Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 5
____________________________FRETTIR______________________________ Miðstjórn AB Langur fundur og strangur Stjórnarmyndunarviðrœður metnar jafnóðum og atburðir gerðust. Á annað hundrað manns í virkri baknefnd. Miklar umrœður um samn ingsrétt verkalýðshreyfingarinnar. Verður miðstjórn kölluð fljótt saman aftur? Einn fjölmennasti og án efa lengsti miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins hin síðari ár. Mynd: Jim Smart Mikil spenna lá í loftinu þegar miðstjórn Alþýðubanda- lagsins kom saman á laugar- dagskvöldið klukkan níu. Fund- inum, sem hafði átt að hefjast klukkan tvö um daginn, hafði verið tvífrestað, fyrst til klukkan fímmm en síðan til níu um kvöld- ið. Astæðan var öllum kunn; samningar um ríkisstjórnarþátt- töku höfðu tekið lengri tíma en áætlað hafði verið. Allan daginn höfðu miðstjórnarmenn beðið þess hvort fyrir fundinn yrði lagður málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar, samstjórnar Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks auk Stefáns Valgeirssonar. Þátttaka í ríkisstjorn Strax í upphafi fundarins var upplýst að búið væri að semja málefnasamning slíkrar ríkis- stjórnar og var ljósriti af honum dreift til miðstjórnarmanna. í máli Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Alþýðubandalagsins kom fram að bæði hann og þing- flokkurinn teldu rétt að mið- stjórnin samþykkti að Alþýðu- bandalagið færi í ríkisstjórn á grundvelli þess samkomulags. Upplýst var að innan þingflokks- ins væri þó ekki algjör einhugur um málið. Margrét Frímannsdóttir hafði ekki tekið afstöðu en Geir Gunn- arsson og Skúli Alexandersson voru andvígir. Geir upplýsti að innan þingflokksins hefði hann greitt atkvæði á móti ríkisstjórn- araðild á grundvelli þess sátt- mála, sem fyrir lá, og hann myndi einnig gera það á þessum mið- stjórnarfundi. En yrði það engu að síður samþykkt þá myndi hann haga sér samkvæmt vilja meiri- hlutans og styðja ríkisstjórnina. Staða verkalyðs- hreyfingarinnar Umræður um nýjan stjórnar- sáttmála kristölluðust í kiara- og samningsréttarmálum. Atti Al- þýðubandalagið að fara í stjórn þótt það hefði ekki fengist fram- gengt að hnekkt yrði að fullu ákvörðun fráfarandi stjórnar um að ákvæði kjarasamninga um launahækkanir yrðu teknar úr gildi? Alþýðubandalaginu hafði sem sé ekki tekist að ná fram fullkomnu algjöru afnámi launafrystingar. Enn meir var þó rætt um samningsréttinn. Þeir, sem staðið höfðu í viðræðum við hugsanlega samstarfsflokka í rík- isstjórn, höfðu ekki náð því fram að strax skyldu afnumdar hömlur við gerð nýrra kjarasamninga. Þeir, sem voru þess fýsandi að miðstjórn samþykkti engu að síður stjórnarþátttöku bentu á að þessi mál fengjust þó í gegn 15. febrúar ef gengið yrði til stjórn- arsamstarfs og hætta væri á að ný íhalds-stjórn skerti þennan rétt enn frekar. Aðrir töldu að ekki kæmi til greina að gefa hið minnsta eftir í slíkum „prinsíp"- málum. Því var fleygt að einhverjir af forystumönnnum í Verkamann- asambandinu gæfu ekkert fyrir samningsréttinn og hefur það ugglaust verið kveikjan að vísu sem gekk milli manna: Alþýðubandalag að sér má gá því oft eru forlögin glettin. Verkalýðshreyfingin vill ekki fá verkfalls- og samningsréttinn. Nýr dagur - ný veröld Umræður voru miklar og þegar ljóst var að fundurinn gæti staðið langt fram á nótt var gert fundar- hlé til klukkan níu næsta morgun. Enn í dag eru einhverjir að velta því fyrir sér hver hefði orðið niðurstaða fundarins ef ekki hefði verið tekið hlé og málið í þess stað tekið til afgreiðslu um nóttina. En næsta dag var allt önnur staða komin upp. Þegar fundur átti að hefjast klukkan níu á sunnudagsmorgni var varpað sprengju inn á fund- inn. Hún sprakk í morgunfréttum útvarpsins: Steingrímur Her- mannsson stóð í viðræðum við Borgaraflokkinn um þátttöku í ríkisstjórn. „Þetta er ekki það, sem við höfumverið að tala um,“ sögðu menn. „Ætluðum við ekki að gera það upp við okkur hvort við færum í stjórn með Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki ásamt Stefáni Valgeirssyni? Borgaraflokkurinn var ekki inn í þeirri mynd. Þetta verður að fást á hreint undir eins.“ Úrslitahríðin Fundarstörf gengu hægt og mikið var um fundarhlé. Flokks- forystan þurfti oft að fara í síma og þingflokkurinn að ráða ráðum sínum. Farið var með formlega samþykkt þingflokksins til Stein- gríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þar var m.a. bent á að innganga Borgaraflokksins gæti ekki verið í þeim anda að menn væru að koma á félagslega sinnaðri ríkis- stjórn. Og enn var reynt að þoka tillögum Alþýðubandalagsins um kaup og kjör lengra áleiðis með því að höfða þar til þess að vænt- anlegir aðilar sýndu samstarfs- vilja sinn í verki og kæmu á þessu sviði lengra til móts við Alþýðu- bandalagið. Þegar kom fram á fimmta tím- ann var ljóst að tilrauninni var lokið a.m.k. að sinni. Þá fréttist að Steingrímur Hermannsson hefði skilað af sér umboði til stjórnarmyndunar. Fundi var þá frestað til klukkan níu um kvöld- ið. Ákveðið var að fresta af- greiðslu á tillögum um þátttöku flokksins í ríkisstjórn en mið- stjórnarmenn ræddu málin fram eftir kvöldi. Eins og áður segir voru samn- ingsréttarmálin í brennidepli, en með önnur atriði þessa stjórnar- sáttmála virtist ríkja meiri ein- hugur. Norðlendingi ónefndum þótti þó að sums staðar mætti kveða fastar að orði og setti álit sitt á blað: Eitt verði skoðað, annað kannað, aukið hið þriðja, fjórða treyst, séð til með fimmta, sjötta bannað, sjöunda ef til vill kannski leyst. Teikn og stórmerki Að gömlum og góðum sið kunnu menn að segja frá ýmsum stórmerkjum, sem fyrir þá hafði borið, einkum þegar menn gátu spjallað saman í fundarhléum. Þannig sagði miðstjórnarmaður nokkur utan af landi frá því að hann hefði gist hjá félögum sín- um í Reykjavík. Um miðja sunn- udagsnóttina hrekkur hann upp við að honum er veitt bylmings- högg í höfuðið. Þegar hann hefur kveikt ljós, sér hann að þung bók með verkum Karls Marx hefur á óskiljanlegan hátt dottið ofan af traustri bókahillu í höfuð honum. Ekki voru menn á eitt sáttir hvaða öfl hefðu þarna verið á ferð eða hvort verið var að reyna að flytja einhver skilaboð að handan. Þá varð það sömu nótt að ann- an miðstjórnarmann dreymdi að honum var undirbúningslaust ætlað að stíga inn á svið Þjóð- leikshússins. Verið var að sýna Vesalingana en það verk fjallar, eins og kunnugt er, meðal annars um uppreisn og byltingu alþýð- unnar í Frakklandi. Miðstjórnar- manninum þótti illt að þurfa að stökkva inn á sviðið án þess. að vita hvað hann ætti þar að gera eða segja. Færðist hann því lengi vel undan. Þó fór svo að undan því varð ekki vikist lengur að taka þátt í leiknum. En á síðustu stundu fær hann í hendur þann texta, sem hann átti að hafa yfir, og þótti þá vandalaust að stíga inn á sviðið. Annar fundur? Um miðnætti á mánudagsnótt tíndust síðustu miðstjórnar- mennirnir út úr Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins við Hverfis- götu. Margir þeirra reiknuðu með að verða innan tíðar kallaðir fyrirvaralítið til fundar á ný. í gærkvöldi benti margt til að svo gæti farið. Sérfræðingur Alþýðubandalagsins í Skúlamálinu ræðir við þingmann Vesturlands. Mynd: Jim Smart Þriðjudagur 27. september 1988 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.