Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin Hark og kaip í sjónvarpi Hvorugurforsetaframbjóðenda vann „sigur íeinvíginu. nær um málefnaágreining Menn öllu Skoðanakannanir gefa til kynna að hvorugur þeirra Michaels Dukakisar demókrata og George Bush repúblikana hafí borið hærra hlut úr sjónvarps- einvíginu í fyrrinótt. En kjósend- ur urðu nokkru nær en áður um ýms ágreiningsefni. Bush kostaði kapps um að „af- hjúpa“ Dukakis sem ofur frjáls- lyndan demókrata sem léti sér siðferðisviðhorf þorra kjósenda í léttu rúmi liggja. Þetta kæmi glögglega fram ef þjóðin kynnti sér afstöðu hans til fóstur- eyðinga, glæpa og refsingar og varnarmála. „Því segi ég enn og aftur við fylkisstjórann: Óskum við þess að ættjörðin verði vinstrimennsku að bráð?“ sagði varaforsetinn m.a. Bush leggur ennfremur áherslu á að telja kjósendum trú um að Dukakis sé mikill ríkisafskipta- maður, nánast „sósíalisti“, en hann sjálfur hlynntur „frjálsu einstaklingsframtaki“. Og þótt kaninn trúi þessu nú ekki einsog nýju neti þá kom í ljós í könnun- um sem gerðar voru skömmu eftir að einvíginu lauk að meiri- hluti kjósenda er á sömu skoðun og Bush í þessum efnum og mörgu öðru. Orsök þess að vin- sældir Dukakisar hafa dalað jafn mikið og raun ber vitni frá því flokksþingi demókrata lauk (úr 17 prósenta forskoti niður í mín- "ÖRFRETTIR'n Þorri hermannanna sem sendir voru til Jerevans, höfuðborgar Sovét/Armeníu, í fyrri viku hélt á brott þaðan um helgina að sögn fréttastofunnar Tass. Engu að síður væru veður öll válynd í borginni, fjöldi verk- smiðja væri í lamasessi sökum verkfalla og tugir þúsunda manna dveldu lon og don á Óper- utorginu í miðbænum. Bandarísk herskip munu framvegis ekki sigla í lest- um um Persaflóa með þeim olíu- skipum Kúvætmanna er skarta bandaríska þjóðfánanum. Máls- vari húsbóndans í Hvíta húsinu, Marlin Fitzwater, skýrði frá þessu í gær. Engin þörf væri lengur á „formlegri" herskipavernd á (yessum slóðum. Hinsvegar yrðu herfleyin um kyrrt á Persaflóa ef ske kynni að drægi til tíðinda á ný. Júrí Tsjúrbanov kvaddi sér hljóðs í réttarsal í Mos- kvu í gær en þar er nú sem kunn- ugt er réttað í spillingar- og mútu- máli hans og fleiri manna af sama sauðahúsi. Við grípum nið- ur í mál hans þar sem hann segir frá þvíað Uzbeki nokkur, Umarov að nafni, hafi afhent sér ferða- koffort með kærri kveðju frá Sha- raf Rashidov, oddvita kommún- ista í Uzbekistan. „Ég opnaði töskuna og sá mér til mikillar skelfingar að hún var troðfull af peningaseðlum, á a.g. 100-130 þúsund rúblur (7.990.000- 10.340.000 krónur). Mig langaði afskaplega mikið til þess að skila fénu en hverjum átti ég að skila því? Umarov var farinn og það var vandræðalegt að færa þetta í tal við Rashidov. Því neyddi: t ég til þess að halda fénu. Mér var sagt að þetta væri gjöf og þess vegna þáði ég féð.“ Tsjúrbanov þessi hefur einn um fimmtugt og er kvæntur Galínu, einkadóttur Leóníds heitins Brezhnevs. us) sé nefnilega sú að meirihluta þeirra Bandaríkjamanna sem alla jafna greiða atkvæði í kosningum finnst Dukakis of frjálslyndur. En því fór fjarri að atlögur Bush legðu Dukakis að velli. Þvert á móti. Hann þótti afar ör- uggur í framkomu og varði stefn- umál sín með oddi og eggju. Hann lýsti því yfir að eyðing fósturs væri einkamál sem sér- hver kona ætti að gera upp við samvisku sína. Ef tillögur Bush yrðu að lögum myndi hið opin- bera „gera þær konur að glæpa- mönnum sem létu framkvæma þessa aðgerð". Dukakis ftrekaði andstöðu við beitingu dauðarefsingar og réðst af hörku á „stjörnustríðsáætlun“ stjórnar Reagans. Hann vissi ekki um neinn málsmetandi vís- indamann sem teldi hugmyndina um tölvustýrðan leysiskjöld gegn kjarnflaugum annað en barna- lega draumóra. Bush hyggst aftur á móti halda áætluninni til streitu, hljóti hann náð fyrir augum kjósenda þann 8. nóvember. Hann benti á að Duk- akis væri andvígur svo mörgum hernaðarframkvæmdum sem nú væru í algleymingi að viðhorf hans jafngiltu einhliða afvopnun. Eitt af helstu kosningaloforð- um Duakisar er að skylda stór- George Bush og Michael Dukakis. Loks sást grilla í málefnaágreining. iðjur til að greiða sjúkratrygg- ingu verkamanna. Hann segir afar brýnt að setja um þetta lög því ella sé efnalegu öryggi 37 miljóna manna teflt í tvísýnu. Bush vill hinsvegar að samið verði um þetta í fyrirtækjum. Rauði þráðurinn í málflutningi Bush var semsagt sá að hann stæði vörð um hefðbundin við- horf og verðmæti en Dukakis væri maður upplausnar og glund- roða. Dukakis hamraði hinsvegar sýknt og heilagt á ýmsum aumum blettum varaforsetans og fullyrti Palestína Plastkúlur í stað blýkúlna En hvorar tveggju banvœnar. Þrír Palestínumenn drepnir ígær. Alls- herjarverkfall á herteknu svœðunum Israelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana og særðu a.m.k. 68 í róstum á her- teknu svæðunum í gær. Forystu- menn Palestínumanna höfðu efnt til verkfalls og var góð þátttaka í því. ísraelsku hermennirnir hafa lagt blýkúlur að mestu fyrir róða á herteknu svæðunum og skjóta nú plastkúlum að palestínskum fjendum sínum. Þær eru nærri jafn banvænar einsog sannaðist í gær því hinir látnu féllu allir af völdum þeirra. Háttsettur embættismaður Sameinuðu þjóðanna á Gaza- svæðinu lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna síaukinnar skot- vopnanotkunar ísraelsmanna gegn ungmennum og börnum. „Þorri þeirra sem verða fyrir skotum er á unga aldri. Við höf- um þrásinnis fært þetta í tal við ísraelsmenn en þeir láta sem þeir heyri það ekki.“ Fyrr í þessum mánuði gaf Yitz- hak Rabín, varnarmálaráðherra ísraels, hermönnum sínum aukið frjálsræði um notkun skotvopna. Þeim væri eftirleiðis heimilt að skjóta plastkúlum á hvern þann er gerði sig sekan um grjótkast. Síðan hafa æ fleiri Palestínumenn slasast á degi hverjum. Starfsmenn Shifa og Ahli sjúkrahúsanna í Gazaborg greindu fréttamönnum frá því að hernámsliðar hefðu skotið tvo Palestínumenn til bana í borginni í gær. Annar þeirra hefði verið læknir. í Austur-Jerúsalem féll þriðji Palestínumaðurinn en þar urðu átökin hvað hörðust í gær, eink- um í Jebel Mukaber hverfinu. Hinn látni hét Jamal Matar Shkheir og var 23 ára gamall, annar Palestínumaðurinn sem bíður bana af völdum hermanna í höfuðborginni frá því uppreisnin hófst. Átökin í gær og að undanförnu afsanna þá kenningu Rabíns að „plastkúlurnar draga úr ofbeldi“. Hann lét þessa skoðun sína í ljós í fyrri viku er hann sótti Gaza- svæðið heim. Minnstu munaði að hann léti lífið þegar heimamenn grýttu hann og föruneyti hans í það sinnið. Reuter/-ks. að hann skorti dómgreind til að gegna embætti forseta. Þetta hefði sýnt sig glögglega í Írans/Kontrahneykslinu og þó hvergi jafn átakanlega og í skiptum Bush við Manúel Norí- ega hershöfðingja, hæstráðanda í Panama. Noríega þessi er álitinn viðriðinn eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna og hefur að auki gert Reaganstjóminni gramt í geði með því að leika tveim skjöldum í Mið-Ameríku valda- taflinu. „Ég tel hér vera um mjög, mjög alvarlegt dómgreindarleysi að ræða og því fyllilega eðlilegt að þið sem horfið á okkur nú velt- ið þessu fyrir ykkur og myndið ykkur skoðun,“ sagði fylkisstjóri Massachusetts. Reuter/-ks. Pólland Rakowski kjörínn forsætisráðherra Gamall flokksjaxl og „rétttrúaður línumaður“ Fyrirmenn í pólska kommún- istaflokknum ákváðu í gær að skipa Mieczyslaw Rakowski for- sætisráðherra. Hann er gamal- reyndur stjórnmálamaður og ýmsu vanur, var um skeið vara- forsætisráðherra og annaðist samningagerð við Samstöðu hér á árum áður. Það var miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun í gær. Hennar er mátturinn og fulltrúa á löggjafarsamkundunni er að hlýða. Rakowski hefur einn um sex- tugt og á sæti í stjórnmálaráði flokksins. Hann verður arftaki Zbigniews Messners sem gerður hefur verið að blóraböggli vegna þess sem miður hefur farið í pólskum efnahagsmálum og tíðra verkfalla umliðna mánuði. Eitt af höfuðverkefnum Rak- owskis verður að stýra viðræðum stjórnar og stjórnarandstæðinga sem brátt fara í hönd. Auk full- trúa kommúnistaflokksins taka Samstöðumenn, kaþólskir pre- látar, „óháðir“ stjórnarvinir og stjórnarfjendur þátt í viðræðun- um um framtíðarskipan mála í Póllandi. Fréttaskýrendur telja forystu- menn flokksins velja Rakowski til starfans í því augnamiði að draga úr óánægju og gremju íhaldsmanna sem hvorki vilja heyra né sjá að komið sé til móts við Lech Walesa og félaga hans. Rakowski þyki harður í horn að taka og „rétttrúaður línumaður" í hugmyndalegum efnum. Reuter/-ks. Þriðjudagur 27. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 KJOTMIÐSTOÐIN v Laugalæk 2. simi 686511. 656400 HAKK Á ÚTSÖLU Nautahakk á 399 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira Kindahakk á 199 kr. kg ef keypt eru 5 kíló eða meira TIL HAGSÝNNA Naut í heilu og hálfu 395,- kr. kg - frágengið Svín í hálfu og heilu 383,- kr. kg - frágengið KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2, simi 386511, 656400

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.