miða að því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verð- bólgu og vexti, verja lífskjör hinna tekju- lægstu, bæta afkomu atvinnuveganna og draga úr viðskiptahalla. í því skyni er nauðsynlegt að grípa til tímabundinna að- gerða í verðlags- og launamálum, lækkun- ar fjármagnskostnaðar og ráðstafana til að bæta afkomu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum og til að tryggja kjör tekjulágra einstaklinga og fjöl- skyldna. Meginatriðin í stefnu ríkisstjórnarinnar eru sem hér segir: Efnahagsmál Markmið ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum á næstu þremur árum eru: • Að treysta atvinnuöryggi í landinu samtímis því að verðbólga verði hamin. • Að bæta lífskjör hinna tekjulægstu. • Að viðskipti við útlönd verði hallalaus. • Að tryggja afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. • Að framfylgja öflugri byggðastefnu sem tryggi jafnvægi í byggð landsins. Samræmd stjórn ríkisfjármála, pen- ingamála og gengismála verður grund- völlur efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Stefnt verður að stöðugleika í gengismál- um. Aðhaldi verður beitt í ríkisfjármálum og peningamálum til að koma á og við- halda jafnvægi í efnahagsmálum á næstu árum. Ríkisfjármál og lánsfjármál fyrir næsta ár munu miðast við að slá á þá þenslu sem verið hefur í þjóðarbúskapnum undanfar- in misseri. Fjárlög fyrir árið 1989 verða samþykkt með afgangi sem nemur 1 % af tekjum. Til að ná þessu markmiði verða útgjöld ríkisins ekki hækkuð að raungildi frá því sem er á þessu ári. Auk þess verður tekna aflað í ríkissjóð meðal annars með skattlagningu fjármagnstekna. Lánsfjár- lög munu mótast af ströngu aðhaldi að erlendum lántökum, meðal annars verður lántökuskattur í breyttri mynd framlengd- ur til ársloka 1989 og ríkisábyrgð á lán- tökum banka og fjárfestingarlánasjóða erlendis takmörkuð. Atvinnumál Mörkuð verður ný atvinnustefna sem tryggir hagvöxt og skynsamlega nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Tekið verður fyllsta tillit til byggðasjónar- miða. Athafnafrelsi einstaklinga og félaga verður meginreglan í atvinnumálum og frjálsræði í milliríkjaviðskiptum. Ríkis- stjórnin mun með framkvæmd efnahags- stefnu móta almenna umgjörð um at- vinnustarfsemina sem hvetji til ábyrgðar eigenda þannig að arðsemissjónarmið ráði ákvörðunum. • Skipulag rannsóknar- og þróunarstarf- semi í þágu atvinnuveganna verður end- urskoðuð og stuðningur hins opinbera við áhugaverð nýsköpunarverkefni í íslensku atvinnulífi aukinn. • Mörkuð verður sérstök fiskvinnslust- efna. • Ákveðið verður með löggjöf hvar skuli draga mörk milli almannaeignar og einka- eignar á náttúrugæðum. • Skipulag orkuvinnslu og dreifingar verður endurskoðað með sameiningu orkufyrirtækja að markmiði. Olíulindir verða nýttar til atvinnuuppbyggingar. • Unnið verður að því að endurskoða lög og reglur til þess að búa íslenskum fyrir- tækjum sambærileg starfsskilyrði og sam- keppnisaðilar þeirra erlendis njóta. • Við fyrirhugaða fjárhagslega endur- skipulagningu útflutningsfyrirtækja verð- ur stefnt að aukinni hagkvæmni í rekstri þeirra. • Bygging nýs álvers verður háð sam- Vinnumarkaður Ríkisstjórnin æskir vinsamlegra sam- skipta við aðila vinnumarkaðarins og mun hafa samráð við þá. Hún mun hafa frum- kvæði um: • Að auka starfsmenntun í atvinnulífinu. • Að leita leiða til að auka framleiðni og bæta kjör. • Að taka upp viðræður um skipulag vinnumarkaðarins og starfsmannastefnu ríkisins í því skyni að auðvelda mörkun samræmdrar launastefnu, sem tryggi aukinn launajöfnuð. • Að setja löggjöf um aukna hlutdeild starfsfólks í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Fjármagnsmarkaður Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir mark- vissum endurbótum á skipulagi og starfs- háttum á fjármagnsmarkaði þannig að hann gegni betur og á ódýrari hátt þýðing- armiklu hlutverki sínu í greiðslumiðlun og í miðlun fjármagns frá sparifjáreigendum til lántakenda. • Stefnt verður að samruna og stækkun banka meðal annars með endurskipu- lagningu á viðskiptabönkum í eigu ríkis- ins. Markmiðið er að ná aukinni hag- kvæmni og rekstraröryggi í bankakerfinu, minnka vaxtamun og tryggja eðlilega samkeppni viðskiptabankanna og bæta þjónustu. • Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir setn- ingu laga og reglna um fjármagnsmark- aðinn. • Lög verða sett um greiðslukorta- og afborgunarviðskipti. • Sjóðakerfi atvinnuveganna verður endurskoðað og einfaldað. • Fjármagn sjóða verður í auknum mæli varðveitt og ávaxtað í heimabyggðum jafnframt því sem athugaðir verða mögu- leikar á því að efla atvinnuþróunarsjóði á landsbyggðinni. Utanríkismál Markmið utanríkisstefnu íslendinga eru að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðarinnar í alþjóðlegum samskiptum. Að því verður unnið með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Þessum markmiðum verður meðal annars náð: • Með aukinni aðstoð og samvinnu við þróunarríki. • Með stuðningi við baráttu fyrir mann- réttindum hvar sem hún er háð. • Með því að stuðla að friðsamlegri og bættri sambúð þjóða. • Með virkri þátttöku í umræðum um af- vopnunarmál og kjarnorkuvopnalaus svæði í okkar heimshluta. Áhersla verður lögð á að auka þekkingu íslendinga á víg- búnaðarmálum, sértaklega á hernaðar- umsvifum á Norður-Atlantshafi, til þess að leggja óháð mat á öryggismálefni landsins og nálægra svæða. • Ekki verða gerðir nýir samningar um meiriháttar hernaðarframkvæmdir og samskipti íslendinga og varnaðarliðsins verða endurmetin. • Með því að hvetja til og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um umhverfismál, sérstaklega um mengunarvarnir á Norður-Atlantshafi. • Með því að búa íslenskt atvinnulíf undir þær breytingar sem verða á við- skiptaháttum og efnahagsstjórn í Evrópu- bandalaginu á næstu árum. Sérstaklega verður unnið að því að laga íslenskt efna- hagslíf að hinum nýju aðstæðum og tryggja viðskiptastöðu íslenskrar atvinnu- starfsemi án aðildar að bandalaginu. Ríkisstjórnin áréttar áður yfirlýsta stefnu Alþingis að hér á landi skuli ekki vera kjarnorkuvopn Stjórnkerfisbreytingar Stjórnkerfi ríkisins þarf að vera í stöð- ugri þróun sem tryggi árangursríka stjórn- sýslu með lágum tilkostnaði. í því skyni mun ríkisstjórnin vinna að eftirtöldum verkefnum á kjörtímabilinu. • Sett verða almenn stjórnsýslulög sem miða að aukinni valddreifingu. • Settar verða skýrar reglur um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda. • Æviráðning embættismanna verður af- numin. • Starfshættir og skipulag stjórnarráðs- ins verða tekin til endurskoðunar. • Sett verða lög um aðskilnað dóms- og framkvæmdavalds og unnið að endur- skoðun annarra þátta réttarkerfisins. • Unnið verður að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. • Kosningalög verða endurskoðuð. Byggðamál Ríkisstjórnin mun beit sér fyrir jafnvægi í byggðaþróun meðal annars með eftirfarandi aðgerðum: • Sveitarfélögin í landinu verða efld og aðstaða þeirra til að veita íbúum sínum félagslega þjónustu jöfnuð. • Lög um tekjustofna sveitarfélaga verða endurskoðuð með það að markmiði að auka sjálfræði og jafna aðstöðu sveitarfélaga til álagningar fasteigna- skatts og aðstöðugjalds. Stærri hluta af tekjum jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verð- ur varið til tekjujöfnunar milli sveitarfé- laga. Samtímis verður verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga breytt með hliðsjón af tillögum Verkaskiptinganefndar og komi til framkvæmda á næstu tveimur til þremur árum. • Gerðar verða ráðstafanir til jöfnunar á flutningskostnaði og kostnaði við síma, húshitun og skólagöngu. • Unnið verður skipulega að uppbygg- ingu í samgöngumálum samkvæmt lang- tímaáætlun. • Gerðar verða ráðstafanir til aukinnar valddreifingar meðal annars með því að auðvelda flutning stofnana og svæðis- bundinna verkefna frá miðstjórn ríkis- valdsins út í héruð. • Byggðasjóður verður efldur. • Unnið verður að samræmingu skipulags- og byggingarlaga. • Unnið verður að því að bæta aðstöðu verslunarfyrirtækja í dreifbýli. • Sérstakt átak verði gert til að auka fjöl- breytni í atvinnu kvenna á landsbyggð- inni. Umhverfismál Það er ætlun ríkisstjórnarinnar að fela einu ráðuneyti að samræma stafsemi hins opinbera að umhverfismálum og komi það til framkvæmda innan árs. Meðal brýnna verkefna á þessu sviði sem unnið verður að má nefna: • Gerð verður landnýtingaráætlun sem tekur til hvers konar notkunar lands. Jafnframt verður gert átak í gróðurvernd með svæðaskipulagi er miðar að endur- heimt landgæða, m.a. með endurskoðun laga varðandi stjórnun beitar, þannig að hún sé í samræmi við landgæði. • Unnið verður gegn umhverfisspjöllum af átroðningi og umferð ferðamanna um viðkvæm svæði. • Samvinna hins opinbera, einstaklinga og frjálsra samtaka um skógrækt og land- græðslu verður aukin. • Eftirlit með losun hættulegra úrgangs- efna í náttúruna verður bætt. • Gert verður átak til hreinsunar úrgangs af strandsvæðum í samvinnu opinberra aðila og umráðamanna lands. • Stuðlað verður að endurvinnslu og nýt- ingu úrgangsefna. • Fræðslu- og rannsóknastarf á sviði um- hverfismála verður aukið. Fræðslu- og uppeldismál Góð menntun er undirstaða framtíðar- lífskjara þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að á því sviði hafi þessi verkefni forgang á kjörtímabilinu: • Sett verður rammalöggjöf um forskól- astig barna. • Unnið verður að því að koma á sam- felldum skóladegi sem fyrst. • Sett verður löggjöf um listnám á öllum stigum skólastarfs. • Gert verður nýtt átak í jöfnun mennt- unaraðstöðu í landinu. • Fræðsla um umferðarmál verður aukin í grunnskólum og framhaldsskólum. • Aðstaða fatlaðra hvað varðar sér- kennslu og námsaðstöðu verður bætt. • Stuðningur við vísindarannsóknir verður aukinn., • Fullorðinsfræsla, símenntun og endur- menntun verður efld. • Löggjöf um háskóla verður endur- skoðuð og stofnun opins háskóla verður flýtt. Menning - listir • Ríkisstjórnin vill stuðla að fjölbreyttu menningarlífi í landinu og eflingu ís- lenskrar tungu meðal annars með eftirfar- andi aðgerðum: • Framlög hins opinbera til menningar- mála verða aukin. • Fjárhagsstaða ríkisútvarps verður treyst og þjónusta þess við landsmenn bætt. Hlutur barna- og unglingaefnis með íslensku tali í sjónvarpi verður aukinn. • Þjóðarbókhlaðan verður fullgerð innan fjögurra ára. • Lögð verður aukin áhersla á stuðning við listasköpun barna og unglinga og list- ræna starfsemi í þágu þeirra. • Stuðningur við verndun hvers konar menningarverðmæta verður aukinn. • Stutt verður myndarlega við íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í landinu. Húsnæðismál Ríkisstjórnin mun láta fara fram endur- skoðun á fjármögnun og skipulagi hús- næðislánakerfisins og treysta fjárhags- grundvöll þess. • Átak verður gert í uppbyggingu félags- legra íbúða og sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. • Áhersla verður lögð á íbúðabyggingar á landsbyggðinni meðal annars með kaupleiguíbúðum og búseturéttaríbúð- um. • Athugað verður að heimila bönkum og sparisjóðum að nota kaup á lánsloforðum Húsnæðisstofnunar ríkisins að hluta til að uppfylla lausafjárskyldu. Heilbrigðismál - lífeyrismál og almannatryggingar Skipulag heilbrigðisþjónustu og líf- eyristrygginga verður endurskoðað í því skyni að nýta sem best fjármuni sem til þeirra er varið þannig að komi að gagni þeim sem mest þurfa á að halda. • Komið verður á samræmdu lífeyris- kerfi fyrir alla landsmenn. • Sérstök athugun fari fam á fyrirkomu- lagi lyfjasölu og læknisþjónustu sérfræð- inga til að draga úr kostnaði heimila og heildarútgjöldum ríkisins. • Fyrirkomulag tannlæknaþjónustu verður endurskoðað í því skyni að lækka tilkostnað heimila og ríkis án þess að dregið verði úr þjónustu. • Forvarnir í heilbrigðismálum verða auknar og ákveðin stefna í neyslu- og manneldismálum. • Baráttan gegn notkun vímuefna verður hert meðal annars með forvarnar- og fræðslustarfi. • Endurskoðun laga um almannatrygg- ingar og skipulag Tryggingastofnunar ríkisins verður lokið um mitt ár 1989. • Reglum um örorkumat verður breytt þannig að réttur til áfrýjunar úrskurða verði trygður. Jafnréttis- og fjölskyldumál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir átaki til að tryggja betur jafnrétti kynjanna sér- staklega í launamálum. í því skyni verður jafnréttislöggjöfin endurskoðuð og gerð fjögurra ára framkvæmdaáætlun um að- gerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Af öðrum verkefnum sem unnið verður má nefna: • Sérstakt átak verði gert í dagvistarmál- um í náinni samvinnu sveitarfélaga og ríkis og auknum fjármunum varið í því skyni. • Jafnréttisáætlanir verða gerðar á veg- um ráðuneyta og stofnana á vegum ríkis- ins. • Sett verður löggjöf um félagslega þjón- ustu sveitarfélaga og um fjölskylduráð- gjöf. • Lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks verða endurskoðuð. • Heimilisþjónusta við fatlaða og aldr- aða verður bætt í náinni samvinnu ríkis og sveitarfélaga og gerð áætlun um uppbygg- ingu og skipulag á þjónustu við þá. I því skyni verði fjárhagsgrundvöllur Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra og Framkvæmda- sjóður aldraðra treystur. ★ ★ ★ í starfi sfnu mun ríkisstjórnin hafa að leiðarljósi langtímasjónarmið um þróun íslensks þjóðfélags og stöðu íslendinga meðal þjóða. Unnið verður að könnun á langtímaþróun íslensks samfélags og nið- urstöður hagnýttar við áætlanagerð til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Þriðjudagur 27. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.