Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 4
 FLÓAMARKAÐURINN Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 ára og 11 ára óska eftir að taka á leigu 4-5 herbergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upp- lýsingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn. Góður bíll til sölu Opel Kadett árg ‘85, ekinn 35 þús. km. Möguleiki er á að taka ódýrari bíl uppí. Hringdu í sima 36474 eftir nánari upplýsingum. Svefnbekkur Til sölu svefnbekkur með púðum og rúmfataskúffu. Upplýsingar í síma 16882. Til sölu lítið hjólabretti og hjólaskautar nr. 36, hvort tveggja mjög vel með far- ið. Upplýsingar gefur Björg í síma 16557 eftir kl. 20.00. Hillur til sölu Furuhillur til sölu fyrir aðeins kr.3.000. Upplýsingar í síma 20601 eftir hádegi. Snittvél til sölu selst ódýrt. Sími 36150 og 689519. Til sölu 22“ Hitachi litasjónvarpstæki, 7 ára gamalt og lítið notuð Cannon AE1 program myndavél með 50 mm linsu og tösku. Verð samkomulag. Hilda, sími 19054. Bændur 35 ára gamall maður óskar eftir vinnu við sveitastörf. Er vanur. Upplýsingar gefur Konráð í síma 91-651503. Óskast Óska eftir ca.,10 manna borðstofu- borði gefins. Útlit aukaatriði. Vantar einnig lítinn ísskáp. Upplýsingar í síma 36014, Þórunn. íbúð óskast Barnlaus reyklaus, og jákvæð ung hjón óska eftir 2 herbergja íbúð til leigu á sanngjörnu verði. Hringið í Hjördísi kl. 9 - 10 hjá Sjónvarpinu í síma 693900, lína 759 eða kl. 19 - 21 í heimasíma 22507. Sófasett óskast Óskum eftir ódýru sófasetti. Upp- lýsingar í símum 673213 og 681053. Bækur til sölu Ensk-íslensk orðabók (stóra orða- bók Arnar og Örlygs), útgefin 1986, nær ónotuð. Jarðfræðibækur Þor- valdar Thoroddsen: Jarðskjálftar á Suðurlandi útg. 1899, Jarðskjálftar á íslandi, útg., 1905, Landfræði- saga Islands, útg. 1892, Ferðabók Þ. T., útg. 1958, Lýsing íslands, fjórða bindi, þriðja hefti. Bækurnar seljast ódýrt. Uþplýsingar í síma 41382. Barnapía Mig vantar barnapíu mánudags- og miðvikudagskvöld, 4 tíma í senn. 500 kr. fyrir kvöldið. Bý á Skúlagötu við Skúlatún. Upplýsingar í síma 21729. Barnavagn Til sölu brúnn flauels-barnavagn frá Mothercare með fylgihlutum. Upp- lýsingar í síma 33377. í i ■: : Farmiði til Kaupmannahafnar 29. september aðra leiðina til sölu á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 15719 á kvöldin og 13183 á daginn. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma25661 eftirkl. 17.00. Við erum námsfólk með eitt lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða í síma 681310 á daginn. Til sölu Peugeot 205 árgerð ’87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar i síma 29819. Vilt þú læra spænsku eða á katalónsku? Kenni spænsku og katalónsku í einkatímum eða hópum. Hef til leigu íbúð í Barcelona. Upplýsingar í síma 24634, Jordi. Teiknikennsla Bjóðum uppá teiknikennslu fyrir byrjendur í fámennum hóp. Upplýs- ingar kl. 16-19 í símum 46010 og 681654. Atvinna - íbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtíðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftir kl. 19.00. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Kiðafelli í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fall- egu umhverfi. Uppl. í síma 666096. Til sölu eins manns svefnbekkur með skúffu, skatthol úr tekki með 3 stór- um skúffum og 3 litlum, Lada saumavél, gluggatjöld 115x218 cm og rafmagnsþvottapottur ca. 50 lítra. Upplýsingar eftir kl. 18 í síma 39598. Fataskápur óskast Óska eftir að kaupa lítinn fataskáp. Á sama stað fæst gefins hjónarúm (2 rúm). Upplýsingar í síma 33354 og 33675. Mið-Ameríkunefndin Félagsfundur verður haldinn í Mjölnisholti 14, fimmtudaginn 29. september kl. 20.30. Vetrarstarfið rætt. Allir velkomnir. ísskápur til sölu Vel með farinn ísskápur til sölu ódýrt (hæð 163 cm). Upplýsingar í síma 13077 eftir kl. 17. Gefins eða mjög ódýrt Þvottavél og lítill ísskápur óskast gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 22625 á kvöldin. Ásta. Unglingarúm til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 36318 eftir kl. 19. Björk. Leiklist Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast sunnudaginn 2. október. Upplýsingar í síma 28737 eftir kl. 18.00. Elísabet Brekkan. Hjúkrunarfræðingar Tvær stööur hjúkrunarfræðinga af fjórum eru lausar til umsóknar. Ráöningartími til lengri eða skemmri tíma. Boðið er uppá fríar ferðir til skoð- unar á aðstæðum ef óskað er. í Skjólgarði eru 25 hjúkrunarsjúklingar og 22-23 ellivistmenn auk fæðingardeildar með 10-20 fæðingum á ári. Allar upplýsingar veitir Ásmundur Gíslason ráðsmað- ur eða Þóra Ingimarsdóttir hjúkrunarforstjóri, símar 97-81118 og 97-81221. Skjólgarður, heimili aldraðra, Höfn, Hornafirði MINNING Matttiías P. Guðmundsson Á meðal fjölmargra Reykvík- inga var hann þekktur undir nafninu Matti í Bæjarútgerðinni. Við frændsystkinin kölluðum hann einfaldlega Matta frænda. Sjálfum fannst mér hann vera eini maðurinn í heiminum sem ég gæti með réttu kallað frænda. Hann var frá fyrstu tíð snar þáttur í lífi mínu, - uppeldi og þroska á bernsku- og unglingsárum. Það var líkast til engin spurn- ing hvar sveinninn ungi ætti að hafa næturstað eða að fá að gista um helgar ef foreldrar hans þurftu að bregða sér bæjarleið. Hús Matta og Lillu stóð honum ávallt opið upp á gátt. Sá stutti gat heldur ekki hugsað sér neitt eins skemmtilegt og að heimsækja þau og helst að fá að gista hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau bjuggu þá í Fífuhvamminum í Kópavogi, í litlu timburhúsi sem stendur þar enn og heitir Helgafell. Á þeim tíma voru trönur Bæjarútgerðar- innar, eða hjallar, eins og við kölluðum fyrirbærið, í næsta ná- grenni. Þar ilmaði loftið af fiski. Þarna héngu sem sé fískar á þurru landi, - uppi á Kópavogshæðinni þar sem þeir vindþurrkuðust og urðu að hinni dýrmætu útflutn- ingsvöru sem skreiðin var í eina tíð. Á hjöllunum Iét pilturinn ungi sig dreyma um glæsta fram- tíð, sem við honum myndi blasa, ef hann gerði það að ævistarfi sínu að hengja upp blautfisk og taka niður skreið. Reyndar freistaði starf vörubílstjóranna hans ennþá meira. Þarna var líf og fjör á meðal hins lífsglaða dugnaðarfólks sem gekk syngjandi að vinnu sinni. Þarna réð líka Matti frændi ríkj- um. Hann var verkstjóri þessa fólks. Þótt hann ákvarðaði ekki laun þess, réð hann miklu um að- stæður og andrúmsloft á vinnu- stað. Þar sem hann var verkstjóri var gott að vinna svo fremi sem fólk gat hugsað sér að taka til hendinni. Annars gat Matti lítið fylgst með því sem gerðist yfir daginn á hjöllunum, því hans athafna- svæði var fyrst og fremst í fisk- verkunarskemmunum vestur á Grandavegi. Lilla gat á hinn bóg- inn tekið þátt í starfinu suður frá og litið eftir með fólkinu á meðan þau bjuggu í Helgafelli. Á Grandaveginum var verkuð skreið og saltfiskur. Þar voru tugir manna og kvenna í vinnu allt árið. Á sumrin bættust skóla- krakkar í hópinn og fóru að „skera af“ eins og það hét, þegar spyrðuböndin voru skorin af sporðunum. Sumir voru settir í að „stafla", sem var mikið ná- kvæmnisverk. Verkstjórastarfinu í Bæjarút- gerðinni sinnti Matti í nær fjóra áratugi. Það var því ekki lítill fjöldi fólks sem vann undir hans stjórn og leiðsögn á þessum tíma. Hann sá sjálfur um ráðningar og var því um leið atvinnumiðlari og félagsráðgjafi þegar því var að skipta. Margs konar manngerðir unnu undir hans verkstjórn, svo sem fátækar mæður, uppgjafa sjómenn og bændur, afbrota- menn og drykkjumenn, óharðn- aðir unglingar. Allra vanda reyndi Matti að leysa um leið og hann kappkostaði að laða fram allt það besta í fari hvers einstakl- ings. Fólk kunni að meta þessa eiginleika hans. Hann hækkaði stundum róminn þegar honum mislíkaði eitthvað - fólk sá þá að hann hafði á réttu að standa. Matti var nefnilega sanngjarn. Þess vegna unnu allir vel undir hans stjórn, - af gleði og sam- viskusemi. Kerlingarnar elskuðu hann, karlarnir dáðu hann og krakkarnir báru virðingu fyrir honum. Þeir sem latir voru og héldu að þeir kæmust upp með slóðaskap, ráku sig fljótlega á það að slíkt var ekki liðið á Grandaveginum. Ég átti því láni að fagna að byrja ungur að vinna hjá Matta frænda. Um leið lærði ég að bera virðingu fyrir því sem mér var sett fyrir, eins og reyndar svo margir aðrir unglingar sem stigu sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum undir hans stjórn. Líklega var ég ekki eldri en 10 eða 11 ára þegar ég fór fyrst að vinna fyrir kaupi í Bæjarútgerðinni. í þann tíma var saltfiskur breiddur á steina á sumrin þegar sólin skein, - eins og hún gerir gjarnan í endur- minningunni um löngu liðinn tíma. Ég vann hjá Matta á sumrin flest mín unglingsár ásamt mörg- um jafnöldrum mínum úr Vestur- bænum. Fjölmargir sóttu um vinnu hjá honum vor hvert. Að- eins hluti þeirra var ráðinn, því verkefnin voru ekki óþrjótandi. Þeir sem höfðu starfað hjá hon- um áður, og honum líkaði við, gengu fyrir. Hann lét mig strax finna, að ég væri ekki undan- skilinn þessu. Ef ég ekki stæði mig, þá fengi ég ekki vinnu hjá honum framvegis. Hann gerði jafnvel meiri kröfur til okkar frændanna en hinna krakkanna. - Á þessu lærðum við og að þessu búum við enn. Við bræðrasynirn- ir, Þorgeir Örlygsson og ég, en Matti var sammæðra feðrum okkar, vorum því heldur stoltir og upp með okkur, þegar æðsti draumur okkar rættist sumarið sem við urðum 15 ára. - Þá var virðing okkar orðin slík, að við vorum settir í djöflagengið sem vann á hjöllunum mestan hluta sumarsins. Allar götur síðan á unglingsár- unum hef ég lagt kapp á að við- halda hinu ágæta sambandi við þau Matta og Lillu. Börnum mín- um þótti ekki síður en mér ávallt skemmtilegt að koma til þeirra í heimsókn öðru hverju á laugar- dögum. Þá sat Matti jafnan fyrir framan sjónvarpið, horfði á ensku knattspyrnuna um leið og hann ræddi við okkur um þjóð- málin. Þar var alla tíð opið hús og margt var umræðuefnið yfir kaffi- bollunum. Þau voru líka það fólk á meðal föðurfólks míns sem hélt uppi stöðugu sambandi við allar fjölskyldurnar. Matti var vinmargur, enda var hann félagslyndur, greiðvikinn og skrafhreifur. í þjóðfélagsum- ræðunni lét hann sér ekkert óvið- komandi. Hann átti marga kunn- ingja úr flestum starfsstéttum, m.a. stjórnmálamenn. Hann var t.d. einn þeirra sem áttu sinn fasta sess í hinu fræga morgun- kaffi á laugardögum hjá Þorsteini heitnum Ólafssyni tannlækni í Skólabrú. - Og aldrei lét Matti nokkurn mann telja sér trú um eitthvað sem hann var ekki sjálfur sannfærður um. Hann var t.d. ekki sammála yfirvöldum og for- ráðamönnum Bæjarútgerðarinn- ar þegar fyrirtækið fór að draga saman seglin og minnka umsvif- in. Honum fannst vegið að fjölda verkafólks sem þar hafði unnið og benti á ýmar aðrar leiðir til sparnaðar. - Matthíasi Þ. Guð- mundssyni þótti sér því lítill sómi sýndur þegar honum var sagt upp störfum á þeirri forsendu að skipulagsbreytingar stæðu fyrir dyrum hjá almenningshlutafé- laginu BUR. Þá voru aðeins örfá misseri þar til hann kæmist á eft- irlaun eftir áratuga langa og dygga þjónustu. Um leið og hann hætti að vakna til vinnu klukkan 6 á morgnana og sinna störfum sín- um á Grandaveginum, sem voru hans ær og kýr, tóku alvarleg veikindi að hrjá hann. - Það var eins og líkaminn gæfi sig. Síðan eru ekki liðin mörg ár. Stundum finnst manni máttarvöldin vera grimm. En Matti naut þess að vera til engu að síður. Hann sýndi mikið æðruleysi síðustu misserin þótt heilsu hans hrakaði. Hann var meira fyrir að stappa stálinu í aðra en að sýna á sjálfum sér bil- bug. Eg vil að loknum þessum fátæklegu orðum votta Lillu sam- úð mína svo og börnum þeirra og barnabörnum. Þau búa að því að hafa átt samleið með góðum dreng. Því mun minningin um hann lifa með þeim og styrkja þau í blíðu og stríðu. Hjalti Jón Sveinsson Hlynur Ingi Búason Fœddur 16.6. 1973 — Dáinn 16.9. 1988 takast á við hin margvíslegustu verkefni lífsins. En enginn veit sín örlög. í dag kveðjum við í skólanum góðan vin og jákvæðan nemanda og þökkum honum fyrir þann stutta tíma sem við átt- um samleið. Megi Guð styrkja foreldra hans og systkini á erfiðri stund. Starfsfólk Fellaskóla Kveðja frá Fellaskóla f dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Hlyns Inga Búasonar. Hlynur stundaði nám við Fella- skóla allt frá 6 ára aldri. Hann var ekki hár í loftinu þá, en í haust mætti hár, rólegur og grannvax- inn hálffullorðinn maður og hóf nám í 9. bekk skólans. Framtíðin virtist blasa við þessum unga manni sem hafði alla burði til að 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 27. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.