Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 16
r-SPURNINGIN Hvernig leggst veturinn í Þig? Jón Sigurðsson, Austurvelli: Það er nú einu sinni mitt hlutskipti að þrauka alla þá vetur sem dynja yfir þetta land. En þeir voru hlýrri í Köben. Ólafur Thors, Tjarnargötu: Mér er sagt að úthaldið sé mín sterka hlið. Héðinn Valdimarsson, Hringbraut: Mér verður alla vega ekki kalt á fótunum. Jónas Jónsson, við Arnarhvál: Það fer eftir því hvort einhver af þeim flokkum sem ég stofnaði verða í húsinu hér við hliðina eða ekki. Útilegumaðurinn, við gamla kirkjugarðinn: Á mér hafa dunið slík launafrost og fimbulkuldar að veturinn er léttvægur í samanburði við þau ósköp. þJÓÐVILIINN SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CD40^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Jóladagatalið Jólin nálgast í Kærabæ Nýstárlegar aðferðir til tekjuöflunarfyrirgerð barnaefnis í ríkissjónvarpinu Aðstandendur barnaefnis í Sjónvarpinu eru nú í fyrsta sinn að láta gera jóladagatal, sem selt verður í bókabúðum um allt land. Ollum þeim ágóða, sem vonast er til að verði af sölunni, verður varið til þess að auka og bæta íslenskt barnaefni í Sjón- varpinu. Það eru þau Sigríður Ragna Sigurðardóttir dagskrárfulltrúi barnaefnis Sjónvarpsins, Helga Steffensen umsjónarmaður Stundarinnar okkar og Þór Elís Pálsson upptökustjóri, sem eiga hugmyndina og hafa unnið að framkvæmd verkefnisins en höf- undur handritsins er Iðunn Steinsdóttir. í tengslum við dagatalið verða sýndir stuttir leikþættir á hverj- um degi frá 1.-24. des. Taka þeir hver um sig unr það bil 6-7 mínút- ur og verða sýndir eftir fréttir á kvöldin. í hverjum glugga daga- talsins er mynd, sem höfðar til efnis hvers þáttar. í leikþáttunum koma fram leikararnir Þórarinn Eyfjörð og Hjálmar Hjálmarsson og svo 12 brúður, sem Helga Steffensen hefur gert. Raddir þeirra og hreyfingar sjá um þau Barði Guðmundsson, Bragi Hinriks- son, Helga Steffensen, Helga Sigríður Harðardóttir og Hjálm- ar Hjálmarsson. Leikstjóri og upptökustjóri er Pór Elís Páls- son. Leikmyndin og jóladagatal- ið er hannað af Önnu Þ. Guð- jónsdóttur. Dagatalið er unnið í Prentsmiðjunni Odda en lit- greiningu og filmuvinnslu annast Halldór Ólafsson. Þetta er ekkert venjulegt sæl- gæti en hinsvegar vonandi „góm- sætt“ augnakonfekt, sögðu þær Helga Steffensen og Sigríður Ragna. - mhg Laugavegur Tumbyggingum móbnælt íbúar innarlega við Laugaveg hafa mót- mœlt hugmyndum um nýbyggingar í Rauðar- árholti að eru nokkur atriði í þessum skipulagshugmyndum sem við íbúar hér við innarlega við Laugaveginn getum ekki sætt okkur við, sagði Guðmundur Svavarsson einn þeirra íbúa sem hafa mótmælt hugmyndum verktakafyrirtækis Árntannsfells um nýbyggingar á Laugavegi 148, þar sem áður var Timburverslun Árna Jónssonar. Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í síðustu viku hefur Armanns- fell sem keypti lóðina nýverið, lagt fram hugmyndir um að reisa á ióðinni raðhúsabyggð, en á horni Laugavegs og Mjölnisholts er gert ráð fyrir þrískiptu háhýsi 6, 8 og 11 hæða. - Við nágrannar hér teljum að með þessum hugmyndum sé ver- ið að ofnýta þessa lóð, einnig get- um við ekki séð hvernig á að leysa bílastæðisvandamálin sem eru svona háhýsum samfara, sagði Guðmundur, en hann benti einn- ig á að samkvæmt þessum hug- myndum væri ekki gert ráð fyrir að laga slæma blindbeygju á Laugaveginum við Ás, en þar hafa orðið nokkur dauðaslys, sagði hann. Mótmæli íbúanna voru lögð fyrir skipulagsnefnd í gær en þar verða þau skoðuð. Gert er ráð fyrir að skipulagsnefnd afgreiði málið á næsta fundi sínum. -sg Þroskaleikföng Bamasmiðjan hjá MM Þroskaleikföng, leiktæki, hús- gögn og föndurvörur frá Barn- asmiðjunni; kynningar- og sölu- sýning undir þessum formerkjum stendur nú yfir í verslun Máls og menningar í Stðumúlanum. Hér eru það þeir Hermann Hansson og Sveinn Aron sem virða fyrir sér hluta sýningarinn- ar. Að sögn aðstandenda hennar er hún ekki síst ætluð fóstrum, þroskaþjálfum, kennurum og öðrum þeim sem starfa við uppeldis- og félagsmál. Mynd: Jim Smart. s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.