Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Vextir Fjárlög ráða vaxtamun Nafnvextir lœkkuðu ígœr. Raunvextir virðast lækkandi. Ennmikil eftirspurn eftir lánsfé. Minnstlœkkun á verðtryggðum skuldabréfum Nafnvextir lækkuðu allt frá 0,3- 4,2% í gær. Mest varð lækk- unin á vöxtum viðskiptavíxla en ntinnst á verðtryggðum skulda- bréfum. Seðlabankinn hefur ekki kannað þróun vaxtamunar á und- anfðrnum vikum og mánuðum en liiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri bankans segir að þró- unin virðist vera í átt til minni vaxtamunar. Hvort fjárlog verði afgreidd með tekjuafgangi eða ekki ráði mestu um vaxtamuninn. Svo tekin séu nokkur dæmi um lækkun vaxta þá lækkuðu vextir á almennum sparisjóðsbókum um 2%, þeir voru 9% þann 11. okt- Rótarrokk Bílskúrar og plasí Stiftamtmannsvalsinn, Myrkramanía og Sogblettir meðalflytjenda Útvarp Rót heldur þriðju rokk- tónleika sína í kvöld. 17 hljóm- sveitir höfðu tilkynnt þátttöku seinni partinn í gær að sögn út- varpsstjóra, og var hann ekki í vafa um að fleiri myndu bætast í hópinn. Staður og stund er risið að Hverfisgötu 105 klukkan 9 í kvöld, og stendur tónieikahaldið fram á nótt. - Þetta er allt frá nýbyrjuðum bflskúrshljómsveitum og upp í þær sem eru svo forframaðar að hafa komið á plast, sagði út- varpsstjórinn á Rótinni, Jón Helgi Þórarinsson, í spjalli við blaðamann í gær, og nefndi nokkrar af handahófi: Ham, Bleiku bastarnir, Sogblettir, Ex, Vapp, Myrkramanía, Bootlegs, Stiftamtmannsvalsinn, Kjósið okkur og Leiksvið fáránleikans. Rótin útvarpar beint frá tón- leikum sínum, en þeir eru einn liður af mýmörgum á Tónlistar- deginum í dag. HS Fasteignagjóldin Fleiri ð I IrÍllK Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur vill að fasteigna- gjöldunum verði jafnað á 11 mánuði en þau eru nú innheimt í þrennulagi. Sigurjón Pétursson Alþýðu- bandalagi, talaði fyrir sameigin- legri tillögu minnihlutans hér að lútandi á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn, en ákveðið var að vísa henni til borgarráðs til frek- ari skoðunar. Afstaða meirihluta Sjálfstæðis- manna kom ekki fram á fundin- um, en þeir sáu þó ýmis tormerki á að breyta fyrirkomulaginu; borgarsjóður yrði fyrir vaxtatapi sem næmi um 92 miljónum króna miðað við útreikninga síðasta árs, allmikill viðbótarkostnaður hlytist af aukinni notkun gíró- seðla vegna þess arna, og að auki sáu þeir fram á nokkra tæknilega vankanta. Svipað, fyrirkomulag er nú við lýði í Kópavogi og felst í tillögu minnihlutans, nema hvað þar dreifast fasteignagjöldin á 10 mánuði. HS óber en eru nú 7%. Vextir á óverðtryggðum skiptikjarareikn- ingum, óverðtryggðum í eitt ár lækkuðu um 3,8% og víxillán um 2,5% að meðaltali en hæstu víxil- vextir lækkuðu um 0,5%. Hæstu vextir verðtryggðra skuldabréfa lækkuðu um 0,5% en að meðal- tali lækkuðu þeir um 0,3%. Hæstu vextir viðskiptavíxla lækk- uðu um 4,2% en að meðaltali um 4%. Vextir á víxlum eru nú 17,2- 20%, 20,5-21% á óverðtryggðum skuldabréfum og um 8,7% á verðtryggðum skuldabréfum. Á óverðtryggðum eins árs skipti- kjarareikningum eru vextir 11,5- 14%. Eiríkur Guðnason sagði í gær að erfiðara væri að segja til um vaxtamuninn. Það sem gæti lækkað hann væri minnkandi eftirspurn eftir lánsfé sem virtist ekki eiga sér stað þó erfitt væri að sjá slíkt á nokkurra vikna þróun. Augu manna beindust að ríkinu sem hefði þurft að fjármagna mikinn halla með lántökum. „Það yrði gjörbreyting á ef fjár- íög yrðu afgreidd með tekjuaf- gangi," sagði Eiríkur. Eiríkur sagði það einna athygl- isverðast í stöðunni nú, að lækk- un raunvaxta skyldi eiga sér stað eins og til dæmis á bankalánum og spariskírteinum, á sama tíma og ekkert hefði dregið úr lánsf- járþörf. Vonandi myndi þessi þróun halda áfram en það væri alls ekki gefið að það yrði. Áfr- amhaldandi eftirspurn eftir lánsfé gæti komið í veg fyrir slíka þróun. Þegar rætt er um vexti er það vaxtamunur inn- og útlána sem skiptir miklu máli. Eirfkur sagði að starfsmenn Seðlabankans hefðu ekki komist í að kanna vaxtamuninn vegna mikilla anna en vonandi yrði farið í það verk á næstu vikum. - hmp. í gær var Listasafn Sigurjóns Ólafssonar formlega opnað en það gerði Svavar menntamálaráðherra Gestsspn að viðstöddu fjölmenni. Við það tækifæri færði hann safninu eina og hálfa miljón króna að gjöf frá ríkinu. í dag hefði listamaðurinn orðið áttræður. Það var ekkja hans Birgitta Spur sem stóð fyrir stofnun safnsins til að varðveita verk Sigurjóns á þeim stað þar sem þau voru sköpuð og til að gefa almenningi kost á að njóta þeirra. Mynd: þóm. Ferðamál Fjórar til Kai KWK Vigdís Finnbogadóttir setur ferðamálaráðstefnu íKanada á sunnudaginn. Þrjár ungar stúlkur fengu að launumferð á ráðstefnuna Á sunnudaginn mun forseti ís- lands Vigdís Finnbogadóttir setja ferðamannaráðstefnu í Vancou- ver í Kanada. Ráðstefnan ber yfirskriftina Ferð til friðar, en markmið hennar er að skoða hvað aðilar í ferðamannaiðnaði geta lagt af mörkunum til friðar- mála í heiminum. Ráðstefnu þessa sækir fjöldi fulltrúa sem vinna að ferðamál- um hvaðanæva úr heiminum. þar á meðal verða verðlaunahafar úr ritgerðarsamkeppni Flugleiða og Búnaðarbankans sem hér var haldin í tilefni ráðstefnunnar, en þrjár stúlkur hlutu 1. verðlaun sem var ferð til Vancouver á ráð- stefnuna og 50.000 kr. í Gullbók Búnaðarbankans. Það voru þær Þorgerður Björnsdóttir, 18 ára úr Reykjavík, Herdís Lilja Magnús- dóttir, 16 frá Sauðárkróki og Gerður Gestsdóttir, 19 ára úr Reykjavík, sem að áliti dómnefn- dar skrifuðu bestu ritgerðirnar. Einnig voru veitt fjögur önnur verðlaun sem voru ferðir til London og 20.000 kr. inn á Gull- bók. Forseti íslands mun í Kanda- ferð sinni heimsækja íslendinga- byggðir í vesturheimi. -sg. Kynningar Finnsk vika í gær setti Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra finnska viku á Holiday Inn hótelinu í Reykja- vík. Auk sérstákra kynninga á finnskri framleiðslu á hótelinu verða þær verslanir sem bjóða finnska vöru með kynningu á þeim. Á hótel Holiday Inn verður boðið upp á finnskan mat auk þess verður kynning þar á margs konar finnskri framleiðslu. Finnska ferðamálaráðið stendur fyrir kynningu á Finnlandi sem ferðamannalandi í samvinnu við Flugleiðir en síðasta sumar hófu Flugleiðir sínar fyrstu áætlunar- ferðir beint til Finnlands. Nýjunf> Bókaklubbur Þjóðviljans Skemmtileg nýjungfyrir áskrifendur. Bókaklúbbur hefurgöngu sína áþriðjudaginn. Hallur PállJónsson framkvæmdastjóri Þjóðviljans: Viljum gefa áskrifendum kostáódýrari bókum Hallur Páll kynnir nýjasta bókaklúbbinn. „Við veltum því fyrir okkur hvað við gætum gert fyrir dygga áskrifendur blaðsins annað en að skrifa gott málgagn í þágu okkar pólitíska málstaðar. Þeirri hug- mynd skaut upp kollinum að stofna bókaklúbb til að gefa áskrifendum kost á ódýrari bókum. Þessu er nú hrundið í framkvæmd," sagði Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, í viðtali við blaðið. „Við munum leggja áherslu á vandaðar bækur og á þriðjudag- inn kemur bjóðum við fyrstu bókina. Það tiíboð stendur í viku og síðan fylgja önnur vikutilboð í kjölfarið." „Það nægir að hringja til okkar á blaðið og tilkynna um áhugann. Við sendum bókina heim gegn staðgreiðslu til þeirra sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu og kannski er rétt að taka fram að fólk getur greitt með kreditkort- um ef það kýs svo. Þeir áskrifend- ur sem búsettir eru utan þessa svæðis, fá bækurnar í póstkröfu." Þurfa áskrifendur að ganga formlega í þennan bókaklúbb? „Nei, allir áskrifendur blaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í þessum bókaklúbbi. Það ersvo ákvörðun hvers og eins, hvort hann kýs að notfæra sér þessi hagstæðu tilboð eða láta það ógert. Ég er hins vegar bjartsýnn á að það verði góð þátttaka, því að mér býður í grun að áskrifendur Þjóðviljans séu upp til hópa áhugamenn um bókmenntir og niðurstaða úr lesendakönnun Þjóðviljans í sumar rennir reyndar stoðum undirþað. Þá má ekki gleyma hinu að Þjóðviljinn hefur reynt að gera bókmenntum og listum góð skil gegnum árin, og þar á Árni Bergmann, rit- stjóri, góðan hlut að máli." Laugardagur 22. október 1988 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.