Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Gegn ,A þessu augnabliki verður athöfnin að gerast Einhver verður að þeyta frelsisblysinu Einhver verður að spenna friðarbogann Einhver verður að rísa Gegn viðurstyggð uppgjafarinnar“ Þessar ljóðlínur úr kvæði Jó- hannesar úr Kötlum, Óðurinn um oss og böm vor, koma stund- um upp í huga minn, þegar ég leiði hugann að því dapurlega ást- andi, er ríkir í verkalýðsmálum og pólitíkinni hér á landi. Ljóð Jóhannesar er ort fyrir nálega 20 árum og er í raun söguleg úttekt á frelsisbaráttu mannkynsins á þessari öld. Engu að síður er margt í því, sem á ágætlega við ástandið í dag, ekki síst þær ljóð- h'nur, er vitnað er í hér að ofan. Hnignun verka- lýbshreyfingarinnar Ástand verkalýðshreyfingar- innar í dag er vægast sagt ömur- legt. Þar ríkir ekkert annað en uppgjöf. Svo virðist sem atvinnu- rekendum, með dyggum stuðn- ingi ríkisvaldsins, hafi tekist að brjóta á bak aftur allan baráttu- vilja alþýðunnar. Skýrustu dæmin um hnignun verkalýðshreyfingarinnar eru viðbrögð hennar við þeirri ákvörðun stjómvalda að svipta stéttarfélögin samningsréttinum, helgasta rétti hreyfingarinnar, 1983 og svo aftur í vor leið. í stað þess að svara slíkum ólögum með ólöglegum verkföllum, skæm- hemaði eða einhverri ámóta áhrifaríkri aðgerð eins og henni í raun bar siðferðisleg skylda til, létu fulltrúar launþegahreyfing- arinnar, í fyrra sinnið, sér nægja viðurstyggð uppgjafarinnar Sigurður Jón Ólafsson skrifar að afhenda háttvirtri ríkisstjóm aumlegt bæjarskjal, þar sem hún var allra náðarsamlegast beðin að fella þessi lög úr gildi. Það gerði hún að vísu síðar - en náttúrlega ekki fyrr en henni þóknaðist. Viðbrögðin við afnámi samn- ingsréttarins í vor vom þó öllu aumlegri. Látið var nægja að kæra þessi ólög til Mannréttinda- dómstólsins og forseti ASÍ hafði uppi hótanir um harðar aðgerðir með haustinu, sem enn hefur ekkert bólað á. Engin skipulögð andstaða, engar mótmælaað- gerðir. Þrátt fyrir þetta ömurlega ástand má þó alltaf finna vonar- glætu. Mikill baráttuandi ein- kenndi BSRB-verkfallið 1984 og þó að árangur þess hafi verið harla rýr hvað varðar þann samn- ing, er gerður var í lok þess, er óhætt að fullyrða að sú samstaða, sem þá náðist hafi verið harla lær- dómsrík. Góð samstaða var einn- ig fyrir hendi í verkfalli Verslun- armannafélagsins í vetur, þó árangurinn hafi ekki verið sem skyldi. En hvemig stendur þá á því, fyrst unnt er að ná slíkri samstöðu innan einstakra stéttarfélaga, þegar hinn helgi réttur verkalýðs- hreyfingarinnar, sjálfur samn- ingsrétturinn, er fótum troðinn af stjómvöldum, að stéttarfélögin bregðast við á þann hátt að sitja með hendur í skauti og aðhafst ekkert? Er það vesælli verkalýðs- forysta að kenna? Eða er það kannski sök hins almenna launþega, sem er ofurseldur lífs- gæðakapphlaupinu og einstakl- ingshyggjunni? Vafalítið er or- sökin m.a. fólgin í þessum stað- reyndum. Fleira kemur þó til. BSRB naut ekki stuðnings ASÍ í verk- fallinu 1984 og ekki veit ég til þess að önnur stéttarfélög hafi stutt verslunarfólk í sinni baráttu. Og fleiri dæmi mætti tína til þessu lík, svo sem verkfall fiskverkunar- kvenna í Vestmannaeyjum, sem þær urðu að aflýsa vegna ónógs stuðnings stéttarsystkina sinna. Það er ekki um nokkra samstöðu að ræða meðal allra stéttarfélaga, innan verkalýðshreyfingarinnar sem heildar. Stjómvöld gerðu sér fulla grein fyrir þessu, þegar þau afnámu . samningsréttinn fyrir fimm ámm og aftur í vor. Að öðr- um kosti hefðu þau vart þorað að leggja til atlögu við launþega- hreyfinguna á jafn svívirðilegan hátt. Það er og hyggja mín að þegar aðildarfélög BSRB fengu fullan rétt til að semja hvert um sig hafi það verið á kostnað samstöðu- nnar innan BSRB sem heildar, þó ekki sé nema gott eitt um slík- an sjálfsákvörðunarrétt einstakra félaga að segja og að eitthvert þeirra kunni að ná fram betri samningum en ella. Það helst gjarnan í hendur á- sigkomulag verkalýðshreyfingar- innar og pólitísks afls hennar. Al- þýðubandalagið hefur löngum haft ítök innan verkalýðshreyf- ingarinnar, en sá flokkur hefur með ámnum þokast æ meir til hægri í íslenskum stjórnmálum. Það má segja að hentistefna hans sé fullkomnuð með þátttöku í nú- verandi ríkisstjórn, sem hefur á- kveðið að lögin um afnám samn- ingsréttarins skulu gilda áfram, ásamt launafrystingunni, svo maður tali nú ekki um þá stað- reynd að ekki skuli hróflað við „vamarsamningnum“ svo- nefnda, og að þær hernaðarfram- kvæmdir, sem gerðar hafa verið uppá síðkastið skuli standa óhreyfðar. Meðan verkalýðshreyfingin naut raunverulegrar pólitískrar forystu á fjórða og fimmta áratug þessarar aldar var það baráttu- viljinn og ósérhlífnin sem ein- kenndi allt hennar starf. Það er kannski tímanna tákn um það á hvaða braut Alþýðu- bandalagið er að forseti Alþýðu- sambandsins, Ásmundur Stef- ánsson, skuli opinberlega gagnrýna þátttöku flokksins í ríkisstjóminni og benda jafn- framt á að Kvennalistinn sé eina pólitíska aflið, sem virði samn- ingsrétt launþega. Fer því fjarri að Ásmundur sé mikill baráttu- jaxl, því það er einmitt í hans tíð sem forseta ASÍ, sem stéttabar- áttan hefur orðið að víkja fyrir stéttasamvinnunni. Maður hefur það jafnvel á tilfinningunni að stéttasamvinnan sé orðin lög- bundin hér á landi. Þegar um er að ræða baráttu alþýðunnar fyrir sjálfsögðum mannréttindum, sem af henni hafa verið tekin, ríkir hvarvetna uppgjöf. Verkalýðshreyfingin heldur að sér höndum og hið sjálfskipaða pólitíska afl hennar er orðið meðsekt í kjaraskerðing- unni og mannréttindabrotunum. Jafnvel forystumenn Verka- mannasambandsins hafa lýst því yfir, að engu máli skipti hvort samningsrétturinn sé í gildi eður ei! Kannski þarf það ekki að koma svo mjög á óvart, því að einn þessara forystumanna hefur opinberlega orðið uppvís að því að þiggja mútur af auðvaldinu. Það verður að snúa við blað- inu, ef launþegahreyfingin ætlar ekki að grafa sína eigin gröf. Bar- áttufúst fólk er vissulega fyrir hendi, en það þurfa miklu fleiri að bætast í þann hóp því að „Einhver verður að rísa gegn viðurstvggð uppgjafarinnar' Sigur&ur Jón Ólafsson er bókavör&ur „Þegar um er að rœða baráttu alþýðunnar fyrir sjálfsögðum mannréttindum, sem af henni hafa verið tekin, ríkir hvervetna upp- gjöf. Verkalýðshreyfingin heldur að sér hönd- um og hið sjálfskipaða pólitíska afl hennar orðið meðsekt í kjaraskerðingunni og mann- réttindabrotunum. “ Garði við Mývatn 10. 10 1988 í dag barst mér í hendur með póstinum sendibréf frá ykkur. Það var gamall siður og góður að endurgjalda sendibréf, en það var á þeim tíma sem bréfaskriftir milli manna voru algengari sam- skiptamáti en nú gerist. Ég ætla mér samt að hlíta þessari gömlu venju, enda gefur bréf ykkar sérstaka ástæðu til að svo sé gert. í upphafi bréfsins stendur: „Áð beiðni Framkvæmdanefndar búvöru- samninga, sem skipuð er fullt- rúum Stéttarsambands bænda og ríkisins, mun Framleiðni- sjóður landbúnaðarins gera sauðfjárframleiðendum sem komnir eru á ellilífeyrisaldur sérstakt tilboð um leigu og kaup á fullvirðisrétti í haust.“ Um þetta tilboð snýst svo efni bréfsins. Bréfið til mín er eitt ein- tak af 1200, en eftir því sem tals- maður ykkar sagði í útvarpi eru 1200 bændur á ellilífeyrisaldri í landinu, og var helst að skilja á honum að þið væruð til í að kaupa eða leigja framleiðslurétt allra þessara bænda ef þeir vildu. Ekki vantar ykkur peningana til að framkvæmda ykkar hjartfólgnu eyðibýlastefnu. Takmark ykkar er eins og allir vita, að ná á ykkar vald framleiðslurétti þessara bænda og bújarða þeirra, til að leggja jarðirnar í eyði til bú- skapar. í þessu tilviki skiptir ekki máli hvort um leigu til þriggja ára er að ræða, eða sölu, með hvorri leiðinni sem farin er náið þið þessum eftirsótta árangri. Éða dettur ykkur í hug að bóndi um sjötugt taki upp þráðinn að nýju að þrem árum liðnum, bústefnu- Frá minni hendi er það einfald- lega: Nei! Ég hef fyrir löngu síðan gert annan samning, eða strax og ég tók að erja þennan skika af íslandi sem mér hefur verið feng- inn til framfæris og vörslu, lög- býlið Garð II í Skútustaðahreppi. hús, ræktun, girðíngar, vélar, áhöfn er mín óskoruð eign. Skyldur mínar eru hins vegar þær að níða ekki jörðina, ganga ekki á höfuðstólinn, skila henni til næsta ábúanda ekki einungis jafngóðri heldur betri og hæfari „Ég er reiðubúinn að skila afmér sem bóndi, með fullri reisn og óskertri æru, tilþess er við vill taka til búskapar. En skila afmér með þvílíkri smán sem þið ætluðuð að tœla mig til, það er afogfrá. Ég vona sannarlega aðþið fáið lík svör við hinum 1199 bréfunum sem þið hafið sent út þessa dagana. “ laus, eða nokkur annar sem hann vildi afhenda jörðina til bú- skapar? Nei, svo vitlausir eruð þið ekki. Ef þörfin er svo brýn, sem þið látið í veðri vaka, á linnulausum samdrætti í sauðfjárbúskap, sem draga verður í efa með hliðsjón af endemis frammistöðu í markaðs- málum, ja þá skuluð þið standa að þeim samdrætti að hætti sið- aðra manna. Uppkaup ykkar á framleiðslurétti bújarða í lengd og bráð, og það með þeim hætti að hending ræður hvort í hlut á örreytisskot eða vildisjörð er sið- leysi. Því verður að linna. En þá er það tilboðið ykkar. Sá samningur er hvergi skráður á blað, en enginn Hæstiréttur fær samt hnekkt honum, svo einfald- ur er hann og sjálfsagður. Þó ég sé á pappírum talinn eigandi og ábúandi lögbýlisins er sá eignarr- éttur þeim takmörkunum háður, að landskikinn sjálfur með þeim náttúrulegu gæðum sem hann býr yfir, er auðvitað ekki mín eign. Það er eign fyrst og fremst kom- andi kynslóða og þeirra sem enn eru ofar moldar, annað væri hrein fásinna. Mín réttindi sem eigandi og ábúandi lögbýlis er fullur yfirráðaréttur yfir jörðinni, og allt sem samanstendur á jörð- inni sem tilheyrir nytjum hennar, til verðmætasköpunar. Svo ein- faldur er nú þessi samningur. Hann tel ég mig hafa staðið við að fullu, og get skilað af mér þess vegna. Það liggur í augum uppi, að ef ég gengi að ykkar tilboði þverbryti ég þennan samning. í fyrsta lagi: Með því að selja ykkur í hendur framleiðslurétt jarðarinnar og þar með verða þess valdandi að þessi hluti lands- ins yrði tekinn úr nytjum, það jafngildir landráðum í mínum huga. Nytjun lands og sjávar, það er tilverugrundvöllur þessarar þjóðar í fortíð, nútíð og framtíð. Þeim höfuðstól sem mér var feng- inn í hendur og ber að standa skil á, honum væri ég að farga. Til þess hef ég ekkert leyfi og gerðist þá þjófur í þokkabót. í öðru lagi: Allt mitt ævistarf er að finna hér á þessari jörð. Hún hefur framfleytt mér og mínum með sínum náttúrulegu gæðum, það sem saman stendur á jörðinni er mín eign, afrakstur minnar vinnu, öll mín eign virt til pen- inga. Með því að afsaia jörðinni framleiðslurétti til þeirrar fram- leiðslu sem hún er best fallin til, væri ég að gera alla mína eign algjörlega verðlausa, það er augljóst mál, ævistarf mitt einskis nýtt. Það vinn ég ekki til fyrir eitthvað fleiri krónur frá al- mannatryggingum, eða þá Júdas- arpeninga sem þið eruð að bjóða. Ég er reiðubúinn að skila af mér sem bóndi, með fullri reisn og óskertri æru, til þess er við vill taka til búskapar. En skila af mér með þvflíkri smán sem þið ætluð- uð að tæla mig til, það er af og frá. Ég vona sannarlega að þið fáið lík svör við hinum 1199 bréfunum, sem þið hafið sent út þessa dag- ana. Og að endingu þetta: Það hef- ur aldrei á minni ævi verið komið til mín í jafn svívirðilegum er- indagerðum og þið gerið í ykkar bréfi, - og hafið skarpa skömm fyrir. Kveð að sinni án vinsemdar og virðingar. Þorgrímur Starri Björgvinsson Þriðjudagur 18. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.