Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 6
PJOÐVIUIHNMá/gagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Alþýðubanda- lagið og utanríkismál Mikill titringur fór um raðir Framsóknarmanna og krata þegar uppskátt varö að Hjörleifur Guttorrnsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í utanríkismálanefnd Alþingis, hefði óbundnar hendur um formannskjör í nefndinni. Það var sem sagt ekki talið sjálfgefið að hann greiddi Jóhanni Einvarðs- syni atkvæði. Þótt utanríkismálanefnd Sameinaðs þings hafi nú fengið sinn formann og ekki sé í bili neinna f rekari tíðinda að vænta af kjöri embættismanna innan hennar, er vel við hæfi að leiða hugann að stöðu vinstrimanna innan nefndar- innar og á öðrum þeim vettvangi þar sem ráðið er ráðum um utanríkisstefnu íslendinga. Strax við upphaf íslenska lýðveldisins höfðu ráðandi öfl í samfélaginu markað þá stefnu að vinstrimenn skyldu hafa sem allra minnst áhrif á utanríkismál. Meginorsök til þessa má rekja til þess að lýðveldisstofnunin fór fram í skugga bandarísks hernáms og þegar síðustu heimsstyrjöld lauk tóku íslensk stjórnvöld mjög einstrengingslega afstöðu til þeirrar miklu valdabaráttu og togstreitu sem upphófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Meginyerkefnin í íslenskri utanríkismálapólitík urðu þau að koma íslandi í hernaðar- bandalagið Nató og að gera samninga um bandarískar her- stöðvar. Enn í dag er stór hluti af starfsemi utanríkisráðu- neytisins bundinn við daglegt amstur í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli eins og best sést á því að lögreglustjórinn þar heyrir ekki undir dómsmálaráðherra, eins og starfs- bræður hans, heldur utanríkisráðherra. íslenskir ráðamenn hafa alla tíð pukrast með herstöðva- málið, kannski vegna þess að þeir hafa skynjað að íslenskur almenningur væri lítt hrifinn. Þeir hafa leynt og Ijóst reynt að útiloka vinstrimenn frá ákvarðanatöku á þessum vettvangi. Árið 1948 upplýsti Stefán Jóhann Stefánsson þáverandi forsætisráðherra bandarískan sendiráðsmann um að leyni- leg klíka fjallaði um utanríkismál og að reynt væri að hafa fundi í utnaríkismálanefnd sem fæsta vegna þess að í henni átti þá sæti Einar Olgeirsson þingmaður sósíalistaflokksins. Sá möguleiki, að vinstri maður gerist utanríkisráðherra, hefur aldrei fengist ræddur í alvöru. Og sé minnsta hætta á að til formennsku í utanríkismálanefnd veljist maður, sem sér vítt um heim og einblínir ekki vestur til Pentagon, þá sameinast Nató-vinir og herstöðvasinnar þvert á öll flokks- bönd. Sterk öfl í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki ganga þá til liðs við Sjálfstæðismenn og hrópa á varið land og stökkva léttilega yfir gjána milli stjórnar og stjómarandstöðu. Eftirmyndun núverandi ríkisstjórnar hlýddi meirihluti þing- flokks Framsóknar ankannalegu kalli og kom í veg fyrir að formaður utanríkismálanefndar yrði Páll Pétursson, sem stundum hefur þótt lítt hallur undir sjónarmið bandarískrar hernaðarhyggju. Alþýðubandalagið taldi sig þá óbundið af samkomulagi um formannskjör. Jóhann Einvarðsson er orðinn formaður í utanríkismála- nefnd. En Hjörleifur Guttormsson hefur minnt okkur ræki- lega á hvaða öfl það eru sem í rauninni ráða íslenskri utan- ríkisstefnu. Það var síður en svo óþörf áminning. Nýr formaður w: ögmundur Jónasson var í gær kjörinn formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Hann er þjóðkunnur sem fréttamaður en hefur einnig vakið athygli fyrir snerpu og hugmyndaauðgi í félagsmálum. Það hlýtur að styrkja Ög- mund í vandasamri stöðu að hann hlaut einstaklega góða og afdráttarlausa kosningu þrátt fyrir mótframboð tveggja mjög hæfra manna. Það verður einnig styrkur fyrir þau samtök sem hann veitir nú forstöðu. Þjóðviljinn árnar Ögmundi og opinberum starfsmönnum heilla. ÓP ¦KLIPPT OG SKORIÐ Hnífur í vorri hvalkú Hvalamálin eru í hnút eins og allir vita. íslendingar (flestir) vilja halda áfram að veiða hval, vegna þess að við eigum að ráða okkar nýtingu auðlinda og vegna þess að við teljum okkur vita að hvalastofnar séu ekki í hættu. En við getum ekki haldið áfram hval- veiðum vegna þess að þær eru farnar að skaða okkar viðskipta- hagsmuni, okkar fisksölur. Þar stendur hnífurinn í vorri kú. Ábyrgir menn og óábyrgir segja oft sem svo að það sé hægt, að draga hnífinn úr kúnni með því ráði, að „koma réttum upp- lýsingum á framfæri". Ef við leggjum í það peninga, tíma og ferðalög, þá muni umheimur sjá að afskipti okkar af lífkeðju hafs- ins séu frekar meinlaus og gefa okkur grænt ljós á hvalaveiðar. Markaðsgildí tilfinningamála En þetta er því miður sjálfs- blekking. Tökum síðasta dæmið - af Tingelmannverslanakeðjunni þýsku sem ekki vill kaupa lagmeti af okkur, illum hvalskurðar- mönnum. Það þýðir ekki nokk- urn skapaðan hlut að fara með hvalatalningatölur til þess fyrir- tækis af þeirri einföldu ástæðu að það hefur enginn hag af því að skoða þær. Hvers vegna? Tingelmann er umsvifamikill aðili í matvæladreifingu. Eins og menn vita hefur hvert matvæla- hneykslið rekið annað í Evrópu á undanförnum árum - og fer þar saman ýmislegt efnafræðilegt svindl með unnar matvörur og svo sú spilling á vatni, mold og lofti sem efnaiðnaðurinn veldur á gróðri jarðar. Að lokum fer svo að allir eru með einhvern anga af sínum Iífsótta bundinn við meng- un og umhverfisvernd. Þá gerist það að þeir hjá Tingelmann taka upp þá stefnu að hlaða undir veldi sitt með því að koma því inn hjá almenningi, að það fyrirtæki sé öðruvísi, hjá því sé allt í lagi. Og því berjast þeir gegn gos- og bjórdósamengun, selja ekki froskalappír, gefa fé í aðgerðir gegn mengun - og þeir láta um leið á því bera að þeir séu á móti hvalveiðum íslendinga. Og því meira sem íslendingar reyna til að fá þá ofan af því, þeim mun staðfastari munu þeir auðvitað verða í sínu viðskiptabanni - sendandi út þann boðskap til al- mennings, að aldrei að eilífu verði hnikað ást Tingelmanns á náttúrunni. Röksemdir, góðar eða vondar koma þessu máli ekk- ert við. Hvalveiðar íslendinga eru tilfinningamál sem hefur markaðsgildi: andóf gegn hval- veiðum er veigamikill partur í að selja ímynd fyrirtækis og þar með vörur þess. Og því fær ekkert upplýsingastríð hnikað Tveim árum eftir Reykjavíkurfund Tvö ár eru liðin frá Reykjavík- urfundi þeirra Reagans og Gor- batsjovs. Við íslendingar vorum þá mjög kampakátir eins og von- legt var: nú gerðist margt í senn, landið komst á hið pólitíska land- akort í mjög jákvæðu samhengi - og kannski mundi á eftir fylgja" rnikill straumur ferðamanna og ráðstefnugesta sem vilja myndu herma eftir höfðingjum heimsins. Það varð miklu minna en menn bjuggust við úr ferðamanna- straumnum - svo sem brostnir hóteldraumar hér á suðvestur- horninu sýna. Og þegar ýmsir menn, ekki síst Steingrímur Hwermannsson á pósti utanríkis- ráðherra, hreyfðu hugmyndum um að reyna að tryggja íslandi til frambúðar sess sem vettvangur viðræðna um ýmisleg deilumál, þá voru menn ekki alltof sannfærðir um að hægt væri að negla slíka drauma niður í veru- leikanum. Formið og innihaldið En hvað sem því líður: við get- um hresst okkur nokkuð við það, að víða er til Reykjavíkurfundar- ins vitnað sem tímamótaatburðar í samskiptum austurs og vesturs og þá um leið einhvers sem vert væri að endurtaka. Það eru ekki síst Sovétmenn sem nefna Reykjavík í slíku samhengi eins og til dæmis sá greinarhöfundur APN, Míkhaíl iljín, sem hefur grein sín um batnandi sambúð með þessum orðum hér: „ísland. Reykjavík. Haustið 1986 fóru þessi orð að hljóma í öðrum skilningi en eingöngu landfræðilegum. Þau öðluðust mikilvægt pólitískt innihald. Reykjavík þýðir í dag möguleika á að marka tímamót með aðstoð hins nýja pólitíska hugsunarhátt- ar við lausn hinna brýnustu vand- amála. Reykjavík felur í sér möguleika á að hugsa í nýjum stíl. Reykjavík er dæmi um tíma- mótaviðburð í alþjóðamálum." í greinini er og vitnað í Gorbat- sjov forseta sem lagði það til í ræðu sem hann flutti í pólska þinginu að haldinn yrði „annar Reykjavíkurfundur", þar sem Evrópuríki réðu ráðum sínum um afvopnun, viðskipti, um- hverfisvernd og fleira merkilegt og nauðsynlegt. Það er að sönnu ekki ljóst af samhenginu hvort átt er við „Reykjavík" sem lykilorð í pólitískri táknfræði eða borgina sjálfa. En sama er: þessar áhersl- ur eru merkilegar og rétt að taka vel eftir þeim. Kannski mætti með lægni tengja saman innihald og form, þ.e.a.s „reykvískan" anda og borgina sjálfa? Mörg er skemmtun skrattans, margt gjör- ir guð sér til gamans... ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöidsími 681348 ! Útgefsndi: Útgáfufélag Þjoðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann. Mörður Arnason. Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvik Geirsson. Blaðamonn: Oagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gfslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ölafur Gíslason.PállHannessoaSigurðurA. Friðþjófsson, Sævar Guðbjðrnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pétursson FramkvæmdastJórl:HallurPállJónsson. Skrifstofust|óri:JðhannaLeðpoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Oiga Clausen. Auglyslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdðrsdðttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdðttir Útbroiðslu- og afgreiSslustfórí: Bjðrn Ingi Rafnsson. Afgroiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdðttir. Innhcimtumaður: Katrin Bárðardðttir. Útkeyrsla, afgroiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Roykjavik, simar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prantun: Blaðaprent hf. Vorðilausosölu:70kr. Nýtthelgarblað:100kr. Áskr if tarvorð á mánu ði: 800 kr. 6 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.