Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR Seoul-handbolti Lögmál Mutphys íslendingar hafa ekki unnið Svía á stór- móti í 24 ár Leikur íslendinga gegn Svíum á laugardag var - eins og flestir vita - martröð frá upphafl tii enda. Allt sem gat farið úrskeðis, gerði það. Lögmál Murphys var því þar að verki og var aldrei heil brú í leik íslenska liðsins. Flestir Islendingar vilja meina að Svíar hafi á að skipa mun slakara liði en Islendingar, en einhverra hluta vegna getum við aldrei sigrað þá á stórmóti. Það hefur reyndar ekki gerst síðan 1964 og er þetta helj- artak Svía farið að verða óþol- andi! Svíar fengu yfirhöndina strax í upphafi og komust í 4-1 (æi, þarf ég endilega að segja frá þessu?). íslendingar komust aldrei í takt við leikinn og virtist sem tauga- titringurinn væri að gera út af við liðið. Svíarnir héldu afgerandi forystu allan fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk á við eitt ís- lendinga, staðan í leikhléi 12-6. Enda þótt liðin hafi skorað jafn mörg mörk í síðari hálfleik voru íslensku strákarnir mun lakari aðilinn. Yfirburðir Svíanna voru miklir og létu íslendingar þá fara í taugarnar á sér. Mats Olson varði nánast þegar honum sýndist svo, enda voru skot íslendinga ekki sérlega erfið viðureignar. Lokatölur urðu síðan 20-14 og verðum við nú að vona að Svíar vinni Júgóslava, þó að slíkt geti verið erfitt. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 3, Atli Hilmarsson 3, Kristján Ara- son 3/2, Sigurður Gunnarsson 2, Geir Sveinsson 2 og Þorgils Óttar Mathiesen 1. Einar Þorvarðarson lék sinn 200. landsleik og vill eflaust gleyma honum sem fyrst, en hann varði 7 skot. Vinningstölurnar 24. sept. 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.632.929,- Fimm tölur réttar kr. 5.007.768,- skiptast á 2 vinningshafa, kr. 2.503.884,- á mann. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 537.676,- skiptast á 4 vinnings- hafa, kr. 134,419,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 927.360,- skiptast á 252 vinningshafa, kr. 3.680,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.160.125,- skiptast á 7855 vinningshafa, kr. 275,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Karl Þráinsson var hetja íslenska landsliðsins gegn Júgóslövum og skoraði sigurmarkið á eftirminnilegan hátt. Seoul-handbolti Tvívegis skorað á síðustu sekúndunum Litlu munaði að Júgóslavar sigruðu Islendinga en Karl Þrá- insson jafnaði á síðustu sekúndunni. Slakir dómarar ráku mikið útaf Egill Már Markúrsson í Seúl: Það eru varla margir íslend- ingar sem hafa látið landsleik landans við Júgóslava fara fram- hjá sér. Leikurinn var æsispenn- andi, oft vel leikinn en einnig mikið um mistök leikmanna. Dómararnir gerðu lítt færri mis- tök og ráku menn óspart af leikvelli þegar þeir misstu tök á leiknum. Islendingar höfðu und- irtökin lengst af en ientu í vand- ræðum um miðjan síðari hálf- leikinn og stefndi þá allt í -sigur heimsmeistaranna. Jafnað á elleftu stundu íslendingum tókst þó á undra- 1. deild Þór náði KR Þór sigraði KR í miklum rok- leik, eins og aðrir leikir voru reyndar á laugardag. Þannig jafnaði Þór KR-inga að stigum í deildinni en Vesturbæingarnir halda flmmta sætinu á betra markahlutfalli. Þórsarar skoruðu tvisvar en KR-ingar aðeins einu sinni en staðan í leikhléi var 0-2. Ólafur Þorbergsson og Hlynur Birgisson skoruðu fyrir Þór en Sæbjörn Guðmundsson minnkaði muninn fyrir KR. Þór þurfti að vinna leikinn með þremur mörkum til að stela fimmta sætinu af KR. Á sama tíma tóku Keflvíkingar á móti Víkingum og sigruðu 3-1. Lárus Guðmundsson kom liði sínu yfir í fyrri hálfleik en heima- menn sneru blaðinu við í þeim síðari og skoruðu þá Grétar Ein- arsson, Ragnar Margeirsson og Óli Þór Magnússon mörk þeirra. -þóm verðan hátt að jafna metin á síð- ustu sekúndunni en þá komst Karl Þráinsson inn úr hægra horninu og skoraði örugglega framhjá Basic markverði Júgó- slava. íslendingar höfðu reyndar fengið aukakast þegar sjö sek- úndur voru eftir af leiktímanum og aðeins fjórir Júgóslavar til varnar. Boltinn fór inn á miðjuna og Kristján Arason sendi á Karl sem urðu ekki á nein mistök. „Við vorum búnir að ákveða þessa fléttu í svona stöðu og hún gekk upp. Ég sá ekki markið fyrir markverðinum en tók sénsinn á að lauma boltanum framhjá hon- um,“ sagði Karl Þráinsson, hetja íslendinga að leikslokum. Það er ekki ofsögum sagt að Karl hafi verið hetja íslenska liðsins. Hann átti vafalaust sinn besta Iandsleik á ferlinum og var markahæstur íslendinganna auk þess að skora jöfnunarmarkið. Spennandi leikur Leikurinn var jafn og spenn- andi nánast allan tfmann. Jafnt var á öllum tölum lengst af fyrri hálfleiks og skiptust liðin á að hafa forystuna. Islendingar náðu tveggja marka forystu, 9-7, og síðan skoraði Kristján Arason beint úr aukakasti þegar leiktím- inn var úti, tveggja marka for- ysta, 10-8, í leikhléi. Nú reiknuðu íslenskir áhorf- endur með sigri okkar manna því „slæmi kafli“ liðsins hefur að undanförnu komið í byrjun leiks. Annað kom þó á daginn því Júg- óslavarnir söxuðu á forskotið og jöfnuðu þeir 13-13 þegar um 16 mínútur voru til leiksloka en skömmu áður hafði Þorgils Ótt- ari Mathiesen verið vikið af leikvelli fyrir að hnýta skóþveng sinn! Þetta var ekki nema brot af fjölmörgum furðulegum ákvörð- unum sérlega slakra dómara en alls voru 19 brottvísanir í leiknum og muna elstu menn ekki annað eins. „Um miðjan síðari hálfleik náðu Júgóslavarnir að jafna og þá var sem leikmenn mínir færu á taugum og misstu frumkvæðið í leiknum,“ sagði Bogdan Kow- alczyk eftir leikinn en á þessum tíma kom einmitt slakur kafli hjá liðinu. Júgóslavarnir náðu foryst- unni, 14-17, og útlitið ekki bjart hjá okkar mönnum. Sérstaklega var áberandi að íslenska liðið gat aldrei nýtt þær sóknir þegar Júg- óslavarnir voru færri á vellinum. Júgóslavar héldu forystunni, 15-18, og síðan 17-19 þegar um hálf önnur mínúta var til leiks- loka og Geir vikið af leikvelli. Strákarnir gáfu sig ekki og Alfreð minnkaði muninn úr hraðaupp- haupi. Hann skaut síðan í stöng- ina í næstu sókn þegar aðeins ein mínúta var eftir og Júkkarnir náðu boltanum. Einar varði glæsilega í næstu sókn, en eftir- leikurinn hefur þegar verið tíund- aður og íslendingar fögnuðu jafnteflinu ákaft. Leikur mistaka Þessa leiks gegn Júgóslavíu verður varla minnst sem vel leiksins, því mikið var um mistök allra viðkomandi. Júgóslavarnir virkuðu ekki sannfærandi og hafa flestir eflaust viljað sjá íslenskan sigur. Dómararnir áttu þó allra manna lélegastan leik, ef svo má að orði komast, en það kom sem betur fer nokkuð jafnt niður á báðum liðum. Karl Þráinsson átti bestan leik íslendinganna og skoraði fimm mörk en hann hefur ekkert leikið fram að þessu. Einar Þorvarðar- son varði einnig vel og 14 skot stöðvuðust á Einari, þar af eitt víti. Alfreð skoraði fimm mörk, Kristján þrjú, Atli og Þorgils Ótt- ar tvö hvor og þeir Guðmudur og Jakob sitt markið hvor. -emm/þóm Þriðjudagur 27. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.