Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ögmundur Jónasson, nýkjörinn formaður BSRB: Aukin valddreif ing og virkni Hornsteinar í starfi BSRB í framtíðinni Það sem ég vil leggja áherslu á er að BSRB eru saintök sem margoft hafa sýnt að þau eru sterk og öflug og það er mér mjög í huga, þegar ég tek hér við for- mennsku á hversu traustum grunni er byggt. Þannig að það er fyrst og fremst spurningin um að halda því góða verki áfram. Hins vegar verða ákveðnar áherslu- breytingar og ég hef margoft lýst því yfir að ég tel mestu máli skipta að fylgja eftir hugmyndum um valddreiflngu, sem ég tel í takt við vilja okkar félagsmanna og verði til að styrkja okkar samtök og baráttu, sagði Ögmundur Jónas- son í samtali við Þjóðviljann, rétt eftir að hann hafði verið kjörinn nýr formaður BSRB í gær. Þú telur sem sagt að of mikillar miðstýringar hafi gætt innan BSRB? „Það sjónarmið varð uppi, eftir miklar umræður undanfarin ár að færa samningsréttinn til ein- stakra félaga, þannig að þessi þróun hefur verið að eiga sér stað. Hins vegar kemur það fram á þessu þingi að menn vilja eftir sem áður, að heildarsamtökin verði sterk og að stofnanir sam- takanna verði jafn vel efldar. Þá er einkum átt við hvers kyns upp- lýsingaöflun og miðlun. Þegar minni félög þurfa að standa í sín- um samningamálum sjálf, segir það sig sjálft að það er þeim styrkur að geta sótt hvers kyns þjónustu til heildarsamtakanna. Hins vegar hvað varðar að virkja einstaka félaga BSRB að þá held ég að við eigum mikið verk að vinna og það tel ég mjög mikil- vægt. Mér hefur fundist halla á þau sjónarmið í þjóðfélagsumræð- unni sem við viíjum halda fram og ég held að hluti vandans sé að samtök launamanna hafi verið of miðstýrð og hafi átt sér of fáa tals- menn. Það er engin ein leið til lausnar þessum vanda, en ég tel að það þurfi að styðja við bakið á einstökum félögum til að virkja einstaklingana til starfa. Þetta kallar á nokkurs konar hugar- farsbreytingu, kannski hefur ver- ið gert of mikið að bíða eftir nið- urstöðum einhverra ráðstefna eða að formaðurinn tjái sig o.s.frv. Einstaklingar sem mynda sér sjálfstæðar skoðanir á málun- um og halda þeim fram, geta orð- ið málstaðnum til framdráttar, en sá málstaður snýst m.a. um aukið atvinnulýðræði, bætt lífskjör og launajöfnuð. Nú hefur atvinnuveitandi stórs hluta félaga í BSRB - ríkið, beitt sér fyrir afnámi grundvallarrétt- inda, svo sem samningsréttar. Hvernig hyggst þú bregðast við því? „Ég hef sagt að menn megi ekki búast við einhverjum heljar- stökkum, þó ný forysta hafi tekið hér við. Hér á þinginu hafa verið mótaðar mjög eindregnar kröfur um að samningsrétturinn verði færður félögunum aftur. Því öflugri sem okkar samtök eru, því minni líkur eru fyrir því að þau verði beitt misrétti af þessu tagi og ég lít á það sem mitt starf að styrkja þessi samtök." En eru hér að eiga sér stað á- kveðin kynslóðaskipti í BSRB, eru kannski þeir sem lenntu í minnihluta í verkfallsátökunum 1984 að mynda nýjan meirihluta? „Ég lít á mig sem samtakanna allra og þó menn hafi á stundum skipst í fylkingar þá vona ég og trúi því að um nýja forystu sam- takanna myndist samstaða. For- sendur þess er að áfram verði byggt á því trausti sem einkennt hefur starf samtakanna, að menn virði andstæð sjónarmið, komi fram af heiðarleika og hrein- skiptni. Þá þurfum við 'ekki að hafa áhyggjur af framhaldinu," sagði Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB. phh Guðrún Arnadóttir Vafasamt ég verði áfram Stuðningur Kristjáns bjarnargreiði. Ögmundur mjög hœfur Eg átti nú alls ekki von á því að vinna, en ég átti kannski ekki von á að það yrði svona niikill munur," sagði Guðrún Ágústs- dóttir þegar Þjóðviljinn spurði hana hvort niðurstöður kosning- anna hefðu komið henni á ávart. „Mér finnst það ákveðin vísbend- ing að bæði ég og Orlygur, sem höfum starfað lengi fyrir BSRB skuli hafa lent í minnihluta. Það er greinilega ekki æskilegt að hafa starfað svona lengi fyrir samtök- in." Þú túlkar niðurstöðuna þá þannig að félagar hafi talið þörf á að fá nýtt fólk inn? „Það er greinilega það sem er átt við." En í framhaldi af þessu, munt þú halda áfram störfum sem framkvæmdastjóri BSRB? „Niðurstöður kosninganna gefa manni vissa vísbendingu um hug fólksins og ég tel það mjög vafasamt að ég starfi áfram sem framkvæmdastjóri BSRB." En nú hefur þú væntanlega boðið þig framtil formanns vegna áhuga á að starfa fyrir samtökin. Mætti ekki halda að þú værir ein- faldlega tapsár, ef þú hættir nú störfum sem framkvæmdastjóri? „Jú, það verður eflaust sagt." En hvernig lýst þér á nýja for- manninn? „Mjög vel, við unnum mikið saman í verkfalli BSRB á sínum tíma og okkur hefur alltaf komið mæta vel saman. Það hefur ekk- ert verið upp á okkar samstarf verið að klaga og ég tel hann mjög hæfan mann." Guðrún sagðist telja að það hafi verið sér frekar til trafala að hafa verið kona í þessum kosn- ingum. Of mikil áhersla hefði verið á það lögð, en hún hafi hins vegar gengið til kosninga sem einstaklingur. Hún sagði ekki hafa verið neinn áherslumunur í málflutningi hennar og Ögmund- ar og aðspurð um hvort það gerði þau ekki að upplögðum sam- starfsaðilum fyrir BSRB, sagði hún að því mætti alveg velta fyrir sér. En nú hafðir þú stuðning sitj- andi formanns? „Já, það varð mér líka til traf- ala. Sennilega af því að mörgum finnst að við höfum verið of lengi og að það eigi að vera meira gegnumstreymi af fólki. Auk þess hefur fólk kannski ímyndað sér að Kristján hafi ætlað að hafa áhrif á stefnu mína sem for- manns, ég tel það mjög líklegt." Þannig að þessi stuðningur Kristjáns Thorlaciusar hafi kom- ið út sem nokkurs konar bjarnar- greiði? „Já," svaraði Guðrún Árna- dóttir. phh Kristján Thorlacius Ekki stericara fyrir BSRB Eg óska nýja formanninum til hamingju og vona að samtök- in starfl, hér eftir sem hingað til, til heilla fyrir opinbera starfs- menn," sagði Kristján Thorlacius eftir formannskosningarnar í gær. Nú studdir þú Guðrúnu Árna- dóttur eindregið til formanns. Eru úrslitin vonbrigði fyrir þig? „Auðvitað eru það vonbrigði, Guðrún hefur staðið sig mjög vel og unnið mjög gott starf." En tekur þú þetta sem einhvers konar áfellisdóm, fyrir þig? „Nei, alls ekki." Nú hefur Ögmundur lagt áherslu á að miðstýring minnki og aukið vald verði fært til félag- anna. Ert þú sammála þessum áherslum? „Nei, það hefur engin miðstýr- ing verið. Þvert á móti hefur sam- starf verið mjög gott við félögin, mikil áhersla verið lögð á fundi út um allt land árlega og um mörg stærri mál. Þannig að þetta eru ekkert ný áhersluatriði." En telur þú að samtökin BSRB komi sterkari út eftir þetta for- mannskjör? „Ég væri hræsnari ef ég segði það," sagði Kristján Thorlacius, fráfarandi formaður BSRB. Guðrún Árnadóttir smellir kossi á ins. Myrid: þóm skeggjaðan vanga nýja formanns- Örlygur Geirsson Væntingar til formannsins Eg samfagna Ögmundi og vænti þess að hann reynist vel í starfl, ég hlýt að hafa væntingar um það eins og aðrir, sagði Or- lygur Geirsson eftir að úrslit í formannskjörinu lágu fyrir. Sagði Örlygur að úrslitin kæmu sér nokkuð á óvart, því menn hefðu talað um að jafnræði væri með frambjóðendunum í þessari baráttu. Nú hefur Ögmundur lagt áherslu á að miðstýring verði minnkuð og aukin völd færð út til félaganna. Hvað flnnst þér um þær áherslur? „Ég sé ekki að hann hafi lagt áherslu á það umfram aðra. Eg held að það hafi komið fram hjá öllum, að við þá breyttu stöðu að félögin hafa nú sjálfstæðan samn- ingsrétt, að þá leiðir það til þess að þessi svokallaða miðstýring er ekki lengur til staðar." En átt þú ekki von á að það verði full samstaða um hinn nýja formann? „Að óreyndu þá trúi ég ekki öðru." Nú kom upp mistalning við fyrstu tilraun tii kosningar. Átt þú von á að þessi kosning verði kærð? „Nei, ég á ekki von á því," sagði Örlygur Geirsson. phh 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. október 1988 Hafnarfjörður Hjón messa Á sunnudaginn mun séra Þórhildur Ólafs, nývígður safnaðarprestur I Hafnarfjarðarsókn, annast fyrstu messugjörð sína í Hafnarfjarðar- kirkju. Hún mun þá prédika og þjóna fyrir altari ásamt eiginmanni sínum og sóknarpresti séra Gunnþóri Ingasyni. Að messu lokinni býður safnaðar- stjórn í kirkjukaffi í Álfafelli, íþrótta- húsinu við Strandgötu. -r>*5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.