Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJIHN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Vantrú á markaðinn Rætt er um að hætta sé á alvarlegri kreppu í íslensku atvinnulífi. Því til sönnunar er bent á að fjöldi fyrirtækja hefur lagt niður starfsemi sína og mörg eiga gjaldþrot yfir höfði sér. Þeir, sem svartsýnastir eru, telja að hætta sé á atvinnuleysi eða a.m.k. verulegum samdrætti í atvinnulífi. Á undanförnum misserum hefur ríkt hér mikil þensla. Mest hefur hún verið á höfuðborgarsvæðinu og þar hefur um hríð verið mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Á sumum stöðum úti á landsbyggðinni hefur þenslan einnig verið umtalsverð en þó fer það ekki milli mála að uppbygging og fjárfestingar hafa að jafnaði verið þar mun minni en á suðvesturhorninu. Auðvitað hefur öllum verið það Ijóst að þar kæmi að þessari miklu þenslu linnti. Menn hafa óttast að hún gæti snúist upp í andhverfu sína. Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri heppilegra í fámenni hins íslenska samfélags að haft væri þéttara taumhald á fjárfestingum og umsvifum atvinnulífs- ins. Þeir, sem verið hafa hvað ötulastir talsmenn óhefts mark- aðsbúskapar, hafa keppst við að boða þann stórasannleik að fyrr eða síðar kæmi þar að markaðsöflin orsökuðu að þensla minnkaði. Svo myndi fara að himinháir vextir hefðu það í för með sér að fólk og fyrirtæki færi að draga við sig að taka lán og það yrði til þess að lánastofnanir yrðu vegna inbyrðis samkeppni að lækka vexti. Niðurstaðan yrði því minnkandi þensla ef yfirvöld gættu þess bara að vera ekki að taka fram fyrir hendurnar á markaðsöflunum. En þrátt fyrir þessa kenningu um sjálfvirkni markaðarins hafa vaxtalækkanir látið á sér standa. Og nú berast út þau tíðindi að fulltrúar frá Félagi íslenskra iðnrekenda og Versl- unarráði íslands, einhverjum alsterkustu áróðursstöðvum óhefts markaðsbúskapar, hafi misst þolinmæðinaog krefjist þess að ríkisstjórnin grípi í taumana til að lækka vaxta- kostnað. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að bankarnir noti þörf atvinnulífsins fyrir lánsfé til að krefja fyrirtækin um hærri vexti. Og ekki hafa þeir trú á að markaðslögmálin hafi virkað þannig á íslenska bankakerfið að það sé rekið á hagkvæmasta máta fyrir samfélagið. Þeir vilja að ríkisvaldið skipti sér af þeim málum og hefji við þá umræður um það hvernig unnt sé að gera rekstur bankakerfisins hagkvæmari þannig að vaxtamunur á inn- og útlánum verði ekki hér óeðlilega hár. Stærstur hluti íslenskra fyrirtækja hefur haldið áfram að taka lán þrátt fyrir himinháa vexti. ( mörgum tilfellum hefur þar aðeins verið um tvennt að velja: að leggja upp laupana strax og lýsa yfir gjaldþroti eða að fleyta sér áfram á lánsfé og vonast til að bráðum komi betri tíð. í slíkri stöðu hefur hækkun á vöxtum lítil áhrif á lántökur. Þá er keyrt áfram þar til allt stendur fast. Margir telja að það þurfi ekki endilega að vera svo slæmt að fyrirtækjum á íslandi fækkaði eitthvað. Nauðsynlegt sé að grysja skóginn til að lífvænlegustu trén fái nægjanlegt svigrúm. En því miður er ekki endilega víst að yfirmáta hár vaxtakostnaður rústi bara þau fyrirtæki sem helst mega fara og að hin standi hálfu keikari eftir. Bankar og aðrar lána- stofnanir hér á landi hafa löngum lagt meira upp úr fast- eignaveðum en gróðavænlegum rekstri. Sæmilega hreint veðbókarvottorð hefur verið talið betri lykill að láni en vand- lega gerð rekstraráætlun sem sýnt hefur hagnað. Við búum hér kvartmiljón manna og hagkerfi okkar er ekki meira að umfangi en gerist hjá sumum stórfyrirtækjum er- lendis. Munurinn er m.a. sá að forsvarsmenn slíkra stórfyrir- tækja hika ekki við að reyna hafa stjórn á hlutunum. Þegar trúin á sjálfvirkni markaðsaflanna hefurdalað mega íslensk- ir ráðamenn ekki hika við að taka til hendinni. ÓP ivijii i x v/vj orvvjiviiJ Jón Baldvin gefur Sjálfstæðisflokknum lága einkunn: „Sorglegt slys“ - segir Þorsteinn Pálsson um ummæii Jóns „Meö yfirlýsingum sínum aö und- . anfömu hefur Jón Baldvin Hanni- balsson veriö aö draga pólitiska um- • ■ ræðu áratugi aftur í timann þegar ■ ■ hún snerist fyrst og fremst um per- * * sónuníð og rógburö. Þetta viötal í Alþýðublaðinu er kannski hápunkt- urinn á því af hans hálfu," sagöi Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálf- stæðisflokksins. í viötali viö Alþýöublaöiö á fimmtudag ræöir Jón Baldvin um - samstarfiö í síöustu rikisstjóm sem Jón segir aö hafi veriö rikisstjóm Alþýöuflokksins. Hann segir ástæö- una fyrir falli síðustu stjómar hafa veriö tillögur Þorsteins og aö þær hafi lýst ótrúiegu dómgreindarleysi. Jón lætur mörg þung orö falla um Sjálfstæðisflokkinn sem hann lýsir sem nánast ónýtum flokki. Jón fellir einnig palladóma um samstarfsráðherra sína og fær Þor- steinn stærsta skammtinn. „Þorsteinn Pálsson er vænn maö- ur. Sléttur og felldur á yfirbort^ij)^, ( Baldvin þakkar mér þaö aö þessar tiílögur komu fram. Þaö var forsætis- ráöherra sem lagði þessar tillögur fram en auðvitaö bar hann þær und- ir samstarfsmenn sína í þingflokkn- um og aðra. Hann Jón Baldvin hefur veriö að þakka okkur Daviö Odds- syni þessar tillögur og viö emm aö sjálfsögöu þakklátir honum fyrir þaö,“ sagði Halldór. Matarskatturinn það elna frumlega Jón Baldvin kallar síðustu stjóm „ríkisstjóm Alþýöuflokksins" í viö- talinu og segir að flest afrek henn- ar megi rekja til ráöherra flokks- ins. „Sá sem lítur á málaskrá Alþingis, eöa flettir upp í umræðum á Alþingi, gæti haldið aö þetta heföi veriö ríkis- stjóm Alþýðuflokksins.“ Um hlut sjálfstæðismanna segir formaður Alþýöuflokksins: „Ég man til dæmic oiíiíi - ■ Stjórnmálin Rógur og níðskældni Þorsteinn Pálsson svarar ríkisstjórnaruppgjörijóns Baldvins. Ætlast til að sjálfstœðismenn virði mitt umboð Rógur og níð í stjornmalum Eftir að hinir sérstæðu palla- dómar Jóns Baldvins um fyrrver- andi samráðherra í stjórn Þor- steins Pálssonar birtust í Alþýðu- blaðinu, hafa oddvitar Sjálfstæð- isflokksins verið mjög önnum kafnir við að velja sér viðbrögð við þeirri uppákomu. Þingflokks- formaðurinn Ólafur G. einarsson velur sér kost fyrirlitningarinnar: „Þetta er bull,“ segir hann í við- tali við DV um hlegina. Þorsteinn Pálsson gerir tvennt í senn - að vera sár og reiður („Þetta er róg- ur og nískældni“) og bregða sér í búning landsföðurins sem lumar á þeim yfirburðum að geta fyrir- gefið strákgerpi vanhugsað upph- laup: „Ég er viss um að Jón Bald- vin kemst í jafnvægi á nýjan leik.“ Halldór Blöndal einhendir sér svo á kristilegt umburðarlyndi og segir: „Ég held að Jón Baldvin sé miklu betri stjómmálamaður en ætla mætti af þessu umtali.“ Margt af þessu var eins og æf- ing í sjálfsprófi sem DV var að bregða upp um helgina en þar áttu menn að svara spurningum á borð við þessar: „Ég læt mér í léttu rúmi ligja þótt aðrir séu óá- nægðir með mig. Ég óttast oft að áhrifamikið fólk hafi ekkert álit á mér. Það veldur mér sjaldan áhyggjum þótt aðrir telji mig bjána...“ Afturhvarf til fyrri tíma? En það hangir fleira á spýt- unni. Eitt er túlkun á því hvað gerist ef palladómatíska Jóns Baldvins breiðist út. Þorsteinn Pálsson og fleiri hafa haft orð á því, að með uppákomu sinni hafi Jón Baldvin „verið að draga pólitíska umræðu áratugi aftur í tímann, þegar hún snerist fyrst og fremst um persón- uníð og rógburð“. Og fleiri hafa talað í þá veru. Satt er það og rétt, að fyrir svo- sem fjörtíu - fimmtíu árum voru mörg og grimm persónuleg skeyti látin ganga manna í milli í odda ati og eggja gnati stjórnmálanna. Hin sögulega hefð er á sínum stað. En hún skýtur ekki upp sels- hausnum að ástæðulausu. Við skulum hafa það í huga að stjórnmálabarátta á íslandi hefur hægt og bítandi dregið meiri dám af þeirri sjónvarpspóliitík, sér- hannaðri af auglýsingameistur- um, sem Iengi hefur verið rekin í Bandaríkjunum. í þeim galdri öllum hefur það skipt æ minna máli hvað stjórnmálaforingjar hafa haft til málanna að leggja, en æ meira hvernig þeir koma fyrir, hvernig fjölmiðlaáru þeir hafa, hvaða orðspor fer af verk- stjórnarlagni þeirra, kurteisi eða þumbaraskap, hörku eða mildi, kvenhylli, föðurhlutverki. mat- arsmekk, klæðaburði og þar fram eftir götum. Stjórnmálaslagurinn hefur verið slagur um ímynd. Og þetta hefur einmitt haft í för með sér stigvaxandi persónuníð sem menn eru sífellt að hnjóta um sem lesa um bandarískan kosn- ingaslag. Gáum að þessu. Mikiö í húfi En það er í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins nú um helgina sem túlkun á afleiðingum palla- dóma Jóns Baldvins fær fyrst byr undir vængi svo um munar. Þar segir á þá leið, að Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur hafi lengi bitist um það hvor „gegndi foprystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum". Þar hefur Framsóknarflokkurinn það forskot miðjuflokks að geta haft samstarf á víxl til vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki getað fundið flöt á því að vinna með sósíalistum í 40 ár, og hann vill helst ekki vinna með Fram- sókn („Sjálfstæðismenn hafa lengi litið á slíkt samstarf sem neyðarúrræði.“) Þetta þýðir, samkvæmt kenningum Reykja- víkurbréfritara, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eins og dæmdur (að vísu ekki mjög nauðugur) til stjórnarsamstarfs við Alþýðu- flokkinn. Ef að Alþýðuflokkur- inn er ekki til staðar- annaðhvort vegna þess að hann er of lítill eða í pólitískri fýlu - þá er Sjálfstæðis- flokkurinn „lokaður inni“ og á sér engan kost nema hin hvim- leiðu hvflubrögð Framsóknar- maddömunnar. Þegar horft er á atburði síðustu vikna og svo syndsamleg ummæli Jóns Baldvins um íhaldsráðherr- ana frá þessu sjónarmiði, þá verður manni fyrst ljóst hve mörg og stór afbrot Alþýðuflokksfor- mannsins eru. Hann er að dæma sjálfan Sjálfstæðisflokkinn til ósjálfstæðis. Reykjavíkurbréfið segir: „Etir því sem harkan í orða- skiptum, Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna nú verður meiri og allt að því heift ríkj andi á milli þessara flokka, verður sú spurning áleitnari, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn sé á ný kominn í þá stöðu að hann eigi ekki kost á stjórnmarþáttöku nema Fram- sóknarflokknum þóknist... Þegar hin pólitíska staða er skoðuð í þessu samhengi verður auðvitað ljóst, að það dugar ekki fyrir for- ystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að halda áfram umræðum' sínum á þeim nótum sem hér hefur verið vitnað til. Með því eru þessir flokkar að af- henda Framsóknarflokknum lyk- ilstöðu í íslenskum stjórnmálum um ókomin ár.“ Þegar þetta er lesið er auðveld- ara að skilja hvers vegna þeir Þorsteinn Pálsson og Halldór Blöndal eru farnir að vona það opinberlega að Jón Baldvin sé ekki eins slæmur og hann sýnist vera. Þeir vilja ekki espa ólukku manninn, þótt hann hafi espað þá. Þeir gleypa stoltið, því nú er stand á Goddastöðum og mikið í Þjóðviljinn Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson. Sigurður A. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: KristjánKristjánsson, KristbergurO.Pétursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.