Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN' Eru ný viðhorf að koma upp í hvalveiðimálum í Ijósi nýjustu viðskipta- atburða? Svanhildur Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Landverndar: Þetta eru aö minnsta kosti tíðindi sem við höfum búist við lengi, og reyndar varað við. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur: Já, ég held að almenningur sé að gera sér grein fyrir því að það þýðir ekkert að halda þessum hvalveiðum til streitu. Allra hluta vegna. Bryndís Brandsdóttir, jarðfræðingur: Fyrst og fremst verðum við að verja fiskútflutninginn beggja vegna Atlantshafsins, en síðan getum við tekið upp hvalveiðipól- itískar umræður í Alþjóðahval- veiðiráðinu 1990. Guölaug Böðvarsdóttir, afgreiðslustúlka: Ég hef ekkert fylgst með þessum málum, en mér finnst í góðu lagi að veiða hvali. Arnþór Arason, jarðfræðingur: Við hljótum að verða að horfast í augu við staðreyndir og beygja okkur í þessu máli. þJÓÐVILIINN Þriðiudagur 18. október 227. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Auður Sveinsdóttir setur kynningarfund Landverndar um endur- vinnslu úrgangsefna. Mynd: ÞÓM. Endurvinnsla Bobbingar úr bðdekkjum Landverríd: Þörfá hugarfarsbreytingu með þjóðinni hvað varðar endurnýtingu og endurvinnslu úrgangsefna. Samtökin selja endurunninn pappír til Ijósritunar og prentunar Við hjá Gúmmívinnslunni á Akureyri þykjumst hafa sýnt fram á að endurvinnsla er raun- hæfur möguleiki sem á fullan rétt á sér hér á landi, sagði Þórarinn Kristjánsson er hann greindi frá endurvinnslu fyrirtækisins á kynningarfundi Landverndar í gær um endurvinnslu úrgangs- efna. Meðal þess sem þannig verður til nefndi Þórarinn gúmmímottur sem gerðar eru fyrir heimili, vinnustaði og gripa- hús; millibobbinga; ýmiss konar umferðarvörur, og gúmmíhellur. Síðasttaldi varningurinn hent- ar vel í sólpalla, garðskála, í kringum sundlaugar og síðast ekki síst á leikvelli barna þar sem hellumar eru allt í senn mjúkar, stamar og verða aldrei mjög kald- ar viðkomu. En það er þjófur í þessari paradís í líki tolla- breytinga síðustu ríkisstjórnar; að sögn Þórarins hefur orðið verulegur samdráttur í ýmsum af þessum framleiðsluvörum .vegna aukins innflutnings, en í sumum tilfellum iækkaði tollurinn úr hundrað prósentum niður í blanka núll. Þetta á til dæmis við um gúmmíhnalla sem notaðir eru sem undirstöður og ballest fyrir umferðarmerki, og sagði Þórar- inn að á formi slíkra hnalla flytt- um við nú inn danskt sorp í stór- um stíl. Annað íslenskt endurvinnslu- fyrirtæki var kynnt á Landvernd- arfundinum í gær, Silfurtún hf. í Garðabænum, en þar eru gerðir eggjabakkar úr úrgangspappír. Friðrik Jónsson gerði grein fyrir þeirri vinnslu, og sagði að fyrir- tækið væri nú með um fjórðapart- inn af eggjabakkamarkaðinum hér á landi, og að sú hlutdeild færi vaxandi. Hann sagði að byrjunar- örðugleikamir samfara þessari vinnslu væru nú að mestu að baki, og að innan tíðar yrði því bryddað upp á nýjungum hvað viðkæmi pappírsendurvinnsl- unni. Landvemd, landgræðslu- og náttúruvemdarsamtök íslands, hófu á síðastliðnu sumri innflutn- ing og sölu á endumnnum pappír sem framleiddur er í Vestur- Þýskalandi, til ljósritunar og prentunar, en fram að því hafði slíkur pappír verið ófáanlegur hér á landi. Svanhildur Skafta- dóttir, framkvæmdastjóri sam- takanna, sagði að tvö ár að minnsta kosti væru síðan fyrst hefði verið reynt að vekja áhuga innflytjenda á endurunnum pappír, en þá hefði verið talað fyrir daufum eyrum. Hún sagði að áhuginn væri nú orðinn tals- verður; margir skólar kaupa nú slíkan endurunninn pappír, og eins nokkur sveitarfélög. Svanhildur sagði að verðið á þessum ljósritunarpappír væri í lægri kantinum, og að lands- mönnum gæfist nú kostur á að sýna áhuga sinn á umhverfis- vemd ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. Þá verður endur- unninn tölvupappír fáanlegur hér á landi hvað líður, en Landvemd- arfólk fær hann fljótlega til reynslu. Kynningarfundurinn var hald- inn í samvinnu við þýska pappírs- endurvinnslufyrirtækið Stein- beis, en það stendur framarlega í sinni grein á meginlandinu. I máli talsmanna þess kom fram að ork- usparnaðurinn við endurvinns- luna, samanborið við nývinnslu, nemur allt að því helmingi. Enn- fremur að miklu minna þurfi af fersku vatni til framleiðslunnar og að loftmengun sé hverfandi miðað við nýframleiðslu. í fréttatilkynningu Landvernd- ar í tilefni þessa kynningarfundar segir að endurvinnslumálum hafi því miður verið gefinn allt of lítill gaumur hér á landi, og því sann- arlega þörf á hugarfarsbreytingu með þjóðinni í þessum efnum. Með því að stuðla að endurný- tingu úrgangsefna getum við - segir Landverndarfólk - hafið sjónarmið nýtingar og hagsýni til vegs með þjóðinni; minnkað kostnað og mengun vegna sorp- eyðingar til mikilla muna; sparað auðlindir jarðar, og minnkað mengun og orkunotkun. Og að sjálfsögðu var fréttatilkynningin sú ama prentuð á 100% endur- unninn pappír. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.