Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 4
Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa, vatns- og hitaveitulagna. Um er að ræða u.þ.b. 15 km af götum og 4,2 km af holræsum. Einnig skal leggja um 1415 m af ein- angruðum stálpípum. Verkinu skal skilað fyrir 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 30.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 27. október kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 islenska járnblendifélagið hl. Efnafræðingur Staða efnafræðings á rannsóknastofu íslenska járnblendifélagsins er laus til umsóknar. Um er að ræða framleiðslu- og gæðaeftirlit auk sérverk- efna undir stjórn forstöðumanns rannsókna. Nánari upplýsingar veitir dr. Jón Hálfdanarson í síma 93-13344. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember n.k. Um- sókn fylgi greinargerð um nám og störf. íslenska járnblendifélagið hf. 301 Akranes Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. okt. 1988 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Önnur mál 3. Kynning á endurmenntun og námskeiðshaldi, Nicolai Jónasson tæknifræðingur. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Bifreiðaskoðun íslands hf. Auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum sem þurfa að geta hafið störf sem fyrst: 1. Fjármálastjóra 2. Kerfisfræðingi 3. Verkstjóra með bifvélavirkjamenntun. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist til stjórnarformanns fyrirtækisins Björns Frið- finnssonar, iðnaðarráðuneytinu fyrir 31. okt. n.k. Nánari upplýsingar um störfin gefur Karl Ragnars frkvstj. á kvöldin í heimasíma 656433. 21. 10. 1988 FRÉTTIR Borgarstjórn Leikskólamir ftillgóðir Forskólauppeldið reifað íborgarstjórn. Atlaga meirihlutans að dagheimilum sem rekin eru af öðrum en opinberum aðilumfóðruð sem umhyggjafyrir börnunum! „Þörfin fyrir heils dags vistun hefur vaxiö gífurlega síðustu ár. Leikskóli hálfan daginn er því fjarri að fullnægja vistunarþörf fjöldabarna. Daglegur þeytingur milli leikskóla, dagmömmu og eigin heimilis getur ekki flokkast undir æskilegar uppeldisaðstæð- ur barna,“ segir í sameiginlegri bókun minnihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur eftir að höf- uðlaus meirihlutinn - Davíð er í fríi á Flórida - samþykkti á síð- asta fundi að skera rækilega niður rekstrarstyrki til þeirra dagheim- ila sem rekin eru af öðrum en opinberum aðilum. Inntakið í breyttu styrkjafyr- irkomulagi er það að héðan í frá fá allir sama styrk, í krónum tal- ið, ef þeir á annað borð uppfylla sett skiiyrði menntamálaráðu- neytisins hér að lútandi, og gildir þá einu hvort haldið er úti heilsdagsvistunum eða leikskóla- plássum hálfan daginn, og það þótt kostnaðurinn í fyrrnefnda dæminu sé í kringum 28 þúsund krónur á mánuði, en nálægt 11 þúsundum í hinu síðarnefnda. Þetta er afdrifarík breyting, þar sem liðkað er fyrir leikskóla- rekstri miðað við það sem áður var, en að sama skapi verður heilsdagsvistunardæmið von- lausara en nokkru sinni. Tvö barnaheimili verða eink- um illa úti vegna þessa, Sælukot og Ós, og þá sérstaklega hið síðarnefnda vegna þess að þar eru öll pláss heilsdagspláss. Eins og getið var um í blaðinu í gær lækkar rekstrarstyrkur borgar- innar til Óss úr tólf þúsundum í fjögur þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn, og mánaðargjald foreldranna hækkar þá að sami skapi úr sextán þúsundum í tutt- uguogfjögur. Þetta breytta rekstrarstyjkja- fyrirkomulag varð kveikjan að miklum umræðum í borgarstjórn um forskólauppeldi. Anna K. Jónsdóttir, Sjálfstæðisflokki, for- maður stjórnar Dagvistar barna, sagði að minnihlutaflokkarnir virtust ekki sjá neinn kost nema heilsdagsvistun, og að það væri einkennilegt að halda að foreldr- arnir vildu vera frá börnum sín- um allan vinnudaginn. „Fólk vill geta verið með börnunum hluta úr degi,“ sagði Anna, og það með að af þessum hvötum væri fyrst og fremst hugsað um að bæta hag leikskólanna. Hún sagði að dag- leg vistun upp á átta eða níu tíma væri stofnanauppeldi sem bæri að varast, en þess í stað ætti að leitast við að styrkja tengsl for- eldra og barna. Elín G. Ólafsdóttir, Kvenna- lista, sagði að auðvitað vildu for- eldrar vera með börnum sínum, en raunveruleikinn væri annar og því væri það skylda samfélagsins að taka mið af því. Hún kvað leikskólana í mörgum tilfellum úrelt fyrirbrigði, og sagði að sér væri fyrirmunað að skilja nauð- syn þess að ganga á uppbyggingu heilsdagsvistunar þótt meiri- hlutinn vildi efla leikskólaform- ið, og því væri ekki nokkur leið að koma auga á rökstuðning fyrir breytingunum. Kristín Á. Ólafsdóttir, Al- þýðubandalagi, sagði að með þessu breytta fyrirkomulagi væri meirihlutinn að vinna skemmdar- verk gagnvart þeirri starfsemi sem þegar væri haldið úti, og að auki væri komið í veg fyrir að fleiri gætu fylgt í kjölfarið, og nefndi Kristín unga lækna til þessarar sögu. í bókun minnihlutans segir að leikskólastefna Sjálfstæðis- flokksins sé tímaskekkja sem ekki taki mið af raunveruleikan- um. Nógu slæm hafi hún verið gagnvart heimilum Reykjavíkur- borgar, en nú kasti þó tólfunum þegar hún sé látin bitna á þeim aðilum sem sjálfir vilji reyna að byggja upp þjónustu í takt við raunveruiegar þarfir. í máli Guðrúnar Ágústsdóttur, Al- þýðubandalagi, kom fram að Íeikskólastefna meirihlutans endurspeglaði gamaldags hugs- unarhátt sem bitnaði sérstaklega á konum og börnum. „Ríkjandi launastefna býður ekki upp á að foreldrar geti verið heima hálfan daginn með börnum sínum,“ sagði Guðrún: Þegar búið er að snúa við blaðinu í launamálum, taka á vinnuþrælkuninni og hús- næðiskerfinu, þá fyrst getum við farið að tala um hvort æskilegt sé að stytta viðverutímann á dag- heimilunum, og Iáta þá foreldra hafa sitt að segja um það, sagði hún. Sigurjón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði að styttri við- vera tryggði ekki á neinn hátt aukið samneyti foreldra og barna þeirra, heldur yrði þvert á móti til þess að foreldrar væru á þönum með börn sín úr einni vist í aðra. Sigurjón sagði að það ætti að vera réttur barna að fá að vera í for- skóla og þroskast þar með öðrum börnum, og vitnaði í því sam- bandi til tillöguflutnings minni- hlutans um hækkun styrkja til dagheimila, og sagði hana hvata í þessa átt. „Öllum börnum á að skapa sömu þroskamöguleika, og í því skyni viljum við virkja það frumkvæði sem er til staðar úti í bæ,‘f sagði hann. Umræður þessar um dagvist- armál stóðu yfir lungann úr fund- artíma borgarstjórnar í fyrra- kvöld. Allir sex fulltrúar minni- hlutans tjáðu sig um málið, töldu málatilbúnað meirihlutans tíma- skekkju og hvöttu til að málinu yrði frestað þar til betra tóm hefði gefist til að gaumgæfa það. Kristín Á. Ólafsdóttir flutti til- lögu í þessa veru, en hún var felld með öllum atkvæðum meirihlut- ans. Formaður Stjórnar Dagvistar, Anna K. Jónsdóttir, var lengi fundar ein um það af hálfu meiri- hlutans að standa fyrir þessu máli, en fékk um síðir stuðning tveggja flokkssystkina sinna. Árni Sigfússon tók einkum undir það krónutöluréttlætissjónarmið stjórnarformannsins að allir sætu við sama borð þar sem rekstrar- styrkir væru annars vegar, og Katrín Fjeldsted áleit slíkt hið sama. Katrín sagði að óeðlilegt væri að lítil börn þyrftu að vera fjarri foreldrum sínum átta til níu klukkustundir daglega. Pá sagði hún að vinnuþrælkun ungra for- eldra væri mikið alvörumál, en til hennar mætti rekja alvarlega barnavanrækslu. Katrín sagði að stytta þyrfti vinnudag foreldra og þar með aðskilnaðinn við börnin. Katrín sagði að deila mætti um hvort sú aðgerð sem hér væri far- ið í væri sú sem fyrst þyrfti að framkvæma, en að hér væri þó alltént um að ræða viljayfirlýs- ingu borgarstjórnar í þá átt að stuðla að skemmri aðskilnaði barna og foreldra. Katrín lagði á það áherslu að þetta væri langt í frá síðasta orð meirihlutans hvað varðaði foreldrarekin barna- heimili. í kjölfarið áréttaði minni- hlutinn að fáráfilegt væri að stytta dagvistartímann áður en vinnu- dagur foreldra hefði styst og barnabætur verið hækkaðar. Breytingartillagan var síðan samþykkt með öllum níu at- kvæðum sjálfstæðismanna gegn sex atkvæðum minnihlutans. Með sömu tölu, 9-6, var felld til- laga minnihlutans um hækkun styrkja til dagheimila. HS 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.